Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Síða 8
8
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998
Útlönd__________________
Æ fleiri vilja af-
sögn Clintons
Búist er við metáhorfi á mynd-
bandsupptökuna af yfirheyrslu
Kenneth Starrs yfir Bill Clinton
sem veröur sjónvarpað í dag.
Clinton mun á sama tíma ávarpa
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna í New York.
Samkvæmt nýrri skoðanakönn-
un bandaríska tímaritsins
Newsweek segjast 46% aðspurðra
vilja að forsetinn segi af sér en
39% voru á sömu skoöun fyrir
viku. Þá kváðust 41% á þeirri
skoðun að þingið ætti að sam-
þykkja vítur á forsetann sem hugs-
anlega hefðu afsögn í for meö sér.
Fimm láta lífið í
lestarslysi
Fimm ungmenni á aldrinum 18
til 22 ára, létu lífið þegar lest ók á
bifreið þeirra aðfaranótt sunnu-
dagsins.
Slysið átti sér stað í Gol í Hall-
ingdal og svo virðist sem bílstjór-
inn hafi ákveðið að keyra yfir
teinana. Kyrrstæð lest byrgði
honum sýn og hann sá því ekki
þegar önnur lest kom aðvifandi á
90 km. hraða og skall á bílnum.
Talið er að ungmennin hafi látist
samstundis.
Mannfall í Kabúl
Talið er allt að 180 manns hafi
týnt lífi í Kabúl, höfuðborg
Afganistans, í gær þegar upp-
reisnarsveitir stjómarandstöð-
unnar létu sprengjum rigna yfir
borgina. Flestir létust á fjölsótt-
um markaöi í vesturhluta borgar-
innar. Uppreisnarsveitimar segj-
ast munu berjast til síðasta
manns. Reuter
Sænskir kjósendur streymdu til hægri og vinstri í sögulegum kosningum:
Persson vængstýfður
en stjórnin heldur velli
- erkióvinurinn Carl Bildt tapaði líka og getur ekki myndað rikisstjórn
Göran Persson, forsætisráðherra Svía, fékk rósir
stuðningsmönnum sínum þegar úrslit lágu fyrir í gærkvöld.
Símamynd Reuter
DV, Svíþjóö:
„Sænska stjórnin situr.
Ég er dæmdur til að
stjórna," sagði Göran Pers-
son, forsætisráðherra Svia,
þegar hann ávarpaði
stuðningsmenn sína í
gærkvöld.
Úrslit sænsku þingkosn-
inganna urðu þó á þann
veg sem Persson óskaði
síst. Hann verður að sækja
stuðning í mikilvægum
málum til Vinstriflokks-
ins. Vinstrimenn kallar
hann kommúnista og allir
vita að þá hatar hann eins
og pestina.
Sænskir jafnaðarmenn
töpuðu um 8% fylgisins frá
kosningunum árið 1994 og
fengu 37% í stað 45% áður,
en Vinstrimenn juku fylgi sitt nær því
að sama skapi.
Þetta þýðir að vinstri vængur
sænskra stjórnmála er jafnstór og áð-
ur, það er bara búið að vængstýfa
Persson og hann verður að breyta
stefnu stjórnar sinnar til að þóknast
vinstrimönnum.
„Að hluta má skýra ófarir Perssons
með því að það er alltaf óvinsælt að
stjórna. Að hluta er þetta vegna þess
að hann á erfitt með að tala mál sem
fólk skilur. Þar er Gudrun Schyman,
leiðtogi vinstrimanna, miklu lagnari,"
segir Grétar Eyþórsson, stjórnmála-
fræðingur í Gautaborg, en hann spáði
í úrslitin með DV.
Þessar kosningar eru líka mikil
vonbrigði fyrir Carl Bildt, leiðtoga
hægrimanna. Þrátt fyrir setu í stjórn-
arandstöðu í fjögur ár stendur fylgið í
stað. Og þetta gerist þrátt fyrir að
Bildt hafi fyrr á þessu ári notið mun
meiri vinsælda en Persson vegna
starfa sinna sem sáttasemjari í Bosn-
íu.
Um leið og hann kom heim til að
taka þátt í kosningabaráttunni byrj-
aði fylgið að dala og nú eru allir nýju
stuðningsmennirnir á bak og burt. Og
borgaraflokkana skortir
20 þingsæti til að geta
gert Bildt að forsætisráð-
herra. Þetta eru mikil
vonbrigði og Bildt gaf í
skyn í gær að hann hygð-
ist hætta í stjórnmálum.
Sigurvegarar sænsku
kosninganna eru flokk-
amir yst til hægri og
vinstri. Á hægri vængn-
um unnu Kristilegir
demókratar mikinn sigur
og þrefolduðu fylgi sitt.
Þar nutu þeir leiðtoga
sins, Alfs Svenssons, sem
einkum höfðar til fullorð-
ins fólks.
Á vinstri vængnum er
frá Gudrun Schyman nú
óskoraður leiðtogi jafn-
réttissinna. Kannanir
sýna að hún höfðar til
ungs fólks af báðum kynjum með kröf-
um um að gamla sænska velferðar-
kerfið verði endurreist. Persson hefur
ekki náð tO þessa fólks.
Því er nú spáð að Persson skipti um
nokkra ráðherra og reyni að sveigja
stjórnarstefnuna til vinstri svo stuðn-
ingur Vinstriflokksins - sem hann
kallar kommúnista - bregðist ekki.
Hann sagðist þó í gærkvöld ekki
mundu mynda samsteypustjórn held-
ur stjóma í minnihluta og reiða sig á
ýmsa flokka um stuðning.
