Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Blaðsíða 30
38 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998 Froða gegn eiturmengun í jarðveginum Bandarískir vísindamenn segjast hafa uppgötvaö nýja aðferð við að eyða jarðvegs- mengun á stórum svæðum sem hafa komist í snertingu við efnavopn. Aðferðin er í sjálfu sér einfóld: Slökkviliðs- froðu með sérstöku ensími, eða efnahvata, sem getur af- eitrað taugagasefni, er spraut- að á jarðveginn. Ensímið getur síðan breiðst út um víðan völl með froðunni. Það voru vísindamenn frá Camegie Mellon háskólanum í Pittsburgh og Texas A&M há- skólanum sem fundu hina nýju aðferð. Þeir segja að froð- an sé vistvæn og því vænlegur valkostur við núverandi að- ferðir til að eyöa eitri, svo sem klómotkun eða bmna. Heilasjúkdómalyf í nefdropum Nefdropar gætu reynst ár- angursrík leið til að koma lyfj- um gegn alsheimer og öðrum heilasjúkdómum rétta boðleið upp í heilavefínn, enda greið leið þangað um nefgöngin. í grein í tímaritinu New Sci- entist segir að sameindir margra lyfja séu svo stórar að þær komist ekki gegn um far- artálma sem frumur í æöum í og umhverfis heilann hafa reist gegn óæskilegum að- skotadýram. Vísindamönnum hafði til þessa gengið treglega að finna trausta og góða að- ferö við að koma lyfjum viö ýmsum taugasjúkdómum beint upp i heilann. William Frey, sem rannsak- ar alsheimer í St Paul í Minnesota datt hins vegar i hug að nota nefdropana. Góð- ur árangur varð af tilraunum sem hann gerði á músum. Erfðaefni tekið úr útdauðum skjaldbökum Vísindamönnum við breska náttúruminjasafnið í Lundún- um hefur tekist að ná erfða- efninu DNA úr beinum löngu- útdauðra risakjaldbaka. Vonir standa til að hægt verði að átta sig á þróun dýranna og hvers vegna þau dóu út fyrir fjögur hundrað árum þegar mannfólkið settist að á eyjun- um Reunion, Mauritius og Rodrigues í Indlandshafi. „Fomt DNA hefur aldrei fyrr verið notað til að svipta hulunni af leyndardómum þró- unar útdauðrar dýrategund- ar,“ segir meðal annars í yfir- lýsingu sem náttúruminjasafn- iö sendi frá sér fyrir skömmu. Beinin era einu leifamar af skjaldbökum þessum sem höfðu óvenjulétta skel. Til þessa hafa átta bein úr fjóram skjaldbökutegundum verið rannsökuð. Vísindamennimir muldu beinin niður í mjög fint duft áður en þeir náðu DNA- inu og rannsökuðu með full- t komnum tækjum. Úvænt aukaafurð hvarfakútanna: Platínuryki safnað af götum stórborganna Göturnar okkar búa yfir meiri fjársjóðum en margan granar. Þá er ekki átt við bílana sem um þær aka, ekki beint, heldur málm sem er dýr- ari en gull. Já, götumar era þaktar platínu, að minnsta kosti götur stór- borga úti í heimi. Platína og aðrir dýrmætir máim- ar úr hvarfakútum bíla safnast sam- an í göturykinu. Platínumagnið kann einhvem tima að verða nægi- lega mikiö til að hægt sé að safna því saman og endurvinna. Únsan af platínu kostar nálægt tuttugu og sex þúsund krónum um þessar mundir. „Platínuna er að finna á götunum af því að hún er notuð í hvarfakúta sem settir era á bíla til að hreinsa útblástm- þeirra," segir Hazel Pric- hard, jarðfræðingin: við háskólann í Cardiff. Hvarfakútamir era hins vegar ekki fullkomnari en svo að þeir spúa úr sér málmögnum á götumar. Enn sem komið er, er ekki nægi- legt magn platínu á götunum til að hagkvæmt sé að vinna það, að minnsta kosti ekki á Bretlandi. Hazel Prichard segir þó að ef til vill sé ekki langt þar til það verður efna- hagslega fýsilegt að endurvinna platínuna. Prichard byggir þessar skoðanir sínar á vettvangsrannsóknum. Hún tók sig til sunnudag einn og fór út á götur með sóp og fægiskúffu að vopni og safnaði ryki í poka, íbúum Cardiff til óblandinnar ánægju. Hún fann mest af platínu í ryki frá fjöl- fomum hringtorgum og af götum úr finni hverfum borgarinnar þar sem meira er um dýra og góða bíla en í öðram borgarhlutum. „Hæsta gildið sem ég fann við hringtorg var 126 partar í milljarði. Það þýðir að af milljarði agna eru 126 úr platínu," segir Prichard. Það er kannski ekki mikið en Prichard segir að platínumagnið kunni að vera allt að 1500 partar í