Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Qupperneq 21
Regnboginn frumsynir i dag X-Files-biómyndina Fight the
Future. Þar er fjallað um geimverur og endalaus samsæri
um að halda leyndum upplýsingum um heimsóknir þeirra
til jarðar. í sama bíói er mynd um X-Files frá upphafi
aldarinnar, Cottingley-álfana. Ef til vill þarf engan að undra
að margt er líkt með þessum álfum og geimverunum sem
Mulder eltist við.
Eins og álfur
í x-skýrslu
Sagan af Cottingley-álfunum er
löngu orðin fræg. Árið 1917 tóku
tvær ungar stúlkur myndir af sér
að leik í álfafans. Þrátt fyrir að
myndimar væru greinilega falsaðar
Svo þrálátur hefur orðrómur um geimverur
sem hröpuðu til jarðar við Roswell í Nýju-
Mexíkó oröið að í fyrra gaf bandaríski her-
inn út yfirlýsingu þess eðlis að geimver-
urnar hefðu verið tilraunadúkkur sem skot-
ið var út úr flugvélum í mikilli hæð.
bíódómur
- Fairy Tale:
Úti á hól
Lelkstjóri: Charles Sturridge. Handrit: Ernie
Contreras. Abalhlutverk: Florence Hoath,
Elizabeth Earl, Paul McGann, Phoebe
Nicholls, Peter O'Toole og Harvey Keitel.
Fairy Tale: A True Story byggir
eins og titillinn gefur til kynna á
sönnum atburðum. Myndin rekur
sögu stúlknanna Elsie Wright
(Florence Hoath) og Frances
Griffiths (Elizabeth Earl) en þær
stöllur tóku myndimar af Cott-
ingley-álfunum sem frægar eru
orðnar (sjá grein). Myndin hefst á
því að Frances flytur á heimili
frænku sinnar en faðir hennar (Mel
Gibson; sést í 1 sekúndu) er á víg-
stöðvunum í Frakklandi. Wright-
fjölskyldan er í sárum. Bróðir Elsie
er nýlátinn úr lungnabólgu og for-
eldrarnir (Phoebe Nicholls og Paul
McGann) em sem lamaðir. Það er
einkum móðirin, Polly, sem heldur í
vonina um endurfundi við drenginn
sinn og með það í huga fer hún á
fyrirlestur hjá breska guðspekifé-
laginu. Fyrirlesturinn snýst um álfa
og þegar stúlkurnar koma heim
með myndir af flögrandi furðuver-
um að leik kemur Polly þeim á
framfæri við sérfræðinga á sviðinu.
Myndirnar vöktu gríðarlega at-
(vom í raun pappamyndir klipptar
út úr þekktri barnabók) vakti birt-
ing þeirra gríðarlega athygli í Eng-
land og furðulega margir tóku
myndirnar trúanlegar. Þeirra á
meðal var rithöfundurinn Sir Arth-
ur Conan Doyle, höfundur sagn-
anna xun Sherlock Holmes en hann
gekk svo langt að skrifa bók þar
sem hann reyndi að sýna fram á til-
vist álfanna. Það var ekki fyrr en
1983 að stúlkumar, þá aldraðar kon-
ur, viðurkenndu að um gabb hefði
verið að ræða. Enn eru ýmsir
ósannfærðir og telja álfamyndirnar
sannar en lesendur geta dæmt um
trúverðugleikann sjálfir (sjá mynd)
og hvort það hafi verið álfarnir eða
Sir Arthur sem voru úti á hól.
„Spúkí“ Mulder væri eflaust einn
þeirra sem haldið hefði til Cott-
ingley að skoða ummerki um álfa-
byggð. En ef Fairy Tale: A Tme
Story hefði verið framleidd og skrif-
uð af x-files liðinu hefði vindareykj-
andi, svartklæddum drottningar-
sinnum án efa tekist að hindra
Mulder í sannleiksleit sinni. Eins
og hann væri fyrstur til að upplýsa
lesendur DV um er sú skoðun ríkj-
andi í ákveðnum hópum að ekki sé
svo mikill munur á álfum og geim-
verum og í raun ekki rangt að telja
að hér sé sama fyrirbrigði á ferð-
inni; geimálfur. Munurinn mótast
af viðmiðinu og því ekkert fráleit-
ara að trúa á álfa en geimverur.
