Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Side 18
i8 wnennmg
ifýt
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998 UV
Hið Ijúfsára ævintýri
PS ..
Erfiður róður
barnabókahöfunda
Sagan um bræðuma
Karl og Jónatan Ljóns-
hjarta er flestum for-
eldrum og bömum
kunn. Það er auðvitað
viss fotlun að hafa ekki
lesið þessa bók sjálfur
fyrr en á fullorðinsár-
um (hún kom fyrst út
1973) því að hún er svo
margslungin og hlýtur
að höfða með allt öðr-
um hætti til barna, sem
fyrst og fremst upplifa
ævintýrið i sögunni, en
fullorðinna sem sjá
djúpa speki og lífsskiln-
ing í sögunni ógleym-
anlegu um bræðurna
tvo sem hverfa yfir
móðuna miklu og upp-
lifa ævintýrin í landinu
handan fjarskans.
Leikstjórinn Viðar
Eggertsson virtist mér
leggja mikið upp úr því
að höndla ævintýrablæ-
inn í sögunni. í takt við
tímann er yfirbragð Hér koma bræðurnir
hennar myrkt og magn- ur-
að í anda tölvuleikja og
teiknimyndasagna eftir að sögu víkur til
ævintýralandsins Nangijala. Ógnvaldurinn
Þengill og hyski hans er ógurlegt á að líta og
það er áreiðanlega vissara að hafa hlýja
hönd til að halda fast í á sýningunni ef mað-
ur er ekki orðinn þeim mun hærri í loftinu.
Áhrifshljóðin eru líka þung og mögnuð.
Leiklist
Auður Eydal
í uppsetningunni er ekkert til sparað til
þess að gera sýninguna sem tilkomumesta.
Sviðsmyndin er mikil fyrirferðar og segir
sjálf heilmikið um ævintýralandið. Búningar
Ljónshjarta ríðandi á frábærum reiðskjótum Elínar Eddu Arnadótt-
DV-mynd Pjetur
eru afskaplega flottir og lýsingin magnar upp
andrúmsloftið. Myrkur og skuggar eru þó
ekki síður ríkjandi í sýningunni en ljós og
birta þannig að mér fannst stundum fullmik-
ið af því góða. Stundum datt á niðamyrkur
miili atriða og fyrir kom að aðalpersónan tal-
aði út úr skugganum. Þetta er nú einu sinni
bamasýning og ekki alveg víst að öll böm séu
jafn kjörkuð.
Á ffumsýningu léku þeir Grímur Helgi
Gíslason og Hilmir Snær Guðnason bræð-
urna Karl og Jónatan. Er þar skemmst frá að
segja að báðir falla þeir afskaplega vel í hlut-
verkin. Hilmir Snær er Jónatan lifandi kom-
inn og Grímur Helgi fer fallega með hlutverk
Karls, eða Snúðs eins og bróðir hans kallar
hann. Þetta skiptir auðvitað sköpum fyrir
sýninguna en margir góðir leikarar aðrir
koma við sögu. Anna
Kristín Arngrímsdótt-
ir (mamma, Soffia
dúfnadrottning), Stef-
án Jónsson (Húbert)
og Hjalti Rögnvaldsson
(Jossi) gegna veiga-
miklum hlutverkum í
framvindunni. Valdi-
mar Örn Flygenring
og Ólafur
Darri Ólafs-
son eru ógur-
legir og skop-
legir í senn
sem útsend-
arar og her-
menn Þeng-
ils. Erlingur
Gíslason er
mildur í hlut-
verki Matt-hí-
asar sem
reynist Snúð
litla betri en
enginn í ógn-
þrungnu um-
hverfi Þymi-
rósardals.
Bræðurnir
Ljónshjarta
er metnaðarfull sýning þar sem
hvergi er slegið af kröfum. Áhorfendur upp-
lifa ævintýrið og meðtaka boðskapinn. Rétt er
þó að árétta að þetta er að minu mati ekki
síður holl sýning fyrir fuilorðna og börn
þurfa að hafa handleiðslu þegar þau vinna úr
þeim málum sem sagan fjallar um.
Þjóðleikhúsið sýnir:
Bróðir minn Ljónshjarta
Eftir sögu Astrid Lindgrén
Leikgerð: Eva Sköld
Þýðing: Þorleifur Hauksson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Leikmynd og búningar: Elin Edda Árna-
dóttir
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson
Leikstjóri: Viðar Eggertsson
Listafagur söngur
Einn efnilegasti söngvari á íslandi um þess-
ar mundir er Finnur Bjarnason baríton. Hann
er kornungur en hefur samt getið sér gott orð
sem ljóðasöngvari erlendis. Finnur hélt tón-
leika í Kirkjuhvoli í Garðabæ á laugardaginn;
meðleikari var Gerrit Schuil pianóleikari og á
efnisskránni voru eingöngu lög eftir Robert
Schumann.