milljarði þar sem mest er í göturyk- inu. Platína er unnin úr grjóti þar sem hún er um það bil 4000 partar í milljarði. Prichard segir að í öðrum borg- um kunni að finnast meiri platína í göturykinu, einkum í bandarískum stórborgum þar sem bílar með hvarfakút era fleiri og hafa verið lengur við lýði. En það var ekki bara platína í göturykinu, heldur fann Prichard einnig gull og palladíum. Nú kynnu margir að spyrja sig hvort öll þessi platína á götunum sé ekki hættuleg heilsu manna. Svo mun ekki vera, að sögn vísindasam- Lífið er ekki ailtaf dans á rósum: Karlremban kemur niður á námsárangri piltanna Það er munur að vera maður... Ég tala nú ekki um taki ungir piltar það háalvar- lega. Slíkt getur haft skaðleg áhrif á mennt- un þeirra og mögu- leika á að fá störf sem eitthvað er spunnið í síðar meir. Bresk visindakona, Ann Phoenix við Birkbeck College í Lundúnum, sagði á visindaráðstefnu í Cardiff á dögunum að menn hefðu vaxandi áhyggjur af því að drengjum væri farið að ganga verr i skóla en stúlkum. Hún sagði að ástæðuna mætti að miklu leyti rekja til þeirrar þarfar drengjanna að vera dálítið manna- legir, eða macho. „Það er aukinn ótti við vaxandi bil milli frammistöðu pilta og stúlkna í skóla,“ sagði Ann Phoenix. í fyrra gerðist það í fyrsta sinn að fleiri konur en karlar innrituðust í háskóla á Bretlandi. Og að sögn Phoenix er svipaða sögu að segja af öllum skólastigum. Breska blaðið Times sagði frá því fyrir stuttu að úrslit prófa í aldurs- hópnum frá sjö til sextán ára sýndu að stúlkur stæðu piltunum framar. Stúlkur stóðu sig einnig betur á flestum sviðum þegar kom að ígildi stúdentsprófsins, sem tekið er við átján ára aldurinn. „Maður getur ekki verið karl- mannlegur og látið sjást að maður leggi hart að sér í skóla,“ sagði Phoenix sem rannsakaði 190 skólapilta á aldrinum ellefu til ljórtán ára. Stúlkur virðast hins vegar eiga auðveldar með að tenngja kven- leika sinn góðum náms- árangri, að sögn Ann Phoenix. Fyrir meira en tuttugu áram skilgreindu vís- indamenn það sem við getum kallaö „straka- menningu". Munurinn er sá að á þeim tíma gátu piltar leyft sér að slá slöku við í náminu en fengu samt vinnu sem var einhvers virði. Nú sé hins vegar annað upp á teningnum, segir Phoenix. Skólamenn höfðu af því áhyggjur fyrir tuttugu áram hvemig þeir gætu bætt frammistöðu stúlkna í greinum eins og stærðfræði og eðl- isfræði. í sumum tilvikum var grip- ið til þess ráös að setja stúlkurnar í sér bekki og laga námsefnið að þörf- um þeirra. Svo kann aö fara að nú verði að gera slikt hið sama fyrir drengina. taka sem eru fulltrúar evrópskra framleiðenda hvarfakúta. Að meðal- tali era aðeins tvö eða þrjú grömm af platínu og skyldum málum í hverjum bíl. Pattaralegir selkópar ekkert langlífari en mjóir Stærðin skiptir ófreskjuna Godzillu kannski einhverju máli en ekki selkópana. Að minnsta kosti era lífslíkur feitra og patt- aralegra kópa ekkert meiri en hinna mögra bræðra þeirra. Að- eins helmingur þeirra nær full- orðinsaldri og skiptir þá ekki máli hver fæðingarþyngd þeirra var. „Það að feitir kópar lifa ekki lengur er mikilvæg niðurstaða þar sem hún gengur þvert á það við áttum von á,“ segir Alisa Hall sem stundar dýrarannsókn- ir við háskólann í St Andrews á Skotlandi. Hall og samverkamenn henn- ar rannsökuðu kópa undan ströndum Skotlands. Margir dauðir kópar vora krufnir og í ljós kom að þeir drápust ekki úr hungri. Rannsóknir þessar gætu leitt til þess að hægt verði að hafa stjóm á selastofninum sem margir segja að beri ábyrgö á minnkandi fiskistofnum við Bretland. Eftir að kópurinn kemur í heiminn nærir móðir hans hann á feitri mjólk í þrjár til fjórar vikur. Að þeim tíma loknum er sá stutti orðinn allt að 50 kíló og þar vegur þyngst þykt spiklag undir skinninu. Ef þyngdin skiptir ekki sköp- um fyrir lífslíkur kópanna gætu sjúkdómar og mengun í um- hverfinu átt þar stóran hlut að máli. Hall segir að hún ætli að rannsaka aðra þætti, svo sem mengun, til að komast að því hvers vegna aðeins helmingur kópcmna kemst á legg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.