Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 DV onn Ummæli i argangar <!g tel að enginn vafl leiki á því aö stækkun þorskstofnsins stuðlar að betri nýliöun og við get- um þess vegna átt von á sterkari ár- j göngum í fram- f tíðinni eftir að hafa náð stofninum svona vel upp.“ Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, i DV. Skrifuðu leikgerð f Sjálfstæðs fólks „Við vorum svo heppin að , Skíðadeild KR lánaði okkur skíðaskálann í Skálafelli. Við keyrðum þangað upp eftir á hverjum morgni, framhjá Gljúfrasteini og skrifuðum því uppi á heiði, með kindur allt í kring. Það er því óhætt að segja að rétti andinn hafi svifið yflr okkur.“ Sigríður Margrét Guömunds- dóttir, í Degi. Ólga á fréttastofunni? „Ég get ekki sagt annað um þetta en að ég hef \ ekki reynt mann- ; leg samskipti á fréttastofunni ööruvisi en í full- komnu lagi. Ég á ekki von á þvi að f það veröi öðru- : vísi þegar ég sest í f fréttastjórastólmn á ný.“ J Bogi Ágústsson, tilvonandi fréttastjóri ríkissjónvarpsins, í Degi. Sköpum betri heim „Með því að gera það sem er f rétt í þágu Keikós eigum við kost á að fræðast um okkur sjálf. J Við getum skapað betri heim.“ Robert A. Ratliffe, varaforseti Free Willy Keikó Foundation, i Mbl. j Meiri og ákafari „Sameining sveitarfélaga I sem nú er í tísku hefur reynt mjög á nýsmíði i nafngift- um. Umræðan um heiti nýs sveitar- ¥ félags hefur á stundum verið ? mun meiri og ákafari en um forsendur l sameiningarinnar. “ Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður, í DV. Virðingarleysi „Hér á landi var það algeng-: ara að þá, sem ekki dugðu til | annars, mátti ráða sem bama- \ skólakennara. Arfur þess tíma viröist enn loða víða við ís- J lenska skóla og situr fast í huga \ almennings." Marjatta ísberg, kennari og þriggja barna móðir, í Mbl. Hallur Hallsson, talsmaður Keikósamtakanna: Lagt út á óráðið haf Engin skepna hefur fengið eins mikið umtal og Keikó. Nú er aðeins um vika þar til hann kemur til landsins og því er í nógu aö snúast hjá þeim sem sjá um hans ________ mál. Ef illa viðrar er möguleiki á að Keikó fari með Herjólfi til Eyja. ---------- Hann væri því nýstárlegasti farþeg- inn á því ágæta skipi. Hallur Hallsson er formaður Keikósamtakanna. Hann er kvænt- ur Lísu Kjartansdóttur sem vinnur ásamt honum í bókaútgáfunni Vexti auk þess sem hún nemur bók- menntafræði við Háskóla íslands. Hjónin eiga tvo syni. Amar er 25 ára og er í tæknifræðinámi. Hallur Már er 19 ára menntaskólanemi. Lísa á auk þess soninn Kjartan Andrésson sem er físksali. Keikó er aðaláhugamál Halls þessa dagana. Annars er það skák og hann er mikill Víkingur. „Svo var ég að taka próf á mótorhjól á dögunum." Hallur borðar hvalkjöt. „Koma Keikós til íslands hefur ekkert með það að gera hvort ís- lendingar stunda hvalveiðar eða ekki.“ Hallur hefur einu sinni séð há- hyrninginn umtalaða. „Það er ein- stök reynsla að dvelja með Keikó. Hann er ekki síður að skoða mann sjálfan. Ég skynjaði hversu feiki- legt afl býr í þessu dýri og þetta er greind og hugsandi skepna. Það verður svo að koma á daginn hvernig Keikó tekst að laga sig að aðstæðum í Vestmannaeyjum. Þar erum við að ráðast í verkefni sem hefur aldrei verið gert áður. Við erum að leggja út á óráðið haf.“ Hallur segir að morðhótanimar í Maður dagsins garð Keikós segi meira um þann eða þá sem að þeim standa heldur en nokkurn tímann málstaðinn eða Keikó. „1 bréfunum kemur fram mikil fyrir- litning á náttúr- unni. Þessi bréf dæma sig sjálf.