Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Side 8
Aukabúnaður é mynd: Altelgur A Lancer og Carlsma.
8
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
Hið virðulega Dansk 0lnyder Selskab hefur kosið Thule bjór
frá Sól-Víking á Akureyri 3. bragðbesta bjórinn í veröldinni.
513 bjórtegundir komu til greina frá 59 löndum.
Þiónustusfml 55D 5DQD
www.visir.is
NÝR HEIMUR Á NETINU
Utlönd
Milosevic Júgóslavíuforseti undir smásjánni:
Mismikil hrifning
Slobodan Milosevic Júgóslavíu-
forseti er nú undir smásjá Vestur-
landa sem vilja tryggja að hann fari
að samkomulaginu sem gert var við
sendimann Bandaríkjastjórnar í
vikubyrjun. Þar gaf Atlantshafs-
bandalagið (NATO) Milosevic fjög-
urra sólarhringa frest til að leysa
Kosovodeiluna áður en loftárásir
NATO hæfust.
Stjórnvöld í Júgóslavíu og erlend-
ar ríkisstjómir fógnuðu samkomu-
laginu þar sem áhættusömum hem-
aðaraðgerðum er afstýrt, að
minnsta kosti í bili. Ekki em þó all-
ir jafnhrifnir. Einkum eru það
Kosovo-Albanir sjálfir sem eru
óhressir. Þeim finnst sem sum lykil-
efni hafi verið skilin eftir óleyst.
Staða Kosovohéraðs er þeim hug-
leikin. Samningurinn gerir ráð fyr-
ir sjálfstjórn þótt íbúamir krefjist
fulls sjálfstæðis. Þá hafa Kosovo-bú-
ar áhyggjur af því hvernig hægt
verði að fá flóttamenn í héraðinu til
að snúa aftir heim áður en vetur
gengur í garð þar sem engar her-
sveitir NATO verði til staðar að
veita þeim vernd gegn Serbum.
Búist er við embættismönnum frá
NATO og Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu (ÖSE) til Serbíu á
næstu dögum til að ganga frá samn-
ingi um endalok hemaðaraðgerða
Sextán manns létu lífið og sextíu særðust er sprenging varð í
flugeldaverksmiðju í Tultepec í Mexikó í gær. Símamynd Reuter
Serba gegn albanska meirihlutan-
um í Kosovo.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í gær að góðar líkur væru á
því að koma mætti í veg fyrir loft-
árásir NATO. Það væri þó undir
Milosevic komið.
Serbar verða að kalla hermenn
sína heim frá Kosovo eða halda
þeim í búðum sínum. Þá verða þeir
að hleypa tvö þúsund eftirlitsmönn-
um ÖSE inn í Kosovo og vinna með
þeim svo þeir geti fullvissað sig um
að Serbar fari að öllum skilmálum
sem þeim hafa verið settir. Óvopn-
aðar flugvélar NATO munu fljúga
eftirlitsflug yfir Kosovo.
Netanyahu
svartsýnn
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, sagði í gær að
engar horfur væru á imdirritun
samkomulags við Palestínumenn
á leiðtogafundinum í Washington
sem hefst á morgun nema Palest-
ínumenn sinntu öllum skyldum
sínum. Netanyahu lét þessi orð
falla nokkrum klukkustundum
eftir að ísraeli var skotinn til
bana og annar særður alvarlega
nálægt Jerúsalem.
Svarta ekkjan
ekki geðveik
Þrír sérfræðingar hafa úr-
skurðað að Patrizia Reggiani
Gucci, fyrrverandi eiginkona
tískukóngsins Maurizios Guccis,
sem kölluð hefur verið svarta
ekkjan, sé heil á geði. Patrizia er
ákærð fyrir að hafa skipulagt
morðið á fyrrverandi eiginmanni
sínum. Verjendur Patriziu
reyndu að halda því fram að hún
hefði ekki verið andlega heilbrigð
síðan æxli var fjarlægt úr heila
hennar árið 1992.
|
i
(
i
L
€
€
i
c:
[HJ
HEKLA
Lancer 75 hestöfl •öryggispúðar fyrir ökumann og farþega •Fjarstýrðar
samlæsingar •Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn •Rafhitun í
framsætum •Rafstýrðir upphitaðir útispeglar •Vindskeið o.m.fl.
MIT5UBISHILANCER kostarfrakr.
1.350.000