Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Síða 36
44
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998 DV
nn
Ummæli
Grátleg
vitleysa
Þetta er grátleg vitleysa.
Það er safnað
saman öllum
eyðsluáformum i
einn bunka til að
gleðja hinn og
þennan og engin
grein gerð fyrir
kostnaðinum."
Davíð Oddsson
forsætisráðherra um
málefnaskrá A-flokkanna, i
Degi.
Dýrar óskir
„Það eru margar góðar ósk-
ir í þessu skjali. Gallinn er
hins vegar sá að mér sýnist
þetta kosta nokkra tugi millj-
arða.“
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra um sömu mál-
efnaskrá, í Degi.
Genagreinarinn
„Auðvitað er minnst á þann
íslending sem ég
nenni ekki að
nafngreina en er
ýmist nefndur
genagreinari eða
greiðari. Það
hlýtur að
merkja að hann
sé ýmist að
greina genin eða greiða
fyrir þau.“
Guðbergur Bergsson rithöf-
undur, í DV.
RÚV og Gettu betur
„Ef Ríkisútvarpið getur
ekki druslast til þess að gera
vel við framhaldsskólanem-
endur fyrir sjónvarpsefni sem
gefur miklar tekjur og áhorf
þá verða aðrir að taka við.“
Guðmundur Birkir Þorkels-
son, skólameistari á Húsa-
vík, um framtíð Gettu betur,
í Degi.
Árborg er nafnið
„I raun er eini aðilinn sem
skrifar utan á
bréf til „Samein-
aðs sveitarfélags
Selfoss, Sandvík-
urhrepps, Eyr-
arbakka og
Stokkseyrar",
félagsmála-
ráðuneytið. Allir
aðrir skrifa Árborg utan á
bréf til okkar.“
Karl Björnsson, bæjarstjóri
Árborgar, í DV.
Gjaldeyrir
„Úr því við búum ekki við
betri eða sterkari mynt en
gömlu, slitnu og ógæfusömu
krónuna verður alvörumynt
aldrei kölluð annað en gjald-
eyrir."
Magnús Sigurðsson, í DV.
Gengið á Álftanesi
Aiftanesið er með allra skemmti-
legustu stöðum í næsta nágrenni
Reykjavíkur enda leita margir
þangað allan ársins hring, þó ekki
sé nema til að viðra sig. Fjörugöng-
ur á vestanverðu nesinu eru áhuga-
verðar og ekki leiðigjarnar, þótt far-
ið sé aftur og aftur. Eftir mikil brim
er stundum hægt að tína öðuskeljar
á Hrakhólmum og oft eru þar selir
að forvitnast um vegfarandann.
Nefna má tvær ágætar hringgöngur
á nesinu.
Umhverfi
Önnur leiðin er frá Bessastöðum
og má ganga þar fyrir neðan garð og
út á Bessastaðanes eftir ökuslóð.
Vestan á Bessastaðanesi komum við
að rústum Skansins sem gerður var
á 17. öld. Haldið er áfram með Seil-
unni og ströndinni fylgt vestan við
Breiðabólsstað og Akrakot.
Hinn hringurinn getur hafist við
Kasthúsatjöm og má fylgja þaðan
ströndinni til suðurs alveg að Mel-
húsum eða jafmvel Hliði. Til baka
má ganga eftir veginum kringum
kjama byggðarinnar eða jafnvel
'ólmar
Æfe
C':ioforð
Skansinn
Bessastaðancs
■ ■ . Rcssastaðatjöm '
t ' íjm 4, Sk0
Svartbakki
Helguvík
Reykjavík
Fossvogur
Kópavogur
Kópavogur
Arnarnes
s'"" f Amamesvogur
Gálgahraun
staftlr Löngubrekkur
G*%/,
m nOh X V Garöahraun
Mlðengi h a Presthóll
Garðar vöhruteíftt :íj9HI^E5PKa^|l
\ ^ '•..................^. . '
■
:aðir
Lambhúsatjöm
Dysjar Bali
gegnum byggðina að upphafsstaðn-
um við Kasthúsatjörn.
Heimild: Gönguleiöir á Íslandi eftir
Einar Þ. Guöjohnsen.
