Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 10
Einhvern tímann heföi verið harla ólíklegt aö konungur stofu- poppsins, Burt Bacharach, og ný- bylgjupopphundurinn Elvis Costello ættu eftir að vinna sam- an. Þetta sérkennilega par sendi þó nýlega frá sér plötuna Painted from Memory með tólf lögum sem þeir sömdu saman á tveggja ára tímabili. Elvis syngur á plötunni en Burt stjórnar 24 manna strengjasveit og leikur á flygilinn. Nú ætlar tvíeykið „on ðe ród“ og spilar í stærstu borgum Bandaríkj- anna í október. Einnig er væntan- leg plata og myndband frá tónleik- um sem haldnir voru í apríl þegar mörg stórstirnin heiðruðu Burt gamla. Þar komu m.a. fram All Saints, Chrissie Hynde og svo auð- vitað Dionne Warwick sem söng öll frægustu lög meistarans í denn. Stórsnillingurinn Jarvis Cocker mun leikstýra stuttmynd á næstunni. Myndin verður hluti af stutt- mynda-safninu „Tube tales“ sem allar fjalla inn sannar sögur úr neðanjarðarlestakerfi Lvmdúna- borgar. Fólk mátti senda sögur til tímaritsins Time Out og voru 10 sögur valdar úr til að gera stutt- myndir eftir. Auk Jarvis fá m.a. leikarinn Ewan McGregor (Trainspotting) og Gilles MacKinnon úr bítlasveitinni Small Faces að spreyta sig. Það er gamall draumur Jarvisar að gera kvikmynd og stóð á tímabili til að hann gerði eina mynd í Acid House- tríólógíunni, en á endanum leikstýrði Paul McGuigan þeim öllum. Jarvis túrar nú um Ástralíu með félög- um sínum í Pulp en tekur að sér leikstjórnina í nóv- ember. Tube tales verðm- frumsýnd á Sky næsta vor. NR. 292 vikuna 1.10-8.10. 1998 1 5 IFY0UT0LERATETHIS ... . .MANIC STREET PREACHERS 1 2 2 5 SUBSTITUTE FOR L0VE .... MAD0NNA 4 4 3 5 WALKING AFTERY0U .... F00 FIGHTERS 2 8 4 4 WHATS IT LIKE EVERLAST 11 12 5 4 0NEWEEK BARENAKED UDIES 5 14 6 14 1 D0NTWANTT0 MISS ATHING AER0SMITH 3 1 7 9 1 BEL0NG T0 Y0U LENNY KRAVITZ 7 3 8 3 B00TIE CALL ALL SAINTS 8 24 9 3 BURNING BABY BUMPS 10 22 10 3 D00 W0P (THATTHING) ... LAURYN HILL 13 13 11 8 SÍLIK0KN SKÍTAMÓRALL 6 6 12 1 WATER VERVE .. .MARK VAN DALE WITH ENRIC0 1 H V T T 1 13 9 AN0THER 0NE BITES THE DUST . ... .QUEEN /WYCLEF FEAT... 12 5 14 3 FLAGP0LE SITTA HARVEY DANGER 34 40 15 8 TIME AFTER TIME IN0J 9 7 16 4 MILLENNIUM R0BBIE WILLIAMS 17 18 17 4 WHATCAN 1 D0 C0RRS 20 21 18 5 N0 MATTER WHAT B0YZ0NE 15 19 19 6 PURE M0RNING PLACEB0 27 29 20 2 TEARDR0P (FLAVA MIX) ... L0VESTATI0N 21 - 21 4 EVERYBODY GET UP FIVE 22 25 22 6 ENJ0YTHE SILENCE FAILURE 16 9 23 2 NEEDIN’U . .DAVID M0RALES FEATTHE FACE 28 - 24 4 LASTTHING 0NMYMIND .. STEPS 25 33 25 5 LUV ME, LUV ME SHAGGY & JANET 14 10 26 11 0RGINAL ... .SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 18 20 27 3 FALLING IN LOVE AGAIN .. EAGLE EYE CHERRY 32 35 28 3 ALLTHE WR0NG PE0PLE . SELMA 33 38 29 2 THE FIRSTNIGHT M0NICA 35 - 30 11 1NTERG ALACTIC BEASTIE B0YS 19 11 31 1 HÚSMÆÐRAGARÐURINN .. NÝDÖNSK ItnTT 32 6 NEW KIND 0F MEDICINE . ULTRA NATE 24 28 33 2 1 WILLWAIT .H00TIE AND THE BL0WFISH 39 - 34 2 MYSTERIOUS TIMES . ..SASH FEATTINA C0USINS 37 - 35 3 I'LL NEVER BREAK Y0UR HEART . BACKSTREET B0YS 29 31 36 1 CELEBRITY SKIN H0LE 1 H V T T 37 2 FINALLY F0UND H0NEYZ 40 _ 38 1 G0DISADJ FAITHLESS IHlltl 39 9 VIVA F0REVER SPICE GIRLS 26 17 40 1 SPECIAL