Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 Fullorðins fjallareiðhjól 18 gíra Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV dftt mMH hírtj/fjg Smáauglýsingar Fréttir Nemendur i fjarkennslunni á ísafirði. DV-mynd Hörður www.visir.is eirmig á| Hverjir eru flottustu , íslandi? gæ^arnxr Rúnar Júl er kúl Viðtal við Keikó íslenska byltingin er runnin út í sandinn ísafjörður: Fyrsta fjar- kennsla á há- skólastigi Merkur áfangi hófst í íslenskri skólasögu mánudaginn 31. ágúst þeg- ar fjarkennsla á háskólastigi var formlega sett á ísafirði i iyrsta sinn á íslandi. Níu nemendur hófu þá nám í hjúkrunarfræði í Framhaldsskólan- um á ísafírði sem tengdur hefur verið með gagnvirkum myndfundabúnaði við Háskólann á Akureyri. Þannig fer kennslan að verulegu leyti fram í gegnum sjónvarpsskjá og um Inter- netið. Fengu gestir á ísafirði við þetta tækifæri að fylgjast með iyrstu fjar- kennslushmd Sigurðar Bjarklind sem var í skólastofú á Akureyri. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, setti kennsluna formlega og sagði við þetta tækifæri m.a. að nemendumir níu á ísafirði yrðu nú þátttakendur í brautryðj- endastarfi sem ætti eftir að skilja eft- ir sig varanlegar breytingar á tilhög- im háskólamenntunar í landinu og þeirrar þjónustu sem landsbyggðin getur sótt. Undirbúningsvinna að þessari kennslu hefúr gengið hratt fyrir sig en samningar um þetta verkefni voru undirritaðir á ísafirði í vor. Auk Há- skólans á Akureyri hafa Fjórðungs- samband Vestfjarða, Framhaldsskóh Vestfjarða, Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði og ísafjarðarbær haft veg og vanda af því að koma þessu fjamámi í gang auk þess sem Landssíminn og Byggðastofnun hafa stutt málið dyggi- lega við öflun tækjabúnaðar. Einar Kristinn Guðfinnsson alþing- ismaður ávarpaði gesti á ísafirði í gegnum íjarfundabúnað frá Reykja- vík við þetta tækifæri og sagði að Vestfirðir væm nú að verða í aifara- leið menntunarinnar. Sagði hann eng- an vafa á því að Vestfirðingar hefðu nú tekið ótvíræða forystu á þessu sviði og sagði hann slíkan framfara- hug til marks um að menn væm á réttri leið. -HKr. Grettistak á Flateyri - byggja frjálsíþróttavöll) DV; ísafirði: Sigurður Hafberg, formaður bygging- amefndar frjálsíþróttasvæðis Grettis á Flateyri, tók fyrstu skóflustunguna að nýju fijálsiþróttasvæði á staðnum ný- verið. Nýi frjálsíþróttavöllurinn er á gamla malarvellinum og í næsta ná- grenni við Goðahól og skólann. f fyrsta áfanga, sem nú er byrjað á, verður gerð 130 metra hlaupabraut með steyptu undirlagi sem á verður lagður dúkur úr gerviefiii. Næsta vor er síðan ráðgert að ganga frá 50 metra langstökksbraut, 25 metra spjótkastsbraut og 25 x 50 metra sparkvelli með grasi. Þá er einnig gert ráð fyrir aðstöðu fyrir hástökk á svæð- inu, auk aðstöðu fyrir kúluvarp og kringlukast. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um 4,5 milljón- ir króna fyrir utan kostnað við há- stökksaðstöðu sem tahð er að kosti um eina milljón króna. Það er verktakafyr- irtækið Afrek sem hefur tekið að sér framkvæmd við fyrsta áfanga. -HKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.