Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 32
FRETTASKOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sjónvarpsmaður frá New York gerir jólaþátt um menningarlíf í Reykjavík: Leitar að strák- um fyrir Playgirl „Ég var búinn að sjá greinar um að islenskar konur séu þær fallegustu í heiminum. Þess vegna vonaðist ég til að finna hliðstæðu hvað íslenska karl- menn varðar þegar ég kom hingað. En kannski hef ég ekki leitað nægi- lega vel héma að mönnum sem era tilbúnir til að sitja naktir fyrir. Það er eins og íslenskir karlmenn séu feimn- ari en konur við að sýna sig alla,“ •íagöi bandaríski sjónvarpsmaðurinn, æringinn og blaðamaðurinn Stephen Holt í samtali við DV. Stephen er ekki einungis að leita að íslenskum karlmönnum í kvenna- Helgarblað DV: Konur og kvóti Valdimar Jóhannesson er í helgarviðtali að þessu sinni. Hann hefur komið víða við og ræðir m.a. pólitík og kvennamál sín. í blaðinu er rætt við Jóhannes Einarsson, fyrrverandi forstjóra Cargolux, um viðburðaríka ævi hans, rætt er við Sjón um nýtt verk og einnig er Oddur Helgi Halldórsson, blikksmiður og bæjarfulltrúi á Akureyri i skemmtilegu viðtali. Litið er inn í Rauðakrosshúsið og forvitnast um jólin þar. Birtar eru skemmtilegar myndir frá jólaskrúðgöngu í Norfolk þar sem íslendingafélagið á staðnum hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir skrautvagninn sinn. I innlendu fréttaljósi er fjallað um bitaörverur og í erlendu fréttaljósi er rjallað um dekkri hliðar meistara Frank Sinatra. -sm/þhs Stephen Holt með Páli Óskari Hjálmtýssyni sem er einn af við- mælendum hans í jólaþætti New York-búa. DV-mynd Teitur tímaritið Playgirl, sem hann hefúr skrifað greinar fyrir, heldur er hann aðallega að gera jólaþátt um menning- arlífið í Reykjavík sem sýna á í sjón- varpi í New York á fostudag í næstu viku. Hann fjallar meðal annars um íslenskar kvikmyndir, leikhús, veit- ingahús og fleira. Sigmar B. Hauksson og Guðmundur Hjalti Sveinsson, frá Ferðamálaráði ís- lands, eru Stephen innan handar varð- andi leiðsögn um menningarlífíð: „Þetta er mjög þekktur sjónvarps- þáttur á New York-svæðinu,“ sagði Sigmar í samtali við DV. „Stephen er þekktur fyrir að vera mjög skemmti- legur og hress persónuleiki. Hann mun Qalla um leikhús, listalífið og matargerð á veitingahúsum í Reykja- vík. Þetta er sú mynd sem við viljum leggja áherslu á að kynna núna í Bandaríkjunum. Við erum búin að kynna náttúru landsins mjög vel und- anfarin ár en nú er komið að því sem borgin hefur upp á að bjóða. Stepher fór tfr dæmis í heitu pott- ana í sundlaugunum. Hann varð al- veg yfir sig hrifinn. Svo létum við hann drekka fullt af köldu vatni og anda síðan að sér heitu gufúnum. Það stóð ekki á svari hjá honum. Hann sagði að maður „kæmist í vímu“. Þannig að „Fjör í Reykjavík" er áherslan núna,“ sagði Sigmar. „Við ætlum að sýna Bandaríkja- mönnum menningu sem þeir hafa aldrei séð áður,“ sagði Stephen. Varð- andi Playgirl kvaðst hann gjaman vilja fá ábendingar um íslenska karl- menn sem eru tilbúinir að láta mynda sig nakta fýrir Playgirl. „Ég bý á Hót- el Sögu,“ sagði hann. Hátt í 40 þúsund krónur eru greiddar fyrir hverja birta mynd. Stephen sagðist yfir sig hrifinn af mildu loftslaginu hér á meðan hann var að borða ýsu hjá Úlfari Ey- steinssyni á Þremur Frökkum í gær: „Þetta er svo gott - eins og að borða ský,“ sagði Stephen Holt. -Ótt Einar Oddur Kristjánsson í morgun: Þorsteinn blekkir ríkisstjórnina Einar Oddur Kristjánsson sagði í samtali við DV í morgun að verið væri að þurrka út sjómenn sem haft hefðu krókaleyfi, líka þá sem hefðu haft leyfi til hand- færaveiða ákveðinn daga- fiölda og þá sem mættu vera á línu og handfærum og loks sjómenn sem áunnið hefðu sér þorskaflahámark. „Þetta mál var kynnt okk- ur í meirihluta sjávarútvegs- nefndar klukkan tvö í fyrra- dag og klukkan fiögur var það kynnt í stjórnarflokkun- um. Ég lýsti því þegar yfir að ég mundi aldrei styðja þetta, aldrei. Enda tel ég að sjávarútvegsráðherra sé að blekkja ríkisstjórnina. Það vita allir að vegna þessa dóms var nauðsynlegt að fara fram með lagabreyt- ingar, sem hún og gerði. En það sem sjávarútvegsráð- herrann er að gera er að hann nýtir sér tækifærið til að þurrka út þetta leyfis- form,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, staddur á Flat- eyri, í morgun. Einar Oddur sagði að verið væri að rústa vest- firsk sjávarútvegspláss. Nú verði með öllum ráðum að leiða mönnum fyrir sjónir hversu skelfileg aðgerð ríkisstjómarinnar er. -JBP Einar Oddur Kristjánsson - ráðherra er að blekkja rfkis- stjórnina. VUIIIlillUUAI HlllB*l*** Heilu piparkökuhúsaþorpi hefur verið komið upp í Kringlunni í Reykjavík. Þessi kirkja er hluti af þorpinu - sannkölluð piparkökukirkja. DV-mynd Hilmar Þór Veðrið á morgun: Norðanátt og snjó- koma Á morgun verður allhvöss eða hvöss norðanátt, vægt frost og snjókoma norðan til. Sunnan til verður allhvöss norðvestanátt, skýjað að mestu og hiti á bilinu 1 til 3 stig. Veðrið í dag er á bls. 45. Heildverslunin Bjarkey Ingvar Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.