Regnboginn
A True Story ★★i
hygli og Sir Arthur Conan Doyle
(Peter O'Toole), sem var mikill
áhugamaður um andleg málefni,
dróst inn í mnræðuna. Svo fór að
lokum að hann lýsti því yfir að
myndimar væm sannar. í Fairy
Tale dregst töframaðurinn Harry
Houdini (Harvey Keitel) inn í at-
burðarásina. Houdini var vinur
Conans Doyles og frægur fyrir að af-
hjúpa loddara í stétt miðla og sjá-
enda. I myndinni verður hann þó að
játa sig sigraðan því að hann getur
ekki fundið neitt sem staðfestir
grun hans um svik.
Álfasaga er hugljúf mynd en líður
svolítið fyrir þá sök að handritshöf-
undurinn getm- ekki gert upp hug
sinn. Stúlkurnar eru annaðhvort
litlir svindlarar eða böm sem vissu-
lega búa í undraverðum heimi.
Myndin sveiflast milli þessara skýr-
inga og ómögulegt er að segja fyrir
um hvort áifarnir séu raunveruleg-
ir eða ímyndun. Sem slík er þvi
myndin ekkert sérlega „sönn“ og ég
verð að viðurkenna að ég hefði kos-
ið að sjá skýrari línur í þessum efn-
um. Leikurinn er þó afbragðsgóður,
sér í lagi hjá stúlkunum tveimur.
Myndir um álfa virðast njóta vin-
sælda um þessar mundir, a.m.k.
tvær vom framleiddar í Bretlandi á
síðasta ári. Líkt og í Fairy Tale
snýst hin duhnagnaða Photograp-
hing Fairies um raunir ljósmyndara
sem viil festa þessar fogm verur á
filmu. Sú síðamefnda er nýkomin
út á myndbandi og ætti enginn að
láta hana fram hjá sér fara. Hún er,
þegar öllu er á botninn hvolft, mun
merkilegri mynd en sú sem hér er á
ferðinni.
Guðni Elísson
Regnboginn - Næturvörðurinn ★★'i
Að veria nætur
.... _ ...W _ nm Fvrir kvikm\
Lelkstjórl: Ole Bornedal. Handrlt: Ole Borne-
dal og Steven Soderbergh. Aðalhlutverk:
Ewan McGregor, Patricia Arquette, Josh Brol-
in, Lauren Graham, Nick Nolte.
Það er þetta með þessar endur-
gerðir þeirra Ameríkana. Hvemig á
að meta og dæma mynd sem er ná-
kvæm eftirgerð á annarri, bætir
engu við; en tekur hún þá frá? Það
hlýtur að vera niðurstaðan, því ein-
hvern veginn var hinn bandaríski
Næturvörður ekki eins heillandi og
sláandi upplifun og sá danski, þrátt
fyrir að sami leikstjórinn stýrði
báðum. Hafandi sagt það, þá er það
náttúrlega áberandi vandamál að
hafa séð hina myndina og muna
hana i smáatriðum; þegar endur-
gerð er þetta nákvæm, þá er fátt eða
ekkert sem kemur á óvart, og þar
með er plottið, spennan, fokin út um
gluggann. Lögfræðineminn Martin
(Ewan McGregor) fær starf sem
næturvörður á sjúkrahúsi, nánar
tiltekið á hann að vaka yfir hinum
dauðu í krufningardeildinni. í borg-
inni hefur verið framin röð morða á
vændiskonum og er greinilegt að
þar er einhver öfuguggaháttur á
ferðinni hvað varðar áhuga á lík-
um. Fyrir kvikmyndaklessur eins
og mig ætti það að vera nægileg
ánægja að skoða og spá í svona el-
egant og flott plott þó ég hafi séð
þetta allt áður en einhvem veginn
náðist aldrei upp nægileg stemning.
Sterkustu atriðin undir lokin voru
spiluð of hratt - eða man ég þau
bara í ógurlegum hægagangi? - Það
var einhvem veginn einhver hálf-
körunarbragur á þessu öllu saman,
eins og sannfæringarkraftinn vant-
aði. Sérstaklega fannst mér aðalleik-
araparið McGregor og Arquette
aldrei ná sér á strik og það vantaði
líka mikið upp á að Nick Nolte
væri nógu góður. Sterkasta leikinn
átti vinurinn James (Josh Brolin),
sem þessi ekta námsleiði nemi, í
stöðugri leit að meiri spennu. Hann
var bæði spúgí og flottur og hleypti
nýju lífi í þessa annars uppáhalds-
rullu. Fyrir þá sem sáu aldrei
Nattevagten er þetta ábyggilega allt
saman miklu skemmtilegra en ég
get samt ekki annað en mælt með
henni urnfram þessa. Þetta var nú
einu sinni myndin sem kom Dönum
á kortið.
