Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 7 DV Fréttir Eigendafélagi Félagsheimilis Patreksfíarðar var stefnt fyrir vanefndir á leigusamningi: Fær bætur vegna Felgunnar - félagið einnig dæmt til að greiða málskostnað sem varð hærri en bæturnar Eigendafélag Félagsheimilis Pat- reksfjarðar hefur verið dæmt til að greiða Sigurði I. Pálssyni, fyrrum rekstraraðila hinnar umdeildu Felgu, hátt í eina milljón króna í bætur og málskostnað vegna van- efnda á leigusamningi húsnæðis- ins. Sigurður, sem nú býr á Spáni, krafðist tæplega 3,2 milljóna króna í bætur. Sigurður gerði leigusamning við Eigendafélagið sem gilti frá 1. mars 1994 til 1. mars 1996. Samn- ingurinn átti að endumýjast sjálf- krafa nema til uppsagnar annars aðilans kæmi með þriggja mánaða fyrirvara. í samningnum var m.a. atriði sem kvað á um að leigusal- inn skyldi leggja fram 1,8 milljón- ir króna á ári til reksturs húsnæð- isins. Sigurður taldi að Eigendafélagið hefði vanefnt að hrinda í fram- kvæmd nauðsynlegum og um- sömdum framkvæmdum. Hann hefði því neyðst til að laga rekstur sinn að þeim kringumstæðum - hverfa frá þeirri hugmynd að reka almennt veitingahús með mat- reiðslu yfir í að reka pöbb á grund- velli skammtímaleyfa til vínveit- inga. Eigendafélagið viðurkenndi að hafa vanefnt þetta ákvæði samningsins um að uppfyllt yrðu „lágmarksskilyrði til vínveitinga á ársgrundvelli". Hins vegar taldi fé- lagið ekki að Sigurður hefði orðið fyrir neinu tjóni af þessum sökum. Dómkvaddir matsmenn voru ekki sammála Eigendafélaginu að þessu leyti og reiknuðu út ætlað tap Sigurðar á vanefndunum. Matið var þó langt frá þeirri tölu sem hann krafðist. Niðurstaða dómsins varð sú að félagið var dæmt til að greiða Sigurði 323 þúsund krónur með vöxtum frá 1994 og 430 þúsund krónur í málskostnað. Kostnaður við matsgerð, 317 þúsund krónur var innifalinn í málskostnaði. dómari á Vestfjörðum, kvað upp Erlingur Sigtryggsson, héraðs- dóminn. -Ótt Rómantískt kvöld meö Ellen Kristjáns laugardagskvöldió 12. desember í Kaffileikhúsinu (s. 551- 9055). Tónleikamir hejjast kl. 23.00 Fram koma: EUen Kristjáns, KK, Ámi Scheving, Eyþór Gunnarsson, Gudnmndur Pétursson, Guðmundur R. Einarsson og Tómas R. Einarsson. Matur: Þriggja rétta jólamatseðiU á kr 3.100 (hefst kl. 21.00). Léttreykt gœsabringa - grískt jólalamb — risalamande. Veitingaþjónustan út í bláinn, sími 551-2344 íshestar efldir -miöstöð í Hafnarfirði Einar Bollason, framkvæmdastjóri íshesta hf. TO stendur að efla starfsemi ferðaþjónustu- fyrirtækisins ís- hestar hf. og hefur hlutafé þess verið auk- ið. Nýir aðOar tengdir ferða- þjónustu eru ýmist komnir inn í felagið eða á leið í það. Þeirra á meðal eru Kynnisferðir hf. sem eiga nú fjórðungshlut í íshest- um. Orðrómur hefúr verið á kreOd um það að Flugleiðir hafi keypt Ein- ar BoUason, aðaleiganda íshesta, út úr fyrirtækinu og hann væri að hætta störfúm hjá þvi. Einar vísaði því á bug í samtali við DV í gær. Hann sagði að nýir aðOar væru að koma tO liðs við það vegna þess að tO stæði að færa út kvíamar. Meðal þess sem tO stæði í starfseminni væri að opna mOda ferðamanna- miðstöð í Hafharfirði. -SÁ Hann er ekki alveg sáttur við jólasnjókarlinn, litli strákurinn, en sá hvíti er glæsilegur. DV-mynd Njörður Lítil jólaborg DV.Vik: íbúar í Vík í Mýrdal eru dugleg- ir að skreyta bæinn sinn fyrir jólin. Húsin í þorpinu skrýðast ljósum eitt af öðru og þegar nær dregur jól- um verður bærinn eins og lítil jóla- borg yfir að líta. Jólaljósin gefa skammdeginu birtu og ekki veitir af þegar jörð er alauð, eins og nú er, að lýsa aðeins upp umhverfið. Þá hafa ýms faUeg listaverk - unnin af íbúum - litið dagsins ljós fólki tO ánægju og gleði. -NH Sentheim: 18" pizza meö 3 áleggstegundum OC 12" hvítlaukspizza ásamt hvítlauksolíu, aöeins 1.599 kr. Tvœr 16" pizzur meö 2 áleggstegundum, sósa og brauöstangir/franskar, aöeins 1.990 kr. 16" pizza meö 3 áleggstegundum 1.299 kr. Þúsæhip 12" pizza meö 2 áleggstegundum 740 kr. 16" pizza meö 2 áleggstegundum 890 kr. 18" pizza meö 2 áleggstegundum 1.030 kr. læhiíærisiilDoð5 5 stk. 16" pizzur meö 1 áleggstegund Aöeins 3.990 kr!!! ...fín sending! Hlíðarsmára 8 - Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.