Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Side 26
Bíóborgin Mulan ★★★★ Mulan er uppfull af skemmti- legum hugmyndum og flott- um senum, handritið vel skrif- að og sagan ánægjulega laus við þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. Mikil natni er lögð í smáatriði eins ' og er við hæfi í teiknimynd- um, og aukakarakterar eins og drekinn og litla (lukku)engisprettan eru svo skemmtileg að þau hefðu ein og sér veriö efni I heila mynd. Gó sí. -úd The Horse Whisperer ★★★ Bók Nicholas Evans hlaut misjafnar viðtökur og var annars vegar lofuö sem glæsilegt meistaraverk og hins vegar gagnrýnd sem innihaldslaus loft- bóla. Myndin brúar að mínu mati bilið og kannski má kalla hana fallega loftbólu. -ge Bíóhöllin/Saga-bíó The Negotlator ★★■*. Samuel L. Jakson og Kevin Spacey eru eru I fínu formi í The Negoti- ator sem er ágætlega skrifuð sakamálamynd en ekki nógu heilsteypt. Þeir dreifa athyglinni frá brotalömum I uppbyggingu myndarinnar og því að aldrei næst að skapa almennilega spennu í kringum þá dramatísku atburði sem eru að gerast. -HK A Smlle llke Yours ★ Mislukkuð kvikmynd um ung hjðn sem langar mikið að eignast barn. Vandræðagangurinn er mestur þegar reynt er að fjalla um getnað á opinskáan hátt enda hefur raunsæi í þessum málum aldrei verið of- arlega á blaði I Hollywood. Myndin, sem á að vera rómantísk gamanmynd, verður þvt eitt klúður frá upphafi til enda. -HK A Perfect Murder ★★★ Andrew Davis, leik- stjóri A Perfect Murder, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er hæstur þvt að fyrirmyndin, Dia. M for Murder (1954), telst ekki til bestu mynda Alfreds Hitchcocks. Útkoman er þó ágætis afþreying sem kemur stundum skemmtilega á óvart. -ge Wrongfully Accused ★★ Myndir Leslie Niel- seri eru farnar að verða svona dálítiö eins og Spaugstofan, þreyttar en enn þá færar um að kitla upp magahlátur á góðum stundum. Ef þú ert nægilega skilyrt í aulahúmor þá má vel skemmta sér yfir þessari þvælu. -úd FJölskylduglldran ★★* -HK Töfrasverðlð ★★ -HK Háskólabíó Taxl ★★* Taxi erfarsakennd spennumynd þar sem tekst að ná upp jafn skemmtilegri stemn- ingu með góöum húmor, sérstaklega fýrri hluta myndarinnar, og þótt samtöl virki stund- um sem eintómur ruglingur þá er Taxi skernmtileg tilbreyting frá amerisku hasar- myndaflórunni sem við þurfum að lifa við.-HK Out of Slght ★★★ Þetta er svona hasarmynd á yrirborðinu en undir niðri lítill blús um tvær manneskjur sem hefðu sameinast á öðrum stað og öðrum tíma en heimurinn er stundum vondur og svo sem ekkert um það að segja nema að þetta jafnast allt hjá guði. Steven Soderbergh stýrir þeim Clooney og Lopez beina leið í höfn -ÁS Stelpukvöld ★★ Persónur allar dregnar skýr- um, einföldum dráttum og lifna ágætlega á tjaldinu. En þetta er ekki merkileg kvikmynda- gerð, hér er málað á tjaldið eftir númerum og satt að segja tilheyrir þessi mynd síðdegisdag- skrám sjónvarpsstöðvanna. -ÁS Maurar ★★★ -HK Danslnn ★★★ -HK Björgun óbreytts Ryans ★★★★ Stríð í sinni dekkstu mynd er þema þessa mikla kvikmynda- verks. Stórfenglegt byrjunaratriði gæti eitt sér staöið undir ómældum stjörnufjölda en Steven Spielberg er meiri maður en svo að hann kunni ekki að fýlgja