Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 Fréttir 22 skipverjum bjargað eftir að japanskt skip strandaði fyrir utan Skeijafjörð i gærkvöld: Hræddir um að skip- ið væri að sökkva - sagöi einn japönsku sjómannanna við DV í nótt „Þetta var hrikalegt. Staðan var ekki góð og við vorum mjög hrædd- ir um að skipið væri að sökkva eft- ir að við strönduðum á skerinu. Sem betur fer fór þetta allt vel að lokum og við þökkum björgunar- mönnum frábæra frammistöðu. Við eigum þeim líf okkar að launa,“ sagði einn japönsku skipverjanna sem lentu í miklum lifsháska þegar japanska túnfiskskipið Fukuyosih Maru 68 strandaði rúmar tvær míl- ur út af Skerjafirði á níunda tíman- um í gærkvöld. Tuttugu og tveir skipverjar voru um borð, Japanir og Indónesíubúar, og var þeim öll- um bjargað giftusamlega. Aðstæður á slysstað voru erfiðar, myrkur, talsverður öldugangur og sjö vind- stig. Hafnsögumenn í Reykjavík urðu fyrst varir við að skipið væri strandað. Það var klukkan 20.20 í gærkvöld. Hafnsögumenn létu slysa- varnafélög vita tafarlaust og þá voru björgunaraðgerðir settar í gang. Margir björgunarsveitarmenn voru sendir af stað og fóru fjórir björgunarbátar á vettvang. Þá var varðskipið Ægir fljótlega komið á strandstað og TF-LÍF, þyrla Land- helgisgæslunnar, var í viðbragðs- stöðu. Tuttugu og tveir skipverjar voru um borð í japanska skipinu og var ákveðið að reyna að ná þeim sem fyrst frá borði þar sem hætta var talin á skipið gæti laskast enn frekar á skerinu og jafnvel sokkið. Öllum bjargað á 24 mínútum Stýrimaður frá varðskipinu Ægi var sendur um borð í japanska skip- ið og aðstoðaði skipverja við undir- búnmg björgunar frá borði. Tveir björgunarbátar renndu upp að hlið japanska skipsins. Klukkan 21.48 fóru fyrstu átta skipverjamir frá Þórshöfn: Tæplega þriðj- ungur íbúða í eigu sveitarfé- lagsins DV.Akureyri: Á fimmta tug íbúða á Þórshöfh eru í eigu sveitarfélagsins, sem lætur nærri að vera um 30% allra íbúða á staðnum. Sú þróun hefur átt sér stað á Þórshöfn síðustu ár að þar hefur atvinnulífið verið með miklum blóma og vantað fólk til starfa, en íbúðarhúsnæði hefur ekki legið á lausu. ísak Ólafsson, sveitarstjóri á þórshöfn, segir að 43 íbúðir á Þórshöfn séu í eigu sveitarfélags- ins. Stór hluti þeirra íbúða sé svokallaðar félagslegar íbúðir sem ekki hafi selst. En er staðan þannig aö fólk vilji ekki fjárfesta í íbúðarhúsnæði á Þórshöfh? „Já, það virðist vera þannig. Það er hér eins og víða á lands- byggðinni að upp kom andstaða gagnvart félagslega kerfinu og menn vilja frekar leigja í þessu kerfi en aö leggja í fjárfestingar. Á sama tíma vantar hér fólk til starfa en ekki er fyrir hendi nægj- anlegt íbúðarhúsnæði," segir ísak. Hann segir erfitt fyrir sveitarfé- lagiö að beita sér meira í þessu máli. Sveitarfélagið hafi nokkum kostnað af þvi að vera með allan þennan fjölda íbúöa í leigu, i nokkrum hluta íbúðanna sé „gegn- umstreymi", fólk komi og fari og því fylgi nokkur kostnaður. -gk Skipverjar af japanska túnfiskskipinu sjást hér á leið niður landganginn á Ægi við komuna til Reykjavíkurhafnar í nótt. 22 skipverjum var bjargað giftu- samlega eftir að japanska skipið strandaði tvær mílur út af Skerjafirði. DV-mynd ÞÖK borði og ofan í björgunarbátana. Þeir voru teknir um borð í varð- skipið Ægi. 24 mínútum síðar, klukkan 22.12, hafði tekist að koma öllum skipverjunum frá borði og stýrimanni varðskipsins. Allir skip- verjarnir voru þá heilir á húfi en talsvert dasaðir og skelfdir eftir strandið. Þegar björgunarskipið Henrý Halfdánarson reyndi að setja drátt- artaug í japanska skipið, skömmu fyrir miðnætti, losnaði það af sker- inu og rak innar í Skerjafjörðinn. Fegnir að vera á lífi Skömmu síðar náðist að setja dráttartaug í skipið og varðskipið Ægir dró það svo til hafnar í Reykjavík. Dráttarbáturinn Magni dró reyndar skipið síðasta spölinn inn í höfnina um klukkan 3 í nótt. Japönsku og indónesísku skip- verjarnir vora þá fluttir í land en þeir vora flestir enn í talsverðu sjokki eftir strandið. Þeir sögðust fegnir að vera á lífi og þakklátir fyr- ir björgunina. Óljóst er hversu mik- ið japanska skipið er skemmt en talið er að botn þess hafi laskast í strandinu. Nánari skoðun á skipinu fer fram í dag og þá munu fulltrúar sjóslysanefndar rannsaka slysið.