Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 21
Frumsýning í dag: Svartur Eddie Murphy ásamt nokkrum mótleikurum. í dag verður frumsýnd í Regnbog- anum, Laugarásbíói og Sambíóun- um, Álfabakka, nýjasta kvikmynd Eddie Murphys, Dr. Doolittle, og er þetta í annað sinn sem þessi fræga bamasaga, sem á íslensku heitir Dagfinnur dýralæknir, er kvikmynduð. Árið 1967 var gerð dýr og íburðarmikil kvikmynd eftir sögunni þar sem Rex Harrison lék lækninn skemmtilega. í þeirri mynd var lögð áhersla á hið góða í sögunni og hafði myndin ákaflega fallegt og ljúft yfirbragð auk þess sem sykursæt sönglög krydduðu myndina. í amerísku útgáfunni er öll áherslan lögð á grínið eins og vænta má frá Eddie Murphy. Það verður að segjast eins og er að Rex Harrison passar nú betur við sögupersónuna eins og hún kemur frá höfundinum Hugh Loft- ing en Eddie Murphy sem ekki er aðeins er svartur heldur einnig orð- lagður orðhákur sem hingað tU hef- ur ekki kallað allt ömmu sína í þeim efnum. Það var framleiðandinn John Davis sem hafði lengi gengið með þá hugmynd að færa Dagfmn dýra- lækni inn í nútímann og var búinn að að vera með það á hreinu hvem- ig hann ætlaði að gera myndina en gat ekki komið sér niður á leikara fyrr en hann sá The Nutty Profess- or. Þá fékk hann þá villtu hug- mynd, eins og hann segir sjálfur, að kanna hvort Eddie Murphy væri fá- anlegur til leika dýralækninn. Eins og við var að búast var þetta nógu fáránleg hugmynd til aö honum lík- aði hún og sló til. Þegar búið var að tryggja að Eddie Murphy færir með titilhlutverkið streymdu peningarn- ir að og gat John Davis hafíð gerð myndarinnar sem hefur fært hon- um milljónir því Dr. Doolittle er ein vinsælasta kvikmynd sumarsins í Bandaríkjunum og hefur fært Twentieth Century Fox rúmar 140 milljónir dollara í kassann. Helstu mótleikarar Eddie Murp- hys í Dr. Doolittle eru Ossie Davis, sem leikur föður hans, Archer og Oliver Platt, sem leikur Dr. Mark Weller sem er dýralæknir eins og Dagfinnur. Leikstjóri er Betty Thomas. Hún hefur getið sér ágætt orð fyrir gamanmyndir. Ber þar hæst The Brady Bunch Movie þar sem henni tókst- á skemmtilegan máta að lífga við, að því er virtist, fyrir fram steindauða sjónvarpseríu um fjölskyldu sem vægast sagt var á skjön við hina hefðbundnu vísi- tölufjölskyldu og Private Parts, þar sem einn þekktasti og umdeildasti útvarpsmaðurinn vestanhafs, Howard Stern, lék sjálfan sig. Þá fékk hún viðurkenningu fyrir heim- ildamynd sína The Late Shift, sem fjallaði um stríðið á milli Jay Leno og David Letterman þegar þeir báðir sóttust eftir að taka við af Johnny Carson, sem stjómendur The Tonight Show. Betty Thomas er fyrrum leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem lögreglukon- an Lucy Bates, í Hill Street Blues. -HK tórar með ~tem á næsta ári Ljóst er að engin kvikmynd með Tom Cruise verður frumsýnd á þessu ári og er ástæðan hinn langi tökutími á Eyes Wide Shut, sem Stanley Kubrick leikstýrir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan síðasta kvikmyndin sem Tom Cruise lék í, Jerry Maguire, var frumsýnd í Bcmdaríkjunum og með henni varð Tom Cruise vænlegasta fjárfesting- in í Hollywood; höfðu fimm síðustu kvikmyndir hans allar farið vel yfir hundrað milljóna dollara markið í aðsókn, sem enginn leik- ari hafði áður leikið eftir. Eftir að hafa búið í meira en ár í London, þar sem tökur á Eyes Wide Shut fóru fram, er hann loks kominn í startholurnar aftur. Fram undan eru tökur á Mission Impossible 2 sem munu hefjast í desember og verður myndin frum- sýnd haustið 