Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 20
20 ^réttaljós LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 JLj"V Sigurður Þ. Ragnarsson og meint afskipti Helga H. Jónssonar af störfum hans á fréttastofu Sjónvarps: Peð í pólitísku tafli? Siguröur ítrekar hins vegar að máliö sé ekki pólitfskt, hann heföi einungis gert grein fyrir vinnuaöstæöum sem hann heföi ekki geta unaö viö, sagt frá eigin reynslu. Hann segist hins vegar ekki hissa á því aö máliö sé gert aö pólitísku samsærismáli. DV-mynd Hilmar „Fullyrðingar um að hér sé á ferðinni pólitiskt púsluspil eiga alls ekki viö rök að styðjast," segir Sig- urður Þ. Ragnarsson, fyrrum frétta- maður á fréttastofu Sjónvarpsins, við DV. Tilefnið er mál sem varöar meint afskipti Helga H. Jónssonar fréttastjóra af störfúm Sigurðar og greinargerð eða kæra Sigurðar til útvarpsstjóra vegna þeirra. Sigurð- ur sakar Helga um ritskoðun og óbærilegan þrýsting en Helgi vill ekki kannast við neitt slíkt. Helgi segir málið einfaldlega framhald á því gjömingaveðri sem geisað hafi síðan hann var ráðinn tímabundið í stöðu fréttastjóra, í óþökk sjálfstæð- ismanna. Sigurður ítrekar hins veg- ar að málið sé ekki pólitískt, hann hefði einungis gert grein fyrir vinnuaðstæðum sem hann hefði ekki geta unað við, sagt frá eigin reynslu. Hann segist hins vegar ekki hissa á því að málið sé gert að pólitísku samsærismáli, enda veisla hjá samsæriskenningasmiðum. Sigurður Þ. Ragnarsson er menntaður jarðefnafræðingur og var lausráöinn á fréttastofu Sjón- varps undanfarin misseri. Áður var hann fréttaritari Sjónvarps á Sel- fossi. Hann segir Boga Ágústsson hafa fengið sig til starfa. Á Selfossi, þar sem hann bjó í fjögur ár, vann hann ötuUega fyrir sjálfstæðismenn og var um skeið varamaður fyrir flokkinn í skólanefnd bæjarins. Tvö viötöl Upphaf málsins má rekja til tveggja viðtalsbúta við fuUtrúa sjálfstæðismanna, Þorstein Pálsson og Árna Sigfússon, skömmu fyrir borgarstjómarkosningamar í vor. Þorsteinn tjáði sig um ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þar sem hún sagði lögregluna ekki nægUega sýnUega í flkniefnaeftir- liti í borginni. Þorsteinn sagðist fagna áhuga borgarstjóra, 10 dögum 1 stk. Nissan Terrano II EL 1 stk. Ford Maverick 1 stk. Daihatsu Rocky 1 stk. Mitsubishi Pajero 6 stk. Toyota HiLux DX (I. sk. e. umf. óh.) 1 stk. Nissan King Cab 1 stk. Nissan Double Cab 1 stk. Mitsubishi L-200 Double Cab 1 stk. Chevrolet Suburban 2 stk. GMC pickup m/húsi 3 stk. Mitsubishi L-300 Minibus 1 stk. Toyota HiAce 1 stk. UA2 2206 bus, 8 farþ. 1 stk. Volkswagen Caravella, 8 farþ. 1 stk. Volkswagen Transporter (bilaóur gírkassi) 1 stk. Ford Econoline E-150 1 stk. Ford Econoline E-150 1 stk. MMC Space Wagon (skemmdur) 4 stk. Toyota Corolla station 3 stk. Mazda 323 station 3 stk. Mitsubishi Lancer station 8 stk. Subaru 1800 station 1 stk. Nissan Sunny station 1 stk. Volvo 850 2 stk. Toyota Corolla 3 stk. Daihatsu Charade 1 stk. Mercedes Benz 1838 L fyrir kosningar. Ákveðið var að birta ekki ummæli Þorsteins og gerði Sigurður engar athugasemdir við það. Viðtalið við Áma var vegna um- mæla borgarstjóra þess efnis að fréttir um vörsluskattamál Hrann- ars B. Amarssonar væm runnar undan rifjum sjálfstæðismanna. Sagði Ámi að borgarstjóri væri þar að leita að boðbera válegra tíðinda. Að sögn