Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 11
Inven er bara rétt byrjuð Marilyn Manson er Ijóti kallinn í amerísku poppi og er þar í hlutverki sem Alice Cooper, Dead Kennedys, Ozzy Ozbourne og fleiri hafa farið með á undan honum. Manson er bara ýktari en þessir allir, dópar og kynsvallar meira og er ákafari trúboði satanisma. Foreldrar hans þekkj'ann sem Brian Wamer, en hann er Mari- lyn Manson fyrir öllum öðrum. Hann leiðir hljómsveit með sama nafni og stofnaði bandið í Flórída árið 1989, þá sem MarUyn Manson & The Spooky Kidz. Með þriðju plötunni, „Antichrist Superstar" (1996), sló hann rækUega í gegn og fékk ráðrúm tU að sjokkera Amer- íku með þessu hefðbundna; dópi, kynlífi og daðri við satanisma, en bara í ýktari mynd en áður hafði þekkst. Augljósar fyrirmyndir að Manson-rokkinu og útlitinu eru stífmáluð þungarokkströU eins og Kiss, Alice Cooper og Ozzy Ozbo- urne, en hann bætir við draugasjú- skútliti „goth“-banda eins og Bauhaus og Alien Sex Fiend og keyrir pakkann á yflrlýsingagleði og nokkuð fersku groddarokki. Krakkamir gera meira en að hlusta á goðið því pakkinn býður upp á fanatíska aðdáun. Alvöru Manson- aðdáendur strUa sig þvi upp í anda meistarans og sjálfur fer hann aldrei úr hiutverkinu. Síðan „Antichrist Superstar" kom út hefur Manson spilað á ótal tónleikum, skrifað ævisögu sína, þar sem hann móðgaði margan popparann með berorðum dópsög- um, og varist árásum úr öUum átt- um, bæði kærum og fjölmiðlaárás- um, enda er auðvelt fyrir ameríska lúöamennsku að gera Manson að blóraböggli. Einhvers staðar þama á miUi tókst honum að gera nýja plötu, „Mechanical Animal“, sem er aðeins léttari en fyrri verk og oft í góðum glam-fílíng, enda er nýja útlitið hjá Manson nýaldar-glam - ekki ósvipað og ef Gary Glitter hefði verið brottnuminn af geim- verum á hátindi frægarinnar og farið í vægöar- laust fitusog í flarlægri vetrar- braut. Margir rokk- gaurar hafa þvælst í bandinu frá upphafi og hafa þeir líkt og Manson heitið eftir geUum og flöldamorðingjum, t.d. Zsa Zsa Speck, Daisy Berkowitz og Ollvia Newton-Bundy. Það er þó slík þrekraun að vera í bandinu að flestir hafa gefist upp eða lent á hæli. í dag er Twiggy Ramirez helsti aðstoðarkokkur Mansons. Þeir em mestu mátar og búa sam- an í viUu í HoUywood-hæðunum. Ekki era þeir þó kærastupar því nýjasta kærasta Mansons er leik- konan Rose McGowan. Áður en hún kom tU sögunnar segist Man- son aðeins hafa kynnst þrem teg- undum af konum; draslum, klám- myndastjömum og súper-módelum. Gaman að hræra upp í fólki Hvernig fer svo Marilyn Manson aó þvi að höndla frœgöina? „Þetta verður að vera lífsstUl," segir hann. „Þú verður að lifa i þessu, ekki þykjast lifa í þessu. Ef þú ert ekki af alvöru í þessu og hefur ekki 100% trú á sjálfum þér þá er þetta ekki hægt. Við erum ekki fríksjó, setjum ekki upp grímu og eigum svo þægUegt líf í úthverfunum þar fyrir utan. Ef þú ert ekki 100% í þessu, þá býrðu bara tU skrímsli sem kemur seinna og ofsækir þig.