Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 Fréttir Iðnaðarráðherra undirbýr að veita íslenskum hveraörverum einkaleyfi: Ráðherra fresti veitingu leyfis - segir Þorsteinn Sigfússon, formaður Rannsóknarráðs „Ég set mjög mikinn fyrirvara við þessa fyrirhuguðu leyfisveitingu. Við höfum beðið iðnaðarráðherra að fresta leyfisveitingu á meðan málið er skoðað í þaula,“ segir Þorsteinn Sigfússon, prófessor við eðlisfræði- stofu Háskólans og formaður Rann- sóknarráðs ríkisins, vegna þeirra fyrirætlana iðnaðarráðherra að veita íslenskum hveraörverum, sem eru að meirihluta í eigu Kára Stefáns- Genís: Einkaleyfið þýðir skaöa- bætur - segir Sindri Sindrason „Ég er handviss um að ráðherra skapar grundvöll til málshöfðunar og skaðabóta veiti hann þetta leyfl,“ segir Sindri Sindrason, stjómarfor- maður Geníss og tramkvæmdastjóri Pharmaco, um fyrirhugaða einka- leyfisveitingu iðnaðarráðherra til ís- lenskra hveraörvera. Fari svo að einkaleyfið verði veitt verður fótun- ipn kinnt nndan rqkstri GeníSS sem undaníarin 10 ár hefúr starfað að rannsókn- um á hitakær- um örverum. Genís er í eigu Pharmaco, Há- skóla íslands og fleiri aðila. í DV í gær gagn- rýndi Össur Skarphéðins- son alþingis- maður harkalega fyrirhugað sér- leyfi. Sindri segir Genís hafa starfað í þessu umhverfi ailar götur síðan 1989. Sindri Sindra- son. „Við erum með verkefhi í gangi sem við fáum ekki að stunda í fram- tíðinni verði sérleyfið gefið Kára Stefánssyni. Við feúum okkur ekk- ert við þetta og ég bendi á að búið er að setja hundrað milljóna króna úr sjóðum og m.a. norrænum iðnþró- unarsjóðum. Við eram með sam- starfssamninga við Háskólann og Iðntæknistofnun og eins og þetta hljómar í dag þá verðum við brems- aðir af og stöðvaðir fyrir fullt og allt. Þama yrði kastað fyrir róða hlutum sem menn era búnir aö vinna í og byggja upp á löngum tíma. Það get- ur ekki verið i lagi að allt í einu sé Kára fært þetta. Við munum vissu- lega veija okkar hagsmuni," segir Sindri. „Við höfúm aldrei þann tíma sem viö höfúm unnið aö þessum rann- sóknum sóst eftir neinum sérleyfúm á þessu sviöi tO að ýta öðrum út. Okkur hefur raunar aldrei dottið slíkt í hug enda er þetta nýtt i ís- lensku atvinnulífi og eitthvað sem maður hélt að væri löngu liðin tíð. Sérleyfi á alla skapaða hluti er eitt- hvað sem ég hélt að tiiheyrði fortíð- inni,“ segir hann. Hann segir að til hafi staðið að sameina Genís og íslenskar hveraör- verur en skOyrði Kára og félaga hafi verið óaðgengOeg og ekki gengið „Það var þreifað að því að við yrð- um aðOar að íslenskum hveraörver- um en það sem boðið var upp á var ekki aðgengOegt fyrir okkur,“ segir Sindri. -rt sonar og fjármálastjóra Íslenskrar erfðagreiningar, einkaleyfi til að hagnýta hitakærar örveram í ís- lenskum hverum. Eins og DV greindi frá í gær hyggst Finnur Ing- ólfsson veita fyrirtækinu einkaleyfið á næstunni og fyrir liggur plagg þess eðlis sem ráðherrannn hefur þó ekki undirritað enn sem komið er. Ráð- herrann sagði við DV að náið sam- starf hafi verið mflli ráðuneytisins og vísindasamfélagsins um mál þetta. Hann sagðist ekki eiga von á öðru en sátt yrði um að veita ÍH þetta leyfi. Þorsteinn segist ekki kannast við neitt samstarf. „Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið náið samstarf við vísinda- menn á okkar plani um þetta mál. Ég hef miklar efasemdir um einkaleyfi á þessari hagnýtingu örvera," segir Þorsteinn. Hann segir Rannsóknarráð Ís- lands gera ráð fyrir að þekkingar- iðnaður vaxi mjög hér á landi á næstu árum. Hann muni meðal annars fela í sér nýtingu