Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 Neytendur Sjúkrakassar koma að góðum notum Sjúkrakassi á að vera á áberandi stað þar sem allir vita af honum og það á að ganga frá kassanum eins og þú vilt koma að honum. Það er líka nauðsynlegt að láta yfirfara sjúkra- kassann reglulega. Neytendasíðan hafði samband við nokkur fyrirtæki sem selja sjúkra- kassa til einstaklinga og fyrirtækja og athugaði innihald þeirra og verð. Fyrst skulum við hafa í huga reglur um skyndihjálp sem allir ættu að kunna. Þér ber skylda til að hjálpa öðrum. Næst gætir þú þurft á hjálp að halda. 1. Stærri slys - bjargið lífi Engin öndun - blástursaðferðin Miklar blæðingar - stöðvið blæð- ingar 2. Áverkar sem þurfa læknismeðferð reynið ekki að eiga við sárin. Dragið úr áhættu við að áverk- ar versni við flutn- ing. 3. Minni áverkar - hreinsið kringum sárið. Þerrið. Setjið umbúðir. 4. Smithætta - not- ið einnota hanska. 5. Blástursaðferðin - notið munnmaska ef kostur er. Landsbjörg flytur inn sjúkrakassa auk þe sjá um áfyllingu að fást hjá Landsbjörgu fást kassam- ir líka í Skátabúðinni. Þeir kassar, sem fást á fyrrgreindum stöðum, eru eftirfarandi en verð þeirra er án vsk.: Sjúkrapúði í bila kostar 2.150 krónur. Vaki fyrir heimili og sumarbú- staði kostar 3.900 krónur. Vís fyrir minni fyrirtæki kostar 9.197 krónur. Græðir fyrir meðalstór fyr- irtæki kostar 13.574 krónur. Margvís fyrir stór fyrirtæki kostar 20.000 krónur. Sjúkraskápur fyrir stór fyr- irtæki kostar 31.500 krónur. Til að gefa dæmi um inni- hald sjúkrakassa er eftirfar- andi í Vaka: sáraböggull, mið- stærð, 3 stk.; sáraböggull, lítill, 1 stk.; grisja, 10X10, 3 stk.; sára- /teygjubindi, 2 stk.; teygju- bindi, 1 stk.; hreinsigrisjur, 6 stk.; fatli-þríhyrna ,1 stk.; plást- urslenma 2 stk : nlást- ur, vatnsheldur, 1 sett; heftiplástur, 1 rúlla; skæri; flísatöng; öryggisnælur, 12 stk.; vínylhanskar, 4 stk.; verkjatöflur, 1 pk.; blást- ursmaski, 1 stk. Einnig fylgir kass- anum leiðbeiningabæklingur í fyrstu hjálp. I Rima apóteki fæst sjúkrakassi á 3.860 krónur. Inni- hald hans er eftir- farandi: verkjatöfl- ur, hálstöflur, skyndiplástur, heftiplástur, fiðr- ildaplástur, grisjur, sárabögglar, teygju- bindi, sótthreins- andi krem, blóð- stoppandi bómull, brjóstsviðatöflur, sprittklútar, augn- baðglas, skæri, flísa- töng, sárabindi, ör- yggisnælur, plástrar með grisju, natríum- klóríð skolvökvi og hansk- ar. í Vesturbæjar apóteki fæst m.a. sjúkrakassi á 2.500 krónur. I honum er: verkjatöflur, sótthreinsandi þurrkur, sáraböggull, sárasmyrsli, skæri, flísatöng, augnskolglas, plástrar, skyndiplástrar, kompress- ur, sárabindi, saltvatn og einnota hanskar. í Breiðholts apóteki fæst m.a. sjúkrakassi á 3.183 krónur. í honum er 3 pk. plástur, 2 pk. plástur til að klemma saman skurði, 1 rúlla hefti- plástur, 1 pk. sótthreinsaðar grisjur, 7,5x7,5 m, 1 pk. sótthreinsaðar grisj- ur, 5x5 m, teygjubindi, 6x4 m, svöðusáraböggull, tubegaze með beini, 1 rúlla haftelast teygjubindi, 2 grisjur melolin, 10x10 sm, 4 grisjur mololin, 5x5 sm, 2 stk. augngrisjur, magnyl, paratabs, kodimagnyl, al- minox, sótthreinsandi krem, glas til sárahreinsunar, augnbaðglas, skæri