“ Áður en Manson gerðist rokkari var hann blaðamaður og tók t.d. viðtal við Anthony Kiedis, söngv- ara Red Hot ChUi Peppers. „Hann var aUtaf algjör drallusokkur," seg- ir Manson, enn bitur. „Ég ætti eig- inlega að tUeinka honum lagið „The Dope Show“.“ Lagið er fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni; kaldhæðin úttekt á rokkheiminum. „Núna er hann slefandi utan í mér, ekkert nema bros og kossar, en ég tek ekki þátt í því. Ég gleymi því ekki að hann kom fram við mig eins og skít.“ Á tímabUi tékkaði Manson sig aUtaf inn á hótel sem Michael Stipe (söngvari R.E.M.). „Hann var aUtaf að hringja i mig,“ útskýrir Manson, „og ég ákvaö að það þyrfti aðeins að hræra upp í honum. Karl- garmurinn tekur aUt svo alvarlega. Hann þarf að slappa af. Mér fannst það fyndin hugmynd að hann þyrfti að spyija um sjálfan sig þegar hann hringdi og vUdi tala við mig. Ég hef þörf fyrir að hræra upp í fólki, þarf að láta það sjá spaugUegu hliðina og láta það hætta að taka aUt alvar- lega - sérstaklega sjálft sig.“ í Las Vegas eða í fangelsi Manson tekur ekki fyrir það að nýja kærastan hafi haft jákvæð áhrif á stefnumótun sveitarinnar. „Hún bætir við jákvæðum straum- um, einhvers konar vonarglætu," jánkar söngvarinn. Blossar þá róm- antíkin? „Onei! Þetta þýðir ekki að ég breytist í einhvem fábjána sem leiðist um verslunarkjama limdur við kerlingu, guð minn góður, nei!“ En þú hefur fundið kvenkyns afrit af sjálfum þér? „Nei, við erum ekkert lík. Hún hefur gengið í gegnum miklu verri hluti en ég, svo það hjálpar henni tU að skUja mig. í hennar augum er ég ekki alræmda afhrakið, ekki al- ræmdi furðufuglinn." Hvaó œtlar meistari Manson aö vera ameríska martröðin lengi áfram? „Ég er bara rétt byrjaður. Ég er skemmtikraftur. Ég fila ekkert bet- ur en að gefa út yfirlýsingar með framkomu minni. Sjóið mitt á eftir að verða miklu öfgafyllra - miklu öfgafyUra en þú getur ímyndað þér. Takmarkið er að staöna aldrei, aldrei að verða leiðinlegur." Hvernig sér Manson svo framtíó- ina fyrir sér? „Kannski enda ég bara sem hjartaknúsari í Las Vegas, eins og Frank Sinatra, syngjandi sætar út- gáfur af lögunum. Það væri gaman. Hins vegar gæti ég alveg eins end- að í fangelsi eða í rafmagnsstóln- um. Ég hef ekki hugmynd um það. Lífið er fuUt af óvæntum uppákom- um.“ -glh plötudómur Tíu kaffibollar Ég segi ykkur það alveg satt; þessi plata er besta íslenska platan sem ég hef heyrt síöan ég man bara ekki hvenær. Mín vegna mætti Magga Stlna fá einkaleyfi á að gera tónlist á íslandi, nei annars, ég segi bara svona. Það era troðnar slóðir að segja einhvern fara ótroðnar slóöir en það gerir Magga þó á plötunni sinni með bakpokann á bakinu. Svo við höldum áfram í myndlíkingaleik er bakpokinn út- troðinn af einhverju framefni sem enginn annar ræður yfir. Gott nafh á framefnið væri „sprikl" því þessi fyrsta sólóplata stelpunnar spriklar einhvem veginn af manískri kæti og geislandi nýjabrumi. Eftir Risaeðluna fór Magga í tón- listarlegt svelti. Á „An album" sleppur hún úr sveltinu og stekkur um tún eins og kálfur á vori (ekki og gufubað dirfast þó að halda að ég sé að líkja henni við belju). Það er ekki hægt að hlusta á