1999. Verður spenn- andi að sjá hver árangurinn verður en leikstjóri er sá mikli hasar- myndaleikstjóri John Woo. Mót- leikarar Cruise eru Ving Rhames, sem einnig lék í fyrri myndinni, Thandie Newton og Dougray Scott, nýstimi sem leikur prinsinn á móti Drew Barrymore í Ever After, ævintýramynd sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mund- ir. Á meðan þetta gerist situr Stanley Kubrick yfir Eyes Wide Shut og er nú loksins kominn frumsýningardagur á hana, 16. júlí 1999. Kemur hún í kjölfarið á nýju Star Wars-myndinni sem fengið hefur 2. júlí sem frumsýningardag. Mikiö er búið að ganga á við gerð Eyes Wide Shut og þykir Tom Cru- ise hafa sýnt meistaranum mikla þolinmæði, alltaf komið þegar kall- að var á hann þótt tökum hafi formlega átt að verða lokið. Önnur viðbrögð sýndi Harvey Keitel. Þegar honum var farið að leiðast þófið hætti hann alveg og lét ekki sjá sig meira. Einnig varð að finna nýja leikkonu fyrir Jennifer Jason Leigh, sem var komin í önn- ur verkefni þegar þurfti að taka aft- ur upp atriði með henni. Tom Cru- ise hefúr ekki látið hafa mikið eft- ir sér um samstarfið við Stanley Kunbrick, sagði þó að það gæti ver- ið erfitt og tæki á taugarnar en á móti kæmi að Kubrick væri þægi- legur í umgengni og þolinmóður. -HK Anakin Skywalker (Jake Lloyd) á unga aldri Lukas verst slúðri og bulli 2. júlí á næsta ári verður frum- sýnd fyrsta kvikmyndin af þremur í næstu Stars Wars-seríu sem hefur yfirskriftina Episode. Ljóst er að serían gerist áður en þær þrjár Star Wars-myndir sem þegar hafa verið gerðar eiga að gerast enda voru þær númer 4, 5 og 6. Þegar George Lucas var að gera þær myndir þurfti hann ekki að hafa áhyggjur af þeim mikla upplýsinga- miðli sem Internetið er og þeim villandi upplýsingum sem hægt er að koma þar á framfæri. Hann ákvað því á byrjunarreitnum aö stofna netfang þar sem hann myndi koma á framfæri upplýsingum og myndum um ýmislegt í seríunni til þess fyrst og fremst að forðast eftir- líkingar og misskilning sem gæti komið upp ef einhverjir tækju upp á því að veita falsaðar upplýsingar. Netfangið er www.starwars.com og þar er nú hægt að sjá flestar þær furðuskepnur sem munu sjást í myndinni ásamt upplýsingum sem þó gefa lítiö upp um hver eiginleg- ur söguþráður er. Meðal þeirra er Naboo sem er flokkur fenjadýra eða manna sem koma mikið við sögu i myndinni. Þar er einnig að finna myndir af Liam Neeson, Ewan McGregor og Natalie Port- man í fullum skrúða. Á vefnum er einnig að finna nafnið á fyrstu myndinni sem samkvæmt því á að heita Star Wars: Episode 1 - The Phantom Menace. Vert er þó að benda á að George Lucas, sem leik- stýrir fyrsta hlutanum, var alltaf að breyta um nafn á fyrri myndun- um og á væntanlega eftir að gera það núna, en fyrri hluti nafnsins heldur sér. -HK b í ó Björgun óbreytts Ryan ★★★★ Strið I sinni dekkstu mynd er þema þessa mikla kvik- myndaverks. Stórfeng- legt þyrjunaratn'Bi gæti eitt sér staðið undir ómældum stjörnu- fjölda, en Steven Spiel- berg er meiri maður en svo að hann kunni ekki að fylgja þessu eftir og í kjölfariö kemur áhuga- verð saga um björgun mannslífs, saga sem fær endi í öðru sterku og löngu lokaatriöi þar sem barist er gegn ofureflinu. -HK Sporlaust ★★★ Leikararnir skila sínu og sögu- fléttan er að mestu í anda góðra spennu- mynda. Þö er að finna slæmar holur í plottinu sem eru leiðinlegar fyrir þá sök að auövelt heföi verið að bjarga þeim. Þessir hnökrar spilla þð tæplega miklu og myndin ætti ekki að valda vonbrigöum. -ge Predikarinn ★★★ Robert Duvall fer á kostum í hlutverki