Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 7 sandkorn Fréttir Hvíslað um Steingrím Lýðræðisflokkur Sverris Her- mannssonar er nú um það bii að hefja sig til flugs. Eins og DV greindi frá í gær er nokkurt lið valinkunnra manna þegar komið á framboðsbuxur með bankastjóran- um fyrrverandi. Þarna eru menn sem tengjast ís- lenskri stjórn- málasögu undan- farinna áratuga, svo sem Eggert Haukdal, Hrafnkell A. Jónsson og Guðjón A. Kristjáns- son. Einn er sá þungavigtarmaður sem hvíslað er um að hafi hjartað Sverris megin. Þar er á ferð gamli forsætisráðherrann Steingi'ímur Hermannsson sem fram aö þessu hefúr ætíð stutt Framsókn. Stein- grímur sjálfur verst alira fregna en sú staðreynd að skjólstæðingur hans, Pétur Einarsson, fyrrum flug- málastjóri, hyggur á framboð með Sverri þykir vísbending um að gamli leiðtoginn sé ekki fráhverfur Sverri. Þá skemmir ekki fyrir að kuldi ríkir milli forystu Framsóknar og Stein- gríms sem talað hefur gegn flokkn- um í mörgum stórum málum ... Þriðja myndverið Bæði Friðrik Þór Friðriksson og Saga-Film vilja setja á stofn kvik- myndaver á íslandi, eins og DV sagði frá á mánudaginn. Nú heyrist að þriðja kvik- myndaverið kunni að vera á döfinni. Sá sem er nefndur í þvl sambandi er Björn Emilsson sem hefur unnið við dagskrárgerð hjá Sjónvarpinu og er þaulreynd- ur á því sviði. Hann mun vera að láta af störfum þarf til að freista þess að gera gamlan draum sinn um kvikmyndaver að veruleika ... Pólitísk pirra Mikill pirringur varð innan stjórnarflokkanna vegna ítarlegra fregna DV í síðustu viku af áformum sjálfstæðismanna í bankamálunum enda heyrðu þing- menn Framsóknar- flokksins fyrst af þeim i DV. Formað- ur þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, Sigríður Anna Þórðardóttir, mun hafa full- vissað þingmenn Framsóknar um að ekkert hefði verið samþykkt á fundi þeirra á Akureyri. í viðtali sem DV tók við ráðherraefnið Valgerði Sverrisdóttur klukkan hálfníu á fóstudag sagði hún að fregnir um málið væru byggðar á misskilningi. Röskum tveimur stundum síðar hélt svo Finnur Ingólfsson blaðamanna- fund þar sem hann staðfesti allar fregnir DV af málinu dagana á und- an. Veruleikinn er grimmur ... Ingvi Hrafn öruggur Annað kvöld verður nýr formaöur Heimdallar kosinn í staö Hluga Gunnarssonar sem er á fórum til náms í Bretlandi ásamt unnustu sinni, Brynhildi Ein- arsdóttur. Sam- kvæmt þeim heimild- um sem Sandkom telur öruggar er víst að Flateyringurinn Ingvi Hrafn Ósk- arsson verður kos- inn. Illugi mun mjög sáttur við þann arftaka enda er Ingvi pólitískur fóstursonur hans. pólitísku rætur þeirra félaga liggja á óðali Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns, Sólbakka, hvar þeir hafa frá bamsaldri numið þau fræði sem nú duga þeim til metorða meðal ungra sjálfstæðismanna... Hrafn Hinar Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Þorskstofninn í uppsveiflu en aðrar tegundir á húrrandi niðurleið: Rjúkandi rúst og rífandi uppgangur - kvóti fyrir hátt í milljarð óveiddur og féll dauður Tugþúsunda tonna kvóti féll dauður þegar nýtt kvótaár byrjaði. Reikna má með að heildarleiguverð kvótans slagi hátt í milljarð króna þegar allt er talið. Þrátt fyrir að þorskstofninn sé i rífandi upp- sveiflu, að mati veiðimanna sem og vísindamanna, verður ekki annað séð á tölum Fiskistofu en að fjöldi annarra tegunda sé í eða við hrun. Þannig er svo að sjá að stofn úthafs- rækju sé mjög illa farinn. Þetta má marka af því að af þeim 79 þúsund tonnum sem úthlutað var til kvóta veiddust aðeins tæplega 59 þúsund tonn. Útgerðum tókst að geyma til næsta árs rúm 13 þúsund tonn en 7400 tonna kvóti féll dauður. Þorsk- urinn er ein örfárra tegunda þar sem uppistaða kvótans veiðist. Að- eins féllu tæp 500 tonn dauð en svo er að sjá að þar sé um að ræða klaufaskap þar sem geymsluheim- ildir þorskkvóta eru ekki fuilnýttar. 14.000 tonn 12.000 — 10.000 8.000---- 6.000 4.000 —- 2000 1790 ■ o-EH Dauður kvóti og geymdur - fiskveiðiáriö '97 til '98 - i geymslu Fellur dautt 5839 5469 3188 ..