Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 2
2 ETMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 Fréttir_____________________________________ Flugstjóri C-17 risavélarinnar sem lenti i Eyjum i gær óttaðist „hið óþekkta“: Ég var tauga- strekktur fyrir fram - vitum það núna að gott er að lenda á vellinum “Lendingin verður mun harka- legri en það sem þið eruð vön. Spennið því beltin vel,“ sagði stjóm- andi í hinni risavöxnu C-17 Glo- bemaster flutningavél við á þriðja tug farþega, aðallega fréttafólk, áður en henni var lent á Vestmannaeyja- flugvelli í gær. Stuttu síðar sagði Bandaríkjamaðurinn: 300 fet, 200 fet, 100 fet, og svo 50 fet. Örstuttu síðar var stundin runnin upp. Vélin var að lenda. Farþegamir fundu strax að gríðaröflugt hemlakerfið var nýtt til hins ýtrasta þannig að fólk hallaðist fram, líkt og í bil sem er stöðvaður snöggt. „Ég var fyrirfram dálítið spennt- ur og heldur taugastrekktur," sagði Tim Harris flugstjóri í samtali við blaðamann DV eftir lendinguna. „En við höfðum myndir af flug- brautinni og þetta er nákvæmlega það sem við erum þjálfaðir til að gera. Mér fannst tilfinningin góð þegar ég lenti vélinni. Þetta var mikii áskomn. Síðan gekk allt eins og ætlast var til,“ sagði flugstjórinn. „Ef ég hefði slakað minna á heml- unum eftir að við voram lent hefði vélin sennilega stöðvast innan við þrjú hundrað metra frá fyrstu snert- ingu. En ég reikna með að við mun- um nota heldur meiri vegalengd á Nolan Harvey hjá Free Willy Keikó: Fyrstu 60 mínúturnar mest spennandi Tim Harris flugstjóri, til hægri, var mjög ánægður eftir að hafa lent risavélinni í Vestmannaeyjum í gær. Hann er hér aö undirbúa brottför frá Eyjum ásamt Randy Huiss flugmanni. DV-mynd BG flugbrautinni þegar við lendum með Keikó í næstu viku. Vélin verður jafnþung þá. Ég hlakka til að takast á við það verkefni. Við viljum virki- lega ljúka við það,“ sagði Harris. Flugstjórinn sagði að fyrirfram hefði hann mest óttast hið óþekkta áður en hann lenti í Eyjum - og klettana við enda flugbrautarinnar. „Þess vegna notuðum við svona stutta vegalengd. Ég óttaðist líka að flugvélin gæti rannið meira til en hún gerði. Síðan kom í ljós að braut- in er mjög góð. En ég vildi bara vera viss um að við gætum stöðvaö okk- ur.“ Aðspurður um fimmtudaginn í næstu viku, þegar lenda á með Keikó í Eyjum, sagði Harris: „Þegar veðurspáin lofar góðu munum við leggja af stað frá vesturströnd Bandaríkjanna með Keikó og vona það besta þegar hingað kemur. Við viljum virkilega lenda hér með hann. Ég get ekki neitað því að vissulega hef ég nú meira sjálfs- traust. Ég hef oft lent í Keflavík og er því ekki ókunnugur íslandi. En við vitum það núna að mjög gott er að lenda á vellinum í Vestmanna- eyjum,“ sagði Tim Harris. Verði ekki hægt að lenda í Eyjum með Keikó verður lent í Keflavík og Keikó fluttur með bíl til Þorláks- hafnar og þaðan með Herjólfi til framtíðarheimkynna sinna. -Ótt Amy Robach í Vestmannaeyjum í gær. „Mér finnst eins og það séu deildar meiningar hjá íslendingum um komu Keikós hingað. Allir virðast þó spenntir að sjá