Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 Spurningin Hvenær hættirðu að trúa á jólasveininn? Brynjólfur Eiríksson: Ég trúi enn þá á hann. Guðlaug Magnúsdóttir, 16 ára: Ég var tíu ára. Gunnar Ingason, 16 ára: Ég hef aldrei trúað á hann. Davíð Snorri Jónasson, 11 ára: Þegar mamma viðurkenndi að hann væri ekki til. Sverrir A. Baldursson vélamað- ur: Ég trúði aldrei á hann. Álfhildur Erlingsdóttir ferðaráð- gjafi: Ég var um tíu ára. Lesendur Kvótamál og sveitarfélög: Sá dagur mun koma „Á verðlagi kvótans i dag ætti hver landsmaður 800.000.00 (átta hundruð þúsund króna) virði í kvóta í sjónum, það þætti einhverjum gott.“ JG skrifar: Kvótinn eins og hann er uppsett- ur í dag er eitt versta dæmi um brot á mannréttindum. Þessi auölind, sem er eign allra landsmanna, hefur veriö færð nokkrum á silfurfati sem síðan nota auðlind þessa til eigin hagnaðar og velferðar. ímyndum okkur að botnfiskafli okkcir sé 260 þúsund tonn á ári eða um það bil 1 tonn á hvern lands- mann. Á verðlagi kvótans í dag ætti hver landsmaöur 800.000.00 (átta hundruð þúsund króna) virði í kvóta syndandi í sjónum, það þætti einhverjum gott. Það sem stjórnvöld þurfa og verða að gera áður en það verður of seint er að taka kvótann í eigin hendur og úthluta honum til allra landsmanna í formi hluta- bréfa. Þessi kvóti verði síðan leigð- ur til útgerðarinnar á hverju ári, á því verði sem um semst. Þetta á ekki að þurfa að kosta eitt skriffinnskubáknið enn. Það er hægt að koma þessu fyrir án mikils tilkostnaðar og án mikillar skrif- finnsku. En verði þetta ekki gert fljótt þá veröur þaö of seint. Þetta verður til þess að mun auð- veldara verður fyrir íbúa hinna ein- stöku sveitarfélaga í landinu að ákveða hvernig nýtingu kvótans verður best háttað. Og það mun gera tvennt: halda byggð þar sem hún er óðum að hverfa og varna því að upp komi stétt sægreifa sem stjóma, ekki bara fiskikvótanum, heldur hafa í hendi sér innan skamms tíma 60% af útflutnings- tekjum okkar og geta ráðskast meö okkur að vild. Tökum sem dæmi sveitarfélag á Vestfjörðum með 3000 íbúa. Þetta sveitarfélag hefði 3000 tonn af botn- fiski í kvóta. Það yrði erfitt fyrir út- gerðarmann, segjum af Suðurlandi, að koma í þetta sveitarfélag og kaupa allan kvótann fyrir árið. Þannig yrði sveitarfélagið alltaf að vera í þeirri stöðu, eða alla vega einstaklingamir í sveitarfélaginu, að halda þeim kvóta sem þeir teldu nauðsynlegt til að viðhalda þeirri vinnslu sem þeir gætu annast. Und- ir því kerfi sem nú tíðkast getur hinn efnaði komið og keypt lifsvið- urværi þessa sveitarfélags á einu bretti og lagt byggð niður. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum sem stuðla myndi að meira jafnrétti í landinu. Makalaus ritstjóri Þorsteinn Hilmarsson upplýsinga- fulltr. Landsvirkjunar, skrifar: Alveg er Jónas makalaus að segja að Landsvirkjun sé rakalaus. Merki- legt má telja að hann gefi lítið fyrir niðurstöður Páls Harðarsonar hag- fræðings vegna þess að Landsvirkj- un „fékk sér“ hann og „leigði“ og á, að áliti ritstjórans, að hafa pantað þá niðurstöðu að stóriðjuver og orkuver undanfarinna ára hafi verið hag- kvæm. Kenning Jónasar um að rannsóknir og úttektir sem Lands- virkjun stendur straum af séu ómarktækar af þeim sökum er at- hyglisverð. Er þá nokkuð að marka niðurstöður helstu rannsókna sem fram hafa farið á hálendinu og nátt- úrufari þar? Hvað um helstu rannsóknir á ferðamennsku um hálendið og við- horfskannanir á meðal innlendra og erlendra ferðamanna? Vönduðustu rannsóknirnar á þessu sviði eru undir sömu sökina seldar, að vera greiddar af Landsvirkjun. Ekki vili ritstjórinn að vísindamenn sinni sín- um störfum sem sjálfboðaliðar svo ekki verði borið upp á þá að þeir séu að falsa niðurstöður eftir pöntun kaupandans? Jónas telur feröaþjónustu sérstak-' lega ógnað af áformum um nýtingu fallvatna. Framtíðarmöguleikar ferðaþjónustu segir hann að byggist á að nota ósnortin víðemi sem sölu- vöru. En þjóðfélög þrífast ekki á að selja hvert öðru skemmtiferðir. Eftir dagsverk sem skilar öruggri afkomu geta menn fyrst farið að leita lífsfyll- ingar, t.d. í ferðalögum á vit náttúr- unnar. Gengi náttúrunnar fellur ört með efnahagserfiðleikum rétt eins og það rís hátt nú um stundir með velmeguninni. Náttúrvernd og vel- ferð samfélagsins þurfa þess vegna að fara saman. Ég er hissa ef Jónas hefur ekki skýrari mynd af því sem kemur ferðaþjónustunni