Sigurðar vildi Helgi ekki að ummæli Áma færu í loftið. Reiddist Sigurður þá mjög, henti gögnum i Helga og sagðist vera hættur. Hann segir Helga þá hafa dregið í land og sagt honum að hafa þetta eins og hann teldi best. Urðu ekki frekri eftirmál milli þeirra Sig- urðar og Helga. Fyrirspurnir Mál þetta fer hins vegar fyrst af stað í núverandi farveg í byijun júní, þegar Markús Öm Antonsson útvarpstjóri spyrst fyrir um hvað orðið hafi um viðtalið við Þorstein Pálsson og biður um greinargerð með skýringum. Þá hafði R-listinn haldið meirihluta í borginni og Davíð Oddsson forsætisráðherra farið hörðum orðum um hlutverk fréttastofa ríkisfjölmiðlanna i kosn- ingabaráttunni þar sem óhlut- drægni þeirra var dregin í efa. Að auki hafði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarps- ráðs, sagt að Helgi H. Jónsson hefði átt að taka sér frí í kosningabarátt- unni vegna vanhæfis þar sem hann væri kvæntur einum helsta aðstoð- armanni borgarstjóra. Ekki skal fjölyrt um hvað fór fram á lokuðum fundi Helga og Sig- urðar vegna greinargerðarinnar til útvarpsstjóra. En Sigurður var mjög ósáttur við endanlega gerð hennar og segist hafa verið beittur óbærilegum þrýstingi. Helgi kann- ast ekki við það, Hann hefði einung- 4x4 bensín 1994 4x4 bensín 1994 4x4 bensín 1991 4x4 bensín 1988 4x4 dfsil 1990-96 4x4 bensín 1992 4x4 dfsil 1990 4x4 dfsil 1991 4x4 bensfn 1989 4x4 dfsil 1989 4x4 bensín 1990-93 4x4 bensín 1992 4x4 bensín 1988 dfsil 1996 bensín 1993 4x4 bensfn 1991 bensfn 1987 4x4 bensfn 1997 4x4 bensfn 1991-95 4x4 bensín 1992-1994 4x4 bensfn 1988-93 4x4 bensfn 1988-91 bensfn 1990 bensín 1993 bensín 1988-91 bensín 1990-94 dfsil 1962 is komið með athugasemdir sem sumar hefðu verið teknar til greina. Einhver segir frá Síðan gerist það að Bjami Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sjón- varps, hefur samband við Sigurð og biður um viðtal. Einhver á frétta- stofunni mun hafa tjáð Bjama frá upphlaupinu vegna viðtalsins við Áma. í framhaldinu biður Sigurður um fund með framkvæmdastjóran- um og útvarpsstjóra. Þar er hann beðinn um greinargerð um sam- skipti sín við Helga H. Jónsson. Sig- urður skrifar greinargerðina og seg- ir starfi sínu lausu þegar hún er kynnt fréttastjóranum. Ekki velkominn Sigurður segist ekki vita hver hafi komið upplýsingunum um upp- hlaupið vegna Ámaviðtalsins til Bjama Guðmundssonar. Hann hafi einungis sínar gransemdir. Sigurður hefur lýst því að í báð- um tilfellum hafi yfirmenn stofhun- arinnar átt fmmkvæði aö því að biðja um greinargerðir. Ekkert Helgi H. Jónsson hafnar ásökunum um ritskoðun og óbærilegan þrýsting. rangt sé við að svara yfirmönnum. Sé hins vegar litið á atburðarásina vaknar sú spuming hvort Sigurður sé bara peð í pólitísku tafli. Sigurö- ur svarar því fáu. En hvers vegna kom Sigurður þessum upplýsingum ekki fyrr til skila? Hann segir að þar sem hann hafi verið lausráðinn og átt allt und- ir fréttastjóra sækti hann um fast starf hafi hann ákveðið að þegja. Hann hafi hins vegar ekki getað neitaö beiðni yfirmanna um grein- argerð. Sigurður hefur sótt um starf á fréttastofu Sjónvarps með fyrirvara um að á umræddu máli verði tekið með einum eða öðmm hætti. Hann krefst þess þó, eins og væntanlega Innient fréttaljós allir umsækjendur, að umsókn hans verði eingöngu metin á faglegum gmnni. En