Schumann var uppi á fyrri hluta nítjándu
aldarinnar. Lengi vel sinnti hann svo til að-
eins píanótónsmíðum og átti sér þann draum
heitastan að verða fær píanóleikari. Hann
gekk nokkuð langt í því og bjó meðal annars
til fmgraæfmgar sem í dag þættu ekki beint
heppilegar. Til dæmis festi hann sterka gorma
við fingur sína og upp í loft og reyndi svo að
toga á móti með einum fingri f einu til að þeir
yrðu sterkari. Og til að víkka bilið á milli
löngutangar og baugfingurs skar hann í það og
festi svo einhvers konar statíf á fingurna til að
halda þeim sem lengst í sundur. Schumann
eyðilagði á sér hendumar með þessum ósköp-
um og varð aldrei almennilegur pianóleikari.
Píanótónlist hans er þó einstaklega fögur,
lýrísk og full af skáldskap. Hann var víðlesinn
og frá bókmenntunum fékk hann kveikju að
mörgiun píanóverkum.
Gerrit Schuil og Finnur Bjarnason héldu frábæra tónleika.
DV-mynd E.OI.
Tónlist
Jónas Sen
Þessi bókmenntaást hlaut fyrr eða síðar að
leiða til þess að hann færi að fást við ljóða-
tónlist og er það loksins gerðist skrifaði hann
hvert sönglagið á fætur öðru. Lög hans eru
þrungin hugmyndaauðgi, dulúð og háleitri
fegurð og er hann án efa eitt af fremstu ljóða-
tónskáldum sögunnar.
Á efnisskrá umræddra tónleika voru tólf
söngvar opus 35 við ljóð eftir Justinus Kern-
er, Liederkreis opus 24 við ljóð eftir Heinrich
Heine og fimm aðrir söngvar við texta eftir
Heine. Fyrsta lagið, Lust der Sturmnacht,
flallar um náttúruna í sinni trylltustu mynd.
Þar er undirleikurinn hamslaus og var bassi
píanósins nokkuð kraftmikill og heyrði mað-
ur ekki vel i söngvaranum. Píanóið i Kirkju-
hvoli er af Fazioli-gerð, bassinn mjög sterkur
og hætta á að hann verði yfirgnæfandi. I öll-
um hinum lögunum var þó jafnvægið eins og
best verður á kosið og tónlistarflutningurinn
í fremstu röð. Helst mátti gagnrýna Die
beiden Grenadiere, lokalag tónleikanna, sér-
kennilegt lag við ljóð eftir Heine. Það fjallar
um tvo franska fótgönguliða sem höfðu verið
fangar í Rússlandi og eru á leið til Frakk-
lands. Þá heyra þeir þá sorgarfregn að
Frakkar hafi beðið ósigur og fyllast mikilli
þjóðemistilfinningu. Finnur er trúlega með
of bjarta rödd til að vera karlremba og hann
byrjaði af of miklum ákafa sem varð til þess
að lagið hafði enga stígandi, engan hápunkt.
Að öðru leyti voru þetta frábærir tónleikar.
Finnur hefur fullkomið vald á röddinni á öll-
um sviðum og hvaða styrkleika sem er, skýr-
an framburð og næma tilfinningu fyrir hinum
ýmsu túlkunarblæbrigðum tónlistar. Margir
tónleikagestir hafa örugglega fallið í leiðslu er
hann söng Erstes Grún eða Stille Tranen, og
hvað varðar hið síðarnefnda þá sagði einn tón-
leikagestur við mig að það hefði verið „gæsa-
húðarlagið fyrir hlé“. Þetta er magnaður söng-
ur og er rödd píanósins ekki síst áhrifarík,
enda lék Gerrit Schuil af mikilli list á slag-
hörpuna. Önnur lög vom líka snilldarlega
flutt, kannski sérstaklega Schöne Wiege mein-
er Leiden og Berg’ und Burgen schau’n
herunter, og sýndi Finnur þar djúpan ljóðræn-
an skilning. Fyrir svo ungan mann er slíkur
tónlistarflutningur þrekvirki og verður spenn-
andi að fylgjast með honum í framtíðinni.
