Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 10 mennmg Forréttindi að fá að leika sér Þeir sem þyrstir í að sjá ný andlit á fjöl- um leikhúsanna ættu ekki að láta Nemenda- leikhúsið fram hjá sér fara í vetur, bæði vegna þess að árgangurinn virð- ist vera góður og einnig af þvi að næsta vetur verður ekkert Nemenda- leikhús. Skólinn tekur aðeins inn þrjá hópa á fjórum árum þannig að alltaf „vantar“ einn bekk. í fjórða bekk í ár eru átta nemendur, fjórir strákar og fjórar stelpur, og nokkur þeirra eru þegar þekkt andlit af sviðinu í söngleiknum Grease og Þjóni í súpunni og úr kvikmyndinni Sporlaust. Á dagskrá hjá þeim í vet- ur eru tvö sviðsverk og ein sjónvarpsmynd. Kröftugt fólk Rússamir eru vinsæl- ir hjá Nemendaleikhús- inu nú sem endranær; fyrsta verkefni starfsárs- ins er eitt fyrsta leik- sviðsverkið sem Anton Tsjekhov samdi og heitir Ivanov. Það hefur aldrei verið sýnt áður hér á landi en var leikið í út- varpi í þýðingu Geirs Kristjánssonar sem Nem- endaleikhúsið styðst við. „Okkur er heiður að því að fá að verða fyrst til að flytja það á ís- lensku sviði,“ segir Egill Pálsson, formælandi Nemendaleikhússins, „Það er hollt fyrir okkur að fá að vinna með fólk- islands 1998-9. ið hans Tsjekhovs vegna þess að það er svo venjulegt en þó á hver og einn sér stóra sögu.“ Leikstjóri þessa fyrsta verkefnis er Guðjón Pedersen. Næsta verkefni er sjónvarpsmynd sem verður tekin upp í janúar. Hilmar Oddsson leikstýrir en Illugi Jökulsson er að skrifa handrit eftir hugmynd hópsins. Efni þess er Þau kynna sig fyrir leikhúsáhugafólki í vetur: Fjórði bekkur Leiklistarskóla leyndarmál. „Skólinn hefur gert ágætan samstarfs- samning við Sjónvarpið," segir Egill, „sem felur í sér að það fær afnot af okkur, leik- stjóranum okkar og handritshöfundi en við Borgin í dag klukkan 18 verður opnuð sérstæð ljósmyndasýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. Listamennirnir eru 28 og fá hver sitt spjald á vegg með einni stórri mynd og mörgum í kring í venjulegri heimilis- myndastærð, en ekki er það svo einkenni- legt út af fyrir sig. Ekki heldur myndefnið sem er borgarveruleikinn - götur, bílar, búðir, höfnin, blómin í görðunum og svo framvegis. Hið sérstæða er sjónarhomið. Myndirnar eru allar teknar tæplega metra frá jörðu vegna þess að myndasmiðirnir eru leikskólabörn, 5-6 ára. Og sýningin verður líka sett upp í þeirri hæð. Ljósmyndafélagið Ljósálfar (sem hefur ekkert að gera með skátahreyfinguna) á hugmyndina að því að börn af leikskólun- um Vesturborg og Ægisborg fengu í hend- ur myndavélar og siðan var farið með þau í myndatökuferðir. Þeim var veitt lág- markstilsögn en síðan geflð frelsi til að Stelpurnar voru hrifnari af blómum en bílum. Andrea Rún Engilbertsdóttir á Austurvelli, blómum. mynda allt sem þeim datt í hug. „Það var farið með þau í Laugardalinn, á Laugaveginn og Skólavörðuholtið, niður að Tjöm og niður á höfn,“ segir Svavar G. Jónsson ljósálfur. „Þau heimsóttu til dæm- is garðinn umhverfis Hnitbjörg, hús Ein- ars Jónssonar, og það var vemlega merki- legt að uppgötva hvað það er sem þau sjá þar: Þau sjá stöplana undir styttunum!" Börnin fengu ekki að ráða hvert þau fóru í myndatöku- ferðir en þegar komið var á staðinn fengu þau að ráða af hverju þau tóku myndir. „Kynjamunurinn er athyglis- verður þegar maður skoðar myndirnar," segir Svavar. „Stelpumar reyndust hafa miklu meiri áhuga á blómum og skrauti en strákamir. Stelpurnar í hópnum sem fór Laugaveg- inn tóku myndir af dúkkum í búðargluggum en strákarnir af bílum og mótorhjólum.