Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 20
ÁK&X. Umboðsmenn um land allt: bíódómur Regnboginn: Phantoms ★★i. f Ó k U S 2. október 1998 Draugagangur Lelkstjóri: Joe Chappelle. Handrlt: Dean Koonzt, eftir eigin skáldsögu. Kvikmynda- taka: Richard Clabaugh. Tónlist: David Willi- ams. Aöalhlutverk: Peter O'Toole, Rose Mc- Gowan, Joanna Goiong, liev Schreiber og Ben Affleck. Það er orðið allt of langt síðan ég varð verulega skelfd í bíó. (Eins og það er nú alltaf hressandi.) En það gerðist á nýj- ustu Koontz-myndinni, Phantoms. Þama er ekki verið að teygja á 90 mínútunum heldur byrjar draugagangurinn bara um leið, án frekari aðdraganda eða umsvifa, og í fyrri hluta myndar- innar er byggð upp alveg ferlega flott og spúgí spenna. Sem dettur því miður niður í síðari hlutan- um. Systur tvær koma að litlum fjallabæ þar sem sú eldri vinnur sem læknir. Þegar þær koma í bæinn finna þær hann auðan, fyrir utan nokkur lík sem virðast hafa mætt endalokunum á skyndilegan og ansi misjafnan hátt. Bíllinn fer ekki af stað og síminn virkar ekki: þær eru lok- aðar inni. Eitthvað er um raf- magnstruflanir (alltaf áhrifaríkt þegar skelfa á fólk) og nokkuð af fremur óhugnanlegum hljóðum (líka heppilegur hræðslufaktor). En systumar eru ekki lengi eincir því hetjur fjallalöggunnar mæta til leiks og kalla til sérfræðing í draugamálefnum, fremur furðu- lega leikinn af Peter O'Toole. Og fer þá að halla undan fæti fyrir draugum og gæðum. Sérstaklega var pirrandi að sjá þama aftur- göngu úr X-Files en skrímslið bar öll merki ofurástar á einum af fastagestunum úr þeim annars ágætu sjónvarpsþáttum. En hinu ber ekki að neita að Phantoms inniheldur mikið af mögnuðum senum og sitúasjón- um sem gera hana bara nokkuð eftirminnilega. Það er fátt sem kemur á óvart, Koontz er aldrei fmmlegur í söguþræði og hafa myndir hans verið mjög misleið- inlegar en hér er unnið vel úr gömlum tuggum og með vel völd- um og ágætum leikurum má vel hrylla sig (ánægjulega) yfir þess- ari. Úlfhildur Dagsdóttir Bíóborgin The Horse Whlsperer ★*■*. Bók Nicholas Evans hlaut misjafnar viötökur og var annars vegar lofuð sem glæsilegt meistaraverk og hins vegar gagnrýnd sem innihaldslaus loftbóla. Myndin brúar að mínu mati bilið, og kannski má kalla hana fallega loftbólu. -ge Hope Floats ★★ Sterkt byrjunaratriði vekur falskar vonir. Fljótt verður myndin að meló- dramatískum klisjum sem haldið er uppi af góðum leikurum. Einstaka atriði ná þó að lyfta henni upp úr meðalmennskunni en nægirekki að til að fela augljósa galla sem koma einkum fram I lokin. -HK Bíóhöllin/Saga-bíó Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir stnu sem mesti töffarinn í Hollywood í mynd þar sem frammistaða tæknimanna er það eina sem hrós á skilið. Leikstjórinn Michael Bay gerir það sem fyrir hann er lagt og því er Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK Mafla ★ Lethal Weapon 4 ★★★ Háskólabíó Eddie Murphy sem Dagfinnur dýralæknir. Danslnn ★★★ Agúst Guðmunds- son með stna bestu kvikmynd frá hann gerði Með allt á hreinu. saga sem lætur engan ósnortinn. Vel gerð og myndmál sterkt. Oft á tíðum frumleg þar sem dansinn dunar t forgrunni og eða bakgrunni dramattskra atburða. Leikarar í heild góðir og ekki hallað á neinn þegar sagt er að Gunnar Helgason, Pálína Jónsdóttir og Gísli Halldórs- son séu best meöal jafningja. -HK -F Eddie Murphy er aftur orðinn fyndinn eftir erfið ár og margar sorglegar myndir. Hann komst á skrið með The Nutty Professor og fylgdi henni eftir í Dagfinni dýralækni. Fýndnin / Eddie Murphy fæddist fyndinn segja þeir sem til þekkja. Um það leyti sem hann var farinn að geta talað hóf hann að herma eftir persónum úr sjón- varpinu og átti hann einstaklega auðvelt með að ná röddum af öllum gerðum og var það eitt aðal- skemmtiefn- ið í hverfinu sem foreldr- ar