til góða því ég hélt hann væri ekki alveg maka- laus á því sviði. Borhola í Öxarfirði - kannski olía Mikils er vænst af borunarframkvæmdum í Öxarfirði - jarð- gufa og olía í sigtinu. Ámi Stefánsson skrifar: Nú em miklar líkur á að 2 km djúp borhola verði bomð á næsta ári í Öxarfirði. Þessi djúpa hola er ætluð sem rannsóknar- og vinnslu- hola í senn og mun kosta eitthvað á annað hundrað milljónir króna. Hér er um að ræða sameiginlegt verk- efni Hitaveitu Akureyrar, Öxar- fjarðarhrepps og Kelduneshrepps, svo og Orkuveitu Húsavíkur, Landsvirkjunar og Jarðborana rík- isins og e.t.v. fleiri. Rannsóknir hér nyrðra hafa ávallt lofað góðu að því er varðar jarðgufu og svo eru menn auðvitað líka að spá í olíuna sem margir ætla að muni finnast með fleiri og dýpri boranum. Hér norðanlands hafa þegar fund- ist mjög þykk setlög, mun þykkari en fyrr var ætlað að væru til á þessu svæði. í gegnum árin hefur olíuleit og olíuvinnsla verið ofarlega i hugum manna, einkum á Öx- arfjarðarsvæð- inu og í Flatey á Skjálfanda, og mikið um málið skrifað, t.d. hjá ykkur, á DV. Ég hef lesið greinar um þetta eftir ýmsa sérfræð- inga á orku- mála- og jarð- fræðisviði og einnig þing- menn sem bára fram til- lögu á Alþingi um að ríkis- stjórnin léti fullkanna hvort hin þykku setlög hefðu olíu að geyma. - Það er því litið til borholunnar djúpu með mikilli eftirvæntingu af okkur norðanmönnum. Enn er halli á spítölunum Sturla skrifar: Hve lengi verðum við að bíða þess að hinn gífurlegi rekstrar- halli á Ríkisspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur hverfi með öllu? Svörin era ávallt þau sömu; nú er kominn tími til að stokka upp spilin. En það skeður aldrei neitt. Við greiðum sífellt himinháar upphæðir með þessum stofnun- um. Að vísu hafa bæði læknar og hjúkrunarfólk verið stjórnsýsl- unni erfiðir hópar, en á því máli áttu yfirmenn sjúkrahúsanna að taka föstum tökum og hleypa þessum hópum aldrei hænufet yfir gerða samninga. En nú er nóg komið af uppsöfnuðum halla hinna opinbera sjúkrahúsa, og al- menningur kaupir ekki lengur ámátlegar stunur rekstraraðila þessara stofnana. Þeir verða að leysa vandann án frekari skatt- lagningar á okkur. Fagnaöarer- indi eða hagn- aöarerindi? Lúðvík hringdi: Ég horfi stundum á sjónvarps- stöðina Omega mér til mikillar ánægju og stundum fróðleiks. í gærkvöld (þriðjudag), var Ómar Ragnarsson, okkar prýðilegi frétta- og sjónvarpsmaður þar í viðtali. Hann fór á kostum eins og venjulega, beitti sinni hárfinu frá- sagnarlist, blandaða gleði og upp- örvun. Hann lýsti upplifún sinni í flugvél við hrikalegar aðstæður, myndatöku í íshelli, o.fl., o.fl. Hann rabbaði við stjómendur þáttarins og minntist á fagnaðar- erindið, þ.e. jólaboðskapinn. Mér fannst það hnyttið er hann lét þau ummæli falla, að kannski væri nú fagnaðarerindi að breytast í „hagnaðarerindið". Allt sem Ómar segir hefur einhverja merk- ingu, þótt hann sé allra manna glaðastur er hann alltaf jafn áheyrilegur og fræðandi. Endurbygging Reykjavíkur- flugvallar Reykvíkingur skrifar: Nú á að fara að „púkka upp“ á Reykjavíkurflugvöll, enn eina ferðina - og nú í þeirra orða fyllstu merkingu. Þar þarf vera- lega að „púkka“ ef völlurinn á að duga sem alvöruflugvöllur. Ég er undrandi á því að ráðamenn, bæði borgar og ríkis, skuli ekki harð- neita að leggja fé í þessa brjálæðis- legu framkvæmd. Hún á eftir að reynast okkur dýr, ef af verður. Mér er sama í hve mörgum áföng- um Reykjavíkurflugvöllur verður „púkkaður" upp, það verður aldrei nein mynd á því verki. - Ég skora á ráðamenn að afturkalla þessa hugmynd að fullu. Litaöar RÚV- fréttir Ámi Einarsson hringdi: Báðir ríkisfjöhniölarnir, Sjón- varp og hljóvarp, eru staðnh- að því þessa dagana að bera fram lit- aðar fréttir um hin þrjú stóru mál sem nú era í umræðunni: Gagna- grunnsfrumvarpið, kvótadóminn og hálendismálin. Mér stóö ekki á sama er ég heyrði fréttatímana sl. þriðjudagskvöld, bæði sjónvarps- og útvarpsfréttir. Þær voru settar fram þannig að andstæðingar gagnagrannsframvarps og kvóta- dómsins fengu sérstaka athygli en ekki hinir, sbr. þingkonuna sem rætt var við í sjónvarpsfréttum drykklanga stund ef miðað er við lengd sjónvarpstímaviðtala í frétt- um. Þetta er kannski bara mitt álit, en ég held ég sé ekki að fara með fleipur í því að fréttir RÚV era orðnar ansi litaðar í þessum málum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.