Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Síða 15
t æ k i ö Að baki honum standa útspekúleraðir drengir í andlegum fræðum og skreyta umslagið sitt með Kókópelli indíánaguði himins og jarðar Marteinn Bjarnar og Sigurður Baldursson eru On Earth og ný- lega kom út diskurinn „Magical Dust“. Þar sem ég vissi ekkert um tónsköpun tvímenningana þurfti ég að fá algjöra byrjendafræðslu frá þeim. „Þetta er ekki beint hljómsveit," segir Marteinn, dularfullur á svip. „Við vorum hvor í sínu homi að vinna að okkar hugarefnum," tekur Sigurður við, „og við höfðum svip- aðar lífsskoðanir og smekk á mús- ík. En við emm ekki hljómsveit, heldur hljóðsmiðja, hljóðiðnaðar- menn. Við erum ekki músíkantar, heldur eram við sjálfir músíkin. Skilurðu?" Uuu, nei. Hvernig er þá músíkin? „Okkur langaði að prófa að blanda saman elektrónískum hljóð- færum og akkústík og fengum Dan Cassidy til að spila með. Þetta fór út í sígaunamúsík og svona Far- East keim á köflum. Hann mátti hafa sig allan við að skreyta tónlist- ina með fiðlunni sinni og gerði það mjög vel, kom sjálfum sér á óvart, því hann hefur ekki ögrað sjálfum sér svona áður. Hans skilningur á tónlistinni var að þetta væri teknó- músík, en þetta er það nú varla, kannski mjög soft teknó, en útkom- an var meistarastykki og kom okk- ur öllum mikið á óvart. Þetta voru gömul lög sem við áttum í poka- hominu og dustuðum rykið af og útkoman var Magical Dust, töfr- andi ryk!“ Mynduói segja að þið spiluðuó dansmúsik? „Já, líka. Það er hægt að sleppa sér yfir henni, en líka t.d. hægt að borða góðan mat. Það koma grodda- kaflar inn á milli en á heildina lit- ið er þetta mjög heppileg plata fyr- ir kafilhús, rómantísk á köflum og jafnvel erótísk." Nú er platan instrúmental. Var aldrei pælingin að fá söngvara í púkkió? „Hvorki ég né Siggi syngjum nokkuð að ráði,“ segir Marteinn. „Við fórum aðeins á stúfana að leita að fólki sem gæti sungið með okkur, en það var bara svo mikil vinna og ekki fólk á hverju strái sem hefði hæft þessu.“ Platan kom út í sumar og Mart- einn og Sigurður segja að túristam- ir hafi verið duglegir að kaupa hana. „Það er mikið af íslenskum anda I plötunni, krafti, en aftur á móti gætir ýmissa áhrifa, þetta er mjög alþjóðleg plata.“ Eitthvaö í líkingu viö Deep Forest og Enigma kannski? „Ég segi það nú ekki, þetta er ekki svo sensúalt, þó þetta sé róm- antískt á köflum. Það var allavega ekki meiningin að gera plötu í stíl við þessi bönd og platan er beint úr kúnni, við reynum ekki að stílsetja hana neitt," segir Marteinn. Sigurður kemur sterkur inn: „Það má segja að það sem ég átti hrærðist saman við það sem hann átti og flðlan tengir þetta allt sam- an í eina heild. Stemningin er svip- uð út I gegn; tregablandin, dansvæn og pínu súrrealismi inn á milli." Og nú er platan koma út og kynn- ingarherferóin yfirvofandi? „Já, nú er best að taka á honum stóra sínum. Við ætlum að kynna þetta, þó við leggjum meiri áherslu á að gera tónlist heldur en að stunda kynningarstarfsemi. Það er hægt að kynna á svo fjölþættan hátt nú til dags, t.d. á Netinu og í öðrum fjölmiðlum, en að fara on ðe ród á kannski ekki alveg við okkur. Ætli það fari okkur ekki best að setja skinntrommurnar á herðarnar, kveikja eld nið'rí fjöru og berja bumbur þar. Það er seiðurinn sem við höllumst að. Það má eiginlega segja að Kókópelli þama utan á plötuumslaginu sé eins konar senúall seiður." Ha? „Þessi persóna er úr indíánamít- unni. Ein túlkunin á Kókópelli er að hann var farandsölumaður sem fór á milli byggða og seldi vörar. Síðan var hann með töfraflautuna sína og sprautaði sæði yfir