Úlfhildur Dagsdóttir
Ein af myndunum sem tvær stúlkur tóku 1917
af sjálfum sér og álfum sem þær höfðu klippt
út úr þekktri barnabók. Tii hliðar má sjá
myndskreytinguna úr bókinni.
Grease irki. Oft haföl ég á tilfinningunni að
það eina sem bjargaði þessu 20 ára afmæli
Grease væri að hún hefði meö árunum tekið
á sig „kamp"-ímynd Rocky Horror Picture
Show. Þannig gengur hún upp fyrir mér. Að
þessu sögðu má síðan bæta við að lögin
standa enn fyrir sínu og dansatriðin eru
skemmtileg. -ge
Laugarásbíó
Slldlng Doors **i Paltrow er Helen, ung
kona á uppleiö, þegar hún er óvænt rekin af
hópi karlremba og líf hennar tekur stakka-
skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góður
en þó handritið innihaldi heilmikiö af
skemmtilegum punktum og klippingarnar milli
sviða/veruleika séu oft skemmtilegar þá
vantar hér einhvern herslumun. -úd
Mercury Rlslng ★★★ Tveir einstaklingar
sem eru á mismunandi máta einangraö-
ir frá umheiminum eru gegn ölium öðr-
um í þessari ágætu sakamálamynd sem
kemur skemmtilega á óvart með þéttri
sögu um Stóra þróður sem gerir ekki
mun á röngu og réttu og notar öll meöul,
lögleg sem ólögleg, til að halda sínu.
Bruce Willis er í mun gáfulegra hlutverki
en í Armageddon. -HK
Skotmarklö ★★★ Myndin ber öll einkenni
hinnar fagurfræðilega ýktu sviðsetningar
og sjónarspils sem einkennir Hong-Kong-
myndir en hér er spilað fyrst og fremst upp
á húmorinn. Skemmtileg hasarmynd sem
er einnig rómantfsk og kómísk. Mark
Wahlberg tekst enn og aftur vel upp. -úd
Lost in Space ★★ Framtíöarkvikmynd sem
byggð er á gamalli sjónvarpsseriu sem ekki
þótti merkileg. Myndin er stór f sniðum og
stundum mikilfengleg en sem betur fer tekur
hún sig ekki alvarlega. Hægt er að mæla með
henni við alla fjölskylduna sem er meira en
hægt er að segja um aðrar framtíðarmyndir
sem sýndar eru I kvikmyndahúsum höfuö-
borgarinnar. -HK
Regnboginn
Falry Tale: A True Story ★★★ Álfasaga er
hugljúf mynd en Iföur svolítiö fyrir þá sök að
handritshöfundurinn getur ekki gert upp hug
sinn. Stúlkurnar eru annaðhvort litlir svindlar-
ar eöa börn sem vissulega búa í undraverö-
um heimi. Myndin sveiflast milli þessara skýr-
inga og ómögulegt er að segja fyrir um hvort
álfarnir séu raunverulegir eða fmyndun.
ge
Næturvöröurlnn ★★★ Hvernig á að meta og
dæma mynd sem er nákvæm eftirgerð á
annarri, bætir engu við; en tekur hún þá frá?
