Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 22
Taktu slátur. Þa& þykir ekki lummulegt lengur. Þetta er bæ&l menningarlegt og töff. Eftir að Gu&bergur minntist á munstrið innan í vömbunum I endurminningum sínum þá er þessi athöfn orðin bókmenntaleg að auki. Guðbergi þótti náttúran ótrúlega gjöful a& hafa fyrir því að koma tíglamunstri fyrir inni í vömb rollunnar. Svo er sláturtaka svo heilsu- samleg fyrir líkama og sál. Það er visst nostur við þetta sem róar taugarnar og styrkir. Fólk sem tekur slátur er heilsteyþtara. Þetta er agaö og reynsluríkt fólk sem kippir sér ekki uþþ viö allt blóðið og þennan fituga mör. Það tekur öllu með stóískri ró og er betur undir áföll lífsins búið. Ef ungt fólk tekur slátur áður en þaö eignast börn fær það ekki algjört taugaáfall þegar þaö endar inni á fæ&ingar- deild og upplifir fæðingu á frumburðinum. Því mun bara finnast það hafa séð þetta áður. Og þeir sem þegar hafa eignast börn geta hlýjað sér við minningarnar sem sláturtakan vekur. Slátur er öfug fæðing. Andstæöa vorsins og ekki til neitt fegurra nema þá helst voriö sjálft. Það er fáránlegt að drepa slg eins og staðan er í dag. Þetta er soldið í tísku úti á landi enn þá en vonandi fara þeir að hætta þessari vlt- leysu. Það er bara ekkert hægt að græða á sjálfsmorði lengur. Þetta var kannski ágæt- lega svalt þegar ungt fólk var ofsalega at- vinnulaust, kúgað og étandi E-töflur alla daga. En nú er ecstacy úr fókus og sjálfsmorðin fylgja i kjölfariö. Þaö eina sem veröur um fólk sem dreþur sig, fyrir utan að þaö drepst, er að það fær fáeinar minningargreinar í Moggann. Og þeir sem lesa þær eru aðallega þeir sem skrifuöu þær nema þá þeir fáu pervertar sem líta á minningargreinar sem eins konar kross- gátur. Þetta er fólkið sem rýnir I textann tímunum saman til að fá úr því skorið hvernlg þú draþst þig. Svo þetta borgar slg ekkl. Nú er rétti tíminn til að lifa þessu lífi, vinna, fá út- borgað, hitta fólk, hanga I bíó eða heimsækja fjarskylda ættingja. Það er betra að stytta sér stundlr en aldur. Sjö ólíkir einstaklingar á aldrinum 21-27 ára eru að undirbúa útsendingar á Kolkrabb- anum sem verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins alla virka daga frá hálf átta til átta: ■ Morðingjar sauðaþjófar Árni Sveinsson, 22 ára, myndbandageröarmaöur íslands númer eitt. „Viö erum allavega ekki búin en reynum aö vera eins fljót og við getum,“ er öskrað innan úr kontór innst í einhverju sem helst lítur út fyrir að vera geymsluhús- næði. En innan um gamla Pana- sonic NV 850-klippivél, hillu með límmiða þar sem nýtt símanúmer RÚV byrjar á sex, gömul handrit af Spaugstofunni og ótrúlegustu videóspólur eru skrifborð. Á þess- um skrifborðum sitja sjö yngstu sjónvarpsstjömur morgundagsins og undirbúa sig. Hersingin ryðst fram og sest við skrifborðin eða klippitölvur. Kynna sig, takk? „Kjartan Bjami Björgvinsson. Oft kallaður blóðhundur. Var blaðamaður á DV og fékk viður- nefnið þar. Svo er ég lögfræðinemi og það gerir mig að enn þá meiri blóðhundi." Og hefur þú sérsvið, eöa? „Nei, það hetúr enginn sérsvið sem slíkt nema þá bara það sér- svið sem hinir hafa ekki.“ „Það mega allir fialla um það sem þeir vilja," segir Eirún og þrætir við Kjartan um eitthvert innslag sem er á gráa svæðinu. „Ég er annars myndlistarmaður," bætir Eirún við. „Er í Gjöminga- klúbbnum, The Icelandic Love Corporation. Var síöan í fram- haldsnámi í Berlín til tveggja ára.