þessu eftir og í kjölfarið kemur áhugaverð saga um björgun mannslífs, saga sem fær endi í öðru sterku og löngu lokaatriði þar sem barist er gegn ofureflinu. -HK Kringlubíó The Avengers ★ Herra Steed og frú Peel eru leyniþjónustumenn sem eiga í höggi við veður- spámann.. En skrautlegt veðurfar er ekki nóg til að halda uppi heilli mynd og vandamálið hér er að þegar svona mikið hangir á stílnum þá verður sá að ganga upp; virka smart og kúl en ekki vand- ræðalega tilgerðarlegur. -úd Laugarásbíó Blade ★★i í Blade eru vampírurnar hátæknivædd- ar og sjálfur er hann eins hip og nokkur vampírubani getur verið. Sérstaklega er byrjunin og fyrri hlutinn vel heppnaður, en svo fer þetta einhvern veginn allt að þynnast, en það má vel skemmta sér hér, og með fínum splatt- ersenum og góðum húmor þá er hún næstum því þriggja stjarna viröi. -úd The Truman Show ★★★ The Truman Show er enn ein rós í hnappagat Peters Weirs. Hún er ekki besta kvikmynd hans en á meðal þeirra bestu, virkilega góð og áleitin kvikmynd sem byggö er á snjallri hugmynd. Jim Carrey hefur hingað til tekist best upp í försum en sýnir hér agaðan leik í erfiðu hlutverki þótt ekki verði úr nein snilld. Dance with Me Titilllnn segir okkur allt sem segja þarf, hann segir okkur að dansað sé I henni og að dansinum fylgir rómantík. Utan um þessi hugtök getur bæði verið auð- velt og erfitt að snfða sögu, það fer bara eftir því hvort ætlast er til að áhorfandinn hugsi UMBOÐSMENN Reykjavík: Hagkaup, Elko, Hljómco, BT-tölvur, Bræðurnir Ormsson, Heimskringlan, Heimislistæki, SAM-tónlist, Japis, Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga Borganesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, (safirði. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Bókval, Akureyri. Hagkaup Akureyri. Öryggi, Húsavik. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Kf. Árnesinga, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Reykjanes: Hagkaup, Keflavík. Ljósboginn, Keflavlk. Samkaup, Keflavík. Líkt og trúarbrögð í samfélagi mannanna gegna kvikmyndir fyrst og fremst því hlutverki að hressa upp á sálartetrið, lyfta andanum. Vissulega er grunnt á þessu í sum- um myndum en allar góðar kvik- myndir fela í sér vilja til að snerta við fólki og veita því innsýn í sammannlega reynslu. Martin Scorsese, sem eitt sinn hugðist verða prestur en fann köllun sína í kvikmyndum, bendir á í heimildar- mynd sinni, „The Century of Cinema: A Personal Journey with Martin Scorsese through American Movies“, að kvikmynd- ir hafi svarað ævafornri leit okkar að sameiginlegri vitund. Þær komi ekki i stað trúar en margt sé svip- að með kirkju og kvikmyndahúsi. Á báðum stöðum komi fólk saman til að eiga sameiginlega stund, eignast sameiginlegar minningar. Áfram mætti halda í þessum dúr. Er ekki kókið í raun messu- vínið? Poppkomið myndi þá vera oblátan og kvikmyndastjörnumar eru dýrlingarnir, birtingarmynd hinna háleitu markmiða sem okk- ur dreymir um. Kvikmyndasýning- in er nefnilega altarisganga. Við játumst töfrum hennar sameigin- lega og um stund opnast okkur himnarnir. Nú er aðventa og þá er gott að íhuga tilvist sína og tilgang. Kvik- myndirnar eru sálarspegill og fátt