“ Þetta kom kannski engum á óvart. Að minnsta kosti kom Svavari og félögum hans meira á óvart hvað börnin reyndust vera glögg á form og myndbyggingu. „Augun í þeim em alveg í lagi og ár- angurinn er ótrúlegur, eins Myndina tók og fólk getur séð á sýning- aðallega af unni. Sjónarhomið hefur líka sín áhrif. Ég man sérstaklega fáum tæknimenn frá þeim og sýningu í sjónvarpinu. Þetta er góður samningur fyr- ir báða aðila því það er gaman fyrir okkur að fá að prófa bíó- ið.“ Þriðja verkefni leikársins er líka leyndarmál vegna þess að það er enn þá óákveðið. Hóp- urinn hefur valið sér Hilmi Snæ Guðnason leikara sem leikstjóra og aðilar eru enn að semja um verkefni. EgUl segir að hópurinn sé hæstánægður með leiklistar- skólann sinn og hafi fengið staðfestingu á að hann væri góður skóli á námskeiði í Lett- landi í sumar. Þangað komu leiklistarnemar hvaðanæva af Norðurlöndum, Eystrasalts- ríkjum og Rússlandi til að vinna saman í þrjár vikur með leikstjóraefnum frá þess- um löndum og íslensku nem- endumir fengu góðar umsagn- ir. „Við þóttum kröftugt fólk og ósérhlífið - við vorum ekki með neitt múður, unnum bara eins og til var ætlast, tólf tíma á dag! Engar sérþarfir," segir Egill. „Það var líka gaman að heyra að fólk í þessu námi er að hugsa um svipaða hluti hvar sem það býr. Velta fyrir sér spumingum eins og til hvers leikhús sé, af hverju okkur finnst leiksviðið meira spennandi en kvikmyndir þó að möguleikar þeirra virðist enda- lausir og af hverju við viljum verða leikarar. Sjónar- miðin voru mörg og umræðurnar spenn- DV-mynd E.ÓI. andi. En niðurstað- an úr þeim varð alltaf sú að þarna viljum við vera af því okkur finnst svo gaman að segja sögur. Og fá að leika okk- ur. Það em forréttindi stéttarinnar." eftir einni mynd þar sem stór jeppi er að koma í áttina að ljós- myndaranum; bíllinn verður svo ógnvekj- andi þegar hann er myndaður úr þessari hæð. Reyndar gæti uppeldismenntað fólk áreiðanlega lesið margt út úr þessum myndum um sálarlíf bama.“ Myndasafnið verður afhent Ljósmynda- Jeppinn stækkar þegar hann er séður metra frá jörð. Mynd: Kári Guðmundsson, 6 ára. safni Reykjavíkur eftir að sýningunni lýk- ur og þar verður það varðveitt í heild. Svavar sér fyrir sér að eftir tuttugu ár verði hægt að leita myndasmiðina uppi og athuga hvort þetta verkefni hafði einhver áhrif á val þeirra á menntun og starfí. Ljósálfar em óformlegt félag áhuga- manna um ljósmyndun og til þessa verk- efnis nutu þeir styrktar ýmissa aðila, með- al annarra Menningarsjóðs Dagvistar barna, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Fuji-umboðsins. Sýningin stendur til 15. september. Ráðhúsið er opið kl. 8-19 virka daga og kl. 10-18 um helgar. Kórstarf að hefjast Við Langholtskirkju í Reykjavík starfa hvorki meira né minna en fimm kórar og er vetrarstarf þeirra allra að hefjast um þessar mundir. Kór Langholtskirkju byrjar á því að æfa verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem verða flutt á tónleikum í nóvember. Gradualekórinn tekur þátt í þeim tónleikum. Þorkell varð sextugur í sumar og kórinn vill heiðra hann meö þessum flutningi. Hinir árvissu Jólasöngvar verða svo 18. - 20. desember, og í dymbilviku flytur kór- inn H-moll messuna eftir J. S. Bach. Það er í fjórða skipti sem kór- inn flytur hana; síðast var það árið 1994 í Barbican tónleikahöli- inni í London með Ensku kammersveit- inni. Eftir páska hefjast æflngar fyrir tónlist- arhátíðina miklu í september 1999 þegar orgelið nýja í kirkjunni verður vígt. Kórskóli Langholtskirkju verður settur 10. september í áttunda sinn. í skólanum eru tvær deildir, Krúttakórinn fyrir 4-7 ára og eldri deild bama frá 8 ára aldri. Gradualekórinn starfar í tengslum við skólann en er rekinn af foreldrafé- lagi. Allir kórarnir koma fram á tónleikum og við helgihald og Gradualekórinn mun einnig halda sjálfstæða tónleika. Sjónþing Kristins G. Á laugardagsmorguninn kl. 11 hefst í Gerðu- bergi Sjónþing Kristins G. Harðarsonar mynd- listarmanns. Spyrlar eru Aðalsteinn Ingólfsson og Ingólfur Arnarsson. Sama dag verða opnaðar tvær sýningar á verkum Kristins, önnur í Gerðubergi, sem mun standa til 25. október, og hin í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti sem stendur til 30. september. Kristinn lauk námi í Hollandi árið 1976 og tók fyrst þátt í sýningum í Gallerí SÚM á árunum 1976-8. Hann hefur unn- ið í flest efni, búið tfl innsetningar í rými, hugmyndaverk, hefð- bundna skúlptúra, teikningar og mál- verk, soðið í járn og saumað út í léreft. Til marks um fjölhæfni hans má nefna að i einu verka hans frá 1993 er að finna fataló, neglur, karton, blýant, lit, sígarettustubba, útsaums- gam, dauðar flugur og plast. Á siðustu árum hefur hann þó æ oftar sýnt málverk í raunsæis- stíl, til dæmis era minnisstæðar stórar myndir hans frá Ameríku á sýningu í Gerðarsafni haustið 1997. Sjónþing Gerðubergs hafa verið haldin óreglulega undanfarin ár og eru merkileg viðbót við myndlistarlífið í landinu. Umsjón með þeim hefur Hannes Sigurðsson listfræðingur haft. Næsta Sjónþing verður í október og verður þá fjallað um Hannes Lárusson myndlistarmann. Hundarnir í Þessalóníku í nýrri syrtlu frá Máli og menningu, Himd- arnir í Þessalóníku, era sex nýjar smásögm- eft- ir norska rithöfundinn Kjell Askildsen. Þetta er ný bók, kom út á norsku i fyrra og þótti stað- festa að Kjell væri einn allra snjallasti smá- sagnahöfundur á Norðurlöndum. Sögurnar sex fjalla allar um átakanlega en oft bráðfyndna einsemd fólks í nútímanum. Hver reynir að vera út af fyrir sig og láta ekki annað fólk koma sér við - en þráir kannski öðruvísi líf innst inni. Kjell Askildsen fæddist 1929 og gaf út sína fyrstu bók 24 ára. Hann hefur verið af- kastamikill rithöfundur og hlotið margs konar viðm'- kenningar, meðal annars bókmenntaverðlaun norskra gagnrýnenda tvisvar. Áður hefur komið út á íslensku smásagna- safnið Síðustu minnisblöð Tómasar F. fyrir al- mennings sjónir sem Hannes Sigfússon þýddi. Nýju bókina þýðir Einar Kárason. Kápumyndin er eftir Robert Guillemette. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir HBHi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.