Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 33 íþróttir rr»- EMGLAMD Fyrirliöi Leeds United, Lucas Radebe, og markvörðurinn Nigel Martyn hafa báðir ákveðiö aö fram- lengja samning sinn við félagið. Þetta verður tilkynnt á blaðamanna- fundi í kvöld. George Graham, fyrr- um stjóri Leeds og nú hjá Totten- ham, hafði áhuga á að kaupa félag- ana en ekkert verður af því. David Batty hefur viðurkennt að hafa tárast er hann kvaddi Howard Wilkinson á sínum tíma hjá Leeds. Batty, sem er aftur genginn í raðir Leeds, leikur sinn fyrsta leik með fé- laginu á mánudag. David O’Leary, stjóri Leeds, segir að Leeds sé ekki með nægilega gott lið til að vinna ensku úrvalsdeild- ina. „Við höfum hæfileika til að vera á meðal átta efstu liða. Viö erum i fjórða sæti sem stendur en erfiðasti hluti tímabilsins fer senn i hönd. Þá munu ungu mennirnir i mínu liði þreytast. Það er stað- reynd,“ sagði O’Leary í gær. Það ríkir vitanlega ekki mikil ham- ingja á meðal forráðamanna Glas- gow Rangers eftir að liðið var slegið út úr UEFA-keppninni. Nú stendur til að kaupa tvo sterka leikmenn til að styrkja liðið, markvörðinn Stef- an Klos frá Borussia Dortmund og Neil McCann frá Hearts. Klos hefur þegar fengið leyfi frá Dortmund til að ræða við Rangers. Roy Hodgson, sem rekinn var úr stóli framkvæmdastjóra hjá Black- burn Rovers, á ekki von á því að vera lengi atvinnulaus. Hodgson hef- ur sagt að margir framkvæmdastjór- ar eigi eftir að missa vinnuna áður en keppnistímabiliö er á enda og þess verði ekki langt að biða að hon- um bjóðist ný staða. Forráðamenn Sheffield United hafa lýst þvi yfir að ekki komi til greina að Steve Bruce, fyrrum varnarjaxl Man. Utd, hætti sem framkvæmda- stjóri félagsins til að gerast aðstoðar- maður hjá Alex Ferguson, stjóra United. Bruce hefur náð mjög góð- um árangri með lið Sheffield United og forráðamenn liðsins sögðu i gær að brottför hans frá félaginu væri alls ekki á dagskrá. Dregið verður i 8-liða úrslit meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu um miðjan desember og leikirnir fara síðan fram í mars á næsta ári. Ljóst er að Manchester United mun ekki mæta Real Madrid eöa Bayern Múnchen þegar dregið verður og því hefur það eflaust verið betra hlut- skitpi fyrir United að fara bakdyra- megin inn í úrslitin. Andy Cole hefur átt hvern stórleik- inn af öðrum með Manchester United á síðustu vikum. Nú er ljóst að Dwight Yorke mun missa af tveimur næstu leikjum United og þá mun fyrst reyna á Cole. Samvinna þeirra félaga í framlinunni hefur verið frábær og því verður fróölegt að sjá hvernig Cole spjarar sig án hans. ck- Um helgina 1. deild karla 1 handknattleik: Afturelding-FH . . . HK-lBV........... Fram-Selfoss..... KA-Valur ........ Grótta/KR-Stjarnan Haukar-ÍR........ L. 16.15 S. 20.00 S. 20.00 S. 20.00 S. 20.00 S. 20.00 1. deild kvenna i handknattleik: Haukar-FH F. 20.00 KA-ÍBV L. 14.00 L. 14.30 Valur-Grótta/KR L. 16.30 Bikarkeppni karla í körfuknattleik: Snæfell-Smári L. 16.00 Þór Þ.