Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 » ‘ #jgt fólk ** *----- Kind verður appelsína Ein aðalpersónan er Eva appel- sína sem leikin er af Sjöfn Everts- dóttur sem er nýútskrifuð úr Leik- listarskóla íslands. Leiklistaráhugi hennar nær ekki aftur í frum- bernsku en þó minnist hún þess að hafa leikið kind í jólaleikriti í bama- skóla. Nú er hún orðin appelsína! Sjöfn finnst mjög gaman að leika fyrir börn. „Börn eru afskaplega kröfuharðir áhorfendur en jafnframt góðir og þakklátir áhorfendur. Það er skemmtilegt að leika fyrir þau,“ seg- ir Sjöfn. Þegar hún var á þriðja ári í Leik- listarskólanum tók hún þátt í upp- færslu á Rómeó og Júlíu fyrir börn og hún segir að það hafi verið mjög gaman. „Þegar við byrjuðum á því vorum við spurð hvort við værum brjáluð að setja upp barnasýningu þar sem aðalpersónurnar svipta sig lífi. En við megum ekki vanmeta börn sem áhorfendur. Þau upplifðu söguna mjög sterkt og lítill frændi minn hafði aldrei orðiö fyrir jafnmiklum áhrifum. Böm skynja og skilja oftast meira en maður heldur." Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá „Mæja jarðarber er lögð í einelti vegna þess að hún er lítil og rauð, minnimáttar jarðarber. Gulrótin lendir í ávaxtakörfunni og sættir sig ekki við stéttaskiptinguna í körfunni og gerir uppreisn með hjálp Mæju. Eva appelsína er ákaflega fln og er alltaf að punta sig og púðra og hefur mikinn áhuga á útlitinu. Það sem hún hræðist mest er að einhver myndi leggja hana í einelti og segja að hún væri ljót. Hún ákveður því að gera uppreisn með gulrótinni og jarðarberinu og er fyrsti ávöxturinn sem þær vinna yfir á sitt band. Þær sýna henni fram á að gulrótin er með sama lit og Eva og henni líst engan veginn á að verða sögð ljót á litinn. Ég held að Eva haldi að hún hafi veriö Marilyn Monroe í fyrra lífi en hafi endurfæðst sem appel- sina.“ Ákveðin forvitni Sjöfn segist hafa fundið sig mjög vel í leiklistinni og hana langi til að starfa í greininni til æviloka. En af hverju leiklist? „Þetta er eins og með aðrar listir. Sköpunarþörfin er svo rik. Maður er að skapa karaktera og er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég hef til dæmis leikið fóstru, hefðarkonu og nú app- elsínu! Ég get ekki málað en þetta get ég og hef gaman af því. Það er svo gaman að skoða hvað er bak við hverja persónu þvi að það hafa allir margar hliöar. Þetta er ákveðin for- vitni.“ „Börn eru afskaplega kröfuharðir áhorfendur en jafnframt góðir og þakklátir áhorfendur. Það er skemmtilegt að leika fyrir þau,“ segir Sjöfn. DV-mynd BG morgun verður Avaxta- karfan, söngleikur fyrir ILbörn, frumsýnd í íslensku óperunni. Um er að ræða nýtt ís- lenskt verk, sprellfjörugt og skemmtilegt, með fallegum og mikilvægum boðskap. Verkið fjallar um einelti og fordóma og hversu fáránlegt það er að gera upp á milli fólks vegna útlits og litarafts. Fólk ætti því að geta átt góða stund í Óperunni og fengið þarfan boðskap í kaupbæti. Leikurinn gerist í ávaxtakörfu og lýsir samfélagi ávaxtanna, hvemig jarðarberið er lagt í ein- elti og þá kúvendingu sem verð- ur þegar gulrót lendir fyrir mis- tök í ávaxtakörfunni en ekki í grænmetisgeymslunni. Eins og skiljanlegt er hefur koma gulrót- arinnar