Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 9
hing to eat!“ Ameríka var mjög erfið líka því það var búið að plana tónleika í New York, Boston, Washington og allt svo- leiðis en svo varð ófært og við bara stökk í Chicago. Samt var rosagaman en mikil vonbrigði." Hvaö stendur nú upp úr af þessu öllu? „Mér fannst æðislega gaman að spila í Finnlandi. Við bjuggumst ekki við neinu en þá var biðröð lengst út á götu, troðið á tðnleik- unum og brjáluð stemning - það verður varla betra en brjálaðir pönkarar í Helsinki." Nornir í slagsmálum Nýja platan heitir „G“ og er átta laga. „Við höfðum bara ekki meiri tíma í stúdíóinu," segir Bíbí, „en þetta eru það góð lög að þau jafn- ast á við 13 hjá öðrum hljómsveit- um. Steve Lyon mixaði þetta fyrir okkur, hann hefur t.d. unnið fyrir Depeche Mode og Wedding Pres- ent. Þetta er mjög heilsteypt plata, sama sánd og filingur út i gegn.“ „Núna er verið að ræða fram- haldið," segir Bíbí um næstu skref. „Við höfum alla vega fengið tilboð um að spila út um allt og dreifingaraðilar hafa haft sam- band. Við verðum á festivölum í Kanada og Texas á næsta ári. Það er líka verið að kanna möguleik- ana á að við hitum upp fyrir stærra band, það er það sniðug- asta sem við getum gert. í nóvem- ber eram við að fara til Englands og írlands að spila.“ Allir vinir í bandinu? „Við rífumst auðvitað og okkur þykir hin stundum leiðinleg en það er aldrei meira en í klukku- tíma. Svo eram við bara; „viltu vera memm.“ Er mikiö hangið saman fyrir utan feröirnar? „Ég veit það ekki, þessar ferðir era svo lýjandi. Við vorum saman í sendibíl í Frakk- landi í þrjár vikur og í einu herbergi i Chicago. Tíðahring- urinn stillist saman hjá okkur á þessum túrum og Kalli fær taugaáfall um svip- að leyti og við eram að byrja. Þess á milli erum við alltaf að funda og æfa og hittumst þannig. Það dugar alveg.“ Fá kœrastar og kœrastur aö fara með út? „Ja, vonandi höf- um við einhvern tímann efni á því. Það er alltaf gott ef aukafólk er með, þá högum við okkur a.m.k. skynsamlega og erum ekki ein- hverjar nornir í slagsmálum." Með rúllur í hárinu í rósóttum kjól „Mér finnst rosalega gaman að kjafta og horfa á bíómyndir," seg- ir Bíbí um áhugamálin, „og að fara á skíði. Ef ég gæti snögglega ekki spilað lengur færi ég liklega að gera eitthvað göfugt, eins og að fara í skóla og verða sátfræðing- ur, félagsfræðingur eða eitthvað slíkt - væri að hjálpa fólki í vanda. En ef við hefðum aldrei stofnað hljómsveitina hefði ég lík- lega farið út í pólitík, stofnað al- mennilegan kommúnistaflokk." Svo varöstu mamma í fyrra. Hvernig er þaö? „Alveg rosalega gaman, alveg yndislegt. Strákurinn heitir Ás- geir Júníus af því hann fæddist í júní. Það kom mér á óvart hvað mömmuhlutverkið lá beint við og er í blóðinu. Ég tek mömmu mína til fyrirmyndir - hún er rosalega góð mamrna." Hafói þetta ekki áhrif á poppiö? „Nei, ég tók bara trúarbrögð mömmu til fyrirmyndar. Maður verður bara að standa við sitt. Ég held að barninu líði ekkert betur með það að maður verði þung- lynd húsmóðir einhvers staðar, búin að fóma öllu sínu. Ég hef ekki tekið hann með af því við höfum bara verið í stuttum ferð- um og búið á þrem fermetrum en ég tek hann líklega með í framtíð- ixmi ef það verða lengri ferðir." Hvaö séröu þig vera að rokka lengi í viöbót? „Ég sá einhvern tímann Shadows í sjónvarpinu, eldgamla með dansspor og í svaka stuði. Mér fannst það flott. Hver veit nema maður feti bara í fótspor þeirra og verði með rúllur í hár- inu í rósóttum kjól að spila rokk. Ég held að það kæmi bara vel út.“ -glh ,Hver veit nem»miaður verði með rúllur i hárinu í rósóttum kjól að spij^r rokk.1 og Sigur Rós frestað Þeim jólaplötum sem rokká- hugafólk beið hvað spenntast eftir, plötur með Sigur Rós og Vinýl, hef- ur verið frestað fram á næsta ár. Þó allt stefndi í góðar plötur ákváðu sveitirnar í samráði við út- gefendur sína að gera enn betur og bíða. Stefnt er að því að platan með Vínyl komi út næsta vor en ekki hefur verið ákveðið hvenær Sigur Rósar-platan kemur út. Rokkfólk verður því að gera sig ánægt með aðrar plötur fyrir jólin og þar er svo sem úr nógu að moða. Þorgrfmur frestar Margir voru eflaust famir að hlakka til að sjá fullorðinsbók frá unginga- bókakónginum Þorgrími Þrá- inssyni. Hann hefur unnið að henni í mörg, mörg ár og ætlunin var að koma með hana nú fyrir jólin. En Þorgrímur er ekki alveg orðinn sáttur við bókina og ætlar .að halda áfram að vinna í henni. Það er augljóst að hann ætlar ekki að láta hanka sig á neinum.smáat- riðum með þessa bók. Það kemur samt enn ein unglingabókin frá honum og pottþétt að það gleður á tíunda þúsund íslendinga. Eða það er svona meöalsala hjá þessum bókmenntakóngi. Fullorðna fólkið bíður þá bara og sér til hvað verð- ur um næstu jól. yjin lyj m i U'z idiiiiJsijr7) ÍJ3J Ji íJíJ -U o.m.f ÐMENN I NSIM G GANG ÐELLATRIX SIGURROS LAND OG SYNIR VINYLL MAGGA STINA RAGNAR SOLRERG 200.000 NAGLBITAR SUREFNI BYL GJAN SOKNUÐUR O.FL.O.FL BYLGJAN, TAL OG LANDSBANKIÍSLANDS / Landsbanki Islands þú átt ordid 23. október 1998 f ÓkUS 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.