-Þór Ak L. 16.00 GG-Stjarnan L. 18.00 Breiðablik-Haukar S. 20.00 Njarðvík-Grindavík S. 20.00 Keflavík-ÍS S. 20.00 Skallagrímur-Akranes .... S. 20.00 Tindastófl-KR S. 20.00 1. deild kvenna í körfuknattleik: KR-Njarðvík...............L. 17.00 Keflavík-ÍR...............L. 17.00 1. deild kvenna í blaki: Þróttur N.-Víkingur ......F. 20.00 Þróttur N.-Víkingur ......L. 14.00 íþróttir 1 795-690 16 2 941-774 16 3 896-845 14 4 820-809 12 4 781-756 10 5 876-864 10 5 828-844 10 5 692-729 8 Valur 10 1 9 759-871 2 Fram - Fótboltafelag Reykjavíkur hf.: Stefnt er að titli árið 2001 Útboðslýsing vegna sölu hluta- bréfa í Fram - Fótboltafélagi Reykja- víkur, var kynnt í gær. Sala hluta- bréfa hefst þann 14. desember og lýk- ur 31. desember. í greinargerð með rekstraráætlun hins nýja hlutafélags kemur ýmis- legt forvitnilegt fram. í greinargerð- inni er vikið að helstu forsendum rekstraráætlunar. Gert er ráð fyrir því að Fram hafni í 3. sæti á næsta íslandsmóti og að meðaltali komi 1.200 áhorfend- ur á leiki liðsins. Gert er ráð fyrir að hagnaður af sölu leikmanna inn- anlands verði 500 þúsund krónur. Fram hafnaði í 6. sæti á síðasta ís- landsmóti og 841 áhorfandi kom að meðaltali á leiki liðsins. Árið 2000 stefna Framarar að 2. sæti á íslandsmótinu og að 1.300 áhorfendur komi að meðaltali á leiki liðsins á íslandsmótinu. í bik- arkeppninni er gert ráð fyrir fjórum leikjum í íjögurra liða úrslit. Þá er gert ráð fyrir að hagnaður vegna sölu á leikmönnum nemi 5 mUIjón- um króna og seldur verði einn leik- maður til Norðurlanda. Gert er ráð fyrir að Fram mæti liði frá Austur- Evrópu í UEFA-bikarnum, að 1.500 áhorfendur sjái leikinn og tekjur frá UEFA nemi 6,5 milljónum króna. Árið 2001 ætla Framarar sér !s- landsmeistaratitilinn og að Fram leiki fjóra leiki í bikarnum og kom- ist í fjögurra liða úrslit. Meðalað- sókn á íslandsmóti verði þá 1.400 áhorfendur og hagnaður af sölu leikmanna nemi 10 milljónum króna. Seldur verði einn leikmaður til Þýskalands. Sama ár er reiknað með 3.000 áhorfendum á leik í UEFA-bikarnum og andstæðingur- inn verði lið frá Norðurlöndunum. Tekjur frá UEFA 4,5 milljónir króna. Árið 2002 gera Framarar ráð fyr- ir að hafna í 1.-2. sæti á íslandsmót- inu og 1.400 áhorfendur verði meðal- aðsókn á íslandsmóti. í bikarkeppni er gert ráð fyrir að liðið leiki til úr- slita. Reiknað er með að fyrri leikur í forkeppni Evrópukeppni meistara- liða verði gegn liði frá Austur-Evr- ópu og að hann vinnist. Enn er reiknað með 6,5 milljóna króna tekj- um frá UEFA og að áhorfendur verði 1.500. í síðari leiknum í for- keppninni er reiknað með að and- stæðingurinn verði þokkalegt lið frá Norður-Evrópu og að leikurinn tap- ist. Aftur er reiknað með 6,5 millj- óna króna tekjum frá UEFA og að 5.000 áhorfendur mæti á völlinn. Vegna ósigursins í síðari umferð forkeppni Evrópukeppni meistara- liða reikna Framarar með að fá lið frá Austur-Evrópu sem andstæðing í UEFA-bikarnum. Að 1.500 áhorf- endur mæti á leikinn og tekjur frá UEFA nemi 4,5 milljónum króna. -SK Þrír lykilmenn Framara. Frá vinstri: Gústaf Björnsson aðstoðarþjálfari, Ásgeir Elíasson, knattspyrnustjóri og þjálfari, og Jón Steinar Gunnlaugs- son, varaformaður hlutafélagsins. DV-mynd ÞÖK 5-6 sterkir leik- menná leið til Fram Framarar gera ráð fyrir að ráðstafa hluta af hlutafénu sem selst á næstu vikum, 30 milljónir króna að nafnveröi, til fjármögnunar á nokkrum leikmönnum og styrkja þannig liö Fram verulega fyrir næsta keppnistímabil. í greinargerðinni með rekstraráætlun nýja hlutafélagsins segir orð- rétt: „Áætlanir gera ráð fyrir að fengnir verði 5-6 sterkir leikmenn tO fé- lagsins og þar af einn til tveir erlendir leikmenn." Þjálfari Fram og knattspymustjóri verður Ásgeir Elíasson. Gústaf Björnsson, sem starfað hefúr hjá KSÍ, hefur veriö ráðinn til félagsins sem aðstoðarmaöur Ásgeirs og mun m.a. sinna þjálfun 2. flokks. -SK körfuknattleik: Vill fá vetrarfrí Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, vill fá vetrarfri í ensku knattspyrnunni en hann óttast að hið mikla álag sem fylgir keppni í ensku deildinni og í bikarkeppninni komi nið- ur á liðinu þegar það keppir í 8-liða úr- slitum meistaradeildarinnar en þau hefj- ast í mars. Ferguson er minnugur síð- asta tímabils en þá fengu nokkrir leik- manna liðsins að kenna á meiðslum sem fylgir miklu álagi. „Það segir sig sjálft að það er mikil hætta á að ég geti ekki teflt fram mínum besta mannskap í mars. Það tekur sinn toll að spila svona marga leiki og auðvit- að óttast ég að meiðsli muni hrjá ein- hverja af mínum mönnum þegar meist- aradeildin fer af stað aftur,“ sagði Fergu- son í samtali við fréttamenn í gær. Sumir andstæðingar Manchester Uni- ted í meistaradeildinni verða í frii yfir hávetrartimann og það sama vill Fergu- son að gert verði í Á-deildinni. „Sum liðin eins og til að mynda Dyna- mo Kiev eru komin í frí og á meðan geta leikmenn liðsins jafnað sig á meiðslum. Þeir fara eflaust í ferð til Kanaríeyja á meðan við þurfum að puða heima í deilda- og bikarkeppninni," segir Fergu- son. United hefur þegar spilað 7 leiki í des- ember og fram undan eru tveir leikir á fjórum dögum. Á laugardaginn mætir United Tottenham á White Hard Lane í Lundúnum og á miðvikudaginn Chelsea á Old Trafford. Báðir þessir leikir eru í deildakeppninni. 4 -GH Bland i poka Sœnski landsliðsmaðurinn Jesper Mattsson er genginn til liðs við enska A-deildarliðið Nottingham For- est frá sænska liðinu Halmstad. For- est greiðir 35 milljónir króna fyrir þennan 30 ára gamla varnarmann. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn ætlar aö bjóða upp á knattspyrnuferð til Englands 29.-31. janúar. Farið verður á stórleik Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea. Nánari upplýsingar um ferðina gefur íþróttadeild Úrvals-Út- sýnar i s. 569-9300. Alexandra Meissnitzer frá Austur- ríki vann sinn annan sigur i heimsbikar- keppninni á skíöum í gær þegar hún varð hlutskörpust í risasvigi 1 Val D’Isere í Frakklandi. Þýska stúlkan Martina Ertl varð önnur og Rogine Cavagnoud frá Frakklandi hafnaði í þriðja sæti. Denis Irwin og