GARBAGE ■ ll vtt Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 íslenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára. aF ðHu landinu. Einnlg getur Fólk hringt í síma 550 0044 og tekið þátt f vali listans. Islenski llstinn er frumfluttur á fimmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og ér birtur á hverjum Föstudegi í DV. Ustinn er Jafnframt endurfluttur á Bylgjunnl á hverjum laugardegi kl. 16.00. Ustinn er birtur, aö hluta, f textavarpi hfTV sjdnvarps- stöövarinnar. íslenski listinn tekur þátt f vali „World Chart“ sem Framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrdpulistann sem birtur er f tönlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandaríska tdnlistarblaðinu BlHboard. Yflrumsjón meS skoSarwkftnnun: HaTldóra Hauksdóttir - Framkvarmd könnunar. MarkaSsdflld DV - Tölvuvinnsla: D6d6 Handrit, helmlldaröflun og yflrurmj6n me8 framleiSslu: ívar GuSmundsson - Taknlstjórn og framleiSsla: Forsteinn Xsgeirsson og Frálnn Steinsson Útsenéngastjóm: Asgeir Kolbelnsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar PáH Ólafsson - Kynnir f útvarpi: ívar GuSmundsson Söngkonan og rokkskáldið PJ Harvey er búin að klára plötu, þá fyrstu sem hún er virkilega ánægð með: Smeyk yið að vera of ánægð Það eru frekar miklar rokkfrétt- ir áð PJ Harvey sé búin að gefa út nýja plötu. Sú heitir Is This des- ire?, er tólf laga og frnimta plata söngkonunnar og rokkskáldsins. Polly Harvey þykir vera flestum rokkkonum fremri, t.d. segir Courtney Love að hún sé sú eina sem fái hana til að langa til að pakka niður og hætta. Nýja platan er róleg og svöl, til- valin á morgnana eða til að slappa af við. Einvala-aðstoðarmenn leggja henni lið: Eric Drew Feldm- an, sem spilaði með Pixies og hef- ur einnig aðstoðað Captain Beefhe- art; John Parish, sá sem hún vann með að síðustu plötu; Joe Gore, sem hefur spilað mikið með Tom Waits; Mick Harvey, besti félagi Nicks Cave, og Rob Ellis sem spil- aði með henni á árum áður. í byrjun stóð PJ Harvey fyrir tríó sem Polly leiddi. Það eru sex ár síðan fyrsta platan kom út, hin mergjaða Dry. Ári síðar kom Rid of Me sem flestir popppennar áttu ekki orð yfir af hrifningu. Eftir kynningartúr fyrir þá plötu ákvað Polly að gerast einyrki, rak aðstoð- armennina og gaf út sólóplötuna 4- track Demos '93 og svo To Bring You My Love árið 1995. Sú varð metsöluplata, Polly túraði með U2 og tók út sinn skammt af rokklíf- eminu. Það hefur ekki farið mikið fyrir henni síðustu árin. Hún hefur komið fram á plötum með Nick Cave, Tricky og gerði plötuna Dance Hcdl at Louse Point með John Parish, þar sem hún sá um textagerð og söng. Að auki leikur hún Maríu Magdalenu i nýjustu mynd Hals Hartleys, The Book of Life, og hefur sýnt eigin skúlptúra og ljósmyndir. Hún hefur skánað af rokksukkinu og segist glaðari og jákvæöari í dag en hún hefur nokkurn tímann verið. Einni viku eftir að nýja platan var tilbúin var hún spurð að því hvemig henni fyndist verkið. „Þegar þú lýkur við plötu ferðu í gegnum mörg þrep af alls konar til- finningum. Ég er enn mjög ánægð með plötuna. Það er reyndar alveg ný tilflnning fyrir mig því ég held ég hafi aldrei klárað plötu og verið fyllilega ánægð. Svo núna er ég dá- lítið