Stefán Jónsson, nýráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar:
Langaði að sigla á
móti straumnum
DV, Vestnrlandi:
„Mér líst vel á nýja starfið," seg-
ir Stefán Jónsson, nýráðinn sveitar-
stjóri Dalabyggðar, sem tók við af
Marteini Vaddimarssyni sem lét af
starfi sveitarstjóra Dalabyggðar eft-
ir 22 ára farsælt starf sem sveitar-
stjóri, fyrst í Laxárdalshreppi og nú
síðast í sameinuðu sveitarfélagi,
Dalabyggð. Stefán er ættaður frá
Flateyri en hefur búið undanfarin
ár í Hafnarfirði. Að undan- _________
förnu hefur hann verið starf-
andi stjórnarformaður Skel-
fisks hf. á Flateyri ásamt því að —
gegna ýmiss konar ráðgjafarstörf-
um í sjávarútvegi. Áður starfaði
Stefán á endurskoðunarskrifstofu.
„Það sem varð til þess að ég sótt-
ist eftir starfi sveitarstjóra Dala-
byggðar var að mér fannst tími til
kominn að breyta til. Ég kem úr
dreifbýli og kunni ágætlega við það
svo það var ákvörðun okkar hjóna
að skella okkur aftur út í dreifbýlið
og sigla aðeins á móti straumnum.
Reynsla mín af sveitarstjórnarmál-
um er ekki mikil. Ég hef tekið þátt
í störfum Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði og verið þar i stjórn
Landsmálafélagsins Fram, að öðru
leyti hef ég ekki fylgst með nema í
gegnum það starf. Auðvitað er það
viss ögrun að takast á við þetta
starf, ég hef verið viðloðandi einka-
fyrirtæki og hlutafélög og
þetta er allt annar vettvang-
ur sem ég er að fara í núna.
Ég er ekki í nokkrum vafa um það
að viðamestu verkefnin sem bíða
mín er skoðun á því hvort það er
hagkvæmt að bæta búsetusíályrði
hér í Dalabyggð með hitaveitu. Þá
er það 2000 ára afmælishátíðin,
uppbyggingin á Eiríksstöðum
og síðan önnur samfélagsmál
svo sem skólamál sem vega
alltaf þungt í svona samfélög-
um. Við fyrstu skoðun teljum
við að það geti verið góðar líkur
á því að íbúar Dalabyggðar
geti innan fárra ára
byrjað að kynda hús
sín með heitu vatni,
hins vegar á eftir
að klára það mat,
það er í vinnslu
þessa dagana."
Stefán er
mikill áhuga-
maður um golf
en hefur kom-
ist lítið í það
upp á
síðkastið,
auk þess
hefur hann
gaman af að
dunda sér í
boltaíþróttum.
Hann var áður í fótbolta en hefur
imdanfarið stundað körfubolta þar
sem það er mýkra sport. Stefán er
kvæntur Guðrúnu G. Halldórsdótt-
ur, kennara í Búðar-
dal, en hún er ætt-
uð úr Hnífsdal og
er 40 ára. Þau
eiga tvö böm,
Ingu Dóru, 17
ára nema í
Verslunarskól-
anum, og Jón
Gunnar, 8 ára
„dalapúka".
-DVÓ
Maður dagsins
Stefán Jónsson.
DV-mynd Melkorka
Teiknimyndasögur
' 21. aldarinnar
Breski rithöfundurinn
Warren Ellis flytur fyrirlest-
ur á vegum heimspekideild-
ar Háskóla íslands í dag kl.
17.15 í hátíðarsal Háskólans
í aðalbyggingu. Fyrirlestur-
inn nefnist Teiknimynda-
sögur 21. aldarinnar og er
fluttur á ensku. Ellis hefur á
undanfornum árum vakið
athygli fyrir myndasögur
sem hann hefur samið, með-
al annars fyrir bandaríska
fyrirtækið DC Comics.
Menning og náttúra
í Alberta
Robin Peck, kanadískur
myndlistarmaður, rithöf-
undur og gagnrýnandi held-
ur fyrirlestur i MHÍ, Laug-
isrnesi í dag kl. 12.30. Mun
hann fjalla um eigin verk
um menningu og náttúru í
Alberta-fylki í Kanada þar
sem hann er búsettur. Þá
mun hann fjalla um íslend-
ingabyggðir í Kanada og
verk Stephans G. Stephans-
sonar og hvernig hann
hyggst stofna til samskipta
Samkomur
milli islenskra og
kanadískra myndlistar-
manna og rithöfunda.
