Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 11
popp Næturgalinn. í kvöld og annaö kvöld leika Lúdó og Stefán fyrir dansi og á sunnudags- kvöldiö leikur Hljómsvelt HJördísar Geirs nýju og gömlu lögin. Fógetlnn. Stuöfélagarnir í Bláa fiöringnum skemmta alla helgina og fá til liös viö sig söngkonuna Önnu Karen. Norðurkjallarl, MH. í kvöld er geðveikt Drum'N Bass dæmi í gangi. Þar koma fram plötusnúö- arnir DJ Lee frá Blue Noete klúbbnum f London, Hugh Jazz og hinn þétti DJ Ámi. Það kostar sex hundruð kall inn fyrir utan skóla og eitthvað minna fýrir innvígða. Sir Ollver. f kvöld leikur ítalska blúsbandiö Lillitl Bluesband en á sunnudagskvöld mæta hinir einu sönnu Bftlar. .. Þaö hefur mikið verið 1 gangi hjá Depeche Mode síðustu misserin. Gefin var út vinsæl „tribute" plata þar sem ýmsir popp- og rokkarar tóku lög þessarar áhrifa- miklu sveitar og nýlega kom svo út tvöfaldur pakki með helstu lögum sveitarinnar frá timabilinu 1986 til '98. Depeche Mode hefur haft áhrif á jafhólíka listamenn og Tricky, Smashing Pumpk- ins og Air og oftast farið eig- in leiðir með sínu rafknúna saltpoppi. Enn er hún farin af stað i heimsreisu að spila í þágu safnpakkans og virð- ist vera í fínu formi þrátt fýrir að hafa staðið í þessu í 18 ár og farið óteljandi oft í meðferð. Bandið gaf út plötumar „A broken frame“ og „Construction time aga- in“, sem fóru sjálfkrafa á topp 10. Á „Construction..." voru þeir með þeim fyrstu til að nota „sampl“ tæknina, og það má segja sveitinni til hróss að hún hefur alla tíð til- einkað sér tækninýjungar fljótt. Þéttur raftakturinn sem hún galdr- aði með tólunum hafði síðar mikil áhrif á mótun „hús“-tónlistarinnar í Detroit. Fallið fyrir freistingum Vinsældir Depeche Mode voru fyrstu árin bundnar við Evrópu. Á árununum 1987-88 fóru þeir um Ameríku til kynningar á „Music for the masses". Þó platan færi hæst í 35. sæti í Ameríku voru þó tónleikar fjölsóttir og fleira fólk mætti á þá en keypti plötuna. Vel- heppnaðri Ameríkuferð lauk með 75 þúsund manna tónleikum í Pasadena í júní '88 og árið eftir sýndi tónleikaplatan og -mynd- bandið „101“ svart á hvítu hvílíkt risaband Depeche Mode var orðið. Þeir slógu enn eitt metið með smá- skífunni „Personal Jesus“, sem varð söluhæsta 12-tomma Warner Brothers frá upphafi, sló Madonnu og Prince leikandi út. Bandið heilsaði nýjinn áratug með plötunni „Violator", þar sem svuntuþeysar létu í minni pokann fyrir hráum gíturum. Þróun í rokkátt hélt áfram á „Songs of faith and devotion" '93, enda voru áhrif banda eins og Nirvana og Jane’s Addiction orðin það mikil að erfitt var að standast freisting- ar hráa rafgítarsins. Sú plata sló í gegn eins og fyrri verk (fór beint í fyrsta sæti í Ameríku og Englandi) og eftir 14 mánaða tón- leikaferð (156 tónleika) þótti við hæfi að fara í pásu. Alan Wilder notaði tækifærið til að laumast í burtu, en aðrir börðust við rokk- Svefnherbergisgutl Upphaf sveitarinnar var hógvært. Fjórir strák- f ar fóru að gutla saman á svuntuþeysara í svefn- f herbergi eins þeirra í smábænum Basildon í Essex. Árið var 1980 og gítarar enn réttur dagsins > í rokkinu. Á þessum tíma var það