Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
Fréttir
Sviar banna gagnagrunn
um sjúkdóma og kynlíf
Ný lög um vemd persónuupplýs-
inga ganga í gildi í Svíþjóö 24. þessa
mánaðar. Svíar hafa nýtt sér ýmsa
möguleika aöildarþjóöa Evrópusam-
bandsins á að gera undantekningar
frá meginreglum sambandsins frá
1995 sem fjalla um vemdun einstak-
linga gagnvart öflun persónuupplýs-
inga og notkun þeirra.
í Sviþjóð verður bannað með öllu
að geyma tölvuupplýsingar sem
greina frá ættkvísl og menningar-
samfélagi einstaklingsins, stjóm-
málaskoðunum, trúarlegum eða
heimspekilegum skoðunum hans,
aðild að félagsskap - eða upplýsing-
ar um heilsufar og kynlíf viðkom-
andi borgara. Slikar upplýsingar
má því aðeins geyma að viðkom-
andi hafi gefið skriflegt leyfi, nema
hann hafi sjálfur opinberað þær eða
að almennir hagsmunir krefjist þess
lögum samkvæmt.
Svíum er frjálst að loka fyrir rasl-
póst sem berst samkvæmt flokkuð-
um upplýsingum tölvuútskrifta. Þá
mun venjulegur Svíi hafa frjálsan
aðgang að öllum tölvuupplýsingum
sem fjalla um hann sjálfan. Brot á
lögum um persónuupplýsingar
varða tukthúsvist, frá sex mánuð-
um upp í tvö ár. -JBP
Þessi gamli bótur við Reykjavíkurhöfn vakti athygli nemenda Háteigsskóla þegar þeir fóru í vettvangsferð með kennara sínum þangað. DV-mynd GVA
1 \ J 1
'■ \ { i £U-"\whl
L ' u' h- \ s , ^ niiiiBr s [%*« u> m má tál lllP :■
lk x .v' UK m ' 'r{
j - ” ' • " m m K ■ I '
V;
^ Magnesíumverksmiðja á Reykjanesi:
Aströlsk verksmiðja er vænsti kosturinn
Magnesíumverksmiðja á Reykja-
nesi kann að rísa undir merkjum
AMC, Australian Magnesium
Company. Albert Albertsson, að-
stoðarforstjóri Hitaveitu Suður-
nesja, sagöi í gær að verkefnið
hefði aldrei verið með öðmm eins
skriðþunga og einmitt nú. Blaðið
hafði fregnað að verið væri að
leggja á hilluna öll áform um slíka
verksmiðju. Það sagði Albert hina
mestu fiiTU.
Magnesíumverksmiðjan í Ástral-
lu hefur undanfarinn áratug þróað
nýja aðferð við framleiðslu á
magnesíum sem virðist benda til
að það félag veröi lægstbjóðandi í
sölu á magnesíum í heiminum og
því í afar sterkri stöðu. Þessi þró-
un og rannsóknir hafa kostað fyr-
irtækið milljaröa Ástralíudollara.
íslenska magnesíumfélagið á tvo
kosti núna. Annars vegar er að
nýta hagkvæmnikönnun sem gerð
var með rússneskum og þýskum
framleiðendum og var hagstæð.
Hins vegar em Ástralamir meö
lægra verð og minni mengun. Afar
litlu munaði í sumar að samið yrði
við evrópsku framleiðenduma en
rétt þótti aö kanna hvað Ástralar
vora að bjóða.
„í svipinn er veðjað á þessa
áströlsku leið en hinni er engan
veginn búið að henda,“ sagði Al-
bert Albertsson í gær. Hann sagði
að AMC væri á myljandi ferð með
framleiðsluaukningu. „Núna er
verið að taka það sem íslenskt er
og fella það inn í þessa áströlsku
tækni.“
FuUtrúar frá Ástralíu hafa verið
hér í fjórgang frá því að þessi staða
kom upp um mitt sumar. Albert
sagöi að upp úr áramótum mundi
án efa draga til tíðinda. Eflaust
yrði komið fram á mitt næsta ár
áður en hægt yrði að tilkynna um
upphaf magnesiumiðnaðar á ís-
landi.