Aðalfundur
bridgedeildar
Aðalfundur bridgedeildar
Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni verð-
ur haldinn í Ásgarði í dag
kl. 13. Spilað verður eftir
fund.
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 2208:
Gerir bíl upptækan
Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki.
Haukur Dór á vinnustofu sinni.
Vinnustofusýn-
ing Hauks Dórs
Hinn kunni myndlistarmaður,
Haukur Dór, heldur um þessar
mundir sýningu á vinnustofu sinni
að Laugavegi 18b. Á sýningunni
eru ný og áður sýnd verk unnin á
pappír meö blandaðri tækni.
Haukur Dór er fæddur í Reykjavík
1940. Eftir nám hér heima stundaði
hann nám í Edinborg og Kaup-
mannahöfn og var síðan tvo vetur
í námi við Visual Art Center í
Bandaríkjunum. Hann á að baki 36
ára sýningarferil hér heima og er-
lendis og eru mörg verka hans í
eigu opinberra aðila. Síðast sýndi
hann í Listaskálanum i Hvera-
gerði. Haukur Dór er nú búsettur á
íslandi eftir margra ára dvöl á er-
lendri grundu. Sýningin er opin
daglega kl. 13-18 og stendur til 27.
september.
Sýningar
Þrjár sýningar í þremur
sýnirýmum
Nú standa yfir þrjár sýningar á
vegum galleríkeðjunnar Sýnirými.
í Gallerí við Vatnsstíg sýnir Aimee
Simmons verk sitt Það sem getur
hent ungar stúlkur í dag. Gunnar
Magnús Andrésson sýnir Samsýn-
ingu í gallerí Barmi, sem er ferða-
gallerí og er berandi sýningarinn-
ar Ólafur Ingi Jónsson forvörður
ásamt fleiri. Símsvaragalleríið
Hlust flytur verkið Story eftir
Janet Passehl. Síminn í Gallerí
Hlust er 5514347. Sýningamar
standa út mánuðinn.
Bridge
Þeir sem spiluðu þrjú grönd á
hönd austurs í þessu spili í sumar-
bridge síðastliðið föstudagskvöld
fengu góða skor vegna hagstæðrar
legu í tígullitnum, en óhætt er að
segja að nokkur heppni hafi fylgt
þeirri sögn. Sumir spilaranna í a-v
vildu frekar spila 5 tígla sem virðist
vera heilbrigðari samningur og
byggist í fljótu bragði á þvi að
spaðaásinn liggi hjá norðri. Til vara
er hagstæð lega í tígullitnum eða
möguleikar á niðurkasti i hjarta eða
laufi. Að spila 5 tígla gaf a-v meðal-
skor í spilinu. Hrólfur Hjaltason og
Þórir Sigursteinsson ákváðu að
gera ráð fyrir óhagstæðri legu, en
uppskáru botnskor fyrir. Norður
gjafari og enginn á hættu:
* K53
* Á864
* Á
* ÁD1062
Norður Austur Suður Vestur
pass 1 * pass 1 ♦
pass 2 * pass 3 ♦
p/h
Kerfið hjá a-v var precision og
laufopnunin sýndi 16 eða fleiri
punkta. Einn tígull var afmelding
(0-7 punktar) og þrír tíglar sýndu
langan tígullit. Hrólfur Hjaltason,
sem sat í sæti austurs, sá að líkur
voru á samgangsörðugleikum í
þremur gröndum og vildi ekki taka
áhættuna á 5 tíglum. Útlit var fyrir
að ákvörðun hans væri skynsamleg
eftir að vörnin hafði tekið tvo fyrstu
slagina á spaða, en vonbrigðin mik-
il þegar tígulkóngur féll í tígulás-
inn. Réttlætið sigrar ekki alltaf í
bridge.
ísak Örn Sigurðsson
♦ DG10:
♦ D109/
♦ K
♦ G84
♦ A872
»32
♦ 1072
♦ K973