Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Síða 9
stein, sem enn gefur út ýmsar
plötur. Hvaö kom til að hann fór
sjálfur að gefa út?
„Það var nú bara hreinlega
vegna þess að það vildi enginn gefa
okkur út. Mönnum fannst það
hreinlega of dýrt miðað við hugs-
anlega möguleika á að hafa eitt-
hvað upp úr því. Böndin þurftu að
fljúga til Englands eða Danmerkur
til að taka upp því það voru engin
alvörustúdíó hér. Þegar maður gef-
ur út sjálfur hefur maður valið -
og að vísu áhættima og allt það -
og þarf ekki að spyrja Steinar eða
Jón Bæjó og bíða eftir að þeir segi
já eða nei eða hendi efninu í
ruslið."
Hvaö er fram undan hjá Geim-
steini?
„Það er verið að mixa „Rokk-
stokk '98“ með ungum böndum
núna, ég hef alltaf verið svolítið í
því að gefa yngri böndum sem
koma af Suðurnesjunum séns. Svo
verður plata með mér, sem er orð-
inn árviss viðburður. Vinnutitil-
inn er „Farandskugginn“.“
Hvað helduröu að drífi þig mest
áfram í rokkinu, er þaö ánœgja
hlustenda eöa eigin ánœgja?
„Það er sambland af hvoru
tveggja. Það er mjög gefandi að
skapa sér umhverfi til að vera
skapandi í, það að búa hlutina til
og sjá þá verða einhvers virði fyr-
ir einhvem, einhvers staðar. Gott
lag getur gert dagamun i lífi fólks.
Það fylgja því jákvæðir straumar."
Hvernig er venjuleg vika í lífi
Rúnars Júl?
„Mjög athafnarík. Á sunnudag-
inn lenti ég eftir spilirí helgarinn-
ar og fór að taka upp sökkulinn
fyrir nýju plötuna. Á mánudaginn
fór ég í kaupstaðarferð að sinna
ýmsum erindum, fór í húsvitjanir,
hitti Gunna Þórðar út af pródjekti
og Bjartmar og Kristján Hreins-
son upp á texta. Svo fór ég að
byggja á sökkulinn í stúdíóinu. Ég
verð að spila á Álafoss fót best um
helgina. Ég er bókaður til 2002.
Mér finnst gott að hafa þá bókun
til að hafa samlíkingu við Kristján
Jóhannsson, sem talar alltaf eins
og hann sé bókaður fram eftir öllu,
en er svo alltaf laus þegar honum
býðst að taka að sér forfoll ein-
hvers staðar. Ég byrja hvern dag á
klukkutíma göngu um sjávarsíð-
una í Keflavík og svo pumpa ég í
svona hálftíma. Ég hef ánetjast
sjávarloftinu og það er gott að
byrja hvem dag svona, maður er
þokkalega skýr fram eftir degi!“
Ofboðsleaa
gaman að spila
Hvert er besta gigg sem þú hefur
spilaö um dagana?
„Þau em mýmörg. Ég hef mjög
gaman af því að spila með góðri
hljómsveit, í góðu sándi, og þess
vegna geri ég það um hverja helgi
og er enn að 35 árum síðar. Maður
fær oft þessa spumingu: „ertu
ekki orðinn leiður á þessu?“ en ég
verð það aldrei, eins lengi og það
er von til þess að það verði ofboðs-
lega gaman að spila. En ég á erfitt
með að taka eitt gigg út og segja að
sé best því þá myndi ég særa öll
hin giggin. En auðvitað, verslun-
armannahelgar í gegnum tíðina:
Húsafell, Saltvík - ég hef aldrei
haft eins mikið út úr einni helgi
eins og þá. Svo var gaman að spila
í Cavem-klúbbnum, að hita upp
fyrir Dr. John í New York og að
djamma með Ray Davies í Sig-
túni, hann kom þangað á sínu
fylliríi eftir að hafa verið að spila
héma með Kinks.“
En skrítnasta giggiö?
„Stundum hafa þrengslin á svið-
inu verið slík að bandið hefúr
þurft að spila i einfaldri röð, sex-
manna band kannski i beinni línu
á ská. Ég hef alltaf þurft svigrúm,
sérstaklega á yngri árum þegar ég
spriklaði meira vegna þolsins sem
ég hafði úr fótboltanum. Þrisvar
sinnum hef ég fengið rafmagnsst-
uð úr míkrafóninum og fariö í
gólfið. Maður hefur verið nálægt
einhverju dauðastigi, en giggið
heldur áfram og maður kemur
fljótlega inn aftur, en heldur sig
aðeins frá míkrafóninum. Annars
era öll gigg góð nema þau þegar
maður hefur ekki náð til fólksins
og ekki svitnað við að gera það.“
-glh
Allar spár um framtíðina eru bull. Þetta vita allir. Eina leiðin til að láta
framtíðarspár líta gáfulega út er að byggja þær á traustum grunni, það er
upplýsingum úr fortíðinni. Þannig eru allar þjóðhagsspár og veðurspár, spár
um stofnstærðir fiska og starfsmannaþörf fyrirtækja. Gallinn við þessar spár
er að framtíðin verður aldrei spegilmynd af fortíðinni. Tíminn líður ekki í
beinni línu heldur gusast hann áfram, glutrast niður, stendur í stað eða snýr
við á punktinum - stundum að því er virðist allt í sömu andrá. En ef við
myndum trúa okkar færustu sérfræðingum þá verður framtíðin eins og sjá
má hér á síðunni. Það sem hún ber í skauti sér er það sama og við höfum
þegar reynt - ýmist meira eða minna af því sem þegar hefur orðið, allt eftir
því hvort það er að minnka eða stækka þessa stundina.
Framtíðarspá
— samkvæmt hinni heilögu Ifnulegu jöfnu
Elnn bfll á mann
Fjöldi íbúa
á hvem fólksbíl:
1970: 4,5
1990: 2,1
Slöaati farbeglnn
hsattur aö nota st
Farþegafjöldi
SVRáári:
1970:13.385 þúsund manns.
1990: 7.342 þúsund manns.
Elnn tannlæknlr
á hvem Ibúa
Fjöldi ibúa
■kklnn
sundkall
itsprófl
Verð á sígarettupakka:
1988:145 krónur
1998: 360 krónur.
Giranra
laáiEiBii
Hlutfall þeirra sem taka
stúdentspróf af árgangi 20 ára:
1960: 9,2 prósent.
1990: 44,7 prósent.
Meðalneysla á gosi á mann:
1960: 56 sentílítrar.
1990: 326 sentílítrar.
Alllr falendlngar Btrnnra
fluttir suöur taiSIMISi
WliTmSSla
MoðalheeA kdlla
orðlnn tvelr metrar
ÍNá ■
fel
m
Meðalhæð
karia:
1969:176,3 sentímetrar.
1989:179,4 sentímetrar.
gs&fö&ttQH
Alter akatttekjur rfltjalns
f M grelöe vextl af Iðnur
Vaxtagreiðslur sem hlutfall
af heildarskatttekjum:
1960: 0,5 prósent.
1990: 8,9 prósent.
[búafjöldi höfuðborgarsvæðisins
sem hlutfall af íslendingum:
1910:17,6 prósent.
1990: 57,2 prósent.
Jarðir I eyði sem hlutfall
af öllum jörðum:
1980: 21,7 prósent.
1990: 26,5 prósent.
fÖld
ánægja!
Hringdu og
pantaðu
16" pizzu
með 5
áleggsteg.
fyrir aðeins
1400 kr.
4. september 1998 f ÓkllS
9