-GK
Stuttar fréttir i>v
Sleppt eftir 14 mánuöi
Tveimur breskum sálfræðing-
um var í gær sleppt eftir að hafa
verið haldið í gíslingu í Tsjetsen-
íu í rúma 14 mánuði.
Móðir Fergie látin
Susan Barrantes, móðir Sömh
Ferguson, her-
togaynju af
York, lést í
bílslysi i
Argentínu í
gær. Barrantes
var farþegi í
Landrover-bif-
reið sem skall
framan á vörubíl skammt frá
bænum Tres Lomas. Sarah Fergu-
son hélt rakleiðis til Argentínu í
gærkvöld en hún var í fríi á ítal-
íu þegar hún fékk fréttirnar.
Enn hundrað saknað
Enn er hundrað manna saknað
úr ferjuslysinu sem varð á
Filippseyjum um helgina. Þegar
hefur 300 manns verið bjargað.
Anwar handtekinn
Anwar Ibra-
him, sem var
rekinn úr emb-
ætti fjármála-
ráðherra Mal-
asíu fyrir
stuttu, var
handtekinn í
gær. Anwar
hafði fyrr um daginn stjómað
mótmælafundi þar sem forsætis-
ráðherrann, Mahathir Mohamad,
var hvattur til að segja af sér.
Ólæsi í Tyrklandi
Níu milljónir Tyrkja, eða 14%
þjóðarinnar, kunna hvorki aö
lesa né skrifa. Konur eru í
meirihluta eða um 5 milljónir.
Reuter
NYJA BILAHOLLIN
FUNAHÖFÐA1 -112 Rvík - FAX 567 3983
Sölumenn:
Ingimar Sigurðsson,
löggildur bifreiðasali,
Hörður Sævarsson
Ssang young Musso, árg.1998, nýr MMC 3000 GT, árg. 1995, Mer. Benz station, árg.1994,
bíll, einn með öllu, toppl., leður, ek. 41 þús. km, rafdr. rúður, álfelgur, ek. 63 þús. km, sjáfsk., topplúga,
rafm., abs, geislasp., sjálfsk. til með 220 hesöfl, mikið áhvílandi.skipti ath. rafdr. rúður, fallegur bill.
og án leðri, frábært verð. Kr. 2.590.000. Kr. 2.790.000.
0 [IíILASAI.j Í V
W ****** | #
Mercury Sable, árg. 1995, BMW 318 is, árg. 1995,
ek. 52 þús. km, sjáflsk., rafdr. rúður, ek.49 þús. km, sjálfsk., leðursæti,
samlæsing, bílalán getur fylgt. topplúga, gott verð.
Kr. 1.590.000. Kr. 2.290.000.
Toyota Hiace árg. 1998,
ek. 62 þús. km, bíllinn er 4x4, turbo
diesel, 8 manna og iítur mjög vel út.
Kr. 2.790.000.
Suzuki Baleno, árg. 1997, VW Polo árg. 1998, Suzuki Sidekick JLXi, árg. 1995,
ek. 40 þús. km, mjög gott lán getur ek. 6 þús. km, 5 gíra, 3 dyra, lítur út ek. 97 þús. km, upphækkaður,
fylgt bílnum. sem nýr, álfelgur, 33“ dekk, 5 gíra.
Kr. 890.000. Kr. 990.000. Kr. 1.490.000.
Chevrolet Silverado árg. 1996,
ek. 23 þús. km, bill með öllum
aukahlutum sem um getur.
Kr. 2.890.000.
Nissan Patrol, árg. 1994,
ek. 134 þús. km, 5 gíra, álfelgur,
vel útbúlnn bill.
Kr. 2.400.000.
Subaru Justy, árg. 1989,
ek. 87 þús. km, 5 dyra, 5 gíra, 4x4,
Kr. 390.000.
Bílasalan bíll.is Malarhöfða 2, 112 Reykjavík
sími 577-3777 fax 577-3770 www.bill.is
Land Rover Discovery windsor dísil Musso dísil TDI '98, Toyota Landcrsieer VX '93,
turbo intercooler '98, ekinn 28 þús. ekinn 20 þús. km, 5 g., álf., spólvörn. ekinn 147 þús. km, sóll., áfl., saml.
km, ssk., einn með öllu. Verð 2.800.000. Ath. skipti. læs. Verð 3.200.000. Ath. skpiti,
Verð 3.290.000. Ath. skipti. áhv. bílalán.
Hyundai Accent GLS '98,
ekinn 6 þús. km, 5 g., álf., spoil.
Verð 1.150.000. Bein sala.
Nissan Almera SR '97,
ekinn 44 þús. km, 5 g., álf., saml.,
spoil., geislasp.
Verð 1.320.000. Ath.skipti.
Volvo 850 stw 2.0L '96,
ekinn 42 þús. km, ssk., saml., ABS.
Verð 2.410.000. Ath. skipti.
MMC Galant GLSi hlaðb. '92,
ekinn 113 þús. km, álf., sóll., spoil.,
saml.
Verð 1.030.000. Ath. skipti.
Renault Clio 1.2 '97,
ekinn 33 þús. km, 5 g.
Verð 940.000.
Hyundai Accent LS '96, ekinn 81
þús. km. Verð 690.000.
Eigum einnig Accent LSi '98, silfurl.,
ekinn 5 þús. km, 3 d. Verð 990.000.
Hyundai Atos '98,
ekinn 15 þús. km.
Verð 870.000.
Opel Astra GL '95,
ekinn 68 þús. km, 5 g.
Verð 930.000.
M. Benz 220 E '93,
ekinn 131 þús. km.
Verð 2.180.000. Ath.skipti.
Hlýr og bjartur innisalur. - Heitt á könnunni.
Vantar allar gerðir bíla á staðinn og á skrá - Innisalur - Útvegum bílalán