mikil áhrif á samfélags- gerðina. Laugavefurinn - www.laugavegur.is Laugavefur er þjónustuvefur verslana á Laugavegi. Vefurinn er opnaður í dag og nú þegar er um helmingur fyrirtækja á Laugavegi á vefnum og er búist við því að þau verði fleiri. Á vefnum er að finna yf- irlitskort yfir Laugaveginn og þjón- ustufyrirtæki þar og þá þjónustu sem þau veita. Hægt er að leita að vörutegimdum og vörumerkjum og einnig verður sérstök tilboðssiða þar sem tilboð fyrirtækj- anna til vefgesta verða kynnt. Til að byrja með verður ekki hægt að kaupa vörur í gegnum vefinn. Að vefnum standa ungir menn og ungt fyrirtæki - Hjálp hugmyndabanki. Eig- endur fyrirtækisins eru Davíö Guðjónsson, Eggert Þór Aðalsteins- son, Magnús Þór Torfason, Þórður Þórarinsson og Þórlindur Kjartans- son. „Halldór Benjamín Þorbergsson, sem vinnur hjá okkur sem forritari, fékk þessa hugmynd og síðan var hugað hvemig fyrirtæki stemmd fyrir framtakinu undirtektimar vora strax mjög góðar. Það gekk mjög fljótt að fá verslanir til að vera með og við höf- um notið velvilja allra verslananna og Miðbæjarsamtakanna sömuleið- is,“ segir Þórlindur Kjartansson um til- drög verkefnisins. er að stækka í miðbæjar- Hér eru tveir hönnuða vefjarins sem þykir einkar vel unninn. DV-mynd ÞÖK Vinnan við vef- inn byrjaði í júlí en mesta vinnan var í ágústmán- uði og allan sól- arhringinn undanfarið. Átta starfs- menn em hjá fyrirtækinu en þeir hafa ekki veriö allir bundnir við þetta verkefni. Hönnuð- imir Bjarki Hólm, Halldór Benja- mín Þorbergsson og Ólafur Gauti Guðmundsson eiga mestan heiður- inn af vefnum og hafa þeir fengið mikið lof fyrir vinnu sína frá mönn- um sem starfa við vefmn. -sm |... í prófi Dofri í Sporlaust Fullt nafn: Dofri Hermanns- son. Fæðingardagur og ár: 25. september 1969. Maki: Amdis Steinþórsdóttir. Börn: Katrin, 6 ára. Starf: Leikari. Skemmtilegast: Að vera á hestbaki eða i veiðitúr með góðum vinum. Leiðinlegast: Fýlupokar. Uppáhaldsmatur: Grillaður höfrungur. Uppáhaldsdrykkur: Sóda- vatn. Fallegasta manneskjan (fyr- ir utan maka); Mamma. Fallegasta röddin: Rödd freistinganna. Uppáhaldslíkamshluti: Nef- ið. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkistjóminni: Andvígur. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú vilja eyða nótt: Viggó viðutan. Uppáhaldsleikari: Þráinn Karlsson. Uppáhaldstónlistarmaður: Guðni Franzson. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Ingibjörg Pálmadóttir þegar hún skrökvar. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Löggan á Sámsey. Leiðinlegasta auglýsingin: Man ekki leiðinlegar aug- lýsingar. Leiðinlegasta kvikmyndin: Heilinn þurkar út vondar minningar. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Góð spuming. Næsta. Uppáhaldsskemmtistaður: Þessi þarna með hreina loft- inu þar sem músíkin er alveg mátuleg, enginn þarf að troð- ast og allir geta talað saman. Hvað heitir hann aftur? Besta „pikköpp" línan: Flottir skór! Viltu ...? Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Lítill aftur. Less is more. Eitthvað að lokum? Nei, takk. Jú annars, mig langar að óska Frey frænda hjartan- lega til hamingju með þrítugs- afmælið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.