“ Náungi með sítt rautt hár, gler- augu og tjúguskegg segist heita Ámi Sveinsson. „Ég er kominn af morðingjum og sauðaþjófum." „Og að vera sauðaþjófur er verra,“ fullyrðir Kjartan lögfræði- nemi. „Ég gerði einu sinni mynd- band,“ heldur Ámi áfram. „Svo gerði ég annað myndband og aftur annað og annað. Ég hef aðallega verið í því að gera myndbönd fyr- ir hljómsveitir." „Og ég heiti Margrét Sigurðar- dóttir og er söngkona. Hef verið í Tónlistarskólanum og svo var ég í Vín. Var líka í hljómsveitunum Yrju og Blush.“ Eruö þiö ekki bara aö herma eft- ir þeim þáttum sem fyrir eru? Hver er Vala Matt Kolkrabbans? „Ég pant vera Vala Matt,“ segir Hrönn, systir Áma. Hrönn er stúdent frá MR sem dvaldi í London í vetur sem leið. Þar vann hún hjá útgáfufyrirtæki Kung Fu- mynda og DC-Recordings ásamt því að gefa út plötuna Disco Air- lines með tónlistarmanninum Depht Charge. „Mér fannst vanta Fjalar Sig- urðarson og því er ég héma, sem hann þá,“ segir Ámi alvarlega. „Þór Bæring Ólafsson, fyrrum láti sjá sig. Það væri gaman að halda nikkukeppni við tækifæri." „Fyrst datt okkur að vísu í hug að hafa resident-skemmtara en höfðum ekki „budget" í það,“ seg- ir Hrönn og hlær. „Megum við auglýsa eftir fólki hjá þér?“ spyr Ámi. Nei, bless! -MT Kjartan Bjarni Björgvinsson, 22 ára, blaöamaöur og lögfræðinemi. útvarpsmaður, að prófa sjónvarp- ið. Byrjaði á rás eitt þegar ég var tólf ára en var á FM frá '91. Þar var ég með morgunþáttinn og íþróttafréttamaður á stöðinni. Verð einmitt með íþróttir svolítið í Kolkrabbanum." Þór Bæring er miklu stærri en Valtýr Bjöm og ekki með augabrúnir í líkingu við Bjama Fel. „Já, og ég heiti Darri Gunnars- son og hef ekkert sérstakt sérsvið. Hef verið að vinna við gerð aug- lýsinga hjá Hvíta tjaldinu-Niflung- um. Áður dvaldi ég í tæpt ár í Danmörku og var þar í The European Film College." Nú er þetta frekar ólíkur hóp- ur, gengur eitthvaö aö vinna saman? „Jú, jú. Við elskum hvert annað,“ segir Margrét. „Sérstaklega i gær,“ fliss- ar Hrönn og hristir höfuðið þegar Kjartan segir að þe“" sé eins og í skátunum í gamla daga. „Þetta er sam- vinna sem geng ur upp,“ segir Darri. „Verk- efnin skiptast jafnt niður á alla og því lit- ið um árekstra.“ Mun Kol- krabbinn fjalla aö megninu til um ungt fólk? „Nei,“ segir Ámi hugsi. „Ungt fólk er hálfvitar og við munum því leita til þeirra sem eldri og vitrari era. Eldra fólk hefur svo mikla reynslu sem þarf að miðla.“ Kjartan samþykkir það. „Þetta er fólk sem man tímana tvenna." „Kann að prjóna og svona,“ heldur Ámi áfram. Veröur svona sér stúdíó meö sviösmynd og öllu? „Já, snyrtilegt og flott sett,“ segir Hrönn. En hljómsveit? Það em allir horfnir af skrifstofunni nema systk- inin Ámi og Hrönn. Árni svarar því til að það verði lúðrasveit. „Hér með auglýsi ég eftir lúðrasveitum. Við viljum hafa þær allar og ekki er verra þótt einhverjir harmoníkuspilarar Sigurðardóttir, 25 ára, söngkona. Lærði í Tónlistarskólanum og í Vínarborg. Elrún Sigurðardóttir, 27 ára, myndlistarrnaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum. Hrönn Sveinsdóttir, 21 árs, tónlistarmaður og Kung Fu-markaös- drottning. Þór Bæring Ólafsson, 24 ára, dagskárgerðarmaður og íþróttafréttamaður á FM 957. Darri Gunnarsson, 23 ára, kvikmynda- og auglýs- Ingagerðarmaður. hverjir voru hvar Á síöasta föstudagskvöld stððu Eskimo mod- els fyrir fagnaði á Astró. Þar mátti sjá fjall- myndarlegar fyrirsætur úti um allt, meöal ann- ars Halldór, Oddgelr og Bárö. Þarna létu líka sjá sig menn eins og gæjarnir af Mættinum og dýr&inni, Stefán, Kalli, Krlstján, Jóhann og fleiri af Innn gaurunum sem hönnuðu vefsíðu fyrir fyrirsætuskrifstofuna. Svo mætti Llnda í GK, Golli Ijósmyndari og Svennl á Mirabelle lét sjá sig undir lokin. Kvöldið