Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 3
m e ö m æ 1 i e f n i Greifamireru án efa ein vinsælasta sveit landsins. Nú er komið að seinni kveðjustundinni. Það verður því allt brjálað á Greifaböllum helgarinnar: JOLABALL í Klúbbn- um (gamla Ingólfs- ' kaffi) annaó kvöld. Meö öllu óhefðbund- M iöjólaball. Þeir fyrstu Vy sem mæta fá hvorki j’ AX karamellur né brjóst- ■; ,yjw sykur heldur samfar- ®lSW:s ■ Ir, eða svo segir I fréttatilkynningu staöar- ins. Já, þú færð víst aö riða ef þú mætir meö þeim tyrstu en húsið verður opnað klukkan ellefu svo það ættu allir að eiga sama möguleikann. Svo verður í fyrsta skipti á Tslandi „Full Monty Show". Tveir reykvískir karlmenn munu bera sig alger- lega frammi fyrir gröðum djammfíklum. Fatagalleri er að opna á milli Vegamóta og Bíla & listar. Þarna er að finna íslenska leppa. Ef maður ætlar á annað borð að vera flottur þá er rétt eins gott að gera það á eig- in tungumáli. Það virkar ekki lengur aö vera með eitthvað „Made in Hong Kong"-drasl hang- andi utan á sér. tsland er land þitt, þú aldrei munt gleyma. Rúlluskautar sem fest- ast við strigaskó er eitt- hvað sem forstjórar stórfyrirtækj- ^ . vívS anna ættu að íJÆl athuga. Rnt að jf henda pari í m alla starfs- \ mennina þeg- vl ar forstjór- Jififcr.,.,... inn fær ..Æ sér nýjan jepþa. Það myndi vBP ’ hressa upp á móralinn og kæmi I veg tyrir óþarfa öfundsýki af hálfu starfsfólksins. Greifarnir á leib út á land og út úr íslensku popplífi - alla vega það sem eftir lifir af þessari öld. ur sem sækir Greifaböllin en nú er rétti tíminn að hætta, svona áður en fólk fær upp í háls. Þetta kemur leiða í okkur ekkert við. Hljómsveit- in er enn þá að skemmta sér vel en það er gott að fyrirbyggja leiðindin með því að hætta þegar allt gengur vel.“ Þeir sem ætla sér að ná Greifa- balli á þessari öld verða að taka til hendinni og redda bílstjóra fyrir kvöldið eða þá fyrir annað kvöld. Greifamir verða í Ýdölum í kvöld og í Valaskjálf á Egilsstöðum annað kvöld. „Síðasta giggið á þessari öld,“ seg- ir Viddi, einn af forsprökkum Greif- anna, sem hafa staðið í ströngu und- angengin fjögur ár. „Við ætlum að draga okkur í hlé fram til ársins. 2000. Þá er stefnt að því að taka túr og það má vel vera að við störtum dæminu á áramótum." Hefur „kombakkið" gengiö eitt- hvaö illa? „Nei, langt því frá. Undanfarin þrjú, fjögur ár hafa gengið alveg rosalega vel og ég get fullyrt að þessi ár hafa örugglega verið bestu ár ævi minnar. Fyrstu tvö árin vora vægast sagt frábær en í sumar var sam- keppnin aðeins meiri. Sem betur fer í rauninni. Það var viss lægð á þess- um markaði þegar við komum aftur en nú eru komin fram ung og fersk bönd sem eru að gera mjög góða hluti.“ Veröa aödáendur Greifanna ekki svekktir? „Ég efast um það. Fólk verður að fá hvíld eins og við. Um síðustu helgi vorum við að spila á Sjallanum og þar hitti ég mann sem var á fer- tugasta og fyrsta Greifaballinu sínu. Það virðist vera frekar tryggur hóp- Svo er málið « að hringja I Tfjt Borgarleikhúsið og panta sér ’ jl mlða á ballettinn sem íslenski dansflokk- urlnn frumsýndi í gær. Það er ekki óvitlaust að kíkja á haustsýning- una þeirra á laugardag. Hún er alveg ör- f , ugglega þess virði. Margra vikna vinna að fj baki og allt fyrir þig, ef þú " mætir. 8. október næstkomandi frumsýnir Sjónleikur eina mögnuðustu hrollvekju sem sett hefur verið upp í íslensku leikhúsi. í Bretlandi hafa yfir milljón manns séð stykkið. Þorsteinn Guðmundsson leikari setur kurteisisreglur þetta, krakkafífl! Lélegt Landsbókafn Bókalaus bókaþjóð 6 Jónas Kristjánsson Gott Kínahús 6 Hildur Óttarsdóttir* Víð erum allar litlar sfjörnur 7 Islenskir fatahönnuðir Tískuföt í galleríi 8 [ R°n Whitehead ' y 2 Öskrandi skáld í heimsókn 8 Marilyn Manson Reddarar Athafnaskáld með GSM-síma c • w 12-13 Sveinn Waage Sá fyndnasti 14 ÍÉbH ®káklandsliðið pP] '[ naglhreinsar í Kalmykíu 19 Hrollvelga í anda Hitchcock Vilhjálmur Hjálmarsson r.r þessa dagana að gera allt klárt, bæði framkvæmdalega og leiklega, lyrir frumsyn- inguna á Svart-klæddu konunni 8. október