Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Page 4
GAGNAGRUMNUft Frábært hávaðakvöld í Tjarnarbíói með Stilluppsteypu og Kjábræðrum I6nó. Frumsýning er! kvöld á Rommí, leikriti um tvo gamlingja á elliheimili. Önnur sýningin veröur á sunnudaginn og er uppselt á þær báöar. ÞJónn í súpunnl verður sýndur á morgun 1 Iðnó, klukkan átta. Uppselt er á þá sýningu en einhver sæti eru laus á miðnætursýninguna sem byrjar klukkan hálftólf. Svo er engin sýn- ing fyrr en á fimmtudaginn og er þegar uppselt á hana. Síminn í Iðnð er 530 3030. Ferðlr Guðríðar er leikrit sem sýnt er í Skemmtlhúslnu við Laufásveg 22. Næsta sýning sem mögulegt er að komast á er á sunnudaginn, klukkan átta. Síminn er sá sami og I Iðnó. Borgarlelkhúslð. Grease er alltaf jafnt hrika- lega vinsælt og er uppselt í kvöld og annað kvöld. Á sunnudaginn eru hins vegar örfá sæti laus og l!ka á fimmtudaginn. Síminn er 568 8000 fýrir þá sem vilja panta miða. BJarnl Haukur Þórsson, sem hefur verið í hlutverki Helllsbúans í sumar, má vera ánægður meö frammistöðu sína. Uppselt er um helgina en hann sýnir í kvöld klukkan níu og á morgun, klukkan ellefu. Hellisbúinn er sýndur í fslensku óperunnl og síminn þar er 551 1475. í Bæjarlelkhúslnu í Vestmannaeyjum verður leikritiö Á sama tíma aö ári sýnt annaö kvöld, klukkan 20.30, og á sama tíma á sunnudaginn. Símarnir eru 481 1841 og 481 1285. FJögur hjörtu verða sýnd á Renniverkstæð- inu á Akureyri um helgina. I kvöld hefst sýn- ingin klukkan 20.30 og á sama tima næstu tvö kvöld. Síminn ! miðasölunni er 461 3690. í Kaffilelkhúslnu hefjast á ný sýningar á leik- ritinu Svlkamylla í kvöld, klukkan níu. Þar eru víst einhver sæti laus. beinunum. Dáleiðandi taktur blandaðist dáleiðandi surginu og ekki var amalegt þegar sími fór að hringja upp úr þurru einhvers staðar í húsinu. Fjórði og fimmti spuni fóru svo fram úr björtustu vonum, skemmtilegt bít var komið til skjalanna og tvíeykið orðið hressara og aðeins æstara við græjumar. Salurinn ærðist líka al- gjörlega eftir fimmta spunann og við fengum aukaspuna; „Lítinn blús í Es“, eins og Hilmar kallaði það. Var þar kominn jólalegur spuni sem minnti á óróa gerðan úr ryðguðum nöglum sem lemst til- viljanakennt við plaströr sem sand- ur rann eftir - reglulega sætt hjá þeim surgbræðrum. Ógn í loftinu I hléi töluðu gestir spekingslega saman og toguðu í tjúguskegg, glottu dálítið og sögðu eitthvað sniðugt því þannig var stemningin. Stiliuppsteypa eru engir aukvisar þegar kemur að ótroðnum slóðum og frábærum hljóðskúlptúrum, en ólíkt Hilmari og Sverri, sem tísta og væla oná sínar drunur, eru þeir Heimir, Helgi og Sigtryggur meira fyrir brak og bresti. Enn dró úr sviðsframkomunni (sem ekki var mögulegt) og lýsingin takmark- aðist við einn kastara sem varpaði draugalegum bláma á tríóið þar sem það sat við tækjahlaðborð, hvíslaðist á, hrærði í tökkum og drakk úr bollum. Fyrst var lagt kæfa og ringulreið í sökkvandi kafbáti Sverrir og Hilmar þakka fyrir sig. ÆT I heimsborginni Reykjavik hefur tónleikamenningin verið í algjöru lamasessi í langan tíma. Hér eru sjaldan haldnir tónleikar - því fleiri fylliríisböll - og má skrifa þetta tónleikaleysi á sorglega lé- legt framboð af almennilegum stöðum til að spila á. Síðasta sunnudag voru haldnir tónleikar