eftir var I heilsusam- legra lagi. Ágústa Johnson og Jónína Ben sýndu sig og sáu a&ra. Sólvelg Lilja, brrrv.ungfrú ísland, var mætt, Þór- dís handboltadrottning, Jón Kárl á leiðum og Svavar klippari var á staðnum sömuleiðis. Á Kaffi Thomsen var regluieg Thomsen-stemn- ing á laugardagskvöldið (en ekki hvað?). Ofur- snúðarnir Margeir og Andrés spiluðu en í básn- um voru Aggi og Isi ásamt Benna Gísla verðbréfa- sénli og BJarka á Hard Rock. Þar voru einnig Ingv- ar Þóröarson, Sóley Scratz, Biggl Blx, Palll Stelnars plötuútgef- andi og ofurparið Sveinn Spelght tískugúrú og Hlldur ofurbeib. var heimilisleg stemning á ( Kaffibarnum á föstu- ( dagskvöld. BJörn Jör- undur sat I góðu yfir-1 læti með mömmu sinni og pabba. Herra Örlyg- ur þeytti heimilislegar sklfur fyrir fjölskylduna og allt fór vel fram. Á 22 hélt Öm Valdlmarsson á Viðskiptablaðinu upp á þrítugsafmælið sitt. Þar samglöddust honum Óll BJöm Kárason, ritstjóri VB, Áml Oddur Þór&arson verðbré- fagutti hjá Búnaðarbankanum, Kjart- an Magnússon, blaðamaður og vara- borgarfulltrúi, séra Sigurður Grétar Helga- son, prestur á Seltjarnarnesi, Axel Hall, hag- fræðingur og kennari viö HÍ, og margir fleiri. Einnig sást I Ingjald Hannlbalsson og Hafllða P. Gíslason frá Hl. Föstudagskvöldið á Kaffibrennslunni var ágætt. Þar sást I Gunnar Narfa Gunnars- son, handboltakappa úr FH og laganema, Benedikt Tómasson, fjallgöngugarp og skáta, og Óttó Karl, laganema og KR-ing. Kvöldið eftir voru á Brennslunni FH-félagarnir HJörtur Hinrlksson hægrihornamaður, Óskar vinur hans og hinn smekklegi og dagfarsprúði Guðjón Óskar. Þar var líka Arnar Pétursson Stjörnumaður, Ágústa Hrund Steinarsdóttlr Olísgella og margt fleira góðra manna og kvenna. A Sólon þetta sama kvöid sat Helen María Ólafsdóttir, nýskipaður framkvæmdastjóri tölvuátaks HÍ, Soff- ía Krlstín Þórðardóttlr, læknanemi og SUS-ari, og Hjálpmennirnir Davíö, Þór&ur og Þórlindur. Þar var líka forsetadóttirin Svanhild- ur Dalla Ólafsdóttlr, Árnl Rnnsson heimspek- ingur, Ásdís Magnúsdóttlr, forma&ur Stúd- entaráðs og Casino-kærastinn hennar, hann Au&unn. Nóttina eftir mætti þorri þeirra sem voru I Frelsiskvöldverði SUS fyrr um kvöldið, Ingvl Hrafn Óskarsson, formaður Heimdallar, Helen, Soffía, Torfl og fleira gott fólk. Þar sást líka I Nönnu Krlstínu Jóhannsdóttur söng- nema og Dóra rokk ásamt kærustunni. Skuggabarinn var troðinn alla helgina eins og vanalega. Á föstudagskvöldinu leit Elly (fyrrum Q4U söngkona) inn. Pálml Gestsson leikari og Spaugstofu- goö, Stöövar 2 drottningin Svavar Öm var á fullu og staffið hjá Saga Rlm var é~ (Cy tNœa/ þí ður Debl meira a. www.visir.is þarna ásamt erlendu tökuliði. Debby Bliden vaxtarræktarkona var með sínum heittelskaða Braga út Betrunarhús- inu, og Maggi Magg, aðalmixer FM957. Afmælisbarn laugardagskvöldsins var Örn Gar&arsson, fyrirliöí Islenska kokkalandsliðs- ins. OZ-gengiö fagnaði nýja samningnum og voru allir I kjólfötum. Þar I fararbroddi voru að sjálfsögöu Gu&jón, Skúli Mog og Eyþór Am- alds. Svo sást I hann Hannes, framkvæmda- stjóra Islenskrar erfðagreiningar, Svölu fv. Fjöln- is og fv. ungfrú ísland, Áslaugu Páls fréttamann og Jón Kári I Fiugleiðum var umvafinn glæsikon- um. Þarna voru llka margir knattspyrnuprinsar að sletta úr klaufunum, m.a. Gummi Ben, Andri hustler, Gulli markavarnakóngur, Einar Þór, Atll Eðvalds, Logl Ólafs, þjálfari ÍA, Tómas Ingl, VIIIi Þór og hin- ir Þróttararnir, Kristján Brooks, Hinrik Brynjólfs og sagan hermir að allir hafi elskað alla. 22 f Ó k U S 2. október 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.