hvort feröamanna- straumur muni aukast og ísland kom- ist „á landakortið". Hins vegar sýnist mér mörgum Islendingum finnast að peningunum, sem er eytt í Keikó, mörgum milljónum Bandaríkjadala, væri betur varið í mannúðlegri verk- efni - að fæða og klæða þá fátæku. Af- staða fólks heima í Bandaríkjunum til flutnings Keikó er mjög frábrugðin skoðunum íslendinga. Fólki vestra flnnst Keikó bara sætt dýr sem hefur verið stjama í kvikmyndinni Free Willy,“ sagði Amy Robach, sjónvarps- fréttakona frá WCBD sjónvarpsstöð- inni í Suður-Karólínu, í samtali við DV í gær. „Á minni sjónvarpsstöð byrjuðum við að fjalla um Keikó þegar það frétt- ist að C-17 vélin, sem er staðsett heima hjá okkur í Charleston í Suð- DV-mynd BG ur-Karolínu, ætti að flytja hann til ís- lands. NBC mun sennilega sjónvarpa beint héðan í næstu viku. Stöðin mun senda nokkra fréttamenn hingað. Ég vona að ég verði einn þeirra," sagði Amy sem flýgur vestur til Bandaríkj- anna með C-17 vélinni í dag. „Ég held að Keikó sé mjög mikil- vægur fyrir þá sem standa að því að flytja hann til íslands. Engu að síður er ég sammála mörgum íslendingum um að peningunum gæti verið varið í annað. Samt sem áður era þetta pen- ingar þeirra sem láta sig varða vís- indi og velferð þessa háhymings. Það er mikið verkefni að ráðast í að flytja rúmlega 20 ára hval heimshoma á milli. Fyrir mér er hann bara dýr. En þetta eru hans heimkynni. Héðan er fjölskylda hans. En það er frábær reynsla að fá að koma hingað og stað- urinn sem Keikó verður í Klettsvík er hreinlega frábær. Mér líst mjög vel á hann,“ sagði Amy Robach -Ótt „Ég held að fyrstu 60 mínútiuuar verði mest spennandi þegar Keikó fer í kvína í Klettsvík. Ég vona að hann muni gera það sama þá og hann gerði þegar hann kom í laugina í Oregon. Þá synti hann lengi um og skoðaði umhverfið. En fólk verður að hafa í huga að nú mun Keikó í fyrsta skipti, frá því hann var um tveggja ára, fara í raun- Nolan Harvey. verulegan sjó í náttúrulegu umhverfl. Þá mun hann heyra hljóð sem hann hefur ekki heyrt lengi. Það verður spennandi að fylgjast með viðbrögð- um hans," sagði Nolan Harvey, eftir- litsmaður hjá Free Willy Keikó-sam- tökunum, á flugvellinum í Vest- mannaeyjum í gær. „Lendingin gat ekki veriö betri," sagði Harvey. „Hún var tilkomumik- il. Þegar við horfðum á C-17 vélina koma að flugvellinum höfðum við lengi haft af því áhyggjur hvemig tækist til. En flugstjórinn gerði þetta frábærlega. Ég veit að honum líður mun betur núna. Nú vitum við að vindur skiptir ekki öllu máli í næstu viku en rigning verður óhagstæðari. Siðan er mér sagt að skyggnið þurfi að vera um 500 metrar.“ Aðspurður um vangaveltur og spá- dóma margra hér á landi um að Keikó eigi eftir að deyja í sjónum hér á landi sagði Harvey: „Ég held að Keikó eigi eftir að spjara sig. Ég hef verið með honum frá því að hann kom til Oregon. Klettsvík er yndislegur staður. Hér verður veður vont en slíkt gerist líka í Oregon, stormur, regn og kuldi. Kvíin hér í Vestmannaeyjum er mun stærri en núverandi laug. En Keikó á eftir að vera miklu meira neðansjávar en á yfirborðinu. Út á það gengur þetta allt. Það verða fimm manns að vinna með Keikó allan sól- arhringinn. Það verða hús á kvínni og þar verða alltaf að minnsta kosti tveir starfsmenn. Þar getur fólk dval- ið þegar veður verða vond. Ég tel okk- ur hafa allt til að gæta hans.