-RR Erfið skilyrði á strandstað - segir skipherrann á Ægi „Þetta var mjög erfitt. Skilyrði á strandstað vora mjög erfið, myrkur, talsverður öldugangur og sjö vind- stig. Svo vorum við að flækjast inn- an um sker. Japanska skipið lét mjög illa á skerinu. Það var ákvörð- un japanska skipstjórans að skip- verjar yfirgæfu skipið. Það gekk mjög vel að koma skipverjum frá borði og í öraggt skjól í varðskipið," segir Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Ægi, í samtali við DV um borð í varðskipinu í nótt. Ægir var þá nýkomið til hafnar með alla 22 sjómennina sem björguðust af japanska túnfiskskipinu. „Japanska skipið losnaði af sker- inu þegar við voram að reyna að koma taug í hann. Skipið rak innar í fjöröinn og þetta leit ekki allt of vel út. Vegna grynninga var Henrý Halfdánarson látinn koma dráttar- taug i skipið og það hafðist. Henrý togaði hann frá og varðskipið tók síðan við og sá um að draga skipið til hafnar,“ sagði Halldór. -RR Stuttar fréttir dv Minna í happdrætti Góðærið virðist verða til þess að fólk freistar síður gæfunnar í happ- drættum. Samdráttur hefúr orðið hjá flestum þeirra, að sögn Dags. Meira kaup Pétur Blöndal vill hækka þing- fararkaup úr 200 þúsundum á mán- uði í 375. Á móti verði ýmsar greiðslur felldar niður, svo sem ferðakostnaður, en hann greiddur sam- kvæmt reikningi. Dagur sagði frá. Óvissa Kisiliðjunni við Mývatn verður hugsanlega lokað þegar kísilgúr úr námum hennar í Ytri flóa verður uppurinn. Talið er að hann klárist á næstu tveimur til þremur árum. Morgunblaðið sagði frá. Könnun breytt Könnun á starfsumhverfi ríkis- starfsmanna var breytt vegna þess að kvartað var undan því að hægt yrði að rekja sörin til svarenda. Svarblöð verða ekki merkt viðkomandi rikis- stofnun ef færri en 40 starfa við hana. Sjónvarpið sagði frá. Sexfalt lottó Fyrsti vinningur í Lottói íslenskr- ar getspár verður sexfaldur á laugar- daginn og gæti numið um 20 milljón- um króna, að sögn Dags. Ræna Leifi heppna Norðmenn ætla að halda mikla sýningu á Ellis Island í höfhinni í New York árið 2000. Sýningin verð- ur helguð Leifi heppna og fúndi Am- eríku árið 1000. Dagur segir að margir Norðmenn vilji láta sem Leifúr hafi verið Norðmaður. Göngum skilað Fossvirki hefúr skilað af sér Hval- fjarðargöngunum í hendur Spalar ehf. og framkvæmda- sýórans, Stefáns Reynis Kristins- sonar, eftir rúm- lega tveggja mánaða reynslureksturs- tíma á ábyrgð Fossvirkis. Lokagreiðsla til verktakans verður greidd á næst- unni. Hún er tæpur milljarður. Skuldugur bær Skuldir Húsavíkm-bæjar hafa aukist mjög vegna ákvarðana kjör- inna fulltrúa bæjarins. Skuldimar voru um 74% hlutfall af tekjum en eru nú orðnar 100%. Víkurblaðið á Húsavík sagði frá. Stjórinn rekinn Stjóm Búlandstinds á Djúpavogi ákvaö í gær að framkvæmdastjóri fyrirtækisins léti af störfúm þegar í stað. Bráðabirgðauppgjör frá ára- mótum til 31. ágúst sýnir 184 millj- óna króna tap sem nemur 18% af heildarrekstrartekjum. Nýr skóli Borgarverkfræðingur í Reykjavík leggur til að lægstbjóðandi í bygg- ingu 4. áfanga Fellaskóla, Fram- kvæmd ehf., fái verkið. Tilboðið er upp á 98,4 milljónir kr. sem er um 105% af kostnaðaráætlun. Vilja 25-30% meira Fangaveröir krefjast 25-30% launahækkunar, að sögn Þorsteins A. Jónssonar fangelsismála- stjóra við Morg- unblaðið. Mikið beri í milli og samningar séu ekki í sjónmáli. Ef menn segi upp verði auglýst eftir nýjum fangavörðum í þeirra stað. Rektor í heimsókn Hans van Ginkel, rektor háskóla Sameinuðu þjóðanna, er í heimsókn á íslandi. Hann hefúr hitt Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og þeir rætt um skólann og þróunar- samvirmu og frekari þátttöku ís- lands í slíku. Hærri gjöld Gjaldskrá Dagvistar bama i Reykjavík hækkar um 7% aö meðal- tali um áramótin. Ástæðan er sögð hækkun á neysluvísitölu. Morgun- blaðið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.