predikara sem fremur glæp en frelsast á flótta. The Apostle er kvikmynd Roberts Duvalls í meira en einum skilningi, hann er einnig leik- stjóri og handritshöfundur Með mynd sinni sýnir Duvall að hann er mikill listammaöur og vonandi er aö hann geri aðra mynd sem fyrst. -HK Paulle ★ Martha, má ég kynna ... ★★ Kringlubíó Töfrasverðlð ★★ Þetta er ekki fyrsta og ör- ugglega ekki síðasta kvikmyndin þar sem Arh- ur konungur, riddarar hans við hringborðið og sveröið Excalibur koma við sögu. Það sem greinir Töfrasverðið frá öörum er að hún er teiknimynd, en stendur ekki undir samanburði viö það besta sem komið hefur i þessum flokki. íslenska talsetningin er góð. -HK Laugarásbíó The Patrlot ★ The Patriot er ekki fyrsta mynd Seagals sem boðar náttúruverndarguðspjall en hún er líklega sú sem gerir slíkan boðskap minnst heillandi. Fyrirsjáanieg saga í bland við óvenju slappt handrit gerir þessa mynd að allélegustu Seagal-myndinni. Myndmál, hand- rit, saga, persónur og leikendur, allt var þetta ekki bara kunnuglegt, heldur beinlínis vand- ræðalega ofnotað. -úd Slldlng Doors Paltrow er Helen, ung kona á uppleið, þegar hún er óvænt rekin af hópi karlremba og líf hennar tekur stakka- skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góður en þó handritiö innihaldi heilmikið af skemmtileg- um punktum og klippingarnar milli sviða/veru- leika séu oft skemmtilegar þá vantar hér ein- hvern herslumun. -úd Regnboginn Phantoms ★★* Sjá gagnrýni á opnunni. The X-files ★★ Einhvern veginn þýddust ráðgát- urnar illa á stóra tjaldið. Þarna er sannleikann bak viB þættina að finna, en það er eins og að- standendur hafi aldrei almennilega getað gert upp við sig hvort gera skuli langan sjðnvarps- þátt eða bfómynd. David Duchovny sýnir enn og sannar að hann er og verður aldrei annað en þriöja fiokks sjónvarpsieikari, meðan Gillian Anderson ber breiðtjaldið betur. -úd Falry Tale: A True Story ★★* Álfasaga er hugljúf mynd en líður svolítið fýrir þá sök að handritshöfundurinn getur ekki gert upp hug sinn. Stúlkumar eru annaöhvort litlir svindlar- ar eöa börn sem vissulega búa í undraverðum heimi. Myndin sveiflast milli þessara skýringa og ómögulegt er að segja fyrir um hvort álfarn- ir séu raunverulegir eða ímyndun, -ge Næturvörðurlnn ★★* Hvernig á að meta og dæma mynd sem er nákvæm eftirgerð á annarri, bætir engu við; en tekur hún þá frá? Einhvern veginn var hinn bandariski Næturvörö- ur ekki eins heillandi og sláandi upplifun og sá danski. Aðalleikaraparið McGregor og Arquette ná sér aldrei á strik og það vantaöi lika mikið upp á að Nick Nolte væri nógu góður. -úd Les vislteurs 2 ★ Stjörnubíó The Mask of Zorro ★★★ Þeir nafnar og félagar Antonio Banderas og Ant- hony Hopkins náöu einhvern veginn aldrei sérlega vel saman í þessari mynd um tvær kyn- slððir skylminga- hetjunnar Zorró. Hins vegar mátti vel skemmta sér yfir þessum ýktu hetjulátum og út- blásnu rómantík og myndin var ákaflega áferö- arfalleg, glæsileg og glamúrus og flott og smart, en einhvern veginn vantaði herslumun- inn. -úd Hlmnabál ★★★ Gráleit gamanmynd sem byij- ar vel, bætir jafrit og þétt viö sig og hrynur svo á síðustu 20 mfnútunum. Ég var þess lengi vel fullviss að þessi ástralska vegamynd næBi að feta einstigið milli ofbeldis og húmors, en myndin tapar áttum og missir flugið. Það er miöur þvf að lengi vel átti ég von á aB þetta yrði ein eftirminnilegasta mynd haustsins. -ge Godzllla ★★★ rri|sa> t Ta Á ■JL ftt «1*1» «in> '%&&&# I www.visir.is 2. október 1998 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.