smeyk við að vera of ánægð. Guð minn góður, er þetta vondur fyrirboði, hugsa ég. En svo fjar- lægist maður verkið og sleppir því síðan alveg frá sér. Ég held að ef maður heldur of lengi í eitthvað þá fari maður að ofvernda það. Ég byrjaði að semja lög á plötuna í mars 1996 og kláraði þá vinnu það ár. Ég setti efnið í salt en kom svo að því seinna. í plötuferlinu er ég hræddust við allt það sem snýr að því að selja plötuna. Ég á t.d. mjög erfitt með öll viðtölin, þau eru mér ekki náttúrleg. Og svo mál eins og að gera video, gera myndasessjón, velja lög á B-hliðar. Ég er skít- hrædd við bisnesshliðina á því að vera í skapandi starfi." Vonum að PJ Harvey ráði við þetta og hlaupi ekki i felur í kofa uppi í sveit. -glh mf&Z: plötudómur Lftið húllumhæ kríngum Oasis Það var ekkert lítið húll- umhæið í kringum síðustu plötu Oasis, Be here now. Nú á að fara 'að gefa út plötuna The Masterplan - the other side of Oasis, með lögmn sem hafa ver- ið B-hliðar á smáskífum, og á að gefa plötuna út við lágmarksfjölmiðla- fár. Noel Gallagher vill að platan verði seld á lækk- uðu verði, enda um gam- alt efni í nýjum pakkn- ingum að ræða. Lítið hefur heyrst af Oasis-bræðrun- um, nema hvað Liam ræfillinn henti Patsy, konunni sinni, út á götu um daginn eftir að hafa komið seint heim eftir sukk með strákunum. „Ég er enn að vona að hann verði fullorðinn,“ sagði Patsy. Annars var merkilega lítið fjallað um málið af breskum íjölniiðlum, miðað við það sem á undan er gengið, enda kannski flestir orðnir leiðir á að velta sér upp úr bræðrunum með augnabrýrnar. X-ecutioners - X-ecutioners: ★★★"< Út úr brjálað skratz X-ecutioners er sérkennileg hljómsveit því allir meðlimir hennar eru plötusnúðar. Þetta eru þeir Mista Sinista, Rob Swift, Total Eclips og Roc Raida. Þessir menn eru frekar lít- ið þekktir hér á íslandi að Roc Raida frátöldum en hann vann DMC-heimsmeistarakeppnina árið 1995. Þessi samsetning hljómsveitar- innar setur mjög sérstakan svip á tónlist þeirra. Það er mjög lítið rappað í lögunum á þessum diski, aðaláherslan er lögð á snilli plötu- snúðanna í því að skratza og búa til takta. Það verður að segjast eins og er að það er kærkomin til- breyting að heyra meira frá plötu- snúðunum því eins og þeir segja sjálfir á disknum þá falla þeir oft í skuggann af röppurunum og producerunum. Plötusnúðarnir eru jú alltaf heima að æfa sig og finna upp nýja skratza og þar af leiðandi slappir í að stunda sam- kvæmislífið. Lögin á plötunni eru flest þannig að þeir félagar, einn eða fleiri, búa til frekar einfaldan takt og bassalínu, oftar en ekki live með plötuspilurunum, en síðan gjörsamlega tapa þeir sér í ein- hverju út úr brjáluðu skratzi. Einnig fylgja öllu rólegri lög með, bæði með rappi og án. Það verður að segjast að böðl- um krossfadersins hefur tekist vel til. Þetta er einkar skemmti- legur diskur sem enginn sannur hiphop-aðdáandi ætti að láta fram hjá sér fara. Guðmundur Halldór Guðmundsson „Þeir félagar, einn eða fleiri, búa til frekar einfaldan takt og bassalínu, oftar en ekki live með plötuspilurunum, en síðan gjörsamlega tapa þeir sér í einhverju út úr brjáluðu skratzi f Ó k U S 2. október 1998 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.