er betra fyrir sálina en að horfa á sjálfa sig í góðum spegli. Ég hef sett saman lista yfir tíu myndir sem all- ar hafa nógu stóra vængi til að lyfta okkur til flugs og svífa með okkur yfir Esjuna, til tunglsins og þaðan til stjarnanna. Því miður er ekki verið að sýna neina þeirra í kvikmyndahúsunum þessa dagana og er það miður því þar eiga þær heima. Við verðum því að láta okk- ur myndbandið nægja en, í guðs bænum, kveikið á kertum, slökkvið öll önnur ljós og sitjið þögul og horfið, njótið. Þetta eru myndir sem enginn má missa af. Þær ættu að fást á betri mynd- bandaleigum. Þessi hjartnæma og magíska fantasía segir af örvæntingarfull- um manni sem í gegnum guðlega forsjón fær tækifæri til að sjá hvers virði hann er samfélagi sínu. Capra svifst hér einskis til að telja okkur trú um mikilvægi fjöl- skyldugilda og samlíðunar og tekst svo vel upp að myndin er án efa hans besta verk, sem og Stewarts. Hér takast á draumar gegn von- brigðum, réttlæti gegn kúgun, von- in gegn svartnættinu og jafnvel tíminn sjálfur leggur lykkju á leið sína svo söguhetjan George Bailey megi finna sjálfan lífsins tilgang og fyrirheit. Það sem skilur hana frá flestum fjögurra vasaklúta mynd- um er að hún fær mann til að vikna yfir gleðistundum persón- anna en ekki þeim harmrænu. Dásamlega látlaus, einföld og töfrandi tragi-kómedía um krafta- verk, kærleika og yfirbót. Tvær dygðugar prestsdætur á Jótlandi nítjándu aldar feta hinn þrönga stíg guðsótta og góðra siða. Þegar þær taka að sér flóttakonu frá Par- ís reynir þó fyrst á trú þeirra því hún, Babetta, reynist ekki öll þar sem hún er séð. Það er hægt að njóta þessarar myndar á ýmsa vegu, sem allegóríu, dæmisögu, matreiðslukennslu eða mixtúru við þunglyndi. Hér takast á breyskar sálir og sterkar og á mann leita áleitnar spurningar um hvert för- inni sé heitið og til hvers. Tónninn er meinfyndinn en áreynslulaus, enda varð þessi mynd „sígild" á svipstundu og hlaut meðal annars óskarsverðlaunin sem besta er- lenda myndin. Með ólíkindum má teljast að leikstjórinn skuli ekki hafa gert neitt af viti, hvorki fyrr né síðar, því svona myndir gera Játið og sjá, himnarnir munu opnast andi dómara sem dundar sér við að hlera símtöl. Fyrirsætan þarf að gera upp við sig ýmislegt varðandi ástamál sín og sækir styrk í sam- band sitt við dómarann sem vakir yfir mannfólkinu án þess að hafa áhuga á því. Örlögin haga því svo að hún finnur hamingjuna um leið og lífslöngunin kviknar á ný í dóm- aranum. Þetta er dæmi um kvik- myndagerð þar sem afl ímyndunar- innar beinist að því að skilja hvernig við erum - þar sem þögnin fær sama vægi og ræðan og þar sem auganu er beint að því sam- hengi sem við kjósum oftast að leiða hjá okkur. í Rauðum birtist djúp lotning fyrir leyndardómum tilverunnar, oft í formi kaldhæð- innar forvitni en ekki siður í sér- kennilegum unaði þar sem Kieslowski myndar ekki aðeins fólkið sjálft heldur einnig bjar- mann af sálu þess. Ozu er sagður japanskastur leik- stjóra, nokkurs konar Friðrik Þór þeirra Japana. Stífl hans var fá- brotinn og einfaldur og útgangs- punktur hans ávallt manneskjan sjálf en ekki þráðurinn eða þemað. í þessari þekktustu mynd hans halda öldruð hjón úr