Dwight Yorke verða að öllum líkindum ekki með Man- chester United þegar liðið sækir Tott- enham heim á morgun. Þeir meidd- ust báðir í leiknum gegn Bayem Múnchen í fyrrakvöld. Tony Adams, fyrirliði Arsenal, mun ekki leika með sínum mönnum fyrr en i febrúar en hann gekkst undir að- gerð i baki í vikunni. Þetta er áfall fyrir meistarana enda var reiknað með því að Adams yrði klár í kring- um áramótin. Eric Gerets, þjálfari belgísku meist- aranna í knattspyrnu, Club Brúgge, verður næsti þjálfari PSV Eindhoven í Hollandi. Fleiri félög hafa reynt að krækja í Gerets og er þýska liðið Stuttgart eitt þeirra. Gerets hefur til- kynnt forráöamönnum PSV að hann muni ganga frá samnigi viö liðið síð- ar í þessum mánuði. Gerets, sem er fyrrum landsliðsmaður Belga, þekkir vel til hjá hollenska liðinu enda lék hann með því frá 1985 til 1992. Daninn Per Frandsen hefur fram- lengt samning sinn viö Bolton og gildir hann nú út tímabilið 2001. For- ráðamenn Bolton munu á næstu dög- um setjast niður með Arnari Gunn- laugssyni og bjóða honum nýjan samning en hann hafnaði á dögunum tilboði félagsins. Nokkrar stúikur í fimleikaliði Norð- ur-Kóreu hafa fengið keppnisleyfi á Asíuleikunum i fimleikum sem nú standa yfir. Nokkrar þátttökuþjóöir kærðu stúlkurnar og sögðu þær ekki hafa náð 16 ára lágmarksaldri til að fá keppnisrétt á leikunum. í gær var úrskurðað i málinu og fengu þær keppnisleyfi eftir að gengið hafði ver- ið úr skugga um aldur þeirra. Reynd- ust þær allar 16 ára eða eldri. Steinar Ingimundarson, sem lék með Leiftri í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í sum- ar, stefnir á að spila með úr- valsdeildarliði á höfuðborgar- svæðinu næsta sumar. „Mér bauðst að vera aöstoöarþjálf- ari hjá Leiftri en vegna at- vinnu minnar verð ég að vera í Reykjavík,” sagði Steinar við DV. -GH/SK/VS Leiftur i UEFA-bikarinn Knattspyrnusamband Evropu akvað í gær að legg]a nið- ur Evrópukeppni bikarhafa. Héðan í frá fara bikarmeistar- ar Evrópuþjóða í UEFA-bikarinn, og þangað fer Leiftur frá Ólafsfirði sem annars hefði verið fulltrúi íslands í Evrópu- keppni bikarhafa á næsta tímabili. Þá var meistaradeild Evrópu stækkuð en þangað komast framvegis 32 lið í stað 24. Alls veröa 72 þátttökulið í meistarakeppninni og 121 í UEFA-bikarnum. -VS Fylgst með Hermanni Útsendarar frá þremur liðum úr ensku A-deildinni í knattspyrnu, Southampton, West Ham og Charlton, sáu stórleik Hermanns Hreiðarssonar með Brentford gegn Plymouth á þriðjudaginn. Eins og fram kom í DV í gær var Hermann besti maður vallarins og skoraði fyrra markið í 2-0 sigri Brentford. Umræddir útsendarar voru að fylgjast með nokkrum leikmönnum Brentford og talið er að Hermann hafi verið einn þeirra. Litlu munaði að Hermann færi til Charl- ton í haust, sem kunnugt er, en þá seldi Crystal Palace hann til Brentford. -VS Úrvalsdeildin í Halla úr leik Halla Mai'ía Helgadóttir úr Víkingi, ein besta handknattleikskona landsins, er úr leik í bili vegna brjóskloss í baki og hún þarf jafnvel að gangast undir uppskurð. Þetta er mikið áfall fyrir Víkingsliðið, en Halla María er þar í lykilhlut- verki, og þá missir Halla María af æfingatörn kvennalandsliðsins um jól og áramót. -VS URVALSDEILDIN Keflavík 9 Njarðvik 10 KR 10 Snæfell 10 KFÍ 9 Grindavik 10 Haukar 10 Þór A. 9 IA 9 4 5 679-722 Tindastóll 10 4 6 831-883 Skallagr. 