Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 Útlönd Kreppa í uppsiglingu í norsku efnahagslífi: Atvinnuleysi fylgir fallandi olíuveröi - olía kostar Qórðung af því sem var í Persaflóastríðinu DV, Ósló: Norskur kavíar í túpum er betri en sænskur. Það hefur sannast enn einu sinni í blindri prófun í Svíþjóð. Allt annað horfir nú til verri vegar í Noregi. Olían fellur í verði, verð- bréfin falla, krónan fellur, kóngur- inn er lagður í einelti og ríkisstjóm- in lifir fyrir náð og miskunn and- stæðinga sinna. Vextir eru nú meira en tvöfalt hærri en í ríkjum Evrópusambandsins. Vandinn liggur í að verð á olíu hefur fallið jafnt og þétt allt þetta ár. Fyrir skömmu fór tunnuverðið nið- ur fyrir 10 Bandaríkjadali og mark- aðsspámenn segja að litlar líkur séu á hærra verði í bráö. Það er offram- leiðsla á olíu í heiminum. Talið er aö 8 dalir sé lágmarksverðið sem Norðmenn verða að fá til að olíu- vinnsla í Norðursjó borgi sig. Þetta lágmark er hættulega skammt und- Vandi blasir nú við rikisstjórn Kjells Magnes Bondeviks. Símamynd Reuter an. Þegar Saddam lét sem verst árið 1991 var verð á tunnu 36 dalir. Svartsýnustu menn spá því að at- vinnuleysi muni tvöfaldast í Noregi á næsta ári. Þá yrðu 70 þúsund manns án vinnu. Bara í olíubænum Stavangri er því spáð að 10 þúsund manns geti misst vinnuna á næsta ári vegna erfiðleikanna i olíuvinnsl- unni. Það er mikið í bæ á stærð við Reykjavík. ímörgum vesturlensk- um bæjum er kreppunnar farið að gæta með uppsögnum á starfsfólki. Aðrir segja að þetta sé bara svart- sýnishjal og að erfiðleikamir nú leiði aðeins til endumýjunar í at- vinnulífinu. Ríkissjóður á 1500 milljarða í sjóði og er hreint ekki á flæðiskeri staddur þrátt fyrir að- hald og spamað. Vandinn er hjá fyr- irtækjum sem tengjast olíuvinnsl- unni og em nú mörg hver rekin með tapi. Hlutabréf í þessum fyrir- tækjum hafa fallið um 30 til 60 pró- sent á þessu ári. Meðal þeirra sem hafa orðið að blæða hvað mest er Kjeil Inge Rökke. -GK Þrátt fyrir krepputal er mikið um dýrðir í GUM-stórversluninni í Moskvu þar sem efnaöir Rússar kaupa gjafir handa sér og vinum sínum. Pizzakofiim ----------TILBOÐ — TakPana heim_____________________ 14 16” pizzuveisla aðeins 990 m/4 áleggsteg. 1 Þú kaupir eina pizzu og hvítlauksbrauð og færð aðra pizzu í kaupbæti 15 Heimseiid Qöiskyiduveisia 2x16” pizzur m/2 áleggsteg. 2I. gos og stór franskar í kaupbæti 2®Q0 Fáð’ana heim_____________________ 16 16”pizzam/2áleggsteg. 2I. gos og mið franskar í kaupbæti 1390 17 16” pizza m/3 áleggsteg. og 12“ hvítlauksbrauð 1590 Tveir staðir Austurveri juawiMMMtes Amarbakki mmh Eyðing ísraels ekki lengur í stofnskránni Palestínumenn samþykktu í gær að fella úr gildi klásúlu í stofnskrá Frelsissamtaka Palest- ínu (PLO) sem kveður á um eyðingu Israelsríkis. Með þessu hafa Palestínumenn uppfyllt enn einn lið friðarsamningsins við Israela. Á sama tíma hafa ísraelsk stjómvöld hert til muna aðgerðir sínar til að stöðva ofbeldisverk á Vesturbakkanum. ísraelska lögreglan segir hugsanlegt að palestínskir harölínumenn muni gripa til hermdarverka á meðan á þriggja daga heimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta til ísraels og svæða Palestínumanna stendur. Clinton er væntanlegur þangað austur á morgun. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í ísraelska útvarpinu í gær að það væri skylda stjórnvalda að siga lögreglu og öryggissveitum á óróaseggina. Nóbelsþegar lofa hvor annan Norður-írsku stjómmálamenn- imir, kaþólikkinn John Hume og mótmælandinn David Trimble, báru lof hvor á annan í gær þegar þeir höfðu tekið við friðarverð- launum Nóbels í Ósló. Þeir sögðu að verölaunin mundu hvetja þá til dáða til að binda enda á þriggja áratuga blóðug átök milli trúar- hópanna. „Verðlaunin eru dásamleg upp- örvun fyrir okkur og norður- írsku þjóðina," sagði Trimble í boði eftir afhendinguna. Stuttar fréttir Ericsson í vanda Sænska símafyrirtækið Erics- son olli miklum óróa í gær meðal starfsmanna og á verðbréfamörk- uðum. Fyrirtækið tilkynnti að segja þyrfti upp 10 þúsund manns vegna efnahagskreppunnar í Asíu. Hirschfeld fyrir rétt Fasteignajöfurinn Abe Hirsch- feld, sem bauð Paulu Jones 1 milljón dollara til að láta málið gegn Clinton Bandaríkjafor- seta falla niður, hefur verið ákærður fyrir aö hafa ætlað að láta myrða samstarfsaðila sinn, Stanley Stahl, fyrir tveimur árum. Milligöngumaður Hirsch- felds og leigumorðingjans varaði hins vegar Stahl við sem lét síðan lögregluna vita. Hirschfeld neitar sakargiftum. Hvetur til mótmæia Stærsti stjómarandstöðuflokk- urinn i Bangladesh, BNP, hvatti í morgun íbúa landsins til að mót- mæla á götum úti meintu kosn- ingasvindli stjórnarflokksins. Geimstöð í notkun Bandarískur geimfari og rúss- neskur starfsbróðir hans gengu í gærkvöld inn í nýju alþjóðlegu geimstöðina. Grunaður um spillingu Indónesískt dagblað greindi frá því í morgun að sonur Suhartos, fyrrverandi forseta, væri grunað- ur um víðtæka spillingu. Þú kemur og kaupir gómsæta pizzu ásamt stórum skammti af alvöru brauðstöngum með sósu og við gefum þér 30% afsláttt Ath! gildir ekki í heimsendingu og ekki með öðrum tilboðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.