Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 21
bíódómur Laugarásbíó/Háskólabíó: The Truman Show 0 ^fj £>_rj i/2jjjjltj íj 2AÍ 'itiuíj íi solamvmu Lelkstjöri: Peter Weir. Handrit: Andrew Niccol. Kvlkmyndataka: Peter Biziou. Tónllst: Burk- hard Dallwitz. Aöalllelkarar: Jim Carrey, Laura Linney, Ed Harris, Natasha McElkone, Noah Emmerick og Holland Tayior. í The Truman Show kynnumst við tilbúinni sjónvarpsveröld sem hönnuð hefur verið utan um vin- sælustu sápuóperu í heimi. I sáp- unni eru allir leikarar nema einn - aðalstjaman, Truman Burbank, hann er fyrsta barnið sem ættleitt er af stórfyrirtæki og fyrsta mann- eskjan sem sjónvarpsáhorfendur hafa fylgst með 24 tíma á sólar- hring alla hans ævi. Truman býr ásamt eiginkonu í smábænum Sea- heaven og er í góðri vinnu sem tryggingarsali. Það sem hann veit ekki er að allt bæjarlífið snýst í kringum hann. Strax á fyrstu mín- útum kemur í ljós að ekki er allt eins og það á að vera, en Truman er samt ekki með á nótunum þrátt fyrir að hluti af tækniútbúnaði fellur af himni ofan beint á gang- stéttina fyrir framan hann og að hann getur labbað út úr rigningu. The Tmman Show er byggð á einstaklega snjallri hugmynd þar sem gerviveröld sjónvarpsins er komin inn í hið daglega líf hins venjulega manns, eitthvað sem vel er hægt að hugsa sér að unnt sé að gera með sjónvarps- og kvik- myndatækni nútímans. Kryddið í tilverunni er ekki mikið hjá Trum- an Burbank, enda unir hann að mestu vel við sitt. Aðeins einu sinni hefur hann lent í mótlæti, það var þegar æskuástin hvarf af sjónarsviðinu (hún fór út fyrir hlutverk sitt og var skrifuð út úr sápunni hið snarasta). Truman hefur ekki gleymt henni og til- hugsunin um að hún bíði hans á Fídjieyjum gerir það að verkum að smám saman koma brestir í tilver- una og Truman uppgötvar að líf hans er ekki eins og hann hefur haldið. Það er margt óþægilegt sem lesa má úr The Truman Show og áleitnar spurningar leita ósjálfrátt á mann. Svörin eru ekki mörg enda er í raun verið að fást við framtíðarsýn í sjónvarpi. Peter Weir byggir upp mynd sína á áhrifamikinn hátt. Fyrri helming- urinn er á yfirborðinu eins og syk- ursæt sápuópera, eiginlega svo ómerkileg að þeir áhorfendur sem ekki vita fyrirfram hvað um er að vera eða átta sig strax á hlutunum vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Þegar Truman fer svo að berjast fyrir tilverurétti sínum og skaparinn Christof birtist hreytist myndin smátt og smátt í drama fullt af tilfmningum og ótta. Peter Weir tók mikla áhættu meö því að láta Jim Carrey leika Truman Burbank. Carrey hefur hingað til tekist best upp í forsum á borð við Liar, Liar og Dumb and Dumber og það er ekki svo auðvelt að gleyma þessu og satt best að segja tekur það langan tíma fyrir hann að ná fótfestu. Hinn langi að- dragandi að dramanu hjálpar ekki til, en segja má samt að myndin sé sigur fyrir Carrey þvi hann ræður vel við þetta erfiða hlutverk þótt ekki verði úr nein snilld. The Truman Show er enn ein rós í hnappagat Peters Weir. Hún er ekki besta kvikmynd hans, en á meðal þeirra bestu, virkileg góð og áleitin kvikmynd sem byggð er á snjallri hugmynd en verður ekki talin til meistaraverka. Það má hugsa sér