Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Page 27
b í ó V gersamlega í ríminu. Hér er lítið um flflagang, pínulítið þó, en því meira um dásamlegan og léttleik- andi húmor sem sprettur mjög eðli- lega af fjölbreyttri flóru persóna. Um leið er hún seiðandi kyrrlát og tekur sér tíma til að sýna áhorfand- anum að undur veraldar er að finna á ólíklegustu stöðum. Maður vill eiginlega ekki að myndin hætti, svo töfrandi er þessi heimur að helst óskar maður sér þangað sem fljótast. Distant Voices, Stili Lives (1988) Leikstjóri: Terence Davies. Aöalhlut- verk: Freda Dowie, Pete Postlethwaite, Angela Davies er einn mesti snillingur breskrar kvikmyndagerðar en hef- ur gert alltof fáar myndir. Þetta meistarastykki kom honum á kort- ið; afar persónuleg og átakamikil frásögn af lágstéttarfjölskyldu í Liverpool um og eftir seinna stríð. Davies er ekki plottsins maður heldur skapar hann ógleymEmlegt andrúmsloft með myndum, stemmningum og ekki síst tónlist. Fjölskyldan býr undir harðstjórn föðurins og lifir naumt en finnur farveg fyrir drauma sína í disætri tónlist dans- og söngvamyndanna sem Hollywood ungaði út á þessum árum. Andstæðurnar milli lífs- hátta þeirra og söngvanna sem þau syngja á pöbbnum gera þessa mynd að magnaðri upplifun. Davies tekst hið ómögulega: að láta sönginn segja allt um fólk sem þarf að komast af í hörðum heimi. Grimm og hlýleg í senn og alger- lega á skjön við flest sem frá Bret- um kemur. Himinninn yfir Berlín 988) Leikstjóri: Wim Wenders. Aöalhlutverk: Bruno Ganz', Solveig Dommartin, Otto Sander, Peter Falk. Þessi unaðslega og seiðandi saga um kærleika og samlíðan leitar enn sterkt á mig, tíu árum eftir að ég sá hana fyrst. Ég var nokkra daga að jafna mig en hef horft reglulega á hana síðan, mér til heilsubótar. Engill sem vakir yflr hrelldum og einmana sálum i grá- gugginni borg, en fær ekkert að gert, verður ástfanginn af loftfim- leikastúlku og ákveður að segja skilið við eilíft líf og gerast dauð- legur maður svo hann megi vera hjá henni. Wenders slær hvergi feilnótu í ljúfsárri og ljóðrænni frá- sögn sem færir okkur þá von og trú að himnaríki sé hér á jörðinni og að kraftaverk geta gerst i döprum hjörtum. Villt jarðarber (1957) Leikstjóri: Ingmar Bergman. Aöalhlutverk: Vict or Sjostrom, Ingrid Thulin, Bibi Anderson. Flestar myndir Bergmans gengu út á að lífið væri þjáning og dauðinn eitthvað enn verra. Það skilur hann frá flestum öðrum prestum að hann afneitar köllun sinni. Þessi togstreita hans gat af sér mörg snilldarverkin og eitt þeirra er Villt jarðarber sem kom í kjölfar Sjöunda innsiglisins, mynd- arinnar sem skóp honum nafn á al- þjóðlegum vettvangi. Aldraður pró- fessor, sniildarlega leikinn af kvik- myndastjóranum Sjostrom, sem meðal annars gerði FjaHa-Eyvind á sínum tíma, er heimsóttur af tengdadóttur sinni þegeu hann er um það bil að leggja upp í langferð til að taka á móti heiðursnafnbót við virðulegan háskóla. Erindi tengdadótturinnar er að tjá honum að hún sé ólétt en eiginmaður hennar, sonur hans, vill ekki eign- ast böm. Þau leggja upp í ferðina saman og á leiðinni kynnumst við hinum hvefsna öldungi sem eytt hefur ævi sinni við fræðistörf en vanrækt tengslin við böm sin og fólk almennt. Ferðalagið tekur stefnuna inn í fortíðina þegar pró- fessorinn þarf að horfast í augu við lífshlaup sitt og spyrja sig hvar hann fór út af sporinu. Bergman tekst að koma þessari