sérþekkingar og afiraksturs rannsókna til viðskipta- tækifæra. „Þegar út- víkka á sér- leyfishugtak- ið til þess að ná til sérleyfa vítt og breitt um vísindaheiminn segjum við: Nú skal staldrað við. Við höfum ekki fjallað inn hugsanleg sér- Þorsteinn Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannís, segir iðnaðar- ráðherra ekki hafa haft samráð við vísindamenn á hans plani um veitingu einkaleyfis til að hag- nýta hveraörverur. DV-mynd leyfi til rannsókna á hveraörveram en hyggjumst fá til liðs við okkur er- lenda sérfræðinga til þess að ræða það nánar með okkur,“ segir hann. Þorsteinn segir ekki vera tfl mót- uð stefna í þessum málum. Þá segir hann að Rannís hafi lagt mikið fé til þessara rannsókna. „Það er ekki upplagt að ganga með þessum hætti tfl verks í málinu. Persónulega er ég markaðssinni en þetta fellur ekki að hugmyndum mínum um frjálsan markað og frjáls vísindi," segir Þorsteinn. „Við skulum hafa hugfast að mót- uð stefna þarf að vera til um meðferð slíkra mála. I úttekt nefndar sem skoðaði líftæknirannsóknir á þess- um áratug kom í ljós að um hálfur milljarður króna hafði farið frá nor- rænum sjóðum og Tæknisjóði og Vísindasjóði til líftækninnar," segir Þorsteinn. -rt Það er jólalegt húsið Austurgata 31 í Hafnarfirði. Grenið og Ijósin fara vel við rauðan lit þess. Ekki fullnægjandi - segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður um frumvarp ríkisstjórnarinnar Hörður Einarsson hæstaréttarlög- maður segir að það hljómi eins og argasta öfugmæli í sínum eyrum að heyra því haldið fram að Hæstirétt- ur skapi vanda með því að gera lög- gjafanum og framkvæmdavaldinu að virða stjómarskrána. „Þeir sem skapa vandann eru þeir sem setja löggjöf sem ekki stenst ákvæði stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur var með sínum dómi að leitast við að leysa vanda þeirra þjóðfélagsborg- ara sem hafa verið beittir rangind- um,“ sagði Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður i gær. „Ég tel að frumvarp ríkisstjórnarinnar sé ekki fullnægjandi og ekki í sam- ræmi við dóm Hæstaréttar," sagði Hörður. En hvað má lesa úr dómi Hæsta- réttar? „Úr þessum hæstaréttardómi tel ég að hægt sé að lesa fjögur megin- skilyrði, sem leyfisveitingar sam- kvæmt fiskveiðistjórnarlögunum verða að uppfylla. í fyrsta lagi þá verða þau að miða að því að vemda fiskistofnana við landið, til dæmis með friðun, ákvörðun um há- markasafla, gerð veiðarfæra og ann- að slíkt. Undir þetta geta ekki fallið ákvarðanir um hverjir mega veiða og hveijir mega ekki veiða, þar sem á annað borð má veiða. Annað skilyrði er að ráðstöfun veiðileyfa og veiðiheimilda samkvæmt lög- unum verða að eiga sér stoð í jafnréttisreglu stjóm- arskrárinnar en ekki með því að mismuna borgurum landsins. Þriðja atriðið er aö þessar ráðstaf- anir verða sömuleiðis að byggjast á atvinnufrelsisákvæöi stj órnarskrár- innar. Og loks verður við úthlutun veiðiheimilda að taka tillit til þess að fiskistofnarnir við landið eru sameign allrar þjóðarinnar," sagði Hörður Einarsson. Hörður segir að þessi fiögur skilyrði verði fiskveiöi- stjómunarlögin í heild sinni að upp- fylla - ekki bara einstakar greinar laganna. Jónatan undrast ummæli „Ég er sama sinnis og hef frekar forherst í þeirri afstöðu minni að hér var um afar merkilegan hæsta- réttardóm að ræða, tímamótadóm. Ég stend við það sem ég sagði í DV um helgina. Ég varaði lika ráða- menn við að túlka dóminn of þröngt,“ segir Jónatan Þórmunds- son lagaprófessor. Hann segist ekki sáttur við hvernig ríkisstjórnin spil- ar úr spilunum, hann