Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Síða 13
plötudómur Ka er öðruvísi 4. desember 1998 f Ó k U S Ætlar að taka sér frí Það er brjálað að gera hjá Celine fram undan. Hún er bók- uð á tónleika um alian heim til ársins 2000 og er yfirbókuð í öllu sem poppinu fylgir; viðtölum, sjónvarpsuppákomum, þeytingi, svefnleysi. Hún sér þó fram á bjartari tíma og eftir túrinn á að setjast í helgan stein. „Ég byrjaði að vinna þegar ég var 13 ára,“ segir hún, „nú er ég 30 ára og lengsta frí sem ég hef tekið er mánuður. Ég þarf að eignast venjulegt líf og eyða tíma með Rene á meðan við erum bæði ung í anda. Ég vil geta eldað heima, farið í skógarferðir og synt í einkasundlauginni. Ég þarf tíma Það hefur verið fremur hljótt um hinn málaða Manson síðan nýjasta platan kom út en nýlega komst hann og fylgifólk hans í fréttirnar fyrir þá gömlu rokklummu að rústa hótelher- bergi. Þetta var í Poughkeepsie í New York. „Það stendur sími út úr veggnum," sagði hótel- stjórinn við fréttamenn. „Það eru brunablettir á teppunum svo nú verður að leggja ný teppi. Við höfum verið að ■ skrúbba vaskana og baðkerin út af öllum hárlitnum sem fór þar niður.“ Rokkarinn leigði fjögur herbergi og pirraði aðra hótel- gesti. „Þetta var hræðilegt,“ hélt hótelbossinn áfram. „Það voru giftingarveislur hérna og annar mannfagnaður og Man- son setti ljótan blett á allt starf hérna í húsinu.“ Hótelstarfsmönnum hafði verið lofað öllu fögru, m.a. að ekki yrði hægt að þekkja Man- son úr fjölmenni og að hann ferðaðist alltaf með foreldrum sínum. Sannleikurinn varð þó ljós þegar liðið mætti í lobbíið, fullmeikað og ógnandi og með nakta stelpu sem vafin var i keðjur frá toppi til táar. Manson greiðir þó fúslega fyrir allar skemmdir og má eiga von á að punga út a.m.k. 25.000 dölum, 1.750.000 kalli - ekki svo dýrt spaug það fyrir forríkan poppara og þar að auki frí aug- lýsing. Deadsea Apple - Second 1: komast cjegnutji nálaraugað Deadsea Apple vöktu hjá flest- um nokkrar vonir með sinni fyrstu plötu. Hér voru .piltar á ferð sem höfðu margt til að bera, gátu samið vönduð rokklög og tónlist- arleg þekking greinilega mikil meðal meðlima. Kemur það vel fram í útsetningum, röddun og ýmsum trixum. Maður býst einnig við nokkrum þroska almenns eðlis á þessu aldursbili sem meðlimir sveitarinnar eru staddir og ætl- ast til að það komi fram í tónlist- inni á þessum nýja diski sem nú var að koma út og nefnist Second 1. Það er ekki svo og reyndar sorglegt að hér skuli hafa verið „Þetta vekur ósjálfrátt upp þær grunsemdir mínar að meðlimir sveitarinnar séu að gera eitthvað allt annað en að veita sköpunarkraft- inum útrás og hafa gaman afþví í leiðinni fallið í gryfju mammons tónlist- armanna: hlutirnir eru svo fag- mannlega eða iðnaðarlega unnir að sjálfur neistinn er með öllu horfmn sem verður svo á endan- um til þess að okkur almúgan- um verður hlustunin leiðitöm, því ekkert grípur athygli okkar eða kveikir áhuga. Þetta vekur ósjálfrátt upp þær BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 5157010 grunsemdir mínar að með- limir sveitarinnar séu að gera eitthvað allt annað en að veita sköpunarkraftin- um útrás og hafa gaman af því í leiðinni. Textar eiga heldur ekki upp á mitt pallborð, vekja hjá manni þá kennd að maður hálfskammast sín fyrir hönd orðasmiðsins og ekki bæta úr skák töffara- stunur söngvarans í upp- hafi