Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
Fréttir
Kona sem þjóðin
mun minnast
- Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur víða minnst í gær
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir,
forsetafrú íslands, andaðist á Fred
Hutchinsons-sjúkrastofnuninni í
Seattle í Bandaríkjunum í fyrra-
kvöld. Hún var fædd 14. ágúst 1934 í
Reykjavik og var aðeins 64 ára að
aldri. Þjóðin hefur fylgst með bar-
áttu hennar við illvígan sjúkdóm í
meira en ár og dáðst að hugrekki
hennar. Eftir meðferð á hvitblæði
hér heima kom Guðrún Katrín aftur
til starfa við hlið manns síns. Allt
síðasta sumar voru þau hjónin í
miklum önnum og víða .á ferðinni,
innanlands og utan. Veikindin tóku
sig upp og fór forsetafrúin til Banda-
ríkjanna í mergskiptaaðgerð. Guð-
rúnar Katrínar var víða minnst í
gær. Forsætisráðherra ávarpaði
þjóðina, hennar var minnst á Al-
þingi og á kirkjuþingi. Forseta og
fjölskyldu bárust kveðjur
hvaðanæva að.
Guðrún Katrín varð stúdent frá
MR vorið 1955. Framhaldsnám
stundaði hún á árunum eftir 1970,
fyrst í fomleifafræðum við Gauta-
borgarháskóla 1971 til 1972 og síðan
í þjóðfélagsfræðum viö Háskóla ís-
lands 1973 til 1975. Hún starfaði við
Náttúrufræðistofnun íslands 1956 til
1962, var dagskrárfulltrúi hjá Sjón-
varpinu 1972 til 1974, framkvæmda-
stjóri hjá Póstmannafélagi íslands
frá 1979 til 1987 og aftur frá 1990 til
1996, er þau hjón urðu húsbændur
að Bessastöðum. Á tímabili rak hún
verslun með hannyrðavörur og var
framkvæmdastjóri Þjóðþrifa hf.
Tók þátt í að móta
Seltjarnarnes
Guðrún Katrín og Ólafur Ragnar
bjuggu á Seltjamamesi. í bæjarmál-
um lét Guðrún að sér kveða undir
merkjum Alþýðubandalagsins.
Búbba, eins og Guðrún Katrín var
ævinlega kölluð á Nesinu, reyndist
tillögugóð og þrautseig baráttukona
í bæjarstjórn. Og hún átti ekki í erf-
iðleikum með að vinna sín verk
þrátt fyrir meirihluta sjálfstæðis-
manna í bæmun.
„Mér var eins og mörgum öðmm,
afar hlýtt til Guðrúnar Katrínar. Oft
hvessti auðvitað milli okkar á fúnd-
um, það væri rangt aö halda öðra
fram. Smávegis ágreiningur held ég
að hafi aðeins verið af hinu góða.
Við vorum 16 ár saman við stjóm
bæjarfélagsins svo það gefur auga
leið að ekki var fólk alltaf sammála
Söknuður á Alþingi
Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur
var minnst á Alþingi í gær. Hér eru
nokkrar þingkonur: Kristín Hall-
dórsdóttir, Svanfríður Jónasdóttir,
Guðný Guðbjörnsdóttir, Arnbjörg
Sveinsdóttir og Jóhanna Sigurðar-
dóttir. Greinilegt var að fréttin um
andlát forsetafrúarinnar vakti sökn-
uð meðal þingmanna.
DV-ljósmyndir
um alla hluti. En aldrei tók neinn
ágreiningsmálin heim með sér og
alltaf vorum við bestu vinir á eftir.
Það var alltaf gott að ræða við Guð-
rúnu og hún tók virkan þátt í upp-
byggingunni hér,“ sagði Sigurgeir
Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamar-
nesi, í gær. Hann sagði að fólk á
Nesinu hefði vissulega verið hreyk-
ið af forsetahjónunum og á vissan
hátt eignað sér þau. Enda voru þau
boðin „velkomin heim“ þegar þau
komu í opinbera heimsókn í gamla
bæinn sinn í vor og var fagnað af
tvö þúsund íbúum á Nesinu.