hafi ekki sér- legar áhyggur af henni, en hún verði sjáíf að taka ábyrgð á sínum gerðum. „Ég er ekki einn um það að undrast mörg ummæli sem hafa fall- ið í þessu máli. Meðal annars hefur verið sagt að Hæstiréttur hafi ekki bent á neinar leiðir. Það er ekki hlut- verk Hæstaréttar, heldur stjórnmála- mannanna. Sama er að segja um tal um fiölda dómara og ummæli stjórn- málamanna um að „breyta bara stjórnarskránni", allt er þetta afar skrýtið," sagði Jónatan. Uppfyllir kröfuna „Frumvarpið sem núna hefur ver- ið kynnt er alveg eins og tilefnin hafa gefist tfl og ég tel að það upp- fylli alveg þá kröfu sem þessi dómur felur í sér,“ sagði Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður. -JBP Hörður Einarsson. Stuttar fréttir i>v Margrét Tæpur þriðj- ungur kjósenda telur að Margrét Frímannsdóttir sé hæfust til að veita samfylk- ingu vinstri manna forystu samkvæmt Gallupkönnun. Aðrir fá mest 6%. Tæpur heimingur er óákveðinn i málinu. RÚV sagði frá. Nýr skólastjóri LandbúnaðaiTáðherra hefur skip- að dr. Svein Aðalsteinsson plöntulif- fræðing skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfúsi. Neysluvísitala Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í desemberbyijun var 183,7 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Lækkunina er að rekja til lækkunar á bensínverði og fatnaði. Yfirklór Landssamband útgerðarmanna kvótalítilla skipa segir að viðbrögð ríkissfiórnarinnar við kvótadómi Hæstaréttar séu yfirklór og úr öllu samræmi við dóminn. Ríkissfiómin ætli að hunsa dóminn og brjóta gegn mannréttindaákvæðum sfiómar- skrárinnar. Færri ráðsmenn í frumvarpi Halidórs Blöndal samgönguráð- herra um ferða- málaráð, sem lagt verður fram á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að fúlltrúum i ráðinu verði fækkað úr 23 í sjö. Ráð- herra skipi tvo þeirra, Samtök ferða- þjónustunnar tvo, tveir frá sveitarfé- lögum og einn frá Ferðamálasam- tökum íslands. Milljörðum króna kastað Milljörðum hefúr verið eytt í úr- eldingu fiskiskipaflotans. Þeim fiár- munum hefúr verið kastað á glæ verði kvótafrumvarp ríkissfiómar- innar að lögum. Útgerðamenn íhuga að hætta að borga í þróunarsjóð sjávarútvegsins. Stöð 2 greindi frá. Önnur umræða búin Mikill meirihiuti þingmanna samþykkti gagnagrunnsfrumvarpið eftir aðra umræðu á Alþingi i gær. 32 voru með, 20 á móti og einn sat hjá. Til stendur aö gera breytingar á frumvarpinu við þriðju og síðustu umræðu. Tugmilljóna bætur Hæstiréttur dæmdi í gær Þorstein V. Þórðarson, fyrrum framkvæmda- sfióra Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar, til að greiða sjóðnum 55 miiljónir króna í bætur vegna skuldbindinga sem stofnað var til í framkvæmdasfióra- tíð hans. Vi|ja kaupa Norðurál Stöð 2 segir að Norsk Hydro hafi áhuga á að kaupa Norðurál á Grund- artanga í stað þess að reisa nýja verksmiðju á Reyðarfirði. Forsfióri Norðuráls sagðist ekkert hafa rætt við Norsk Hydro um málið. Tollheimtumaður dæmdur Hæstiréttur hefur staðfest 15 mán- aða fangelsisdóm yfir Kristófer Kristóferssyni tollverði fyrir að hafa stolið umslagi með 52 þúsund pund- um í póststöðinni við Ármúla. Hon- um er gert að endurgreiða tæp sex þúsund pund sem upp á vantar að hafi verið endurgreidd. Enn vann Hæstiréttur ómerkti dóm hér- aðsdóms um framkvæmdir innanhúss í Hafnarstræti 20. Valdimar Jó- hannesson höfð- aði málið vegna breytinga innanhúss á vegum Reykjavíkurborgar og tapaði því. Hæstiréttur ómerkti dóminn vegna vanhæfis eins af meðdómendum í héraðsdómi. -SÁ Valdimar hæfust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.