Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 10
10 r ennmg FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 Líkfylgd til strandar Fjórir menn hittast á hverflskránni sinni albúnir að takast á hendur ferðalag. Engin hættuför, aðeins dagsferð til strandarinnar. Þannig hefst skáldsaga Gra- hams Swift, Hestaskálin, sem- gerist á þessum eina degi og lýsir ferðinni. Bygging sögunn- ar og frásagnarmáti eru nokkuð sérstæð; sagan skiptist í all- marga kafla, flesta stutta, sá stysti er eitt orð, og eru ýmist kenndir við þann sem orðið hefur hverju sinni eða áfangastaði á leiðinni. I köflum sem kenndir eru stöðum er það Ray, einn fjórmenn- inganna, sem hefúr orðið. Það má því segja að hann sé aðalpersóna verksins ásamt flmmta manni. Sá er að vísu látinn en ferðin er farin fyrir hans tilstilli eins og Ray segir snemma bókar: „Og við finnum allir fyrir því, í öllu þessu sól- skini og með bjórinn í vömbinni og með ferðalagið framundan: eins og þetta sé eitt- hvað sem Jack hefur gert fyrir okkur til þess að láta okkur finna til okkar, til þess að gera okkur dagamun. Eins og við séum í skemmtiferð, í gleðskap og heimurinn líti vel út, líti út fyrir að vera til sérstaklega fyr- ir okkur.“ Bygging sögunnar, flétta og frásagnarmáti minnir reyndar óþægilega á fræga skáldsögu Williams Faulkners, As I lay dying, þó ég ætli mér ekki að bera Gra- ____________________ ham Swift á brýn stælingu á henni. í besta fafli mætti Bókmenntir Geirlaugur Magnússon þekkja hver annan of vel til að segja sögur. Sagan er fyrst og fremst eintöl þeirra, þeirra innri rödd. Á þessari frásagnaraðferð nær Graham Swift ágætum tökum. Hver rödd hefur sín einkenni, sinn persónuleika, en eitt eiga þær allar sameiginlegt, það sem Jack segir skömmu fyrir andlát sitt: „Það er miklu erflðara að þurfa að halda áfram. Að hætta að vera til er ekkert." Og sögunni lýkur á ákvörð- unarstað, á bryggju- sporðinum í Margate þar sem aska Jacks Dodds er tala um póst- módernískt skáldaleyfi. En víkjum aftur að ferð þeirra fjórmenninga. Hún reynist hvorki útúrdúra né árekstralaus og hlýtur að vekja spurninguna: hvernig bregðast menn við dauðanum? Hvað skyldi okkur vera efst í huga við útför náins ættingja eða vinar? Hugsum við fyrst og síðast til hins látna eða er það okkar eigið líf sem við hugleiðum? Víst er að við kynnumst lífl þessara fjórmenninga og ekki síður lífi slátrarans Jack Dodd sem fylgir með sem aska i krukku. Við kynnumst vonum þeirra og ekki síður vonbrigðum, sjálfsásökunum og óuppgerðum sökum. Þeir eru að vísu ekki að segja hver öðrum sögur líkt og ferðalangar Chaucers forðum, þó þeir leggi lykkju á leið sína til Canterbury. Þeir Graham Swift: Hestaskálin. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi. Mál og menning 1998. Ormurinn langi Ormurinn eftir Kristinu Steinsdóttur er skemmtileg saga ætluð bömum sem eru far- in að lesa sjáif. Þar segir frá krökkunum Rósu og Pétri sem hafa ímyndunaraflið svo sannarlega í lagi. Rósa hefur áhyggjur af mömmu sinni, en hún heldur að þar leynist ormur. Vandamálið er bara það að Rósa veit ekki hvers konar ------------------------ ormur það er. Þá er ímyndunarafl- inu gefinn laus taumurinn og krakkarnir fara að spinna upp sögur af alls kyns orm- Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir um hringorma og lesandinn lærir ýmislegt um frystihús og útflutning á flski til útlanda, án þess þó að fræðslan yfir- gnæfi söguna. Það skemmir örlítið fyrir að klisjunni um sérstök karla- og kvennastörf er ---------- fylgt eftir. Það eru ein- ungis karlar í tækjasal frystihúss- ins og kon- ur í vinnslu- um sem gætu hugsanlega leynst í maga mömmu Rósu. Auk þess að vera skemmtileg aflestrar er sagan um orminn fróðleg, því hún gerist í ís- lensku sjávarplássi og veitir innsýn í daglegt líf þeirra sem þar búa. Krakkamir fara til dæmis í heimsókn í frystihúsið þar sem amma Péturs vinnur. Þar læra þau ýmislegt salnum og það eru bara konur sem vinna á kassa í kaupfélag- inu. Einnig kemur fram að