Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
15
Einnota boðskapur
Árið 1985 neituðu
þingmenn græningja á
vestur-þýska þinginu
að nota tölvur þar sem
þeir töldu að ekki væri
rétt að nota tækni iðn-
menningarinnar til að
leysa vandamál! Þessi
afstaða græningjanna
er eitt dæmi af mörgum
um að svonefnd um-
hverflsvernd líkist
fremur einstrengings-
legum trúarbrögðum
en vitrænni umhyggju'
fyrir náttúrunni. Eitt af
boðorðum umhverfis-
vemdar er að menn
skuli hafa andúð á
hvers kyns umbúðum
og öðrum einnota hlut- ““
um. Lítum á nokkur
dæmi.
Kreist fyrir umhverfið?
Víðfrægur er sá boðskapur um-
hverfisverndarsinna að menn
kreisti appelsínur sínar sjálfir í
stað þess að kaupa tilbúinn appel-
sínusafa i fernu eða flösku. Nátt-
úran hefur að þeirra mati búið til
bestu umbúðirnar þ.e. appelsínu-
börkinn. Á það ber hins vegar að
líta að verksmiðjur ná mun meiri
safa úr appelsínunni en venjuleg-
Kjallarinn
Glúmur Jón
Björnsson
efnafræðingur
„Umbúðir létta okkur lífið og
vernda okkur gegn hvers kyns
pestum. Matur geymist betur eft-
ir að einnota umbúðir komu til
sögunnar og minni hætta er á að
smit berist með honum eða hann
valdi eitrunum. “
ur heimakreistari og hratið sem
eftir verður í verksmiðjum er
nýtt i dýrafóður en heima endar
það í ruslinu sem flytja þarf á
haugana. Auk þess er mun dýrara
að flytja ferskar appelsínur til
neytenda en tilbúinn safa enda
eru þær nær sjöfalt þyngri en
sambærilegt magn af tilbúnum
safa á fernu. Það má því segja að
sjö trukkar bruni með appelsín-
urnar í búðir til þeirra neytenda
sem kreista sjálfir
á meðan einn sér
um að flytja safa
til þeirra neytenda
sem hafa ekki fall-
ið fyrir predikim-
um umhverfis-
verndarsinna.
Bleiur og bollar
Umhverfisvernd-
arsinnar hafa lengi
barist gegn
einnota bleium en
þær enda oftast á
haugunum en
tuskubleiurnar má
nota aftur og aftur.
Það gleymist hins
vegar að þvo þarf
““"“ tuskubleiumar og
til þess þarf bæði
orku (sem stundum er fengin með
kolabruna), vatn (sem oft er af
skornum skammti) og sápu (sem
rennur svo á haf út). Það er þvi
hreint ekki augljóst hvort er
betra fyrir umhverfið og fer eftir
aðstæðum á hverjum stað. Raun-
ar hafa umhverfisvemdarsinnar,
m.a. í Þýskalandi, verið að átta
sig á þessu að undanfornu og
bæði skipt um bleiu og skoðun.
Einnota plastmál eru vinsæl
enda þægileg, hreinleg og ódýr
lausn. Þeim þarf
hins vegar að
farga. Þau hafa
þó þann kost að
þau þarf ekki að
þvo upp með til-
heyrandi vatns-
eyðslu og sápu-
notkun. Um-
hverfisverndar-
sinnar hafa
engu að síður
talið sjálfsagt að
ólmast gegn
plastmálunum. Mjólkurfernur
hafa einnig verið skotmark um-
hverfisvemdarsinna og þær hafa
jafnvel verið bannaðar í Maine í
Bandaríkjunum. Þó þarf 15 flutn-
ingabíla til að flytja sambærilegt
magn af tómum glerflöskum og
plastpappann í femurnar.
Líka fyrir manninn
ABoll af mat eru mun minni
þar sem umbúðir em notaðar og
Bílfarmar af appelsínum fara i búðir til þeirra neytenda sem kreista sjálfir
á meðan einn sér um að flytja safa þeirra neytenda sem hafa ekki fallið
fyrir predikunum umhverfisverndarsinna.
því þarf ekki að flytja jafnmikið á
haugana af skemmdum mat. En
umbúðir og aðrir einnota hlutir
geta ekki aðeins hlíft umhverfmu
eins og dæmin sanna. Þótt það
skipti umhverfisvemdarsinna
sennilega litlu máli em mnbúðir
manninum gagnlegar.
Umbúðir létta okkur líflð og
vernda okkur gegn hvers kyns
pestum. Matm- geymist betur eft-
ir að einnota umbúðir komu til
sögunnar og minni hætta er á að
smit berist með honum eða hann
valdi eitrunum.