10 1 9 787-898 Keith Vassell, þjalfari og leikmaður KR, brýst fram hjá Tindastólsmönnunum Sverri Þór Sverrissyni og Cesare Piccini í leiknum í Hagaskóla í gærkvöld. DV-mynd ÞÖK Tiundu umferð lýkur i kvöld með tveimur leikjum. KFÍ og ÍAleika á ísafirði ki. 20 og Þór A. mætir Kefla- vík á Akureyri kl. 20.30. Alex Ferguson, stjóri Manchester United: - Njarðvík vann slaginn við Grindavík Það var Suðurnesjaslagur eins og þeir gerast bestir þegar Njarðvík tók á móti nágrönnum sínum úr Grindavík í gærkvöld. Njarðvíking- ar höfðu betur, 101-84, en það var ekki að sjá að liðin litu á þennan leik sem upphitun fyrir bikarslag liðanna á sunnudag því baráttan var svakaleg hjá báðum liðum. Bæði lið byrjuðu að spila mjög svo stifa maður á mann vörn og voru átökin gríðarleg á köflum. Jafnræði var með liðunum og urðu hálfleikstölur 45-45. Njarðvíkingar komu miklu ákveðnari til seinni hálfleiks og fór Brenton Birming- ham þar fremstur f flokki. Grind- víkingar börðust af krafti en hittnin var ekki til staðar hjá þeim nema Herberti Arnarsyni sem var sjóð- andi heitur og hitti úr öllum mögu- legum og ómögulegum færum. Síð- asti möguleiki þeirra var að fara í pressuvöm þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar áttu svar við henni og juku forskotið upp í 17 stig. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir skemmtilegan leik þar sem menn tóku vel á hver öðrum og sýndu oft skemmtileg tilþrif. Birmingham virðist finna sig vel á móti Grindvíkingum og skoraði mikið þegar Njarðvíkingar voru að losa sig við Grindvíkinga i seinni hálfleik. Friðrik Ragnarsson, Páll Kristinsson og Hermann Hauksson áttu allir mjög góðan leik. Hjá gest- unum var Herbert frábær og sýndi mönnum hversu öflugur leikmaður hann er, en aðrir voru í meðal- mennskunni. „Okkur hefur gengið erfiðlega með Grindavík í vetur. Það er eins og það henti okkur illa að spila á móti þeim en við sýndum í kvöld að við getum unnið þá. Þess vegna er þessi sigur mjög mikilvægur fyrir okkur andlega og við hlökkum mik- ið til bikarleiksins á sunnudag," sagði fyrirliði Njarðvíkinga, Friðrik Ragnarsson, eftir leikinn. Góður endasprettur KR-inga KR-ingar byrjuðu vel á nýjum heimavelli sínum í Hagaskóla og Skallagr. (42)86 Valur (37) 78 4-A, 12-11, 23-15, 34-27, (42-37), 48-48, 59-56, 70-62, 76-67, 86-78. Stig Skallagríms: Eric Fransson 31, Hlynur Bæringsson 14, Tómas Holton 13, Sigmar Egilsson 12, Krist- inn Friðriksson 10, Henning Henn- ingsson 3, Finnur Jónsson 3. Stig Vals: Kenneth Richards 20, Bergur Emilsson 19, Hinrik Gunnars- son 15, Kjartan Sigurðsson 12, Hjört- ur Hjartarson 4, Ólafur Hrafnsson 4, Guðmundur Björnsson 4. Fráköst: Skallagrímur 35, Valur 23. 