og flísatöng. Þetta er lítið dæmi um þá sjúkra- kassa sem eru á markaðnum en þeir vilja oft gleymast. Þegar neyðin er stærst er betra að hjálpin sé næst. -SJ Húsmæður fá ódýr egg Tagliatelli með hvítlauk og olíu Eiganda Heildsölubakarís finnst skjóta skökku við að eftir að egg voru undanþegin búvöru- lögum skuli ekki vera meiri sam- keppni milli versl- ana en raun ber vitni. Kílóverð á eggjum er 365 krón- ur þótt lægsta tilboð- ið i dag sé 341 krón- ur. Nú fer í hönd heimabakstur hús- mæðra fyrir jólin og ætlar bakarinn í Heildsölubakaríi að leyfa þeim að njóta góðs af hagstæð- um innkaupum sín- um á eggjum og bjóða þeim kílóið á 250 krónur. Samhliða þessu eru boðnar kartöflur í tveggja kílóa pakkn- ingum á aðeins 54 krónur, bæði gullauga og rauðar, en þær eru boðnar í dag lægst á 79,50 krónur - gullauga - og 89,50 krónur - rauöar. Uppskriftina að þessum gómsæta rétti er að fmna í bókinni Pastaupp- skriftir sem er í flokki Litlu mat- reiðslubókanna. Rétturinn er fyrir flóra. Undirbúningur tekur 5 mínút- ur og suðutími er 10 mínútur. 300 g grœnt tagliatelli 150 ml ólífuolía 3 hvítlauksrif, pressuð 2 tsk. smátt söxuö steinselja salt og pipar 1. Setjið pastað í sjóðandi vatn, saltið og sjóðið í u.þ.b. 10 mínútur. Hrærið í öðru hvoru. Pastað á að verða mjúkt en þó þétt. 2. Meðan pastað sýður, er olían hituð á pönnu. 3. Pressaður hvítlaukurinn steikt- ur fallega brúnn í olíunni. 4. Bætið saxaðri steinseljunni út í ásamt salti og pipar. 5. Sigtið pastað. Hellið sósunni yfír og berið fram heitt. Leyndardómar vítamínanna í Bætiefnabilbíunni segir að margir haldi að vítamín geti komið í stað matar. Það geta þau hins vegar ekki. Staðreyndin er að vítamín meltast ekki án fæðunáms. Vítamín eru ekki örvandi lyf og hafa ekkert hitaeininga- né orkugildi í sjálfu sér. Þau koma ekki í stað hvítuefna eða nokkurra ann- arra næringarefna svo sem steinefna, fitu, kol- vetna, vatns né jafnvel hvers annars! Vítamin eru ekki efnisþættir líkamsgerðar okkar. Ef þú tekur aðeins vítamín og hættir að borða, geturðu ekki vænst þess að halda heilsu. Ef þú hugsar um líkamann sem vél i bíl og vítamínin sem kertin ertu kominn með góða hug- mynd um hvernig þessi undraverðu fæðuefni vinna fyrir okkur. Vítamin eru efnisþættir í gerhvatakerfl okkar sem, með því að vinna eins og kerti, stjórna og setja kraft í efnaskipti okkar. Þau halda okkur þannig vel „stilltum" og afkastagetu okkar hárri. Miðað við neyslu okkar á öðrum næringarefaum, svo sem hvítuefnum, fltu og kolvetnum, er vitamínn- eysla okkar (jafnvel þeirra sem eru á risaskömmt- um) afar lítil. Þó getur skortur á aðeins einu vítamíni stofnað heilsunni í hættu. Nokkrar staðreyndir Ein sígaretta eyðir 25 mg af C-vítamíni. Fólk, sem býr í menguðum borgum, fær ekki eins mikið af D-vítamíni og fólk til sveita því mengunin útilokar útflólubláa geisla sólarinnar. Meira en einn „kokkteill" á dag getur valdið skorti á Bi, B6 og fólínsýru. Fæstar þeirra kvenna, er nota „pilluna" sem getnaðarvöm gera sér grein fyrir að hún eyðir B6, B12, fólínsýru og C-vitamíni. Bi vitamin getur komið i veg fyrir ferðaveiki. Ef mataræði þitt er hvítuefnaríkt þarftu aukið magn af B6. Rússar hafa komist að því að B12 getur komið í veg fyrir timburmenn. Unnin úr fæðu Vegna þess að vítamín eru náttúruleg efni sem fmnast í fæðu eru bætiefain sem þú tekur - belgir, töflur eða mixtúrur - einnig unnin úr fæðu. Þó að mörg vítamínanna megi mynda með efnasmíði, em flest þeirra unnin úr náttúrulindum. A-vítamín er yfirleitt unnið úr lifrarlýsi fiska. B- hópurinn úr geri eða lifur. Besta C-vitamínið er úr aldini rósarinnar og E-vítamín er yflrleitt unnið úr sojabaunum, hveitikími eða maís. Heimild: Bætiefnabiblían Itök Kára í læknastétt telja margir að stuðningur Sigurðar Guð- mundssonar læknis við gagna- gmnninn um- deilda hafi ráðið úrslitum um að Ingibjörg Pálma- dóttir gerði hann að landlækni. Helsti keppinaut- ur hans var Haraldur Briem sem upp- haflega var tal- inn andstæðingur frumvarpsins. Hann lýsti að lok- um einnig stuðningi við frum- varpið umdeilda en gerði það víst aðeins of seint fyrir smekk þeirra sem mestu réðu. í læknastétt finnst mönnum nú með miklum ólíkindum hve ítök Kára Stef- ánssonar em orðin mikO innan heflbrigðisgeirans. Meira að segja stjóm Læknafélagsfas, sem tók Kára upp á segulband í laumi og lofaði að aOir mættu heyi'a, hefur hrokkið til baka og býðst tO að eyða spólunum ... Tvöfalt þingmannsefni Hinn nýi flokkur Steingríms J. Sigfússonar hefur á að skipa reyndum þingmönnum og vara- þingmönnum sem fylgdu honum úr Alþýðubandalag- inu. Sá talsmaður flokksins sem kom þó mest á óvart í samtöl- um við fiölmiðla eftir frétta- mannafundinn á dögunum var þó ung kona sem ekki hefur mikið borið á í landsmálunum. Hún heitir Drifa Snædal og er ekki óvön félagsmálum enda gam- aO formaður Iðnnemasambands- ins. Heyrst hefur að Drífa verði í efsta sæti á lista Steingríms í ein- hverju kjördæmanna. Gárungarn- ir segja að hún sé í raun tvöfalt þingmannsefni því hún er kona ekki einsömul og á von á barni áður en kosningaslagurinn hefst fyrir alvöru ... Damon og Madonna Hinn frægi íslandsvinur úr Blur og einn eigenda Kafflbars- fas, Damon Albarn, er um þess- ar mundir að reka smiðshöggið á far- sælt samstarf um lagasmíð við hfaa þokkafuflu popp- dís Madonnu. Stefnt er að því að kynna af- raksturinn um mánaðamótfa og hermt er að Damon hafi endOega viljaö fá Madonnu til íslands og kynna diskinn hér. Af því mun þó ekki hafa getað orðið sökum anna dís- arinnar sem þar að auki þekkir ekki Kaffibarinn nema af af- spurn gegnum Damon og veit því ekki hvað Island hefur upp á að bjóða... Carlsson þjálfari í landsleiknum í handbolta við Sviss á sunnudag tók nýr lands- liðsþjálfari við sfióm íslenska liðsins - en aðefas í örfáar sekúndur. Hinir harðsnúnu dómarar leiksins fengu þá hálfgert æði með rauða spaldið og hættu ekki fyrr en þeir voru búnir að reka af veOi bæði þjálfarann, bjöm Jensson, og aðstoðarþjálf- arann, Boris Bjarna Akvachev. Þar með var enginn eftir til að stýra liðinu nema Stefán Carls- son, læknir liðsfas. Það gerði hann af mikilli röggsemi, enda Valsari eins og þjáifararnir tveir. Honum tókst sem sagt að stýra liðfau tO sigurs í sínum fyrsta leOí... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Þor-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.