Glúmur Jón Bjömsson
Biskupinn og lukkutröll
Æðsti postuli „islensku" kirkj-
unnar virðist hafa meiri áhyggjur
af íslenskri þjóðtrú og að menn
heiti að gamni sínu á steinrunnin
tröll og forn goð en hinum raun-
verulegu ástæðum fyrir rýmun og
visnun þjóðkirkjunnar í huga ís-
lensku þjóðarinnar. Biskupinn
virðist vera „þræl“- blindur fyrir
gmndvaUarástæðunum ffyrir því
af hverju í svo mörgum tilfellum
kirkjan er litin homauga af hugs-
andi og séémilega menntuðu fólki
og í mörgum tilfellum orðin að at-
hlægi.
Fyrirvari á starfsleyfi
Þegar kristinni kirkju leyfðist
starfsemi á íslandi fyrir tæpum
þúsund árum af skynsömum og
umburðalyndum fomum forfeðr-
um vorum var sá fyrirvari á
starfsleyfi hennar að hún tæki
við vemdun íslenskrar menning-
ar og íslenskra hagsmuna - sem
sé; fjöreggi íslensku þjóðarinnar -
og léti íslendinga í friði með sinn
hefðbundna þjóðlega hugsunar-
hátt að mega jafnframt heiðra sín
fornu goð og átrúnað.
Á fyrstu tveimur öldum eftir
kristintöku lifðu fslendingar mik-
ið til æðrulausu lífi hvað trúar-
brögð snerti þótt ofstopi kristinna
manna hafi oft gengið fram af
frjálshugsandi mönnum þess
tima. Kirkjan
var þá í aðalat-
riðum sambland
heiðninnar og
kristindómsins
og þjónaði sálar-
lífi manna all-
bærilega. Þaðan
í frá fór í æ rík-
ari mæli að bera
á stjómun kirkj-
unnar erlendis
frá og þá hlut-
fallslegri ofbeld-
ishneigð og kúg-
un og um leið hnignun íslensku
þjóðarinnar. Þessi þróun hefur
haldist í mismunandi mæli, með
nokkrum undantekningum ein-
stakra íslenskra þjóna kirkju og
þjóðar, þar til í dag að íslensk
kirkja er að verða hluti af erlendu
afli. Ef þá ekki nú þegar og til höf-
uðs sjálfákvörðunarrétti og sjálf-
stæði íslensku þjóðarinnar. - Sem
sé: hin útlenda kirkja
er að verða einn tróju-
hesturinn enn í ís-
lenska þjóðfélaginu.
Ögrun við kristna
kirkju
Hræðsla biskupsins
við fomtrú og þjóðtrú
íslendinga er svo ótta-
leg að hann telur að
þjóöin sé á tímamótum
þess að menn verði að
kjósa á milli fomra trú-
arbragða vorra og
kristninnar. Er að
furða þótt fólk brosi í
kampinn?
Ég bið háttvirtan
biskup íslands að líta i
barmkristnu kirkjunn-
ar á íslandi; líta á sögu hennar í
landinu, hegðun þjóna hennar,
hlutverk hennar sem vemdari ís-
lenskra hagsmuna og undirlægju-
hátt hennar við erlenda hags-
muni. Ég skora á biskup að íhuga
samviskusamlega hvort kirkjan
hans hafl ekki bragðist íslending-
um.
Gerir biskup sér grein fyrir því
að erlendir trúar-trúðar og ís-
lenskir þjónar þeirra flæða yfir
íslensku þjóðina? Hér er um að
ræða harðvítuga sálnaveiðara,
peningaplokkara og stór-
mennskubrjálæðinga sem sýkja
íslenskt þjóðfélag. Hér er ekki að-
eins ögrun við
kristna kirkju á ís-
landi og þá við at-
vinnu biskupa og
presta heldur við
almennt velsæmi.
Ég hið háttvirtan
biskup íslands að
láta það sem ís-
lenskt er í friði en
standa fremur
vörð um það. Hann
á að beita sér fýrir
því að gera kristnu
kirkjuna alís-
lenska og starfa
fyrir íslenska
hagsmuni á öllum
sviðum. Færa
kirkjuna úr þeim
farvegi að hún sé
verkfæri erlenda afla til að
plokka og blekkja íslendinga í
nafni líknarstarfsemi erlendis.