aðrar lausnir en Weir velur sér, hvort sem um er að ræða endinn eða ýmislegt annað. Til dæmis hefði orðið allt öðruvísi kvikmynd ef kafað hefði verið í til- finningar Trumans gagnvart vin- um og ættingjum, hver heilvita maður hlyti í raun að brjálast þeg- ar hann kæmist að því að allir ást- vinir hans eru í raun leikarar sem aldrei hafa gefið frá sér neitt í „The Truman Show er enn ein rós í hnappagat Peters Weir. Hún er ekki hesta kvikmynd hans, en á meðal þeirra bestu, virkileg góð og áleitin kvik- mynd sem byggð er á snjallri hugmynd en verður ekki talin til meistaraverka.“ hans þágu nema fyrir pening. Alls óvíst er samt að sú mynd hefði orðið áleitnari, öðruvísi, en ekki betri. Hilmar Karlsson Les Mlsérables Bille August er á heimavelli en honum lætur vel aö kvikmynda miklar skáldsögur og áhorfandinn fær það ekki á tilfinninguna aö efnið sé sött í 1.500 síöna bók. Hér er á feröinni ágætis skemmt- un og saga sem svíkur engan. -ge The Real Howard Spitz ★ Þessi ójafna, ófyndna og þunglyndislega gamanmynd er mér hálfgerð ráðgáta. Kelsey Grammer er einn vinsælasti sjónvarpsleikari Bandarikj- anna (þættirnir Frasier og Staupasteinn) og ég heföi ætlaö aö hann setti markið hærra þegar hann fengi tækifæri til þess aö spreyta sig á hvíta tjaldinu. Hann ætti aö tala alvarlega yfir hausamótunum á umboösmanni sínum. -ge The Mask of Zorro ★★★ Það má vel skemmta séryfirýktum hetjulátum og útblásinni rómantík og myndin var ákaflega áferðarfalleg, glæsileg og glamúrus og flott og smart, en einhvern veg- inn vantaði herslumuninn. -úd þeim skilningi að við erum enn ekki komin á það stig að sjónvarpa sápuóperu 24 tíma á sólarhring." En hvers vegna skyldi Peter Weir, sem margoft hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á sjónvarpi, gera kvikmynd sem fjallar um sjónvarp: „Sjónvarp er hluti af lífi okkar. Ég er enginn andstæðingur sjónvarpsins sem slíks, það er bara svo margt vont sem kemur þaðan. Á mínum fyrstu árum í hjónabandi áttum við ekk- ert sjónvarp og það var vegna þess að við vorum fátæk og vorum með hugann við allt annað. Ég var að búa til mínar fyrstu kvikmyndir og eiginkona mín tók þátt í því starfi af miklum eldmóði. Þegar börnin komu þá komu upp þau sjónarmið að það væri allt í lagi að halda þeim frá sjónvarpinu og það tókst um hríð. Með myndbanda- byltingunni breyttist viðhorf mitt. Þama var komið kjörið tækifæri til að sjá kvikmyndir heima, kvik- myndir sem ekki var hægt að sjá öðruvísi og í framhaldi fór ég að horfa á vandaðar sjónvarpsseríur. Það að ég horfi eins og aðrir á sjónvarp hefur þó ekki komið í veg fyrir að ég sjái ekki hversu slæmt það getur verið. Það versta er kannski ofnotkun á því fyrir börn þegar verið er að gera sjónvarpið að barnapíu." -HK Laugarásbíó The Truman Show ★★★ Sjá gagniýni Hilmars Karlssonar hér á síöunni. Specles II ★ I þetta sinn tekur geimveran sér bólstað i líkama karlmanns, sem barnar hverja konuna á fætur annarri af geimbörnum (hann er jú hetja) og ætlar sér heimsyfirráð án dauöa. Þessi framhaldsmynd fellur í allar þær gildrur sem framhaldsmyndir eiga á hættu og virðist vera aö framhalda fleiri en einni mynd, Terminator II, Aliens, Invasion of the Body Snatchers, Xtro