3ja stiga körfur: Skallagrímur 3/14, Valur 9/20. Vítanýting: Skaliagrímur 21/26, Valur 7/12. Dómarar: Leifur Garðarsson og Jón H. Eðvaldsson, sæmilegir. Áhorfendur: 282. Maður leiksins: Hlynur Bær- ingsson, Skallagrími. unnu Tindastól, 92-72, í gær. Leikur- inn getur ekki talist venjulegur eða öruggur 20 stiga sigur því aðeins munaði tveimur stigum, 68-66, þegar flórar mínútur voru eftir. Stólamir voru þá búnir að vinna upp 13 stiga forskot KR, en þá náði KR 5 stiga sókn, fyrst 3 stiga körfu frá Eiríki og um leið var brotið á Vassell undir körfunni og hann nýtti bæði vítin. Eftir það misstu gestirnir einbeiting- una og KR skoraði 24 af 30 síðustu stigum leiksins. Á meðan snerist leikur Stólanna aðallega um nöldur og rifrildi við dómara. Vassell og Eiríkur héldu uppi sókn KR, skoruðu 61 af 92 stigum liðsins en hjá Tindastóli vantaði John Woods sem meiddist gegn Keflavík og það munaði miklu, sér- staklega þegar leikmenn liðsins fóru að þreytast í lokin. Ómar Sig- marsson lék afar vel í fyrri hálfleik er hann gerði 15 af 19 stigum sínum og eins komst Arnar Kárason vel frá leiknum. Stólamir töpuðu þama sínum 5. leik í röð eftir 4 sigra i fyrstu 5 leikjunum. Fyrstu stig Skallagríms Skallagrimur vann mikilvægan sigur á Val í botnslag liðanna í Borgarnesi, 86-78, og innbyrti þar með fyrstu stig sín á tímabilinu. Liðin era nú jöfn á botninum og eiga greinilega harða baráttu fyrir höndum. „Það kom ekkert annað til greina en að vinna þennan leik og það gekk eftir, sem betur fer. Við tap fyrir Val á heimavelli hefði útlitið verið ansi svart. Við erum vonandi loksins búnir að snúa við blaðinu,“ sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms. Leikurinn einkenndist af tauga- spennu og baráttu. Heimamenn höfðu undirtökin nær allan tímann og sigur þeirra var nokkuð öraggur undir lokin. Hlynur Bæringsson, 16 ára piltur, lék mjög vel með Skallagrími og er tvímælalaust eitt mesta efni lands- ins 1 dag. Tómas Holton var mjög sterkur, sem og Sigmar í seinni Njarövík (45) 101 Grindavík (45) 84 6-8, 12-13, 12-20, 25-27, 30-30, 35-34, 40-39, (4545), 5045, 60-52, 67-60, 74-62, 86-71, 92-77, 101-84. Stig Njarðvíkur: Brenton Birm- ingham 32, Páll Kristinsson 19, Friö- rik Ragnarsson 19, Hermann Hauks- son 14, Teitur Örlygsson 7, Friðrik Stefánsson 6, Ragnar Ragnarsson 2. Stig Grindavíkur: Herbert Amar- son 34, Warren Peebles 15, Guðmund- ur Bragason 13, Páll Axel Vilbergsson 7, Garcia Navalon 7, Pétur Guð- mundsson 4, Guðlaugur Eyjólfsson 4. 3ja stiga körfur: Njarðvik 5, Grindavík 7. Vítanýting: Njarðvik 9/13, Grindavík 8/12. Dómarar: Jón Bender og Björgvin Rúnarsson. Áhorfendur: 380. Maður leiksins: Brenton Birm- ingham, Njarðvik. hálfleik. Eric Fransson hefur oft verið grimmari þó hann gerði 31 stig en hann á við meiðsli að stríða. Bergur Emilsson hélt Val inni í leiknum í fyrri hálfleik með 5 3ja stiga körfum úr 6 skotum. Kenneth Richards vaknaði síðan til lífsins i síðari hálfleik og gerði þá 17 stig. Öruggur sigur Snæfells Snæfell komst í 4. sætið með ör- uggum sigri á Haukum