“ -Ótt Sjónvarpsfréttakonan Amy Robach: Afstaða íslendinga frábrugðin okkar Stuttar fréttir r>v Vantar lækna Ólafur Ólafsson landlæknir sagöi í fréttum RÚV að allt yröi gert til þess að ráða lækna til starfa í Norður- Þingeyjarsýslu. Hann telur að kynna þurfi kjör lækna hér á landi fyrir íslenskum læknum á Norðurlöndum. Tvær lækna- stöður og þrjár stöður fyrir hjúkr- unarfræðinga eru ómannaðar í sýslunni. Staðgengill ráðinn Undirbúningsnefnd að stofnun íbúöalánasjóðs réð í gær Hrólf Ölvisson starfsmann sinn við að hleypa stofnuninni af stokkunum. Guðmundur Bjamason kemur til starfa sem framkvæmdastjóri 15. mars. Meira má rigna Miklar rigningar sem gengið hafa yfir Suðurland að undan- fómu hafa haft lítil áhrif á vatns- búskap Landsvirkjunar til hins betra. Til skerðingar mun koma á orkuframleiðslu fyrirtækisins eins og gert hafði verið ráð fyrir. Bylgjan sagði frá. Kennarar reiöir Ólga er meðal kennara í Iðn- skólanum í Reykjavík eftir að skólameistari neitaði að endur- ráða formann kennarafélagsins sem hafði gegnt stöðu trúnaðar- manns. Félag framhaldsskóla- kennara telur kennarann vera lát- inn gjalda starfa sinna í þágu kennara skólans. RÚV sagði frá. Kæru vísað frá Landstjórn Framsóknarfokks- ins vísaði á miðvikudag frá kæru Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík á hendur Árna Gunnarsyni sem er nýkjör- inn formaður SUF. Ungir fram- sóknai-menn í Reykjavík töldu að kjör Árna í embættið hefði ekki verið löglegt. Bylgjan greindi frá. Sjúkraflug vestra íslandsflug mun sjá um sjúkra- flug á Vestfjörðum til loka næsta árs. Samningur um þetta var geröur á miðvikudag á milli flug- félagsins, Tryggingastofnunar og Heilbrigðisráðuneytisins. Sjúkra- flugvél verður á ísafirði. Kjötbollur úr Keikó Einn af þeim sem stóð aö því að fanga háhyminginn Keikó, Jón Kr. Gunnarsson, lýsir því í grein í Hafharfjarðarblaðinu Nýtt Viö- horf að hægt væri að vinna úr hvalnum þrjú tonn af kjöti og gefa sveltandi bömum í Súdan 60 þús- und hvalkjötbollur. Hann kallar flutning Keikós hingað til lands hræsni sem kosti 200 milljónir króna á meðan milljónir barna úti um allan heim svelti. Almenningi lánað Hluthafafundur Landsbankans ákveður í dag 15% hlutafjáraukn- ingu. Féö verður boöiö almenn- ingi til kaups ásamt því að nýir lánaflokkar til hlutabréfakaupa verða stofnaöir. Morgunblaðið sagði frá. Heiðni á Þingvöllum Ásatrúai-menn ætla aö halda heiðna hátíð á þingvöllum árið 2000. 2000 er- lendir gestir munu koma til hátíðarinnar, að sögn Jörm- undar Inga Hansen allherj- argoða. Óráðlegt að lækka Ekki er víst að ráðlegt sé að lækka sektarmörk fyrir ölvun- arakstur niður fyrir 0,03 prómill, að mati Þorkels Jóhannessonar prófessors. Þá yrði að vara við neyslu óáfengs öls jafnframt. Morgunblaðið segir frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.