og enda sumra hend- inga. Second 1 veldur mér von- brigðum sem verk fram- sækinnar rokksveitar en kannski verð ég einfaldlega að setja Deadsea Apple undir ann- an hatt til að skilja þessa plötu. Páll Svansson Celine og Rene ræða barneignir í einkaþotunni. til að geta orðið veik og náð mér, tíma til að keyra stefnulaust um og hlusta á tónlist." Karlinn Rene er orðinn 56 ára og skötuhjúin eru barnlaus. Þetta þykir i glansblöðunum hvíla sem skuggi á undralands- ímynd Celine en hún hyggst bæta úr þessu. „Ég hef allt annað í lífinu, svo það að eignast barn yrði það mikilvægasta sem gæti gerst í lífi mínu.“ Hún stefnir þó ekki á 14 böm eins og mamma sín: „Nei, en það era engin tak- mörk fyrir því. Ég ætla ekki að eignast bam bara til þess að eignast barn. Ef við gætum bara eignast eitt yrði það yndislegt. Við skulum bara biðja og sjá hvert forsjónin leiðir okkur.“ Á nýju jólaplötunni, „These are special times“, syngur Celine þekkt jólalög á þrúgandi tilflnn- ingalegan máta í útsetningum þar sem vellan lekur af hverjum tóni. Svo fær hún lið til að syngja með sér, óperustjörnuna Andreu Bocelli og R&B-gyðjuna R. Kelly. Celine hefur einmitt verið dugleg í dúettunum og Bee Gees- bræður og Barbara Streisand t.d. tekið lagið með henni. Jóla- platan verður örugglega rifin úr búðunum af firrtu nútímafólki sem finnst froðan veita fró. Gam- an aððí. Á meðan þú last þessa grein seldi Celine 250 plötur í viðbót. -glh plötudómur Skagarokk Fitl er ung hljómsveit ofan af Akranesi og á Undri bjóða þau fjögur frumsamin lög. Tónlistin verður að kallast „skagarokk" því á Akranesi hefur löngum verið poppað og rokkað á svipaðan hátt og hér er gert. Fitl-krakkar kunna vel að spila og syngja, lögin fjögur eru ágætlega hrærð, og minna á hafnfirsku sveitina Woofer og á fyrstu plötu Kolrössu krókríðandi. Hér er semsé ekki boðið upp á nýjungar heldur kunnuglegt popprokk með ung- æðislegum áherslum og Fitl myndi örugglega pluma sig vel í Músiktilraunum. Söngkonan heitir Valgerður og er svaka- lega skýrmælt. Hún töfrar nú ekki mikið enn þá, en það gæti vel komið seinna. Strákar sjá um rokkið og eru þéttir á'ðí og einstaka sinnum heyrist í sellói sem Anna spilar á. Það mætti alveg heyrast oftar I þvi. Valgerður semur textana, sem eru ágætir og vel innhverf- ir. Með allar þessar fyrirmynd- ir sem allar syngja um sjálfa sig og innstu tilfinningar er ekki að furða að stelpa ofan af Skaga syngi; „Því í höfðinu á mér / er háð styrjöld sérhvern dag / hugarflækjur fljúgast á / og ég brotna niður.“ Firringin er komin til að vera. Lögin eru nokkuð jöfn, þó „Fríða Brá“ áberandi mest grípandi, með skemmtilegu við- lagi og almennt léttri sveiflu. Þetta er popplag Fitlsins og það á alveg skilið vinsældir. Bandið Fitl - Undur: ★★ Bandið kafar dýpra í hinum lögunum, rokkar með myrkari áherslum og þar tekst ekki eins vel upp í að semja góðar söng- melódíurnar svo útkoman er heldur „bílskúrsleg“, þ.e.a.s. það vantar dálítið upp á þroska rokksins. kafar dýpra í hinum lögunum, rokka með myrkari áherslum og þar tekst ekki eins vel upp í að semja góðar söngmelódíurn- ar svo útkoman er heldur „bíl- skúrsleg", þ.e.a.s. það vantar dálítið upp á þroska rokksins. Það ætti þó allt að koma með kalda vatninu, víðsýni, til- raunagirni og þrotlausum pæl- ingum. Gunnar Hjálmarsson 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.