flóknu sálar- stúdíu til skila á afar einfaldan og skýran hátt, sérstaklega með hug- vitssamlegri notkun endurlita (flashbacks) sem eru hluti af fram- vindunni en tefja ekki fyrir henni. Lokaskotið eitt og sér, af prófess- omum aldna þar sem hann horfir yfir vatn en er í raun að mæta sínu skapadægri, gleymist engum sem á horfir. A Matter of Life and Death (1946) burger. Aöalhlutverk: David Niven, Kim Hunter. Roger Livesay. Þeir Powell (leikstjórinn) og Pressburger (handritshöfundur- inn) eru einhverjir mestu orig- inalar kvikmyndanna; flestar mynda þeirra em dýrindis djásn og þessi fremst meðal jafningja. Hér rennur veruleikinn saman við fantasíuna í kómískri og hug- ljúfri ástarsögu. Niven leikur flugmann í seinna stríði sem nær sambandi við unga stúlku í ná- lægri herstöð meðan flugvél hans hrapar til jarðar. Stúlkan finnur flugmanninn og þau fella hugi saman. Babb kemur í bátinn þeg- ar engill nokkur birtist flugmann- inum og tilkynnir honum að gleymst hafi að pikka hann upp, enda stríð í gangi og miklar ann- ir. Flugmaðurinn unir þessu ekki, enda ungur og ástfanginn, og fær því framgengt að réttað verði í máli hans á himnum. Upphefst þá hin kostulegasta saga þar sem til- finningar og kaldar staðreyndir takast á. Heill og hamingja er í húfi, er ástin sterkari en dauðinn? Maður er allt í senn, hlæjandi, grátandi og uppspenntur. PoweU og Pressburger eru gcddramenn sem draga hverja kanínuna á fæt- ur annarri upp úr hatti sínum og tekst stöðugt að koma manni á óvart. Ásgrímur Sverrisson eða ekki. í Dance with Me er einfaldasta leið- in farin og best er að reyna að loka fyrir heila- sellurnar og láta ófrumlega og einfalda sögu fljóta út f tðmiö og reyna að njóta þess sem gott er, það er að segja dans og tónlist. -HK Regnboginn There’s Something about Mary ★★★ Fjórir lúðar eru ástfangnir af sömu Mary. Cameron Diaz er I toppformi, Matt Dillon alveg ótrúlega skemmtilegur sem slímugur einka- spæjari og Ben Stiller er fæddur lúði. En nú er tími lúðanna og þrátt fyr- ir að pólitísk rétt- hugsun sé þeim bræðrum eitur í beinum er greinilegt að ekki þykir nógu PC lengur að láta lúðana tapa, Ifkt og þeir gerðu f Dumb and Dumber. Og á þvf tapa þeir. -úd Halloween: H20 ★★★ H20 er smart og skemmtileg án þess að vera þessi há- paródíska hrollvekja sem Scream-myndirnar eru. Hryllingurinn er allur með nýju yfirbragði, meiri áhersla lögð á kjark og þor f ómöguleg- um aðstæðum og þrátt fyrir að blóðgusur og útlimamissir séu enn til staðar þá nálgast myndavélin slfkt á annan hátt en áður. Þetta eru hrollvekjur um og fyrir nútfmaunglinga, fólk sem hefur séð öll gömlu trikkin og heimtar ný. -úd Dr. Doolittle ★*★ Það kom mér á óvart hversu lítið púður var í handriti Nats Mauldins og Larrys Levins en sagan sem slfk heföi átt að tryggja fjörmeiri og eftirminnilegri mynd. Gaman er að ærslunum I Eddie Murphy en Dagfinnur olli mér vonbrigðum. -ge Stjörnubíó Can’t Hardly Walt *★ Þessi unglingamynd sver sig I ætt við gleðimyndir á borð við Grea- se aö þvf leyti sem hún fjallar um útskriftarár- gang menntaskóla, paranir og afparanir. Þarna er á ferðinni tilraun til að vinna með þetta menntaskólalokaballs-form, en þessi sjálfsmeðvitund gengur því miður ekki nógu langt, og klisjurnar hlaðast æ hraðar upp eftir þvf sem llður á myndina. -úd meira á. www.visir.is 4. desember 1998 f ÓkllS 27

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.