í Stykkis- hólmi, 77-70. „Við vorum ákveðnir að gera bet- ur en í síðasta leik og náðum fljót- lega þægilegri forustu. Haukarnir voru þó baráttuglaðir og erfiðir við að eiga. Við vorum kannski ekki að spila okkar besta leik en gerðum þó margt gott,“ sagði Birgir Mikaels- son þjálfari og leikmaður Snæfells. „Við vorum bara ekki í takt við leikinn í byrjun og það gengur ekki,“ sagði Sturla Jónsson, liðs- stjóri Hauka. Leikurinn fór rólega af stað hvað sóknina áhrærði en varnarleikur- inn var þess harðari og cdlt að því grófur á köflum. Snæfell setti þó fljótlega í fluggírinn og skoraði 4 þriggja stiga körfur á örfáum mínút- um og náði þægilegri forustu. Hauk- ar neituðu þó að gefast upp en áttu einfaldlega við ofurefli að etja, enda spiluðu þeir þennan leik án útlend- ings og einnig vantaði Sigfús Gizur- arson. Þetta þýddi að Rob Wilson ríkti sem kóngur í teignum og tók öll þau fráköst sem nálægt honum komu. í liði Snæfells var Rob Wilson góður, Birgir, Bárður, Spyropoulos og þá sérstaklega Mark Ramos áttu einnig góðan dag. Ramos má þó ógna meira með skotum utan af velli en hann hefur sýnt að það get- ur hann vel. Hann er hins vegar mjög góður varnarmaður. Hjá Haukum var Jón Arnar Ingvarsson yfirburðamaður. Daníel Árnason átti fína spretti í fyrri hálfleik og Bragi Magnússon í þeim síðari. Einnig eiga þeir marga efnilega unga leikmenn sem spiluðu vel í gærkvöldi. -BG/ÓÓJ/EP/KS/VS KR (46) 92 Tindastóll (44) 72 0-3, 6-6, 6-12,11-15, 20-21, 24-24, 24-28, 28-30, 32-30, 40-37, 4442, (4644), 5044, 5246, 63-50, 66-58, 66-62, 68-66, 73-66, 75-67, 85-69, 85-72, 92-72. Stig KR: Keith Vassell 36, Eiríkur Önundarson 25, Lijah Perkins 12, Mikael Björnsson 6, Marel Guðlaugs- son 6, Atli Einarsson 3, Óskar Krist- jánsson 3. Stig Tindastóls: Ómar Sigmars- son 19, Arnar Kárason 14, Valur Ingi- mundarson 12, Cesare Piccini 11, Sverrir Þór Sverrisson 7, Gunnlaugur Erlendsson 3, Svavar Birgisson 3, ísak Einarsson 1. Fráköst: KR 32, Tindastóll 28. 3ja stiga körfur: KR 4/15, Tinda- stóll 6/23. Vítanýting: KR 24/33, Tindastóll 12/25. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiöarsson. Ágætir. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Keith Vassell, KR, 36 stig og 14 fráköst. Snæfell (49)77 Haukar (30) 70 9-6, 15-8, 24-12, 30-20, 43-28, (49-30), 51-33, 5940, 6444, 72-50, 74-63 77-70. Stig Snæfells: Athanasias Spyro- poulos 19, Bárður Eyþórsson 18, Rob Wilson 14, Mark Ramos 12, Birgir Mikaelsson 6, Ólafur Guömundsson 4, Jón Þór Eyþórsson 3, Baldur Þor- leifsson 1. Stig Hauka: Bragi Magnússon 23, Jón Arnar Ingvarsson 20, Daníel Ámason 9, Óskar F. Pétursson 6, Ró- bert Leifsson 5, Baldvin Johnsen 4, Leifur Leifsson 3. Fráköst: Snæfell 30 vörn, 16 sókn, Haukar 14 vörn, 11 sókn. 3ja stiga körfur: Snæfell 25/10, Haukar 21/7. Vítanýting: Snæfell 37/28, Haukar 20/15. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Rúnar B. Gíslason, þokkalegir. Áhorfendur: 200. Maður leiksins: Rob Wilson, Snæfelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.