“ Hallur er ekki hræddur um að Keikó verði gert mein. „Við munum grípa til viðeig- andi ráðstafana. Það verður ströng ör- yggisgæsla úti við sjó- kvína allan sólarhring- inn og það verður allt gert til að tryggja öryggi Keikós. Við eram ekki smeykir. En við tökum þetta alvarlega." Markmiðið er að Hallur Hallsson. DV-mynd GVA koma Keikó fyrir í sjókvínni og gefa honum tækifæri til aö verða frjáls á ný. „Keikó er búinn að vera undir manna höndum í tvo áratugi og skepnu hefur aldrei verið gert kleift að verða sleppt á ný út í náttúmna með þessum hætti.“ Vísindalegar rannsóknir verða gerðar á Keikó í sjókvínni. Athugað verður hvort honum tekst að laga sig að aðstæð- um, hvort honum tekst að skapa samband við aðrá háhyminga og hvort honum tekst að skapa samband við fjöl- skyldu sína. Svo er spurningin hvort aðrir háhyrning- ar vilja eitthvað með Keikó hafa. „Alla þessa öld hefur mannkynið gengið á náttúr- una. En með Keikó verður nátt- úrunni fært aftur það sem frá henni var tekið.“ -SJ € jj Tena Pal- mer held- ur tón- leika f kvöld í Álafoss föt bezt. Tena Palmer í Mosfellsbæ Kanadíska söngkonan Tena Palmer heldur tón- leika í kvöld kl. 22.00 í Ála- foss fót bezt í Mosfellsbæ. Tena Palmer hefur flutt lög sem hafa verið samin fyrir íslensk leikrit, hún hefur líka flutt brasilíska tónlist og popp. Það má líka nefna að hún flytur nútímadjass, tangó og ballööur. A tónleikunum í kvöld koma frarn nokkrir tónlist- armenn með Tenu. Þeir era Hilmar Jensson gítarleik- ari, Gunnlaugur Guð- mundsson bassaleikari og Matthias Hemstock trommuleikari. Tónleikar Jasstónleikar *á Kaffi Puccini í kvöld kl. 21.30 hefjast djasstónleikar á Kaffi Puccini, Vitastíg lOa. Þar koma fram Bjöm Thorodd- sen gítarleikari, Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Hrafnsson kontra- bassaleikari. Þeir leika lög m.a. eftir Gershwin, C. Port- er og C. Corea. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2193: Situr aðgerðarlaus. Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi. Guörún Gunnarsdóttir kemur fram ásamt Berglindi Björk Jónas- dóttur. Disney-dá- semd í Kaffi- leikhúsinu í kvöld kl. 21.00 verða að venju tónleikar í tónleikaröð Kaffileik- hússins. Söngkonumar Berglind Björk Jónasdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir munu þá flytja fjöl- mörg lög úr Disney-kvikmyndum, bæði nýjum og gömlum. Tónleikar Meðal laga, sem söngfuglamir ætla að flytja, em Bare necces- seties úr Jungle Book, Feed the Birds úr Mary Poppins og He’s a Tramp úr Aristocats. Hljóðfæraleik og annan söng annast Pálmi Sigurhjartarson pí- anóleikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari, Björgvin Ploder trommuleikari og Karl 01- geirsson harmóníku- og hljóm- borðsleikciri. Húsið verður opnað kl. 20 en tónleikamir hefjast kl. 21. í boði verður léttur og ódýr kvöldverður á undan tónleikunum. Bridge Þú situr í suður á hættu gegn utan og horflr á þessa hönd. Norður og austur passa og þú opnar að sjálf- sögðu á einum spaða. En eftir opn- un þína, verða sagnir ansi fjörugar. Tveimur sagnhringjum síðar verð- ur þú að taka ákvörðun á sjötta sagnstigi: ♦ * ♦ * N V A S ♦ * 4 ÁK10853 Á64 ♦ - 4 8642 Norður Austur Suður Vestur pass pass 1* * 2 ♦ 3 ♦ 4 * 4* 5 * 5é 6+ ? Félagi var búinn að passa í upp- hafi og þú ert að- eins með 11 punkta. Þegar spil- ið kom upp í 64 sveita úrslitum á HM í Lille fyrir ör- fáum dögum, sagði suður 6 spaða og fékk upp drauma- blindan. Þar era aðeins 8 punktcir en slemman er óhnekkjandi því allt spilið er svona: 4 DG94 W KD72 ♦ 9862 ♦ 5 íl 4 762 N M 105 •f ÁKD104 V A / / I 4 K107 S ♦ - «4 G983 ♦ G753 * ÁDG93 4 AK10853 4» Á64 4 - * 8642 Jafnvel þó vömin trompi út í upp- hafi, er hægt að ná upp þvingun á austur í hjarta og laufi. Ef þú kaust að verjast í 6 tíglum er eins gott að félagi spili út hjartakóng því annars stendur vestur slemmuna. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.