Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 14
V Bob Mould úr Husker Du er lagður af stað í sína síðustu tónleikaferð með nýja sólóplötu í farteskinu. Eftir hana ætlar hann að láta kassagítarinn duga. Hann er orðinn of gamall fyrir rokkið - 37 ára og neitar að standa fimmtugur uppi á sviði með bakverk. andleg laxering Rokkáhugamenn þekkja Bob Mould að góðu einu. Hann stoöi- aði hljómsveitina Husker Du fyr- ir nítján árum og með henni var hann einn þekktasti undirgrund- arrokkarinn í Bandaríkjunum þar til Nirvana gerði hrátt rokk að almenningseign. Rokk Husker Du hafði mikil áhrif á graggið sem spratt upp með Nirvana og rokkbönd í dag eins og Foo Fighters og Weezer eiga henni mikið að þakka. Husker Du hætti 1988 og þá gerði Bob tvær rólynd- islegar sólóplötur en sneri sér svo aftur að hávaðanum með hinni geðþekku sveit Sugar. Þar fór hann með melódískt gítarhávaða- popprokk Husker Du á enn hærra flug, steig enn ákveðnar á bjögun- arfótstigið og gerði þrjár frábær- ar plötur, þ. á m. „Beaster", eina af betri plötum ársins 1993. Eftir að Sugar leystist upp tveim árum síðar ákvað Bob að gerast einyrki aftur og gaf út þunglyndisplötima „Bob Mould“ 1996. Nú er hann mættur með nýja sólóplötu, „The Last Dog and Pony Show“, þar sem poppuð rómantík svífur yfir háværum vatnsföllum. Þetta er ágætis rokkplata, kannski ekki heppilegur byrjunarreitur fyrir þá sem vilja kynna sér rokk- heima Bob Mould (þá mæli ég með „Beaster" og Husker Du-plöt- unni „Zen Arcade", sem var fyrsta indírokkplatan til að selj- ast í meira en 100.000 eintökum í Bandaríkjunum), en þeir sem þekkja Bobbann verða ekki sviknir. í anda plötutitilsins boð- ar Bob um þessar mundir sína síðustu tónleikaferð, allavega þá síðustu sem hann spilar með rokkbandi. Kallinn er orðinn þreyttur á rokklífinu on ðe ród og sér fyrir sér áhyggjulaust ævi- kvöld þar sem hann túrar kannski með kassagítarinn. „Ég er orðinn 37 og hef verið að þessu hálft lífið,“ segir Bob um rokklifiiaðinn. „Ég held ég þurfi að endurmeta það hvemig ég ætla að kynna tónlistina mína. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera, en það er hluti af gamninu. Ég veit bara að ég ætla ekki að fara á svið fimmtugur og reyna að rokka, með bakverk kannski og heyra áhorfendur hvisla: „Ég man þegar hann var góður.“ Mér er alveg sama um æsinginn og hávaðann, hann verður jaftivel áfram til staðar í tónlistinni í framtíðinni, en ég vil eldast með reisn. Ég vil komast út úr þessu á meðan ég get. Mér finnst gaman að spila með góðu bandi en ég vil ekki verða skop- stæling af sjálfúm mér.“ Bob Mould er þó til í slaginn enn einu sinni, „endalaust suðið í eyrunum á mér kemur aftur um leið og ég fer að æfa upp bandið. Ég verð bara að fá mér stórt glas af magnyl og hafa i vasanum". Eins og gamlingja er siður hn- ussar í Bob þegar hann er inntur eftir því hvað honum finnist um nýjustu rokkböndin: „Ég man að við þurftum sjálfir að smyrja samlokur til að bíta í fyrir og eft- ir tónleika. Svo era bönd í dag sem spila kannski nokkrum sinn- um og fá milljónasamning og fara til Bahama tÚ að taka upp plötu. Svoleiðis er dæmt til að mis- takast. Það vora alvöru undir- grandir þegar við byrjuöum. Við þurftum að vinna af hörku, enda trúðum við að við gætum breytt einhverju. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa þurft að hafa fyrir hlutunum." Síðustu plötu, „Bob Mould“, segir hann að erfitt hafi verið að gera, enda var hún gallsúr og hann bar sig aumlega á henni. Nú hefúr brúnin lést á kalli: „Nýja platan er alls engin andleg laxer- ing, ég náði öllu úr mér síðast. Þessi plata er eins og að ýta á „restart" hnappinn á tölvunni sinni eftir að hún frýs. Allt hleð- ur sig upp á nýtt, öll forritin virka og allt minnið er á sínum stað.“ -glh BARNAMYND: SAMSTARFSVERKEFNI MILLI EVRÓPSKU SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Sjónvarpiá, Innlend dagskrárdeild, auglýsir eFtir hugmynd að stuttri leikinni barnamynd ætlaða aldurshópnum 5-9 ára. Myndin á vera 15 mínútur að lengd. Eingöngu er leitað eFtir hugmyndum. Myndin verður Framleidd árið 1999 og þarF að vera Fullunnin síðari hluta þess árs. í myndinni er gert ráð Fyrir að sögumaður segi söguna. SkilaFrestur rennur út Föstudaginn 16. október. Hugmyndum á að skila til: Sjónvarpsins, Laugavegi 176, 105 Reykjavík, merkt : Hugmynd að barnamynd. Þelr flska sem róa Þelr flska sem roa. Þelr flska sem róa.. Þelr www.visir.is rVRSTim MtO TRETTIRNAR Sveinn Waac er fyndnasti mað íslands. Þessi 27 á Eyjapeyi rústaði al sem kepptu á mc honum á Asti í síðustu vik Það er brjálað að gera hjá fyndnasta manni fslands þessa dagana. Hann er sendibílstjóri hjá Íslensk-ameríska, er með sketsja á útvarpsstöðinni Mono og sá um Keikóumfjöllun fyrir samnefnda stöð. „Ég hef varla undan,“ segir Sveinn Waage ánægður með ár- angurinn. „Það virðist bara sem það sé vöntun á svona grini eins og ég er með.“ Hvernig húmor er þaö? „Þetta er svona beittur alþjóð- legur húmor, hæfilega nastí og í grófari kantinum. Gengur svona upp og niður beltisstaðinn. Ég held ég höfði mjög til svarta húmorsins sem íslendingar hafa.“ Og hvaöan kemur efniö? „Ég sem mitt eigið. Er fullkom- lega trúr sjálfum mér og nota bara efni sem mér sjálfum finnst fyndið." Innlendar fyrirmyndir: „Nei. En mér finnst Jón Gnarr virkilega skemmtilegur. Hann er eins og BMVallá, algjör steypu- framleiðsla. Hann er í rauninni kóngurinn í dag, frábær týpa. Það era fáir hreinir og beinir grínist- ar eins og Jón Gnarr. Þetta era að megninu til leikarar í hjáverkiun. Eins og til dæmis Laddi, sem er að vísu orðinn klassik og virki- lega góður í því sem hann er að gera.“ Bjóstu ekki í Ameríku? „Jú, ég bjó í Georgíu í tvö ár. Kom heim fyrir rúmu ári síðan. Fór þama út með fyrrverandi og bjó í borg sem heitir Columbus. Vann við það sem til féll. Stjóm- aði öryggisgæslu í rokkklúbbi um tíma og var verkstjóri í svona „Mér flnnst Jón Gnarr virkilega skemmti- legur. Hann er eins og BMVallá, algjör steypuframleiðsla. Hann er í rauninni kóngurinn í dag, frábær týpa.“ trjávinnu, lumberjack. Columbus er annars eins og klippt út úr suð- urríkjamynd. Ég fékk algjört menningarsjokk þegar ég kom þarna út. Karlar með sítt að aftan og suðurrikjafáninn uppi um allt. Það era engar ýkjur í þessum myndum sem gera grín að ragl- inu í suðurríkjunum. Enda var ég í hláturskasti fyrstu mánuðina þama úti. Gat varla keyrt því ég hló svo mikið að þessu fólki.“ Þú talar ekkert meö hreim eins og stundum vill gerast meö fólk sem hefur búið í útlöndum? „Nei, að sjálfsögðu ekki. Ég var nú búinn að læra að tala almenni- lega íslensku áður en ég fór út.“ 14 f Ó k U S 2. október 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.