konur í þorpunum, frjóvgaði þær með sínu heilaga sæði. Það má eiginlega líta á plötuna okkur sem eins konar frjósemistákn án þess að við séum að sprauta sæði yfir hlustendur." Jœja, það er nú gott. Hvernig gengur aó sprau.., selja? „Vel, það er alls kyns fólk sem hefur gaman af þessu. Við settum upp fund á Hótel Borg þegar disk- urinn kom út og á næsta borði voru þrjár ungar meyjar á sjötugsaldri - þrjár hefðarfrúr - sem ráku augun í diskinn og urðu okkar fyrstu kúnnar. Við vorum bara með tvö eintök á okkur svo við getum sagt að ffá fyrsta degi höfum við ekki annað eftirspum." Hvað með þetta nafn, „On Earth", hvað þýðir það? „Seiður, eldur, himinn og jörð, þetta era elementin sem við hríf- umst af og tjáum á plötunni. Það eru samskipti í sifellu milli himins og jarðar og maður er sjálfur tengiliðurinn. Við tökum loft-elem- entið til jarðar og tjáum það á jörð- inni, þess vegna köllum við þetta On Earth, hér erum við, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Þiö eruó svona miklir hippar í ykkur? „Nei, nei!“, segja þeir í sannfær- andi kór. „Við erum miklu fremur anarkistar. Við látum ekki vel aö stjórn og það gefúr okkur ákveðið frelsi. Við erum bara við sjálfir, eins slæmir eða góðir og við getum orðið. Það er stefnan í dag. Trúaður og trúleysingi á sama tíma.“ Þió talió í gátum. Þió trúió kannski á stjörnuspeki líka? „Nei... en við trúum á speki." -glh Aldrei aftur slæmar myndir Þau eru ófá tonnin af filmu sem árlega fara í það aó taka slæmar Ijósmyndir. Trúlega eru vel riflega 99% allra Ijósmynda sem teknar eru og framkallaöar í heiminum ruslatunnumatur. Jafnvel þokkalega liótækir Ijósmyndarar fá oft ekki nema örfáar nothæfar myndir af hverri filmu. Ljósmyndun er fremur dýrt tóm- stundagaman. Filma kostar 5-600 kr. og framköllun og stækkun hátt í 2000 kr. Oft eru ekki nema nokkrar verulega skemmtilegar myndir á hverri filmu og stór hluti myndanna mistök. Tæki vikunnar er Kodak DC 200 stafræn myndavél. Hún lítur aö framan út eins og hver önnur ömmumyndavél, meö on/off-takka og takka til að smella af. Ekkert flókiö eða tækni- legt. Þegar vélinni er snúiö viö sér maður hins vegar tækniundrið: Þar er tölvuskjár sem sýn- ir myndina sem maöur er nýbúinn aö taka. Neöst í vinstra horni myndarinnar er táknmynd ruslatunnu og ef maöur ýtir á hnappinn fyrir neðan ruslatunnuna þarf maður ekki aö hafa frekari áhyggjur af mistökunum. Engin filma er í vélinni. DC 200 skráir myndirnar á tölvukubb og svo eru myndirnar teknar beint inn í heim- ilistölvu og ýmist prentaðar út heima, sendar Kodak á diski eöa á Internetinu og prentaðar þar, eða bara geymdar í tölvunni og skoðaöar á skjánum. Hægt er aö fá myndirnar prentað- ar út í fullum Ijósmyndagæöum. Meö Kodak DC 200 fylgir 4 Mb kort sem tekur eitthvað yfir 20 myndir í fullum gæöum, en Fókus próf- aði líka 32 Mb kort sem getur tekið vel yfir 100 myndir í fulium gæðum. Gæöi myndanna eru aö nálgast það aö vera sambærileg viö myndir teknar á 35 mm filmu. Fyrir allar venju- legar myndirtil heimilisbrúks ættu gæöin sem vélin skilar aö nægja. Stærsti kosturinn við Kodak DC 200 er náttúrlega sá að núna hendir maður vondum myndum strax og geymir bara þessar góðu. Hjá Hans Petersen er einnig til DC 210 sem hefur ágæta zoomlinsu en væntanleg er frá Kodak DC 260 sem býöur upp á zoomlinsu og þann möguleika að taka upp tíu sekúndna hljóðbút meö hverri mynd. Svona til aö minna á stemninguna sem fýlgir myndinni. -KPJ bíllinn...ferðalagið...fjallahjólið...hljómtækin...tölvan...og allt hitt...tryggðu þitt hjá TM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.