Einhvern veginn var hinn bandaríski Nætur-
vöröur ekki eins heillandi og sláandi upplifun
og sá danski. Aöalleikaraparið McGregor og
Arquette ná sér aldrei á strik og þaö vantaði
Ifka mikiö upp á að Nick Nolte væri nógu góö-
ur.“ -úd
Les vislteurs 2 ★ Þótt Jean Reno sé skemmti-
legur leikari með mikla útgeislun getur hann
ekkert gert til þess að bjarga þessari mynd sem
líður fyrir óvenju vont handrit. Þegar upp er stað-
ið er myndin ekkert annað en tímaeyðsla. -ge
Senseless ★ Marlon Wayans, með öllum sín-
um kjánalátum, nær stundum upp ágætri
stemningu og sumir brandararnir eru nógu fá-
ránlegir til að vera sniðugir en eins og með
nokkra kynbræður hans í leiklistinni, sem hafa
sérhæft sig f farsakenndum eftirlíkingum af
götulffi í úthverfum stóiborga, þá fær maður
fijótt leiö á einhæfum leik hans. Nokkrar auka-
persónur lífga upp á myndina. -HK
Tltanlc ★★★★ Stórbrotin og ákaflega gef-
andi kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst
James Cameron að koma heilli f höfn dýrustu
kvikmynd sem gerð hefur verið. Fullkomnun-
arárátta Camerons skilar sér f eðlilegri svið-
setningu sem hefur á sér mikinn raunsæis-
blæ. Leonardo DiCaprio og Kate Winslet eru
eftirminnileg f hiutverkum elskendanna. -HK
Stjörnubíó
Godzllla ★★★ Godzilla er skemmtileg en
ekki gallalaus. En hún hefur það sem máli
skiptir: Godzillu. Og hún er stór, og hún er
flott og hún er afskaplega tæknilega fullkom-
in; og hún er myndin. Emmerich tekst að ná
flottum senum með magnaðri spennu, sér-
staklega var lokasenan algerlega frábær og
nægir ein og sér til að hala inn þriðju stjörn-
una. -úd
He Got Game ★★★ Spike Lee er kominn
aftur á blað eftir skrykkjótt gengi að undan-
förnu. Hann missir aðeins tökin á góðri sögu
f lokin en þegar á heildina er litiö er myndin
gott drama þar sem Lee liggur sem fyrr ekki
á skoöunum sfnum á ýmsum þáttum mann-
lífsins. Densel Washington nær sem fyrr f
myndum Lees að sýna stórleik. -HK
Helft ★★ Heift (Hush) skartar tveimur glæsi-
legum leikkonum af tveimur kynslóðum,
Jessicu Lange og Gwyneth Paltrow, sem báðar
hafa það mikla útgeislun að það liggur við að
þeim takist aö fela alla stóru galiana sem eru
á sögu sem er augljóst hvernig endar og nær
aldrei almennilegri spennu. Það að útkoman
skuli ekki slefa upp f meðalafþreyingu verður
að skrifast á leikstjórann sem veldur ekki sfnu
starfi. -HK
Frásagnir af álfiim hafi veriö leið til
að skýra geimverur út frá yfimátt-
úrulegum forsendum í stað þess að
leita á náðir vísindanna. En hvort
sem álfar og geimverur eru eins eða
ekki kalla hugtökin á gjörólíkar frá-
sagnarfléttur. Geimverufrásögnin
tilheyrir heimi nútímagoðsögunnar
og er eins bandarísk og álfasagan er
bresk. Besta dæmið um slíka sögu
er ævintýrið um Roswell-geimver-
urnar.
Sagt er að geimskip hafi hrapað í
Roswell í Nýju-Mexíkó stuttu eftir
stríð og að stjómvöld hafi séð um
„hreinsunaraðgerðirnar". Svo þrá-
látur hefur þessi orðrómur reynst
að í fyrra gaf bandaríski herinn út
þá yfirlýsingu þess eðlis að geim-
verurnar hefðu verið tilraunadúkk-
ur sem skotið var út úr flugvélum í
mikilli hæð. Fáir samsæriskenn-
ingasmiðanna hafa tekið þessa
skýringu trúanlega, enda hefur
skáldskapurinn nú endanlega mót-
að sýn okkar á það sem hugsanlega
gerðist í Roswell fyrir 50 árum.
Svartklæddu mennirnir í x-files
þáttunum er nú orðnar sjálfstæðar
hetjur í eigin bíómynd og þeir koma
einnig fyrir í myndum eins og
Roswell (1994)
og The Arrival (1996). Og það er í
Roswell-geimfari sem félagarnir úr
Independence Day halda út í geim-
inn til þess að gera út af við innrás-
arherinn. Nú hefur einnig birst
kvikmynd af vísindamönnum sem
era að kryfja geimvera á skurðar-
borði. Sumir segja myndina vera
folsun. Ég er sjálfur á þeirri skoðun
að Roswell-álfamir séu eins raun-
verulegir og þeir frá Cottingley, og
jafnvel raunverulegri í augum
sumra. -ge
meira á.
www.visir.is
4. september 1998 f ÓkllS
21