þessa plötu annað en brosandi og lemjandi tánum við gólfið, hún jafnast á við 10 kaffi- bolfa og gufúbað á eftir. Magga samdi lögin á einhverja vasatölvu og fór svo og talaði við vini sína, Valgeir Sigurðsson, Pétur og Jó- hann Lhooq-kumpána og Graham Massey úr 808 State. Hún flakkaði milli hljóðvera og kom mynd á verkið. Þrátt fyrir þessi vinnubrögð er heildarmyndin sterk. Platan er Magga Stína út í gegn.. Ég er ekki með þjóðrembu þegar ég segi að Graham Massey-lögin komi illa út í samanburðinum. Hann gerir rammann utan um plöt- una með Möggu, lögin „In“ og „Out“, sem era mögnuö, en hin tvö, „Flights“ og „Heartbomb", eru Magga Stú veiki partur plötunnar. Þar vantar sprikl-frumefnið áþreifanlega þó þetta séu ágætis lög. Það er ekki hægt að sefla Möggu í bás, til þess er tónlistin of sérstök. Hljómurinn er nýmóðins, allar nýj- ustu græjumar notaðar, en músík- in er þó engin sýnishomaleikur af nýjustu sándunum eins og oft vill brenna við. AUs konar lífrænum hljóðfærum er dembt óvænt inn og yfir öllu svífur svo hin sérstaka og frábæra söngrödd Möggu Stínu. Stundum glittir í áhrif frá teikni- myndaþungarokki Hams og flöl- ærri bíótónlist Ennios Morri- cones, og sé stækkunarglerinu beitt má segja að „Naturally" sé dá- lítið Bjarkar-legt og byrjunin í „Bikers-Relations" minni á til- raunagrúppuna The Residents. En þetta er smásmugulegt því það er -AnAlbum: ★★★★ „Tónlistin á þessari plötu er næstum því yfirþyrmandi æðisleg bara ein Magga Stína og tónlistin á þessari plötu er næstum því yfir- þyrmandi æðisleg. Þú hefur ekkert með eyrun á þér að gera ef þessi plata fer ekki beinustu leið i geisla- spilarann þinn. Gunnar Hjálmarsson popp Síödeglstónlelkar Hlns hússlns í dag kl. 17. Sigurvegarar I Músíktilraunum Tónabæjar 1998, Stæner, rokkar meö nýjum mönnum innanborös. Þeir sem hafa áhuga á aö koma fram á síödegistónleikum eru beönir um aö hafa samband viö Ingva i menningardeild Hins hússins. Söngsveitin „ABBA“ stendur fyrir heljarinnar skemmtun á Broadway alla helgina. Gunnl Þóröar sér um að „Money, money" og öll þau lög séu spiluð. Á laugardagskvöld er lokahóf KSÍ með þríréttuðum matseöli og vonandi engum slagsmálum. Hljómsveitin Skítamórall poppast til kl. 3 bæöi kvöldin. Á laugardagskvöldiö mun Jóhanna Þórhalls söngkona laða gesti Kaffllelkhússlns fram á dansgólfið ásamt glænýrri og spennandi hljómsveit, SIX-PACK UTINO. Boðið verður upp á Ijúffengan suörænan kvöldverö, tón- leika og dansleik sem stendur til kl. 2 um nóttina. Hálft í hvoru leikur á Kaffl Reykjavík á föstu- dags- og laugardagskvöld. Blindu bræöurnir og félagar úr eyjum ! góöum g!r. Stórsveitin Slxtles tryllir gesti og gangandi á Café Amsterdam alla helgina. Catalína, Hamraborg 11, Kópavogi. Arl Jóns- son og Úlfar Slgmarsson slá taktinn og syngja föstudags- og laugardagskvöld. Naustlö. Öm Árnason leikari fer meö gaman- mál og slöng! nýjum sal, Galdraloftlnu á efstu hæö, í kvöld og annaö kvöld. Naustkjallarinn. Skugga-Baldur sér um helg- arstuöiö en á fimmtudagskvöld veröur línu- dans. Vegamót. DJ Margelr spilar funk, samba og