Magnús Erlendsson, forseti bæj-
arstjómar Seltj£im£imess, á þessum
árum sagði: „Þessi bæjarstjóm var
ákaflega samstillt og Búbba var
alltaf fyrst og fremst að hugsa um
hagsmuni bæjarbúa og þá mundi
enginn fyrir hvaða flokk hann var
að starfa. Samstarfið var ljúft, það
þurfti varla handauppréttingu í
bæjarstjóm, fólk var svo einhuga
um flesta hluti," sagði Magnús.
Hann sagði að í vinabæjaheimsókn-
lun erlendis hefði verið gaman að
ferðast með Guðrúnu Katrínu, svo
glæsilegum og vel máli fömum fúll-
trúa bæjarfélagsins. „í umhverfis-
málunum var hún minn sterkasti
stuðningsmaður og hún átti stóran
þátt í því að vestursvæðin við Nes-
stofu vora friðuð. Ég á þá ósk
heitasta þjóð okkar til handa að hún
eignist margar konur henni líkar,"
sagði Magnús.
Eiginkona, vinur,
samstarfsmaður
„Guðrún Katrín helgaði Alþýðu-
bandalaginu krafta sina í sveitar-
stjórnarmálum á Seltjamamesi í
mörg ár og naut viröingar allra
þeirra sem þekktu til starfa hennar.
Þá tók hún alla tíð virkan þátt í
störfum eiginmanns síns og var
honum einstakur félagi og vinur.
Við minnumst hennar öll með þakk-
læti og virðingu," sagði Margrét
Frímannsdóttir, formaður Alþýðu-
bandalagsins, í gær. Hún sagði að
forsetinn hefði misst eiginkonu,
sinn besta vin og nánasta samstarfs-
mann. Hún sagði að forsetafrúin
hefði áunnið sér virðingu og hlý-
hug þjóðarinnar vegna glæsilegrar
framkomu sinnar þar sem virðing
fyrir landi og þjóð einkenndi öll
hennar störf. „Við sem höfum ver-
ið svo lánsöm að kynnast Guð-
rúnu Katrínu á öðrum vettvangi
þekkjum þann sterka og hlýja per-
sónuleika sem hún hafði að
geyma," sagði Margrét.
Ólafur G. Einarsson, forseti Al-
þingis, flutti minningarorð um for-
Hreykin móðir
Þau Guðrún Katrín og Ólafur Ragn-
ar eignuðust tvíburatelpurnar Guð-
rúnu Tinnu og Svanhildi Döllu sem
eru 23 ára. Hér er mynd frá 1978 þar
sem hreykin móðir heldur á tápmikl-
um þriggja ára dætrum. Guðrún
Katrín átti frá fyrra hjónabandi dæt-
urnar Erlu myndlistarmann og Þóru
kennara Þórarinsdætur.
116,47
Eimskip
Flugleiðir
Oliufélagið
Skeljungur
Tæknival
Síldarvinnslan
1026,24
1550
1500
1450
1400
1350
1300
Samrýnd hjón
Hér getur að líta hjónamynd af þeim
Guðrúnu og Ólafi sem var tekin ári
áður en farið var í forsetakjörið. Þá
var Ólafur formaður Alþýðubanda-
lagsins og alþingsismaður en Guð-
rún Katrín starfaði sem fram-
kvæmdastjóri Póstmannafélags ís-
lands. Myndin var tekin á heimili
þeirra við Barðaströnd á Seltjarnar-
nesi þar sem fjölskyldan bjó um ára-
bil.
setafrúna í upphafi þingfundar í
gær. Hann rakti æviatriði Guðrún-
ar Katrínar og sagði að hógvær
framkoma, ljúfmennska og hátt-
prýði hefðu verið aðlaðandi þættir
í fari hennar. „Því hlutverki sem
henni var fengið við hlið forseta
íslands gegndi hún með sannri
prýði og vakti aðdáun hárra sem
lágra. Að því kom of fljótt að hún