Guðmundur Ólafsson fékk íslensku barna-
bókaverðlaunin í ár í annað sinn, eins og
menn hafa frétt, og er vel að þeim kominn
hvernig sem á það er litiö. Hann hefur skrifað
skínandi góð verk fyrir böm sem hafa orðið
vinsæl, bækurnar þrjár um Emil og Skunda og
ekki síst Klukkuþjófinn klóka, líflega og
drephlægilega lýsingu á lífí krakkapjakka í
sjávarþorpi fyrir norðan í kringum 1960.
Einnig er gleðilegt að 200 þúsund króna verð-
launafé skuli bætast við
höfundarlaunin fyrir nýju
bókina, Heljarstökk aftur á
bak, ekki veitir af að
hækka þau örlítið.
Guðmundur var fyndinn
og skemmtilegur í ræðu
sinni við verðlaunaafhend-
inguna en einnig hvass.
Honum finnst bamabóka-
höfundar ekki taldir með
þegar talað er um og við rit-
höfúnda. Honum finnst ein-
kennilegt að senda Árna
Bergmann og Matthías Jo-
hannessen, Ólaf Gunnars-
son og Hallgrím Helgason
til Gautaborgar á bóka-
messu sem hefur yfirskrift-
ina Böm og menningararf-
ur. Að vísu hafa tveir höf-
undanna skrifað barnabæk-
Guðmundur Ólafs-
son les úr verð-
ur en þeir eiga ekki að tala
launabóklnni sinni um Þær heldur fuUorðins-
við afhendinguna. bækur sínar. „Ég er ekkert
DV-mynd Teitur reiður," sagði Guðmundur
við DV eftir athöfnina, „en
ég fullyrði að barnabókahöfundar njóta ekki
sömu virðingar og fullorðinsbókahöfundar."
Guðmundur sagðist heldur ekki hafa viljað
nota þessa hátíðarstund til að draga upp hina
nöturlegu mynd af kjörum bamabókahöfunda
sem fá umtalsvert minna fyrir bækur sínar en
aðrir vegna þess að þær em ódýrari á markaði
þó að þær taki ekki styttri tíma í vinnslu en
skáldsögur handa fullorðnum. „Enda eru
bamabókahöfundar alltaf á hröðum flótta úr
stéttinni," sagði hann, „snúa sér að öðmm
skrifum eöa öðrum verkum eins og mörg
dæmi em um. Þeir eru ekki margir sem tolla í
þessu af alvöru og hjá þeim eru skrifin yfirleitt
aukastarf. Hobbí sem enginn liflr á.“
Verðlaunin viðurkenndi hann að bættu kjör-
in en viðurkenndur rithöfundur getur ekki
endalaust sent handritin sín í samkeppni und-
ir duhiefni.
Þýðendur nýlenda bókmenntanna
Annar skeleggur baráttumaður fyrir jaðar-
hópa bókmenntanna, Ástráður Eysteinsson
prófessor, hélt erindi á vegum Stofnunar Sig-
urðar Nordals fyrir viku og talaði um þýðing-
ar sem hann kallaði nýlendur bókmenntalífs-
ins. Nú fer fram frjó umræða um svokölluð
„eftirlendu" eða post-coloni-
al einkenni á þjóðum sem
em fyrrverandi nýlendur,
og Ástráður telur að hún
geti gagnast i umræðu um
þýðingar. Ekki skýrði hann
þetta nógu vel með dæmum.
Við eigum að hugsa um
þýðandann sem höfund,
sagði Ástráður líka. Um leið
verður til annars konar og
mun frjórra hugarfar og þar
með umræöa um þýðingar.
Ef við tökum mið af öðmm listgreinum þá era
túlkandi listamenn jafnvirtir og hinir skap-
andi. Leikarinn og tónlistarmaðurinn „flytja"
verk leikskálds og tónskálds og á sama hátt
„flytur" þýðandinn texta úr frammáli yfir á
sina tungu.
Enn af Stellu B.
Stella Blómkvist hringdi í umsjónarmann
menningarsíðu vegna PS greina undanfarið og
sagðist hissa og hneyksluð á því að enn væri
verið að klína bókmenntaverki eftir konu á
karlkyns höfunda. „Þetta hefur verið plagsiður
bókmennta- og sagnfræðinga frá örófi alda,“
sagði Stella, „að kenna karlmönnum frumlegar
og merkilegar bækur þó að á þeim standi skýr-
um stöfum að kona hafi samið þær. Því er bara
ekki trúað. Alltaf skulu þær á einhvern hátt
hafa stolið þeim eða stælt eftir körlum eða
karlar skrifaö þær í raun og veru. Ég hélt að
þetta heföi breyst eitthvað með öllu þessu
rauðsokkustandi, en það er nú eitthvað ann-
að.“
Menningarsíða biðst forláts á sínum fordóm-
um.