Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Qupperneq 40
Vinningstölur laugardaginn:
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö
1. 5 af 5 0 3.488.150
2. 4 af 5+«®? 2 164.220
3. 4 af 5 60 9.440
4. 3 af 5 1.994 660
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998
Áhrif Kvótaþings koma hart niður á einstökum útgerðum:
, Fjölda sjómanna
sagt upp störfum
- segir útgerðarmaður sem vill að sjómenn fylki liði á Austurvöll
„Það eru á annað hundrað sjó-
manna að missa vinnuna. Hvað mína
útgerð varðar þá höfum þegar sagt
upp mannskapnum á öðrum bátnum
og munum segja upp mönnunum á
hinum bátnum fljótlega," segir Guð-
mundur Sigurðsson, útgerðarmaöur á
Höfn í Homaflrði, sem gerir út tvo
.^vertíðarbáta, Jóa Bjama SF og Haf-
'' borg SF. Lítill kvóti er á bátunum sem
era rúmlega 100 og 30 tonn að stærð.
Samanlagður kvóti er innan við 250
þorskígildi. Guðmundur segir útgerð-
ina vera háða framsali kvóta en nú sé
Kristinn málar
sig út í horn
Yflrlýsingar Kristins H. Gunnars-
sonar alþingismanns i DV um mál-
efnasamning sameiginlegs framboðs
vinstri manna hafa ekki mælst vel
fyrir hjá sam-
flokksfólki hans.
„Ég tel að yfirlýs-
ingar Kristins séu
ekki heppilegar,
hvorki fyrir hann
né sameiningar-
málið í heild
sinni. Menn hafa
áhyggjur af því að
hann sé að mála
sig út í hom,“ seg-
ir Bryndís Friðgeirsdóttir, oddviti
sameiginlegs framboðs K-lista á ísa-
firði.
„Með yfirlýsingum sínum er
.Kristinn að segja að hann styðji
'""%kki framboðið og í rauninni finnst
mér hann vera að vara fólk við að
kjósa samfylkinguna. Hjá okkur hef-
ur hann verið forystuefnið í sam-
fylkingunni og hingað til hefur
hann ekki gefið annað út,“ segir
Bryndís jafnframt.
Að hennar mati er undarlegt hve
óánægður Kristinn er með málefna-
samninginn í Ijósi þess að hann
kom sjálfur að þeirri vinnu sem
lögð var í gerð hans. „Hann talar
ekki um einstaka liði málefnasamn-
ingsins heldur allt plaggið í heild.
Þó aö hann hafi sjálfur tekið þátt í
þessari vinnu á fyrri stigum þá get-
ur hann ekki einu sinni séð jákvæð-
ar hliðar á þeim hlutum samnings-
/-%s sem hann er að einhverju leyti
ábyrgtu- fyrir. -KJA
einfaldlega ekkert framboð nema á
því verði sem enginn ráði við að
greiða. Guðmundur er ekki með leigu-
samning við fiskvinnslu um báta sína
eins og margar útgerðir hafa gripið til
svo losna megi undan hinum opin-
bera kvótafærslum. Þeir bátar sem
gera slíka samninga era ekki háðir
opinbera eftirliti hvað varðar fisk-
verð og geta gert upp við menn sína á
lágmarksverði í stað meðalverðs á
fiskmörkuðum. Guðmundur segir að
eini þorskkvótinn sem boðinn hafl
verið um Kvótaþing hafi verið á 105
krónur og enginn standi undir því að
leigja kvóta á því verði.
„Við fáum ekki einu sinni að
skipta á tegundum. Þetta er algjör-
lega vonlaus staða fyrir aðra en þá
sem eiga kvóta. Þau skip geta ákveð-
ið það verð sem þeim sýnist en við,
þessir vesalingar sem geram út á
annarra kvóta, verðum að greiða
uppsprengt verð til skipta. Þá geta
þeir sem leigja báta sína til fisk-
vinnslunnar gert upp á verði sem
þeim sýnist,“ segir hann.