Vince Clarke sem var höfuðpaurinn, samdi lögin og lagði lín- urnar. Markmið strák- anna var einfalt; að gefa út smáskífu. Þeir kynnt- ; ust Daniel Miller, eig- anda smáfyrirtækisins Mute, og fyrsta smáskífan : „Dreaming of me“ kom út í mars '81. Lagið gerði Ut- ið og það var ekki fyrr en með þriðju smáskífunni, „Just can’t get enough“ og fyrstu stóru plötunni ? „Speéik and spell“, sem > bandið slapp yfir þrösk- > uldinn, varð geysivinsælt j og hefúr verið það síðan. Bandið túraði stíft en j Vince fékk fljótlega upp í : háls af vegavinnunni, j gekk út og stofhaði Yazoo j með þybbinni söngkonu, j Alison Moyet. Eftir sátu söngvarinn Dave Gahan j og svuntarnir Martin i Gore og Andrew Fletcher. Þeir dóu ekki j ráðalausir; Martin tók að ‘ sér höfundarvinnuna og 1 hans fyrsta verk, smá- | skífan „See you“, fór í sjötta sæti á enska listan- um, hæst Depeche Mode- laga til þessa, og menn önduðu léttar. Alan Wilder fyllti skarð Vince og Mute fyrirtækið og Depeche Mode fitnuðu á sívaxandi vinsældiun. Depeche Mode er lögð af stað í I r'r~\^ hnattferð til að kynna tvöfaldan J | | pakka með úrvali af 18 ára afrakstri sveitarinnar sem hefur haft alvarleg áhrif á jafnólíka listamenn og Tricky, Smashing Pumpkins og Air. Drengirnir bera árin vel svo eitthvað virðist hafa síast inn í þeim óteljandi meðferðum sem þeir hafa farið í. sköddun ýmiss konar, helst þá Dave söngvari sem hafði ánefjast heróíni og hékk djönkandi sig á hótelherbergjum horfandi á veður- fréttarásina í sjónvarpinu. Hann komst í fr éttir seint á árinu '95 fyr- ir sjálfsmorðstilraun en fékk sára- bindi á úlnliðina og var sendur beint í meðferð. Uppþurrkunin gekk ekki í fyrstu tilraun; Dave hefur ítrekað óverdósað á hótel- herbergjum með kók í nös og heróín í æð og verið sendur ba-bú á spítala. Hann hefur verið kærð- iu fyrir dópeign, en sloppið með skrekkinn. Nú virðist kallgreyið kominn á sæmilegt ról og fer reglulega á AA-fundi í þeim borg- um sem Depeche Mode spilar í. Inn í næstu öld í fyrra kom út þrettánda plata bandsins, „Ultra“, þar sem snúið var frá rokkinu aftur í svuntu- poppið. Nýlega eru svo komin út þrjú ný lög, þ. á m. „Only when I lose myself‘, sem sett var á safn- pakkann. Næsta plata verður varla fyrr en árið 2000 enda framundan tónleikaferðir til jóla. Þá ætlar Martin Gore að taka sér góðan tíma til að gera næstu plötu, enda játar hann að band- ið vinni ekkert sérstak- lega hratt. Dave Gahan líkir samstarfi þeirra við kvikmyndagerð; Martin sé leikstjóri og handrits- höfundur og hann sjálfur aðalleikarinn. Yfirbragð Depeche Mode verður seint talið gleðilegt. Þeir hafa varla verið i hoppandi stuði síðan á „Just can't get enough“, sem er orðinn 16 ára gamall smellur. Þeir hafa haft sína djöfla að draga, frægðin er ekki tekin út með sældinni og allt það, og það hefur heyrst í tónlistinni, sem oft hefur verið dimm og drungaleg. Kannski birt- ast þeir skoppandi hress- ir árið 2000 með jákvæða AA-strauma i blóðinu, eða kannski rekur ein- hæft túralífið (spila, brennivín, grúppíur, rúta, hótelherbergi) þá út í enn meira sukk og drungalegar vangaveltur um hvað það er erfitt að vera frægur og ríkur. Hver veit? Það er þó nokkurn veginn á hreinu að áhrif Depeche Mode verða ekki þau sömu og áður, eins og sést á daðri þeirra við gruggrokkið, sem sann- aði að bandiö var orðiö eltandi en ekki í fram- varðarhlutverki. Þeir hafa þó það mikla fortíð á bakinu og mörg vinsæl lög að þeir ættu að geta gert það gott langt inn í næstu öld. -glh Lambchop - What another man spills: ★★★■< Elvis Costello & Burt Bacharach - Painted from memory: ★★★ Catalína. Hamraborg 11. Þar munu lelka og syngja þau Anton Kröyer og Elin Hekla (dúett- inn Jukebox) alla helgina. Það má þv! búast viö að gestir Catalínu veröi í góðu tðmi. Stjórnln, Sigga Belntelns og öll þau veröa í þvílíkri hamingju í Þjóðlelkhúskjallaranum ! kvöld. Krlnglukráln. í aðalsalnum verður hljómsveitn Sín alla helgina. En í Leikstofunni heldur trú- badorinn Ómar Diðrlksson áfram aö ylja gest- um og gangandi. FJaran. Jón Möller leikur rómantíska píanótón- list fyrir matargesti og svo kemur hin sívin- sæla Viklngasvelt i heimsókn. Café Romance. Píanóleikarinn og söngvarinn Llz Gammon heldur áfram að skemmta gest- um næstu vikurnar. Jafnframt spilar Liz fyrir matargesti Café Óperu fram eftir kvöldi. Gullöldln. Hinir einu sönnu Svensen & HalL funkel mæta i kvöld og hætta ekki aö trylla lýðinn fýrr en helgin er liðin. Café Amsterdam. I kvöld og annað kvöld held- ur DJ Blrdy uppi diskóstemningu. Álafoss föt bezt. í kvöld og annaö kvöld held- ur Creedende Clearwater Reevlval áfram. Glldrufélagar ásamt bassanum úr Mezzoforte spila öll gömlu góðu stuölögin. Dubllner. í kvöld og annað kvöld leika þeir fé- lagar Carl Valur og Bergur Pétursson. En á sunnudagskvöldið tekur Cllff James viö stemningarkyndlinum. Ásgarður, Glæsibæ. I kvöld leikur hljómsveit- in Helðursmenn fýrir dansi. Húsiö verður opn- að kl. 21 og má dansa til kl. 2. Á sunnudag mætir svo Capri-tríóið og leikur frá átta til hálf tólf. Hótel Saga, Mímlsbar. I kvöld og annaö kvöld leika gleöigjafarnir André Backman og KJart- an valda tónlist. Sveitin Hótel Akranes. Eitt lag enn grúbban, Stjórnln, mætir annað kvöld og spilar fram eftir nóttu. Hin eldhressa hljómsveit Jósl bróðlr & synlr Dóra leikur fýrir dansi í kvöld og annað kvöld á Odd-Vitanum, Akureyri. Þar munu einnig koma fram söngvararnir Jóhann Már Jóhanns- son og Öm Vlðar Blrglsson ásamt undirleik- ara, Daníel Þorstelnssynl. Langisandur, Akranesi. Pianóleikarinn Slgfús E. Amþórsson skemmtir i kvöld og annaö kvöld. Höfðlnn, Vestmannaeyjum. Rosaballgrúbban Land og synlr gerir allt vitlaust annað kvöld. Hótel Borgarnes. Hljómsveit Gelrmundar Val- týssonar veröur meö skagfirska sveiflu annað kvöld. Búðarklettur, Borgarnesi. Um helgina veröur diskótek en annaö kvöld mætir franska strippgellan Frenchy. Það veröur því erótík á slóðum Eglls Skallagrímssonar um helgina. Skothúslð í Keflavík kveður frábært sumar með heitustu hljómsveit sumarsins. Skíta- mórall mætir sem sagt í kvöld og því má bú- ast við troöfullu húsi. Hljómsveitin Sóldögg heldur norður um helg- ina og í kvöld leika þeir félagar fyrir dansi í Hlöðufelll á Húsavík. SJallinn opnar 987 Klúbbinn annaö kvöld. Tískusýningar og veitingar til miðnættis. Sól- dögg mætir svo á svæöiö og heldur uppi brjál- uðu flöri fram eftir nóttu. 