margt fleira alla helgina. Fyndnasti maður íslands, Svelnn Waage, skemmtir á Wunderbar, sunnudagskvöld. Sveinn stígur á sviöið kl. 11 og verður aö eitt- hvaö fram eftir. Spotlight, Gay Club. Frítt inn til tólf. DJ Þórlr sér um dansveisluna alla helgina. Höröur Torfa meö tónleika ! Norræna húslnu laugardagskvöld kl. 21. Þaö kostar þúsund- kall inn og öruggt aö enginn veröur svikinn af Heröi Torfa. Sir Ollver. Dan Cassldy og Ken Hennlngham sjá um stemningu kvöldsins en annaö kvöld leikur Ken einn. Á sunnudagskvöld veröa Bltl- amlr með alla gömlu góöu slagarana. Hiö frábæra band Svensen og Hallfunkel halda uppi stuðinu á Gullöldlnnl um helgina. Stuöiö klikkar ekki á Gullöldinni. Næturgallnn. Kántrígrúppan Léttlr sprettlr sér um sveitafjöriö í kvöld og annaö kvöld. En á sunnudaginn leikur hljómsveit Hjördísar Gelrs nýju og gömlu dansana. Krlnglukráln. Hljómsveitin SÍN sér um lætin ! aöalstofunni alla helgina. í Leikstofunni sunnudagskvöld leikur Vlðar Jónsson. Hótel Saga, Mímlsbar. í kvöld og annað kvöld sjá gleöigjafarnir André Bachmann og Kjartan um aö leika valda tónlist fyrir gesti. Grand Hotel. Gunnar Páll leikur og syngur lagaperlur fyrir gesti hótelsins alla helgina. Gaukur á Stöng. Gleöi- og rokksveitin D-7 frá Vestmannaeyjum spilar í kvöld og annað kvöld. Á sunnudagskvöldið er þaö svo dægurpönk- hljómsveitin Húfa sem sér um aö derra sig. Rúnar Þór og hljómsveit spila á Rauöa IJónlnu alla helgina. Fógetinn. Blál flöringurlnn spilar tónlist ár- anna i kringum 1970 ! kvöld og annaö kvöld. Fjaran. Jón Möller leikur rómantíska píanótón- list fyrir matargesti ásamt syngjandi gengiF beinum alla helgina. Þjóölelkhúskjallarlnn. Stjórnin meö Bylgjuball ! kvöld og annaö kvöld leika hljómsveitirnar Sðldögg og Á mótl sól. Feltl dvergurlnn. Hljómsveitin Tvennlr tímar sér um stuð helgarinnar. Café Romance. Píanóleikarinn og söngvarinn Llz Gammon skemmtir alla helgina og alla næstu viku. Jafnframt mun Liz sinna matar- gestum Café óperu fram eftir kvöldi. Ásgaröur, Glæsibæ. 1 kvöld veröur dansaö og mun hljómsveit Blrgls Gunnlaugssonar leika fýrirdansi. Húsiö opnað klukkan níu ogverður dansaö til eitt. Á sunnudagskvöld leikur Caprl frá átta til ellefu. Allir velkomnir. Álafoss föt bezt. Tónlistardagskráin Creedence Clearwater Revlval verður endur- tekin um helgina. Þaö eru þeir Glldrumenn sem sjá um aö spila og leika öll lögin ásamt fyrrum bassaleikara Mezzoforte, Jóhannl Ás- mundssynl. Sveitin Hljómsveitin Grelfarnlr spilar! síöasta skipti á þessari öld og leggur upp í s!na slöustu ferö um landiö nú um helgina. I kvöld verður hún á heimavelli! ídölum og annaö kvöld skellir hún sér austur og leikur af fingrum fram í Vala- skjálf á Egilsstööum. Gdd-vltlnn, Akureyri. Dansleikur meö Dans- bandl Frlöjóns frá Egilsstööum bæöi kvöldin. Sauðárkrókur. I kvöld veröur hljómsveitin Land & synlr á Hótel Mælifelli og leikur fyrir dansi. Annaö kvöld heldur bandiö svo til Kefla- víkur á hinn sívinsæla staö Skothúsið. 1 meira át | www.visir.is 2. október 1998 f ÓkUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.