Með því að tala t.d. um þann
ósóma að íslendingar skuli vera
peningaplokkaðir með spilavítis-
vélum í nafni liknarverka. Tala
um að það er verið að tæla ótal-
inn fjölda »instaklinga frá þriðja
heiminum til íslands þar sem þeir
verða sjálfum sér og íslendingum
til mikils ama. Kaþólska kirkjan
er sérstakur aðili að þessu ljóta
máli. - Herra biskupinn líti sér
nær og stuðli að því að það sem
íslenskt er njóti sín.
Helgi Geirsson
„Gerir biskup sér grein fyrir því að
erlendir trúar-trúðar og íslenskir
þjónar þeirra fiæða yfir íslensku
þjóðina? Hér er um að ræða harð-
vítuga sálnaveiðara, pen-
ingaplokkara og stórmennsku-
brjálæðinga sem sýkja íslenskt
þjóðfélag."
Kjallarinn
Helgi Geirsson
framkvæmdastjóri
1 IVIeð Oj á móti i
Er vélstjóranámið of langt?
Eins og
læknanám
Jóhann Ólafsson,
framkvæmdastjóri
„Staðreyndin er sú að atvinnu-
möguleikar em að aukast og tæki-
færin hafa vaxið í landi. Þetta em
því erfiðir tímar fyrir útgerðina.
Vélstjóranámið er að mínu mati
of langt. Það
gerir það að
verkum að það
fara færri og
færri í þetta
nám. Þetta tek-
ur orðið 5 ár í
skóla og 10 ár að
ná í full rétt-
indi. Þetta er að
verða eins og
læknanám og
þróunin getur
ekki endað nema á einn veg. Það
er aðeins einn læknir á Raufar-
höfn og stundum er reyndar eng-
inn. Ég tel að það hljóti þá að vera
nóg að hafa einn svona mikið
menntaðan vélstjóra á hverju
skipi og hafa þá undirvélstjóra
með sem væri með vissa grunn-
þekkingu sem hann gæri hlotiö i
námi á tveimur önnum. Þá mynd-
um við sjá mikið af mönnum í
þessum störfum. Það fer enginn i
svona langt nám með það fyrir
augum að gerast vélstjóri úti á
sjó. Ég er ekki að segja að það sé
slæm aðsókn í skólann en hún
skilar sér ekki út í það atvinnulíf
sem markmið með skólanum er,
þ.e. á sjóinn. Menn eru að tala um
að hækka laun vélstjóra en ég er
ekki viss um að það myndi heldur
skila sér. Þetta em mikið mennt-
aðir menn og þeir sækja frekar í
vinnu í landi heldur en á sjóinn.
Útlendingar munu ganga í þessi
störf á einhverjum tímapunkti í
framtíðinni að mínu mati.“
Styttra en í ná-
grannalöndum
„Svo lengi sem undirritaður
hefúr haft afskipti af félagsmálum
vélstjóra hafa útgerðarmenn und-
ir dyggri forystu LÍÚ haldið þvi
fram að vélstjóranám hér á landi
sé allt of langt
samanborið við
námið annars
staðar á Norð-
urlöndunum.
Til þess að fá
botn í málið í
eitt skipti fyrir
öll fól mennta-
málaráðherra
Sigurði Brynj-
ólfssyni prófess-
or að bera nám-
ið hjá okkur saman við vélstjóra-
námið annars staðar á Norður-
löndunum. Helstu niðurstöður
em að nám til fyllstu réttinda er
allt að 11 mánuðum skemmra hjá
okkur en í Danmörku. Nám til
1500 kW réttinda er um 22 mánuð-
um skemmra hjá okkur en í Fær-
eyjum og nám til 750 kW réttinda
tekur um 58 mánuöi í Noregi en
aðeins 18 mánuði hjá okkur. Af
þessuih dæmum sést að vélstjóra-
nám hér á landi er síst lengra en í
nágrannalöndunum. Vilji útgerð-
armenn frekari styttingu námsins
em þeir annaðhvort að gefa í
skyn að íslenskt vélstjóranám eigi
ekki að uppfylla sömu gæðakröfur
og gerðar em annars staðar á
Norðurlöndunum en það hefur í
for með sér að íslenskir vélstjórar
eiga ekki kost á vinnu við sitt
hæfi utan landsteinanna. Það
myndi tæpast auka aðsókn að
náminu hjá okkur. Hin ástæðan
gæti verið sú að útgerðarmenn
telji hagkvæmara að viðhalda
skipunum sínum í gegnum trygg-
ingafélögin i stað þess að hafa
hæfa fagmenn mn borð. Hver
veit?“ -RR
Holgl Laxdal, for-
maöur Vólstjórafó-
lagslns.