Magnesíumnotkun í heiminum
er um 350 þúsund tonn á ári. Bíla-
iðnaðurinn notar málminn í æ
meira mæli. Magnesíum er létt,
sterkt og dýrt. -JBP
Dagfarí
Það má merkilegt
heita aö Steingrímur J.
Sigfússon sé fyrsti karl-
inn á Alþingi sem tek-
ur sér fæðingarorlof.
Alþingismenn em
frjósamir eins og aðrir,
karlar jafnt sem konur,
enda getur engin kona
átt afkvæmi nema karl-
maður komi þar nærri
og sömuleiðis mun það
víst vera þannig að
enginn karlmaður
eignast barn, nema
kona sé með í ráðum.
Þetta gildir um þing-
menn sem aðra, þótt
ótrúlegt sé, vegna þess
að fólk heldur að þing-
menn séu öðm vísi en
annað fólk. Steingrím-
ur karlinn Sigfússon er
þar að auki fom í útliti, hálfgerður skallagrímur
vorra tíma og ekki kannske líklegastur til að vera
bamakarl. En þessi skeleggi alþingismaður er
ekki allur þar sem hann er séður og á þrjá stráka
fyrir, áður en honum fæddist dóttir á dögunum,
þannig að Steingrímur hefur greinilega haft tíma
til annars heldur en að standa í pólitík. Þar að
auki er það heldur leiðigjörn pólitík sem Stein-
grímur stundar. Hann er ekki aðeins upp á kant
við ríkisstjómina og stjómarflokkana heldur líka
sinn gamla flokk og er nú búinn að lýsa
yfir sérstöku framboði nýrrar flokkstegundar á
vinstri væng stjómmálanna, sem á að líkjast
gamla flokknum, sem hann er búinn aö segja sig
úr.
Steingrímur er íhaldssamur maður og heldur
sig viö sinn gámla flokk, jafnvel eftir aö hann er
lagður niður og stofnar nýjan í staðinn fyrir þann
gamla til að gamli flokkurinn fái framhaldslíf í
hinum nýja flokki.
Hann hefur sem sagt hafnað því, hann Stein-
grfmur, að fara í fæðingarorlof vegna fæðingar
nýju samfylkingarinnar og hann mun heldur
ekkert fæðingarorlof fá þegar hann hleypir nýja
flokknum sínum af stokkunum og þess vegna
eins gott aö taka sér orlof þegar litla telpan fæð-
ist.
Auk þess er fint að taka sér fæðingarorlof og
losna úr þinginu. Það hlýtur að vera mun
skemmtilegra að hlusta á babblið í baminu, held-
ur en babblið í þingliðinu og svo getur Steingrím-
ur talað þindarlaust yfir dóttur sinni, án þess að
hún komi nokkmm vörnum við og ekki verður
andmælunum fyrir að fara og Steingrímur getur
flutt heilu ræðumar án þess að fá viðbrögð úr
vöggunni. Ekki nema þá þegar litla daman fer að
skæla og heimta sitt og þaggar þannig niður í
pabba sínum. Það er meira en þeir geta gert niðri
í þingi!
Þess vegna hlýtur það að koma sér vel fyrir
Steingrfm að taka sér fæðingarorlof og æfa sig á
málflutningnum fyrir nýja flokknum í staðinn
fyrir gamla flokkinn og bamið fær þar að auki
stjómmálaviðhorf Steingrims í vöggugjöf. Ekki
kannske það eftirsóknarverðasta fyrir litlu
blómarósina, en hvað gerir maður ekki fyrir
pabba sinn, sem tekur sér fæðingarorlof til að
sinna manni? Maður verður að gera fleira en gott
þykir. Dagfari
Síðasta skjólið
Lítið fer fyrir stuðningi framsóknar-
manna á Vestfjörðum við Kristin H.