23. október 1998 f Ókus -Td - .i .“íi- WT i.H-f O Stórgott Líklega er hljómsveitin Lambchop sérkennilegasta hljóm- sveitin í höfuðborg kántrísins, Nashville. Sveitin spilar kántrí með sól- og fönkívafi og kemur iðu- lega fram á hommabörum og strippstöðum. Kurt Wagner er að- almaðurinn og semur lögin en með honum eru níu upp í fjórtán hljóð- færaleikarar. Á nýju plötunni, þeirri fimmtu, er bandið íjórtán marma og á góða flugi. Blásturs- hljóðfæri sólsins blcmdast stálgít- urum kántrísins í magnaðri blöndu sem fær gæsahúðina til að hríslast um hlustandann sé hann í blíðum gír. Kurt lifir ekki af tón- listinni ennþá og hefur verið í byggingariðnaðinum. Textarnir eru því ekkert ljóðagutl heldur kjaftfor útrás fyrir sögum af dauða, ást og alkóhólisma. Meginpartur þessarar plötu myndi svínvirka á aðdáendur Cowboy Junkies, Nick Cave og Tom Waits og svo fer biggbandiö stundum hamforum í eðalfönki og Motown-legri sóltón- list. Hér gengur allt fymavel upp og skemmtilegar útgáfur af Curtis Mayfield- og Frederick Krnght- lögum auka bara á fjölbreytnina. Stórgóð plata. Gunnar Lárus Hjálmarsson Notalegur félagsskapur Gullna popparfleifð þessara tveggja Textamir era ljúfsárir, oft um horfnar heiðursmanna þarf vonandi ekki að rifja upp fýrir lesendum. Þeir hafa siim á hvora poppsviðinu samið mörg af bestu dægurlögum heimsins. Þessi plata er samvinnuverkefhi sem varð til í framhaldi af því að þeir vora beðn- ir um að semja lög við kvikmyndina „Grace of my heart“. Þeim líkaði sam- starfið og ákváðu að semja þessa plötu saman. Elvis syngur öll lögin með sinni angurværa rödd sem um leið er hrá. Ef sykursætur söngvari heföi sungið þessa plötu hefði sykurmagnið farið úr böndunum og manni hefði far- ið að líða illa. Gott jafhvægi er því á hlutunum og bragðefnin koma úr kryddhillum meistaranna beggja, þó Burt sturti meira úr sínum bauki. Þeir era snillingar í að semja lúmskar melódíur; þær læðast að manni eftir nokkrar hlustanir og vilja ekki fara. Yfírbragðið er hunangsgljáð, hér er poppiö rólegt, yfirvegað og fallegt. ástir og missi. Kannski hefðu nokkur glaðari lög gert pakkann fullkominn, því ef maður er þannig innstilltur má fmna að einhæfum ljúfleikanum og láta haim fara í taugamar á sér. Samt sem áður er þetta hlý plata og fín, skyldueign fyrir aðdáendur snilling- anna og notalegur félagsskapur við huggulegar kringumstæðum. Gunnar Lárus Hjálmarsson Grand Hótel vlö Slgtún. Gunnar Páll lelkur og syngur dægurlagaperlur týrir gesti hótelsins i kvöld og annaö kvöld. Allir velkomnir. Grand Rock. Hinir kátu Geirfuglar leika fýrir j kráargesti í kvöld. Á morgun getur fólk síöan komiö og telft undir leiösögn Hrafns Jökuls- sonar kl. 15 og mun þaö j vera kjörin vörn gegn timburmönnum. Á miðvikudagskvöldið í næstu viku verður síöan Ijóöa- og bókmenntakvöld á Stóra steinl. Iðnó. Farandslista- eða verkamennirnir Maggi El- ríks og KK halda tónleika næstkomandi þriöjudags- kvöld kl. 21. Félagarnir munu leika heimsfræg lög og segia skemmtisög- ur. meira á. www.visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.