hans bjuggu í. Æska hans var þó enginn dans á rósum. Hann fæddist 3. apríl 1961 í Brookiyn og var móðir hans síma- dama og faðir hans lögregluþjónn sem lést þegar hann var d r e n g u r . Fimmtán ára gamall vann hann grínkeppni í skól- anum og var það fyrir að herma eft- ir Sammy Davis jr. Þrátt fyrir mikla hæfileika í vöggugjöf beið hans hörð vinna við að koma sér á framfæri og var hann iðinn við að taka þátt í alls konar hæfileikakeppni og fékk út á þátttök- una starf í ýmsum klúbbum. Fyrir- mynd hans á þessum árum var Ric- hard Pryor. Með kvöldvinnunni vann Murphy sem sölumaður í skó- búð til að endar næðu saman. Árið 1980 fékk hann vinnu við hinn vin- sæla sjónvarpsþátt, Saturday Night Live, og segir sjálfur að hann hafi eingöngu fengið starfið vegna þess að svartan grínista vantaði. Strax á fyrsta ári sínu af fjórum við þáttinn vann hann sig úr aukaleikara yfir í aðalleikara. Þegar hann hafði verið tvö ár í sjónvarpinu bauðst honum annað aðalhlutverkið í 48 Hrs. og var hann þá aðeins 21 árs gamall. Þrátt fyrir reynsluleysi og ungan aldur kom hann með breytingartillögur á per- sónu sinni sem leikstjórinn, Walter Hill, samþykkti og sá hann ekki eft- ir þvi þar sem vinsældir myndarinn- ar lágu að mestu í því hversu stór- kostlegur Eddie Murphy var. Næsta kvikmynd hans var Trading Places þar sem mótleikari hans var Dan nqólkinni Aykroyd, en á þessum árum störf- uðu þeir báðir við Saturday Night Live. Frægðin kom svo með Beverly Hills Cop þar sem Murphy skapaði hinn óborganlega Axel Foley. Murphy var ekki fyrsti leikarinn sem leitað var til heldur voru fram- leiðendurnir á höttunum eftir Clint Eastwood og geta lesendur gert sér í hugarlund hversu frábrugðin mynd- in hefði verið ef Eastwood hefði feng- ist til að leika Alex Foley. Eftir Beverly Hills Cop lá leiðin hægt niður á við. Murphy þótti end- urtaka sig oftar en ekki og safnaði um sig félögum sem litu á hann sem guð og þar af leiðandi var enginn til að gagnrýna hann fyrr en myndir hans voru komnar á markaðinn. Endurkoma Murphys markast í The Nutty Professor sem, eins og Dr. Dolittle, var gerð eftir eldri mynd. í Nutty Professor sýndi hann hvers megnugur hann er og í Dr. Dolittle þykir hann einnig fara á kostum. í byrjun október verður ný kvik- mynd, Holy Man, þar sem Eddie Murphy fer með aðalhlutverkið, framsýnd og er hann þegar byrjaður að búa sig undir Pluto Nash sem verður fyrsta framtíðarmyndin sem Eddie Murphy leikur í. Verður sú mynd í anda Beverly Hills Cop þar sem spennu og grini er blandað sam- REYKJAVlK: Heimskringlan, Kringlunni. VESTliRlAND: Hljómsýn. Akranesi. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómstun/ellir, Hellissandi. Guöni Hallgrimsson, Grundarfirði.VESTFIROIR: Rafbúð Jónasar Þórs, Patreksfirði. Póllinn, fsafirðl. NORDURLAND: ff Steingrímsljarðar, Hófmavík. Ef V-Húnvetninga, Hvammstanga. 1(1 Húnvetninga. Blónduósi. Skagfirðingabúð, Sauðátkróki. KEA. Dalvík. Bókval, Akureyri. tjósgjafinn. Akureyri. ff Þingeyinga. Húsavík. Urð, Raularhöfn. AUSTURLANO:KE Héraðsbúa, Egilsstöðum.Verslunin Vík. Neskaupsstað. Kauptún, Vopnafirði. Kf Vopnfiröinga. Vopnafirði. KF Héraðsbúa. Seyðisfirðí. Tumbræður. Seyðisfirði.KF Fáskrúðsfjarðar. Fáskrúðslirði. KASK Djúpavogi. KASK. Höfn Hornafitði. SUBURLAND: Ralmagnsverkstæði KR. Hvolsvelli. Mosfell. Hellu. Heimstækni, Sellossi. KÁ. Selfossi. Rás. Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar. Garöi. Rafmætti. Halnarfirðl. AKAI VSG265 <a> 2ja hausa með LongPlay <a> NTSC afspilun (Amerísk) <a> Upptökuminni <*> ShowView <»> Scart tengi «. Margt fleira AKAI VSG781 <i> NICAM stereo <a> NTSC afspilun (Amerísk) <a> Upptökuminni <a> ShowView <a> 2 Scart tengi <a> RCA tengi <a> Margt fleira Sjónvarpsmiðstöðin V.V. VV W -------------------^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.