næstkomandi. Vilhjálmur Hjálmarsson leik- ari útskrifaðist irá Mount Wiew Theatre school i London fyrir sjö árum. „Ég er hluti af hinum átta. Þessum sem komust ekki inn í Leiklistarskóla íslands eftir að hafa verið í sextán manna hópnum," segir Vilhjálmur án trega. „Árið eftir að ég var í sextán manna hópnum var autt. En það merkir að það var ekki tekið inn í skólann á því ári. Svo ég dreif mig bara út og sé alls ekki eftir því. Þetta var frábær reynsla og gott að komast aðeins að heiman. Námið var líka gífurlega krefjandi og ég lærði ótrúlega mikið. Það er ótrú- legt að þurfa að læra að leika á öðru tungumáli. Það þýðir ekki bara að læra textann utan að held- ur þarf maður að kryfja hann til hlítar með hjálp orðabóka. Svo var svolítið mál að komast inn í hreim- inn. Kennararnir þarna úti voru annars duglegir við að láta mig leika Ira. Það eru oft skemmtilegir írar í þessum klassísku verkum." Var þetta ekki dýrt? „Jú. Árið kostaði sex hundruð þúsund. Lánasjóðurinn sá um helminginn og ég um restina. Það var blóðtaka og ég kom heldur ekki heim strax eftir námið. Flakkaði um allt Bretland með bamaleikhóp í nokkra mánuði en var þá vísað úr landi fyrir að vera ekki með at- vinnuleyfi. Þetta var áður en EES kom til sögunnar. Útlendingaeftir- litið fann mig þama úti og gaf mér sjö daga til að hypja mig. Síðan þá hefur maður verið að borga þessi námslán niður,“ segir Vilhjálmur og hlær. Hvaö er Sjónleikur? „Ég. Ég stofnaði Sjónleik í kring- um verkið Svartklædda konan eftir Stephen Mallart, sem er byggt á hrollvekju Susan Hill. Þetta er verk sem ég keypti réttinn á fyrir tæp- um tveimur árum og síðan þá hef ég verið að undirbúa frumsýning- una. Uppsetningin sjálf er algerlega fjármögnuð af mér, engir ríkis- styrkir." Áttu ríkan pabba? „Nei. Ég hef bara mikla trú á þessu stykki. Það hefur gengið í tíu ár í London sem er algjört met hvað dramatískt leikrit varðar, fyrir utan Músagildruna eftir Agötu Christie. Það eru um milljón manns búnir að sjá Svartklæddu konuna og ég veit að þetta verk á eftir að ganga vel í íslendinga." Vilhjálmur er sammála því sem haldið hefur verið fram um grósk- una í íslensku leikhúsi þessi miss- erin. Hann veit einnig að gróskan er ekki hjá ríkisstyrktu leikhúsun- um tveimur. Síðastliðinn vetur tóku frjálsu hóparnir, allir á litlum sem engum styrkjum, inn 140.000 áhorfendur sem er meira en Þjóð- leikhúsið getur státað sig af. Sumir þessara frjálsu leikhópa reka meira að segja leikhús sjálfir. Spennuhrollvekjan Svartklædda konan? „Já, og hún virkar. Ég sá þetta stykki með konunni minni fyrir tveimur árum í London. Við vor- um búin að fá nóg af þessum endalausu söngleikjum og ákváð- um að kíkja á dramatískt verk. Ég hafði ekki mikla trú á að þessi Svartklædda kona myndi virka. Það hefur hingað til verið erfitt að skapa hrollvekjustemningu í leik- húsi en þarna gengur það full- komlega upp. Þetta verk er ótrú- leg upplifim. Nálgun höfundarins við hryllinginn er svipuð og Hitchcock gerði í kvikmyndum. Það þarf ekki að sýna viðbjóðinn svo hryllingurinn komist til skila en það er að sjálfsögðu komið aft- an að áhorfendunum í lokin eins og í öllum góðum hryllingsverk- um.“ Á móti Vilhjálmi leikur enginn annar en Arnar Jónsson og er þetta í fyrsta skipti sem þeir félag- ar leika saman. Guðjón Sig- valdason leikstýrir verkinu og Bryndís Petra Bragadóttir kem- ur við sögu á einhvern dularfull- an hátt. Verkið og sagan í kring- um það er allt í dulúðinni. En Svartklædda konan gefur allavega fyrirheit um að enginn fari ósnertur út úr Tjarnabíói í vetur. -MT Tom Cruise 2 stórar á leiðinni 21 Ungt fólk er hálfvitar Hvað er að gerast? Leikhús .......................4 Veitingahús ...................6 Klassík........................7 Popp..........................11 Myndlist......................12 Sjónvarp...................15-18 Bíó...................... .20 Hverjir voru hvar.............22 Fókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Hildi Óttarsdóttur listdansara. 2. október 1998 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.