„J | 1lA 40000 30000 20000 10000 0 .... Síld Aflamark 117615 & 1407 jjj| 1233 670 M Þriðjungur síldarkvóta dauður Annað ekki síður sláandi dæmi er af síldinni þar sem úthlutað var rúmlega 117 þúsund tonnum. Að- eins veiddist rúmlega helmingur kvótans, eða 64 þúsund tonn. Alls féll dauður síldarkvóti sem nemur 35 þúsundum tonna þegar 18 þús- und tonn höfðu verið geymd til næsta árs. í báðum þessum tegund- um höfðu útgerðir barist um á hæl og hnakka til að ná kvóta sínum en ekki tekist. Verð- mæti hins dauða síldarkvóta nemur 350 milljónum króna ef miðað er við leiguverð sem nemur 10 krónum á kílóið. Engar visbendingar hafa verið um að illa væri komið fyrir sildarstofninum og hefur ráðgjöf fiskifræðinga verið fylgt i hvívetna varðandi veiðarnar. Aðrar tegundir sem brösuglega hefur gengið að veiða eru ufsi, ýsa, steinbítur, karfí, skarkoli og skráp- flúra. í öllum þessum tegundum fell- ur kvóti dauður sem nemur þúsund- um tonna. Það er auðvitað vísbend- ing um tilvistarkreppu þeirra. Gróf- lega reiknað nemur tjón útgerða vegna dauða kvótans hátt í milljarði króna. Tjón þjóðarbúsins í heild er síðan miklu meira og kemur fram í minni útflutningi en lagt var upp með í upphafí síðasta kvótaárs. Röng fiskveiðistefna? Meðal sjómanna er þau sjónar- mið uppi að uppgjör kvótaársins sýni öðru fremur að kolvitlaus fisk- Þorskur Ýsa Aflamark 159449 38791 veiðistefna hafi ráðið ferðinni und- anfarin ár. Sú áhersla sem lögð hafi verið á uppbyggingu þorsk- stofnsins með harkalegum niður- skurði hafi kostað gífúrlega sókn í aðrar fisktegundir sem nú hafi lát- ið undan síga. Þá hafi það kostaö þjóðarbúið millj- arða að veiða ekki þann þorsk sem skynsam- legt sé og nú blasi við að stofninn sé lagstur í sjálfs- rán; stærri þorskar éti hina smærri. Grétar Mar Jónsson, skip- stjóri á Suðurnesjum, sagði í DV i gær að sjávarútvegsráðherra hreykti sér eins og hani á haugi yfir uppbyggingu þorskstofhsins en lokaði augunum fyrir hruni ann- arra stofna. Síldin týnd DV spurði Gunnar Stefánsson hjá Hafrannsóknastofun um skýr- ingar þess að ekki næðist í úthlut- aðan kvóta í flestum fisktegundum. Hann segir ijóst að ýsu- og ufsa- kvótar hafi verið auknir beinlínis vegna niöurskurðar í þorski. Þá hafi ufsastofninn á sínum tíma ver- ið ofmetinn. „Að hluta til var þetta vísvitandi ákvörðun um að létta mönnum byrðina vegna niðurskurðar í þorski,“ segir Gunnar. Fréttaljós Reynir Traustason Skólabörn og umferðin: Foreldrar undirbúi börn sín „Umferðaraðstæður á skólaleið bama eru mjög mismunandi og því er full ástæða til að hvetja foreldra eða forráðamenn bama til að setja þeim skýrar reglur um hvemig þau geti komist ömggast leiðar sinnar. Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að um- ferð eykst yfirleitt í september saman- borið við sumarmánuðina og því fylg- ir aukin hætta,“ segir Óli H. Þórðar- son, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, i samtcdi við DV. Starfsemi grunnskóla um allt land er nú hafin. Tugir þúsunda bama og unglinga eru þar með á leið í og úr skóla hvem virkan dag. „Nauðsynlegt er að foreldrar undir- búi böm sín sem best en ábyrgð öku- manna er að sjálfsögðu einnig mikil. Sérstök ástæða er til að hvetja tO að- gæslu í nágrenni skóla og annarra staða þar sem starfsemi sem tengist bömum og unglingum fer fram. Hafa ber i huga að viðbrögð bama i umferð- inni eru ekki alltaf rökrétt. Þeim hætt- ir tO að bregðast öðmvísi við en öku- menn búast almennt við,“ segir Óli H. Lögregla mun leggja mikla áherslu á eftirlit við grunnskóla og verður fyrst og fremst hugað að ökuhraða og akstri við gangbrautir. Einnig mun lögregla fylgjast vel með hvemig öku- menn hleypa börnum út úr bOreiðum. -RR Ufsl Karfl Stelnbítur Skarkoll Skrápflúra Úthafsrækja 30316 67339 10430 9960 4606 79255 - ..................................pra Hann sagði flskifræðinga hafa séð fyrir að rækjustofninn myndi minnka enda væri samhengi milli þess að þorskstofninn kæmi upp og rækjan léti undan síga. „Við vitum að það er vandi varð- andi rækjuna og þar er nú sú nið- ursveifla sem við töldum okkur sjá fyrir. Það er ljóst að það er eitthvað að varðandi sOdina. Það er mikfl óvissa varðandi ástand stofnsins. Við höfum fundið hann með berg- málsmælingum og mælt hann fyrir ekki löngu sem talsvert stóran. Svo aflt í einu finnst sfldin ekki en hins vegar sést hún dreifð fyrir norðan land en það hefur ekki sést áður. Það þýðir að hún hagar sér öðru- vísi þetta árið og enginn getur reiknað. Við erum að vona að við náum að mæla stofninn næst,“ seg- ir Gunnar. Það er svo að sjá við uppgjör kvótaársins að sjómenn hafi nokk- uð til síns máls. Sfldin týnd, rækj- an dauð. Fjöldi annarra stofna veiðist ekki en þorskurinn er alls staöar. Ástand fiskistofna við Is- landsstrendur skiptist alveg í tvö horn; ýmist rjúkandi rúst eða ríf- andi uppgangur. TiIJboð 50% atfJJattu/ af pizzum - taktu með ... eða snaeddu á staðnum Opia 11-23.30 og til 01.00 um helgar Engihjalla 8 Sími 554 6967 Gildir einungis í Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.