Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Síða 7
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 7 Unglömbin í Reykjavík hefur Sjálfstæðis- flokkurinn á að skipa mörgum efhi- legum mönnum af yngri kynslóð- inni sem koma til greina við upp- stiliingu á framboðs- listann fyrir þing- kosningamar í vor. Þeir sem oftast eru nefhdir eru þau Hanna Bima Sig- fúsdóttir, sem þykir hafa staðið sig með prýði sem framkvæmda- sfjóri þingflokks- ins, og einnig Birgir Ár- mannsson. Hann var inspector scholae eins og Davíð Oddsson og Geir H. Haarde, vinnur nú hjá Verslunarráði og er sagður orðinn leiður á því að vera bara efnilegur. Nýjasta nafnið úr röðum yngri manna er Orri Hauksson aðstoðar- maður Daviðs. Fyrir utan að vera ungur og frambærilegur er hann einn fárra hugmyndafræðinga af ungu kynslóðinni og hefur það sér til ágætis að hafa andmælt best hug- myndum vinstri manna um veiði- leyfagjald... Ritstjóri á þing í Norðurlandskjördæmi eystra velta vinstri menn fyrir sér hvaða frambjóðendur yrðu sterkastir gegn árás- um Steingríms J. Sigfússonar sem á þar höfuðvígi sitt. Nafti Sigriðar Stef- ánsdóttur, sem er vinsæll fyrrverandi bæjarfúlltrúi Al- þýðubandalagsins, er oftast nefnt, auk Svanfriðar Jónasdóttur af Dalvík sem nýtur þess að vera sitjandi þing- maður en hún var upphaflega i Þjóð- vaka. Nú tala menn um að nauðsyn- legt sé að sterkur karlmaður verði í öðru sæti. Nafii ritstjóra Tímans, Stefáns Jóns Hafstein, er æ oftar er nefnt í því sambandi... Sunnudagslæri Kolbrúnar í vetur mun Jón Viðar Jónsson snúa til baka úr útlegðinni sem Sig- urður Valgeirsson, dagskrárstjóri Sjón- varpsins, sendi hann i eftir að Jón Viðar var búinn að úthúða leik- listarelítunni. Sömu- leiðis mun Ámi Þórarinsson aftur taka upp þráðinn í kvikmyndagagn- rýni. Annarri stór- stjömu Dagsljóss gamla, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni á Degi, var boðið að halda áfram með bókmenntarýni sína en mun hafa ákveðið að hvila sig í einn vetur eða svo. Hún er hins vegar ekki horfin af öldum ljósvakans því í vetur mun hún halda úti þætti með fjöl- miðlarýni DV, Auði Haralds rithöf- undi, í Ríkisútvarpinu. Þáttur þeirra mun heita því tviræða nafhi Sunnudagslærið... Katrín á glámbekkinn Athygli vakti þegar Davið Odds- son heimtaði að gert yrði opinbert hveijir stjómarmanna Læknafé- lagsins hefðu staðið að ályktuninni þar sem honum vora veittar harðar ákúr- ur fyrir ummæli sín um glámbekk stétt- arinnar. Ástæðan er sögð vera að hann vildi draga fram gagnvart flokksmönnum að meðal þeirra sem stóðu að árásinni hann var varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins Katrín Fjeldsted. Eftir brottfor Friðriks Sophussonar af þingi gerði Katrín sér eðlilega vonir um að komast í öruggt sæti á listan- um. Eftir að hafa leitt hlut hennar að ályktiminni fram verður auð- veldara fyrir Davíð að sjá til þess að hún verði sniðgengin. Nú þegar er kominn kandidat I sæti Friðriks, hinn gamalreyndi borgarfulitrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is íþróttaskór -margar gerðir Lavamat W 80 frabæ OÐ Tekur 5 kg • Vmdingarhraði: 800 400 snúningar Ryöfnr belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nyjasta tækni. Fuzzy- Logic" enginn 1/2 takki • „ÖKO‘‘ kerfi (sparar sápu) • Öll þvottakerfi Ullar vagga • Þvottahæfni „B" þeytivinduafköst „C“ kr. 49.900 stgr. BRÆÐU RNIR OKMSSONHF Lágmúla 8 • Sími 5332800 Fréttir Júlíus Arnarson, formaður íþróttafélags fatlaðra, ræsti Eurogoals, nýjasta leik íslenskra getrauna í fyrradag ásamt Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Sig- urður Baldursson, framkvæmdastjóri íslenskra getrauna, fylgist með. Leikurinn er í samstarfi við getraunafyrirtæki í Danmörku og Svíþjóð. DV-mynd E.J. Jón L. Arnalds um einkaleyfi vegna gagnagrunns á heilbrigðissviði: Einkaleyfi til söfnunar upplýsinga er sérmál - gagnagrunnar sem slíkir njóta höfundarréttar „Islensk erfðagreinmg fær sérleyfi til að safria heilsufarsupplýsingum og skrá