krakkarnir eru spenntir fyrir ferju sem siglir á milli kaupstaðarins og Reykja- víkur en Pétur þekkir skipstjórann og hefur fengið að prófa húfuna hans. Rósa fékk hins vegar einu sinni að koma inn í afgreiðsl- una „þar sem kon- urnar selja kaffið" (bls. 17.) Það getur vel verið að bókin spegli einungis raunveruleik- ann, en höfundum barnabóka er í sjálfsvald sett hvers konar heim þeir sýna lesendum sín- um. Hér hefði mátt leika sér að því að sýna heiminn eins og hann ætti að vera fremur en eins og hann er. Að öðm leyti er skemmtilega sagt frá og myndir Áslaugar Jóns- dóttur em einstaklega fallegar og hæfa sögunni vel. Kristín Steinsdóttir: Ormurinn. Aslaug Jónsdóttir myndskreytti. Æskan 1998. Skuggar fortíðar Nýjasta bók Andrésar Indriðasonar fjallar um Vem sem er ástfangin, átján ára Reykja- víkurmær á föstu með Dóra. Sagan hefst á því að Vera er kölluð niður á lögreglustöð til að gefa skýrslu um árekstur sem hún er sögð vera völd að. Síðan rekur Vera sögu sína fyr- ir okkur og aðdragandann að þeim at- burðum sem gerðust þessa nótt. Hún elst upp í Vest- mannaeyjum fram tfl tólf ára aldurs en flyst þá til Reykjavíkur með mömmu sinni, ári eftir að pabbi hennar deyr. Þær flytja inn til Rögga, kærasta móðurinnar, en Vera líður ekki vel. Henni líkar afar illa við manninn enda ástæða tfl. Hann not- ar hvert tækifæri sem gefst til að snerta hana og káfa á henni og smám saman fer hún að óttast þennan mann. Hún reynir að segja mömmu sinni frá þessu en hún er al- gjörlega lokuð fyrir veikleikum mannsins og gerir lítið úr ásökunum dóttur sinnar. Bygging sögunnar er vel hugsuð hjá höf- undi. Hann notar tvenns konar form. Annars vegar segir Vera okkur söguna sína i fyrstu persónu en nútímanum (á lögreglustöðinni) er miðlað með 3. persónu sögumanni. Þetta kemur vel út að flestu leyti nema hvað höf- undur ræður ekki nógu vel við 1. persónu sögumanninn. Til að karlmaður geti valdiö sjónarhomi konu þarf hann að geta sett sig í hennar spor og hætt að hugsa sem karlmaður. Þetta tekst höfundi ekki og sést ------------------ best á því að Vera skoðar sjálfa sig stöðugt út frá sjónarhóli karlmanns. Bókmenntir Oddný Árnadóttir Persónusköpun sögunnar hefur öll einkenni afþreying- arsagna. Mikið er lagt upp úr útlitslýsingum en minna upp úr skapgerð persónanna. Það er einmitt algengur boð- skapur höfundar að kynin laðist eingöngu að útliti hvors annars. Fyrir þetta líða persónur hans og Vera er engin undantekning. Hún er stöðugt að gera lítið úr sjálfri sér. Hún metur alltaf sjálfa sig með útlit í huga og aldrei hvarflar að henni að hún hafi eitthvað til hrunns að bera sem heillar Dóra. Það kveður svo fast að þessu að þó að hann margsegi henni að hún sé æöis- leg og hún taki þá Játningu góða og gilda“ sér höfundur ástæðu til að bæta við. „Var samt viss um að hann hefði séð flottari stelp- ur. Með flottari brjóst. Mín voru að vísu þokkalega stór en þau voru bara svo hall- ærisleg í laginu." Léleg sjálfsmynd er reynd- ar algeng meðal fórnarlamba kynferðisáreit- is en umfjöllunin um það efni er svo yflr- borðskennd að lesandi skynjar aldrei að það hafl haft djúpstæð áhrif á stúlkuna. Kynferðisleg áreitni og sifja- spell era grafal- varleg mál og af- skaplega vandmeðfarið efni í bók fyrir unglinga. Höfundur dregur upp dökka mynd af sambandi Veru við fósturföðurinn og ótta hennar við manninn. Jafhframt er afneitun móðurinnar sláandi og því miður nokkuð sem gerist í raunveruleikanum. En Andrés er fastur í formi afþreyingarsagna og þar af leiðandi er illa unnið úr þessum efnivið og alvara málsins grípur aldrei lesanda. Ódýrar lausnir í lokin verða tfl þess að lesandi lok- ar bókinni ánægður án þess að velta henni meira fyrir sér. Andrés Indriðason: Eins og skugginn. Æskan 1998. Undur veraldar borin burt með vindum. Hestaskálin er um margt listilega vel skrifuð saga, lesanda flnnst hann hafa kynnst þessum mönnum, lifað með þeim, þekkja sorgir þeirra og þrár. Og það er alltaf jafnmikið gleðiefni hve mikið er þýtt af góð- um