vegna fjölmiðlaumfjöll- unar um meinta pólitíska hlið máls- ins hefur Sigurður þó íhugað að draga umsókn sína til baka. Að Sig- urður sæki yfirhöfuð um starfið kann að skjóta skökku við, hann þykir eiga litla von eftir það sem á undan er gengið. Og eftir því sem DV kemst næst yrði andrúmsloftið meðal starfsfélaganna honum mjög andsnúið sneri hann aftur, hann yrði ekki boðinn velkominn. Sigurður segist una þvi verði ein- hver umsækjenda tekinn fram yfir hann. En hann hótar frekari upp- ljóstrunum um samskipti sín og Helga H. Jónssonar. Helgi segir , í Mbl., að hann geti ekki varist þeirri hugsun að verið sé að lúsleita að einhverju til að koma á sig höggi. -hlh Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ríkiskaupa sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. 'lW/RÍKISKAUP útbob tkila árangrll Borgartúni 7,105 Reykjavlk Sími 530 1400 Fax 530 1414 (ATH. Inngangur I port frá Steintúni) T11 UTIIIK<<<<<4 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 8. september 1998 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7. Atburðarás 14. maí 1998 | Tekur viðtal við Þorstein 1 Pálsson vegna ummæla Ingi- s bjargar Sól- | rúnar Gísla- dóttur borg- arstjóra þess efnis að lög- reglan væri ekki nógu sýnileg við í fíkniefnaeftir- lit. Þorsteinn segist fagna I áhuga borgarstjóra á málefnum j lögreglunnar, 10 dögum fyrir j kosningar. Helgi H. Jónsson I fréttastjóri vill ekki birta um- j mæli Þorsteins. Siguröur gerir I ekki athugasemdir. 16. maí ! Tekur viðtal við borgarstjóra j og síðan Áma Sigfússon, odd- | vita sjálfstæð- | ismanna, vegna vörslu- j skattsmála j Hrannars B. Arnarssonar, | 3. manns á R- | lista. Ingi- í björg segir | málið ranniö undan rifjum j sjálfstæðismanna meöan Ámi Í segir borgarstjóra leita að boð- I bera hinna válegu tíðinda. j Helgi H. er á móti því að birta j ummæli Árna. Sigurður reiðist j mjög og segist hættur. Hann segir Helga H. þá „draga í j land“. | 23. maí Borgarstjómarkosningar. R- j listinn heldur meirihluta í j borginni. I 24. maí j Á kosninganótt fjallar Davíð j Oddsson fbrsætisráðherra um Ihlutdrægni fréttastofa j Ríkisútvarps- : ins í. kosn- i ingabarátt- ■ unni og að fjölmiðladýrk- un á R-listan- j um undanfar- ! in fjögur ár hefði veriö meö Iólíkindum. Lok maí Markús Öm Antonsson út- 5 varpsstjóri spyrst fyrir um við- Italið við Þor- stein Pálsson. Vill greinar- gerö. Sigurð- ur segir Helga H. Jónsson hafa beitt sig óbærilegum þrýstingi til að segja ekki frá hinu sanna í því máli. 3. júní Helgi H. sendir greinargerö um Þorsteinsviðtalið sem Sig- urður er ósáttur við. Miður júlí Bjami Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, heyrir af látunum vegna viö- II talsins við Árna Sigfússon. 8 Ræðir við Sigurð sem biöur þá um fund með Bjama og út- varpsstjóra. Þar biðja þeir Sig- ■ urð um greinargerð um sam- I skiptin við Helga H. Jónsson. 112. ágúst Greinargerð Sigurðar kynnt Helga H. Jónssyni. Sigurður segir starfi sínu lausu. Byrjun september ISigurður er í hópi umsækj- enda um lausar stöður á frétta- I stofu Sjónvarps. Opið hús í World Class sunnudaginn 6. september kl. 14-18 Hraðgöngukeppni, tískusýning Nike, Fila, Adidas, In Sport, Vieu From og Split. Hlaupaskoðun, salatbar, fæðubótaefni og margt fleira ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.