„Ég á ekki annars úrkosti en að
stoppa. Ég veit um 18 skip um allt
land sem eins er ástatt með og mann-
skapnum hefúr verið sagt upp. Það
er ekkert annað til ráða þar sem skip
komast ekki á sjó og meðan svo er
fást engar tekjur til að borga mönn-
um laun. Ég get trúað að átta manns
séu að meðaltali á hverju skipi
þannig að þama er um að ræða tæp-
lega 150 sjómenn sem margir hverjir
era fyrirvinnur fjölskyldna. Þetta er
sérstaklega erfltt á Suðumesjunum
þar sem margar útgerðir gera út á
leigukvóta,“ segir hann.
Hann segir vísbendingar um að
sjómannaforystan hafi blekkt um-
bjóðendur sina til að samþykkja ný
lög um Kvótaþing.
„Mér skilst á mínum mönnum að
þessi áhrif séu allt önnur en forysta
sjómanna boðaði í verkfallinu. Þeir
era mjög óhressir með þetta ástand
og ég heyri þá túlkun að þeir hafi
einfaldlega verið blekktir til að sam-
þykkja þessi ólög,“ segir Guðmund-
ur.
„Ég skil ósköp vel að menn hafi
viljað fyrirbyggja brask þar sem
kvóta hefur verið safnað á báta sem
jafnvel standa á þurra landi. Þá er
eðlilegt að fyrirbyggt sé að skipt sé til
sjómanna úr 10 til 30 króna verði á
kíló. Þetta lendir á þeim sem verst
skyldi,“ segir hann.
„Ég sé ekki annað til ráða en menn
sem svipað er ástatt um taki sig sam-
an og fundi á Austurvetli. Þetta er
stórmál sem nauðsynlegt að alþingis-
menn geri sér grein fyrir alvöranni i
og leiðrétti ruglið.“ -rt
Deilur ungra framsóknarmanna:
Vildi fara en fékk ekki
Samningaviðræður hafa
átt sér stað um helgina í
deilum innan Sambands
ungra framsóknarmanna
sem snúast um meinta
smölun núverandi for-
manns sambandsins, Árna
Gunnarssonar, á skjön við
félagslög og nauman sigur í
formannskjöri á þingi sam-
bandsins í haust. Ámi sigr-
aði þar á einu atkvæði. Finnur
Þór Birgisson, formaður Félags
ungra framsóknarmanna í
Reykjavík, staðfesti í gærkvöld að
viðræður viö Árna og stjórn hans
stæðu yfir. Hann vildi ekki tjá sig
um þær að öðru leyti þar sem
þær væru á viðkvæmu stigi.
Samkvæmt heimildum
blaðsins mun Árni hafa
boðist til þess að segja af
sér ef það mætti verða til
þess að lægja öldumar,
en það boð ekki verið þeg-
ið. Gagnrýnendur Árna
telja að bæði í ljósi þess
að flokksþing Framsókn-
arflokksins sé fram und-
an og síðan kosningar I
vor sé afsögn ekki heppileg. Betra
sé að ná einhvers konar sáttum
og nota tímann til næsta lands-
þings til að lagfæra lög SUF svo
minni líkur verði framvegis á
svipuðum uppákomum og urðu á
landsþinginu á Laugarvatni sl.
sumar. -SÁ
Árni Gunnarsson.
Þó aö skýlin sem Reykjavíkurborg hefur nýlega látiö koma fyrir á biöstöövum
SVR hafi vart veriö tekin í notkun hafa þau strax oröið fyrir barðinu á skemmd-
arvörgum. Feröamaöurinn á myndinni varö skiljanlega hneykslaöur þegar hann
gekk fram á þetta skýli sem vargar hafa stórskemmt. DV-mynd S
Veðrið á morgun:
Léttskýjað
fyrir norðan
Á morgun er gert ráð fyrir
hægri suðlægri átt og smáskúrum
eða súld sunnan og vestan til.
Léttskýjað verður norðan til. Hiti
verður á bilinu 8-13 stig, mildast
austan til.
Veðrið í dag er á bls. 45.
MERKiLEGA MERKIVELIN
brother PT-220 ný véi
íslenskir stafir
Taska fylgir
8 leturgerðir, 6 stærðir
6, 9, 12, 18 mm borðar
Prentar í 4 línur
Aðeins kr. 10.925
n
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport