Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Qupperneq 11
Trúbadorinn Jonathan Richman:
Undir verndarvæ
Farrelly-bræðra
Neil Youngs o
Bjama Fei
Grínmyndin „There’s Some-
thing about Mary“ hefur slegið
allrækilega í gegn enda algjör
snilld. Margir hafa líklega velt
því fyrir sér hver þessi trúbador
sé, sem birtist reglulega í mynd-
inni. Það er heiður að tilkynna
að þetta er mikill meistari sem
heitir Jonathan Richman og
þeir sem hafa áhuga á reglulega
jákvæðu poppi ættu að tékka á
honum.
Jonathan er gamall í hettunni,
er orðinn 47 ára og hefur verið í
músikinni síðan hann varð vit-
laus í hljómsveitina Velvet Und-
erground á sjöunda áratugnum.
Sagan segir að Jonathan liafi
verið svo æstur aðdáandi að
hann mætti á fleiri tónleika með
sveitinni en hljómsveitin sjálf.
Frá fyrstu tíð hefur hann
alltaf verið á skjön við poppið í
kringum sig. Árið 1971, þegar
hipparnir voru orðnir gamlir og
vildu bara softrokk, var hann
farinn að spila með bandi sem
kallaði sig The Modem Lovers, í
fyrstu til þess eins að spila lög
Velvet Underground. Jonathan
fór þó snemma að semja og
bandið spilaði einfalt og hrátt
þvergripapopp og tók upp plötu
þegar gamallv.þrahsarefur, Kim
Fowley, tók það að sér. í band-
inu voru ásamt Jonathan kallar
á borð við Jerry Harrison (fór
síðar í Talking Heads) og David
Robinson (siðar í The Cars).
Fyrsta plata bandsins kom þó
ekki út fyrr en 1976 vegna
áhugaleysis útgáfufyrirtækja, en
þá hafði popplandslagið breyst
allverulega og einfalt poppið
smellpassaði í pönkfilinginn, því
lög eins og „Pablo Picasso" og
„Road Runner" (sem mörg pönk-
bönd reyndu sig á) voru hrá og
rokkuð. Jonathan sjálfur var þó
kominn í allt annan filing, vildi
ekki taka þátt í reiði pönksins
og spilaði bara frábærlega
skemmtilegt kassagítarpopp í
fiftís-legum „doo-wop“ stíl með
bamalegum og fyndnum textum,
t.d. um geimferðir, ástina, mat
og um það þegar snjómaðurinn
ógurlegi fór að versla í kringl-
unni. Árið 1977 kom út vin-
sælasta lag Jonathans fyrr og
síðar, hið ósungna „Egyptian
Raggea". Lagið barst m.a.s. til ís-
lands þegar Bjarni Felixson
notaði það sem kynningarstef í
sjónvarpsíþróttaþætti sinum.
Næstu árin minnkaði Jonath-
an við sig, fór jafnvel um og spil-
aði einn með kassagitarinn.
Hann gaf út helling af skemmti-
legum plötum og hélt áfram að
syngja um hina fyndnustu hluti
á sinn einfalda og „naive“ hátt.
Hann gerði m.a. plötu á
spænsku og kántriplötu, ferðað-
ist um og er löngu orðinn „költ“.
Farrelly-leikstjórabræðurnir
era miklir aðdáendur og var
Jonathan í myndinni „King Pin“
og svo í stærra hlutverki í ..
Mary“. Þar er trommarinn
Tommy Larkins með honum en
samstarf þeirra hófst fyrir þrem
árum.
Þrátt fyrir þetta er Jonathan
Richman ekki orðinn Sú stjama
sem hann hefur alltaf langað til
að verða. Hann ferðast enn þá
um á „rúgbrauði", spilar á frekar
litlum stöðum og selur frekar
fáar plötur. Hann gerði nýlega
samning við Vapor Records,
plötufyrirtæki Neil Youngs, sem
er aðdáandi. Þetta rúllar því allt
áfram á „gúddvill" hjá Jonathan.
Nýjasta platan heitir „I’m so
Confused" og kom út fyrr á ár-
Jonathan Rlchman (t.v.) ásamt trommaranum Tommy Larklns í myndinni There's
Something about Mary. Þelr Elkki og Tommi hafa túraö saman í þrjú ár og koma
fram u.þ.b. 200 sinnum á ári!
inu. Þar er Jonathan auðvitað
jafn jákvæður og þægilegur og
áður, hress poppari með langa
fortíð og vonandi jafn skemmti-
lega framtíð.
-glh
KRINGLUNNI • SIMI 588 7230
WWW.LEONARD.IS
4. desember 1998 f 6 k U S
11