þorpi sínu til Tokyo að vitja um uppkomin böm sín. Þau em of upptekin við að lifa líflnu til að sinna gömlu hjónunum og sú eina sem tekur þeim vel er tengdadóttir þeirra sem er orðin ekkja. Þetta er hljóðlát en áhrifa- mikil mynd, ofur mannleg og af- skaplega hjartnæm, þar sem mæt- ast vonbrigði foreldranna með böm sín og ótti bamanna við ell- ina og dauðann. Þessi dáðasta mynd íslenskrar kvikmyndasögu er látlaus en sterk frásögn af gömlu fólki sem hnígur til sins uppruna. Eftir sterka opn- unarsenu, þar sem hver einasti myndrammi lítur út eins og helgi- mynd, dettur sagan svolítið niður þegar gamli bóndinn heldur til borgarinnar, enda er fólkið þar teiknað tvívíðum og grófum drátt- um. En allt er fyrirgefið þegar gamla parið strýkur af elliheimil- inu og heldur á vit heimkynna sinna. Eftir það er myndin sam- felldur unaður, ómótstæðileg blanda af söknuði, þrautseigju, til- híökkun og reisn - ofin í feld lág- stemmdrar kímni og væntum- þykju. Hún tekur á sig goðsagna- kenndan blæ, þetta er ferðalag inn í eilífðina, varðað skýmm kenni- leitum éem vísa hinu aldraða pari leiðina heim. Friðrik Þór þekkir sitt fólk, Angelopoulos svífur svo- lítið um og yfir, visanirnar í Wenders og Kieslowski blasa við, en hvað með Ozu og myndina hér að ofan? Berið saman og ákveðið Ein af mínum helstu uppáhalds- myndum. Fulltrúi oliufyrirtækis í Texas er sendur í skoskt sjávar- þorp til að kaupa það með húð og hári fyrir olíuhreinsunarstöð. Þorpsbúar beita ýmsum brögðum til að fá gott verð en fyrirstaða birt- ist í gömlum karli sem á strand- lengjuna sjálfa og býr þar í kofa. Ekki bætir svo úr skák að olíumað- urinn fær guðdómlega kraftbirt- ingu á staðnum sem ruglar hann menn ekki án þess að vera í beinu sambandi við guð sinn. Tíu frábærar myndir til að lyfta andanum á aðventu: r tjH NINTENDO (Allt að 15 mín i öðrum lcikjatölvum) • Allt að 4 spilarar í einu • Rauntíma þrividd • Besta leikjatölvan ‘98 • Um 80 leikja titlar • Golden eye 007 liæst dæmdi leikurinn ‘98 (98%) • Margföld ending leikja Kieslowski verður ekki kallað- ur trúaður í hefðbundnum skiln- ingi en myndir hans gefa okkur engu að síður möguleikann á til- vist æðri máttarvalda, sjötta skiln- ingarvitsins og hugmyndarinnar um samantvinnað líf. Hvergi koma þessi hugðarefni betur saman en í síðustu mynd hans, Rauðum. Á yf- irborðinu gerist fátt en undir niðri kraumar í heitum potti. Ung fyrir- sæta kynnist lífsþreyttum fyrrver- Gestaboð Babettu (1987) Leikstjóri: Gabriel Axel. Aöalhlutverk: Stephane Audran, Jean*Philippe Lafont. Bodil Kjer. Birgitte Federspiel. It’s a Wonderful Life (1946) Leikstjóri: Frank Capra. Aöalhlutverk: James Stewart, Donna Reed, Lionel Barrymore. Tokyo Story 0953) Leikstjóri: Yasujiro Ozu. Aöalhlutverk: Chishu Ryu, Chieko Higashiyaina. Setsuko Hara. Local Hero (1984) Leikstjóri: Bill Forsyth. Aöalhlutverk: Peter Riegert. Burt Lancaster, Peter Capaldi. Börn náttúrunnar (1991) Leikstjóri: Friörik Þór Friöriksson. Aðalhlutverk: Gísli Halldórsson, Sigríöur Hagalín. Þrír litir: Rauður (1994) Leikstjóri: Krzysztof Kieslowski. Aöalhlutverk: Iréne Jacob, Jean-Louis Trintignant. 26 f Ó k U S 4. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.