og Insemnoid. -úd Slidlng Doors ★★! Leikurinn er almennt góö- ur en þó handritið innihaldi heilmikiö af skemmtilegum punktum og kiippingarnar milli sviöa/veruleika séu oft skemmtilegar þá vant- ar hér einhvern herslumun. -úd Regnboginn Dr. Doollttle ★★★ Það kom mér á óvart hversu lítiö púöur var í handriti Nat Mauldin og Larry Levin, en sagan sem slík heföi átt að tryggja fjörmeiri og eftirminnilegri mynd. Gaman er aö ærslunum i Eddie Murphy, en Dagfinnur olli mér vonbrigð- um. -ge Phantoms ★★★ Phantoms inniheldur mikiö af mögnuöum senum og sitúasjónum sem gera hana bara nokkuð eftirminnilega. Þaö er fátt sem kemur á óvart, en hér er unnið vel úr gömium tuggum, og meö vel völdum og ágæt- um leikurum má vel hrylla sig (ánægjulega) yfir þessari. -úd The X-files ★★ Einhvern veginn þýddust ráögát- umar illa á stóra tjaldiö. Þarna er sannleikann bak viö þættina aö finna, en þaö er eins og aö- standendur hafi aldrei almennilega getaö gert upp viö sig hvort gera skuli langan sjónvarps- þátt eöa bíómynd. -úd Les vlslteurs 2 ★ Þótt Jean Reno sé skemmti- legur leikari með mikla útgeislun getur hann ekkert gert til þess aö bjarga þessari mynd. -ge Stjörnubíó The Truman Show fjallar um Truman Burbank, sem ekki veit af þvi að hann er skærasta sjónvarps- stjama nútímans, hann er aðal- leikari vinsælasta sjónvarpsþáttar í heimi sem sjónvarpað er tuttugu og flóra tíma á sólarhring. Með hlutverk Tmmans fer grínistinn Jim Carrey sem sýnir á sér nýja hlið í krefjandi hlutverki. Aðrir leikarar em Ed Harris sem leikur skapara Trumans og höfund sjón- varpsþáttanna, Laura Linney sem leikur eiginkonu Trumans og Natasha McElhone sem leikur hina einu sönnu ást í lífi Trumans. Leikstjóri er Peter Weir, einn virtasti leikstjóri nútímans. Mikill undirbúningur liggur að baki The Truman Show. Myndin gerist að öllu leyti í tilbúnum smá- bæ sem virkar eins og leiksvið. í fyrstu hefði mátt halda að þarna hefðu leikmyndasmiðir í Hollywood fengið stórt og mikið verkefni til að kljást við og í fyrstu ætlaði Peter Weir að byggja smá- bæinn Seaheaven í stórri stúdíó- byggingu. Hann breytti þeirri ætl- im þegar honum var litið í ástr- alskt tímarit fyrir arkitekta þar sem verið var að fjalla um bæ í Flórída sem hét Seaside. Um var að ræða 300 íbúða þorp, þar sem enginn átti fast aðsetur, þannig að hægt var að leigja bæinn í heilu lagi, bæ sem hafði allt sem þurfti, verslanir, pósthús, bókabúð, veit- ingastaði, gallerí og margt fleira. Allar götur voru eins og framhlið allra húsa sneri að sjónum: „Það leit út í mínum augum eins og Se- aside hefði verið byggður fyrir kvikmynd okkar,“ segir Peter Weir. Þannig leystist stærsta vandamálið af sjálfu sér. Engin tímasetning er í The Truman Show, en Peter Weir segir aö hann hafi verið með í huganum tuttugu ár fram i tímann: „Þegar fengist er við tilbúna veröld eru í raun aðeins tvær leiðir færar, það verður að búa til sína eigin fram- tíðarveröld eða ýmislegt er fengið að láni úr fortíðinni og það var það sem ég sá Christof gera, þess vegna virkar myndin ekki sem framtíðar- mynd þótt hún sé vissulega slík í neira á. www.visir.is 23. október 1998 f ÓkUS 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.