í Tjarnarbíói og þar er kannski staðurinn kominn, því þetta gamla bíó er vel fallið til tónleika- halds og ekkert sem vantar nema kannski lítinn bar. Um tvö hund- ruð manns komast í sæti og var tæplega pakkað á sunnudaginn þegar Hilmar Jensson og Skúli Sverrisson héldu tónleika með Stilluppsteypu. Sándið var frá- bært, tandurhreint og ómaði glæsilega um rúmgott bíóið. Gest- ir voru á öllum aldri, mest ungir músíkpælarar en innan um eldra fólk (líklega ættmenni listamann- anna). Surgbræður með óróa Hilmar Jensson og Skúli Sverris- son gátu kannski einhvem tímann talið sig til djassista, en eftir plöt- una „Kjár“ og efnið sem þeir fluttu á sunnudaginn; nýr spuni í beinu framhaldi af „Kjár“ - „kannski Kjár 2“, eins og það var kynnt - hafa þeir þróast í ónefnanlegar átt- ir. Þeir komu sér fyrir í bláu ljósi við tamið klapp áhorfenda og fóm að suða, væla og tísta á bassa og gítar og ýmsa effekta. Áhorfendur sátu í djúpri hugleiðslu undir létt- um drunum dúettsins og minnti stemningin á miðilsfund. Eftir fyrsta spunann tók það salinn hálfa mínútu að koma sér í að klappa, en síðan var hann meira með á dmn- unum. Sviðsframkoma var engin svo áhorfendur þurftu sjálfir að hafa fyrir því að sviðsetja spunann í huganum. Minn hugur reikaði og staðnæmdist við fræðslumynd sem ég ímyndaði mér að ég hefði einu sinni séð þar sem örverur sjást éta upp gamla kæfu á margfoldum hraða. Surgið hefði verið fullkomið skor í þeirri mynd. í næsta sæti reikaði hugur neðansjávar og sá marglyttur stíga dans. Eftir kæfu- lega byrjun fór spuninn að taka á sig efnislegri mynd og úr grárri kæfunni risu bein og m.a.s. kjöt á Stiiluppsteypa fer ótroðnar slóðir - sitjandi. upp í langt margslungið verk þar sem stemningin hlykkjaðist upp og niður tilfinningaskalann eins og geðklofasjúklingur í maníu; sak- leysislegur rafmagnsdynjandinn þróaðist út í magnþrunginn há- vaðavegg. Stilluppsteypa hnoðar saman skemmtilegum rafmagns- töktum og sendir þá óvænt út í allt- umvefjandi hávaöann þar sem þeir gera usla um stund og fussast svo út í loftið eins og slokknandi flug- eldar. Þegar verkið náði hámarki stóð manni ekki á sama, það var einhver ógn í loftinu og rökrétt at- burðarás hefði verið að blái kastar- inn hefði hrunið niður og rotað Helga sem sat í miðjunni. Það gerð- ist sem betur fer ekki heldur var bandið klappað upp og einhver öskraði „Meiri hávaða!“. Við feng- um það óþvegið í uppklappsverk- inu, eitthvað sem minnti á hóstandi bílvél hrærðist saman við taktóða suðorgíu og örvæntingar- fulla ringulreið áhafnar í sökkvandi kafbáti - ég er ekki frá því að blóðþrýstingur gesta hafi aukist allnokkuð við þessar ham- farir. Svo var þetta bara allt saman búið og gestir tíndust út í leiðslu með listræna hellu og náladofa í eyrunum. Sem sagt; frábærlega vel heppnað hávaðakvöld og vonandi að framhald verði á tónleikum í Tjamarbíói. -glh Áhorfendur framleiöa stuttmyndir í huganum HÉR. R.ÍS MtÐL/fcSUR MtÖLÆG GATNAMÓT HARPA... HVAÐ SE6IR ÞlJ UM MIÐL/S.GT' STEfNUMÓT? m. í Óperunnl veröur líka frumsýnt á sunnudaginn nýtt íslenskt leikrit sem heitir Ávaxtakarfan. Frumsýningin er klukkan tvö og enn eru örfá sæti laus á hana. meira é. www.visir.is Grotnandi 4 f ÓkllS 4. september 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.