skáldverkum, nýjum sem gömlum. Þýð- ing Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur er með miklum ágætum, hún kann að vera nokkru bóklegri en frumtextinn, því íslenska er ekki það mállýskumál að Cockneytali persónanna verði gerði skil, en þýðandinn rembist held- ur ekki við að skapa slíka mállýsku. Það er vissulega þakkarvert. Vorið 1997 stóðu raunvísindadeild Háskóla Is- lands og Hollvinafelag hennar að fyrirlestraröð um raunvísindi í Háskólabíói. Fyrirlestramir voru ætlaðir almenningi og reyndin varð sú að þeir voru svo vel sóttir að einn þeirra, „Sólir og svarthol“ sem Gunnlaugur Bjömsson stjameðlis- fræðingur flutti, þurfti að endurtaka vegna þess hve margir urðu frá að hverfa. Voru umræður eftir fyrirlestrana oft fjöragar og fróðlegar. Nú er komið út safn þessara fyrirlestra undir heitinu Undur veraldar, og er tilgangurinn nú eins og þá að kynna almenn- ingi viðfangsefhi og að- ferðir raunvísinda og ýmis furðuverk i náttúr- unni og stærðfræði, á að- gengilegan hátt í máli og myndum. Greinamar eru níu og fjalla um nokkur undur fræðanna, aflt frá sólum og svartholum til leitar að nálum í heystakki. Þeir sem eiga efni í bókinni eru áðumefndur Gunnlaugur Bjömsson, Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur sem skrifar um Surtseyjargosið, Páll Hersteinsson liffræðingur sem fjaflar um spendýr á norðurslóðum, Þorsteinn J. Halldórs- son eðlisffæðingur sem segir frá ýmsum leyndar- dómum sjónarinnar, Már Björgvinsson efhafræð- ingur sem fjallar um knattkol, Kristján Leósson eðlisffæðingur sem fiaflar um tölvutækni nútíð- ar og ffamtíðar, Hjálmtýr Hafsteinsson tölvunar- ffæðingur sem íjallar um leit að textum í tölvum og Reynir Axelsson stærðfræðingur sem á grein- ina með því merkflega nafni „Löður: Sápukúlur og stærðffæði". Þorsteinn Vilhjálmsson eölis- ffæðingur er ritstjóri bókarinnar og ritar inn- gangskafla um vísindi við aldamót. Heimskringla, háskólaforlag Máls og menn- ingar gefúr bókina út. Konur og Kristur Konur voru i fomöld rúmur helmingur mannkyns, alveg eins og nú, en ekki er auðvelt að ráða það af annálum og sagnaritum þar sem þær koma sjaldan fyrir. En hvað um þau fomu rit sem skýra frá störfum Jesú Krists? í ritinu Konur og Kristur skoðar Sigurbjöm Ein- arsson biskup ævi Jesú út frá sam- bandi hans við konur og dregur ffam ýmislegt sem þar er falið milli lína. „Kristur átti samleið með konum ffá jötu til grafar," segir Sigurbjöm. Hann tengir kenningar og boðskap Krists við það sem hann lærði við móðurkné í uppvextinum - „Líkt er himnarfld súrdeigi, er kona tók . . .“ Mikifl fróðleikur er saman kominn í bókinni og settur fram á að- gengOegan hátt, en fyrst og fremst er hún samin með tilliti tfl þess að geta orðið til hjálpar við ftiugun og innri þroskaleit. Setberg gefur bókina út. Á kröppum öldufaldi Skjaldborg hefur gefið út bókina Á kröppum öldu- faldi eftir Jón Kr. Gunnars- son. Þar tekur hann tali fjóra landskunna sjósókn- ara, Gísla Jóhannesson frá Gauksstöðum í Garði, Jón Magnússon á Patreksfirði, Guðmund Amason á Sauðárkróki og Gunnar Magnússon i Reykjavík. Þetta eru rosknir sjómenn með langan ferft að baki og hafa frá fleiri ævintýrum að segja en venjulegir landkrabbar. Sjósókn er ævinlega þrungin spennu og óvissu því við er að etja sjálf- ar höfuðskepnumar, loft og lög. Það þarf vit og hörku auk kunnáttu tft að komast heill úr þeirri baráttu. Höfúndur minnir á að Sameinuðu þjóðimar helguðu hafinu árið 1998 og ræðir í formála sínum ástand og horfur í mengunarmálum. Sigurður drekabani Þriðja bókin um Sigurð, norska höfðingjasoninn sem ber nafn sjáifs Sigurðar Fáfnisbana, heitir Sigurð- ur drekabani en þær fyrri era I vík- ingahöndum og Flóttinn frá víking- unum. Þetta era vinsælar verð- launabækur fyrir unga lestrarhesta eftir Torill Thorstad Hauger sem gefa fróðlega og aðgengflega mynd af fomöld Norðurlanda. Sól- veig Brynja Grétarsdóttir þýddi bókina en Mál og menning gefur út. 1 I I s * l I > I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.