Gunnarsson á kjördæmisþingi um síð-
ustu helgi. Stöð 2 setti Kristin í það
samhengi í fréttatíma
að mikið væri þrýst á
hann að taka sæti
Gunnlaugs Sig-
mundssonar vestra.
Reyndar mun Stöðin
hafa beðið þing-
manninn afsökunar
á þessu athæfi en
áfram grassérar
orðrómurinn. Nú er
svo komið að Kristinn á hvorki skjól
innan Framsóknar né Alþýðubanda-
lags-samfylkingar. Ólíklegt er talið að
hinn vegalausi þingmaður eigi samleið
með Sverri Hermannssyni, foringja
Fijálslyndra íhaldsmanna, sem vill
kvótann feigan. Líklegast er talið að
Kristinn muni leiða lista Talebana
Steingríms J. Sigfússonar. Öllu verra
er að sjávarútvegsstefna Talebananna,
fer saman við stefnu LÍÚ í meginatrið-
um, leggst illa í Vestfirðinga ...
Rétt staðsetning
Þær breytingar sem kjördæma-
nefnd Friðriks Sophussonar boðar á
kjördæmaskipan kemur róti á margar
þingmannsfjölskyldur. í væntanlegu
austurkjördæmi
Reykjavíkur verður
Grafarvogur áhrifa-
svæði meö á bilinu
15 til 20 þúsund
kjósendur. Mikil
sjáifstæðisalda reis
í hverfmu við borg-
arsfjómarkosning-
amar þar sem
sjálfstæðishetjan
Snorri Hjaltason benti réttilega á
áhrifaleysi landnemanna. Snorri var
síöar barinn til hlýðni í flokknum og
hlaut það hlutskipti að vera varamað-
ur í borgarstjóm. Nú huga einhverjir
þingmenn að brottflutningi úr mið-
borginni í úthverfi austurborgarinnar
til að vera rétt staðsettir þegar borgin
klofnar. Einn er þó sá þingmaður sem
ekki þarf að flytja. Finnur Ingólfsson
iðnaðarráðherra sýndi þá íramsýni að
setjast að í Grafarvogi hvar hann býr,
einn þingmanna...
Bjargvættur af Nesinu
Fmmvarp Ingibjargar Pálmadótt-
ur um gagnagrunna þótti taka mikl-
um stakkaskiptum við síöustu yfir-
ferð. Maðurinn á bak viö breytingam-
ar er sagður Guð-
mundur Sigurðsson,
læknir á Seltjamar-
nesi, en hann er
bróðir Jóns Sig-
urðssonar, fyrrver-
andi iðnaðarráð-
herra. í sjónvarps-
þætti á dögunum
hélt hann sjó fyrir
ráðuneytið þegar
hann bæði hélt affur af Kára Stefáns-
syni og hlóð síðan andstæðingum
fmmvarpsins í þættinum. Sagt er að
Guömundur hafi svo góðan hemil á
Kára að hann sé allt að því kurteis í
návist hans...
Ráðherraefni SUS
Aðstoöarmaður Bjöms Bjarna-
sonar menntamálaráðherra er Ásdís
Halla Bragadóttir sem jafnframt er
formaður Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna. Ásdís hefur
beint sjónum þess í
ríkari mæli en áður
að málefnum sem
ekki hafa alltaf ver-
ið ofariega á dag-
skrá þess. Þannig
samþykkti sam-
bandið á dögun-
um stefnu um að __
feður ættu að fá þriggja mánaða
sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs o§
jafnframt aö samkjmhneigðir ættu af
fá sama rétt og aðrir til ættleiðinga. 1
röðum ungra sjálfstæðismanna þykii
hún kjörin til að veröa heilbrigöis
ráðherra flokksins og helst fyrr er
seinna...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is