þær sem er dálítið annað en einkaleyfi á grunninum sjálfum. Það má ekki blanda saman höfundarétti á granninum og hlutum í kring um hann eða þessu einkaleyfi sem íslensk erfðagreining mim fá til að safna upp- lýsingum og meðhöndla þær. Það verður að halda þessu tvennu að- skildu,“ segir Jón L. Amalds, hæsta- réttarlögmaður og sérfræðingm' í einkaleyfarétti, við DV. Samkvæmt frumvarpi um gagna- grunna á heilbrigðissviði fær aðeins einn aðili rekstrarleyfi á gagnagrann- inum. Hefúr verið út frá því gengið að íslensk erfðagreining ehf. fái þetta rekstrarleyfi. Er það talið forsenda þess að byggja megi upp miðlægan gagnagrunn með heilsufarsupplýsing- um um íslendinga. Spurt hefúr verið hvort ÍE þurfi á sérstökum lögum um gagnagrunn sinn að halda, fyrirtækið geti sótt um hefðbundin einkaleyfi og starfrækt granninn á grundvelli þeirra. Jón segir einkaleyfið samkvæmt gagnagrannsfrumvarpinu vera frá- bragðið hefðbundnu einkaleyfi fyrir uppfmningu. Gagnagrunnurinn sé að vissu leyti sambærilegur og byggi á sömu sjónarmiðum en sé þó ekki það sama. „Sækja má um einkaleyfi ef menn finna eitthvað upp, t.d. gagnagrunna. Samkvæmt nýlegri tilskipun Evrópu- sambandsins njóta gagnagrunnar höf- undarréttar sem slíkir. Ef menn era með einhverja tæknilega hluti sem fela i sér uppfinningu þá er það sjálf- stæð uppfmning sem sækja má um einkaleyfi á.“ Jón segir fúlltrúa íslenskrar erfða- greiningar ekki geta farið hvem dag og sótt um einkaleyfi fyrir mismun- andi hlutum varðandi gagnagrunninn og losnað þannig við að biða eftir einkaleyfi á grundvelli nýrra laga. Lögtaka gagnagrunnsfrumvarpsins muni hins vegar gera ÍE kleift að fá aðgang að upplýsingum sem safnað verður í grunninn. „En í báðum tilvikum era sömu rökin á bak við veitingu einkaleyfis- ins, þ.e. hagnaðarvonin, að ekki sé hægt að fjármagna hugmyndina öðra- vísi,“ segir Jón og vísar í að lítil leið sé að fjármagna verkefni með millj- örðum nema hagnaðarvon sé einhver. Ef margir era um hituna minnkar hagnaðarvon og minni möguleiki verður á fjármagni. Sama gildi um leinkaleyfi á lyfjum. Þau kosta kannski milljarða í framleiðslu. Fjár- festing sé óhugsandi nema einkaleyfi fyrir hendi. Það er þá tímabundið eins og hjá ÍE (12 ár). Að þeim tíma liðnum geti allir nýtt sér þá framþróun sem sá er átti einka- leyfið hefur staðið fyrir. -hlh Vestmannaeyingar fá að sjá Keikó: Eitt skref tekið í einu Á næstunni mun Eyja- mönnum gefast kostur á að skoða frægasta Eyja- peyjann, háhyrninginn Keikó. Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy Keiko Foundation, segir að ekki sé enn búið að ákveða hvaða leið verði farin í því efni. Eitt skref verður tekið í einu. Fyrst um sinn verður bömum úr Eyjum leyft að fara að kvínni til að skoða nýja nágrannann. Öðram Eyja- mönnum mun svo í framtíðinni gef- ast kostur á að fara í bátum út að kvínni og verður það gert í samvinnu við heimamenn. „Þar sem þetta hefur gengið miklu betur en menn þorðu að vona og þar sem Keikó hefur lagað sig miklu betur að aðstæðum en gert var ráð fyrir munum við hafa þetta opnara en ella.“ Eins og komiö hefur fram í frétt- um kom hnísa upp að kví Keikós á Eyjamenn fá að skoða Keikó. fimmtudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann var settur þar niður í. Önnur hnísa kom að kvínni nú um helgina, þannig að ný ver- öld er að opnast fyrir há- hymingnum sem hefur verið innilokaður í laug- um í dýragörðum mestan hluta ævinnar. -SJ Lýst eftir Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Jóhannesi Baldri Guðmundssyni. Jó- hannes Baldur er 24 ára, 184 cm á hæð, grannvaxinn, með aflitað hvítt, stutt hár. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Jóhann- esar Baldurs síðastliðna viku eða vita hvar hann er nú eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. -RR manni □ IVticit- > HOFFELL Ármúla 36, Selmúlameginn Sími: 581 2166 - Fax: 588 8047 e-mail: hoffell@mmedia.is ______________________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.