Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 3^ DV Sviðsljós DiCaprio með eigin heimasíðu Aðdáendur hins unga snoppu- fríða Hollywoodleikara Leonar- dos DiCaprios þurfa ekki lengur að bíða eftir slúðurblöðun- urn til að fá fréttir af elsk- unni. DiCaprio hefur tekið Net- ið í sína þjón- ustu og er kom- inn með heima- síðu. Þar er hægt að fræðast um sitt lítið af hverju sem vinur vors og blóma tekur sér fyrir hendur. Til dæm- is að hann horfði á geimskutluna Endeavour taka á loft. Slóðin er: www.leonardodicaprio.com. Kate kveikti næstum í Litlu munaði að illa færi fyrir ofurfyrirsætunni partíglöðu Kate Moss á dögunum. Hún var næst- um búin að kveikja í heilsuhæl- Binu þar sem hún leitaði sér lækninga á partífíkn sinni. Bandaríska dagblaðið New York Post segir að fyrir slysni hafi kviknað í herbergi fyrirsætunnar. Hún mun hafa gleymt logandi ilmkert- um þegar hún brá sér af bæ eitt andartak. Kertin kveiktu í slæðu sem lá þar nærri og af hlaust heldur meiri eldur en gott þykir. Heilsuhælið var rýmt um stund- arsakir á meðan verið var að ráða niðurlögum eldsins. Ein- hverjar skemmdir urðu á húsinu en ekki urðu slys á mönnum. Denise Richards er nýja Bondpían: Þekktust fyrir sjóðbull- andi heitar ástarsenur Denise Richards ætlar að taka Pi- erce Brosnan í bakaríið. Hvort henni tekst það í næstu myndinni um ofurnjósnara hennar hátignar, sjálfan James Bond, skal ósagt látið. Eitt er þó víst: Denise Richards verður næsta Bondpían. Ekki kven- maður af verri endanum, heldur kjarnorkuvopnasérfræðingur að nafni dr. Christmas Jones. Denise þessi er 26 ára. Iðnir kvik- myndahúsagestir hafa séð hana í að minnsta kosti tveimur kvikmynd- um í Reykjavík. Hún vakti fyrst á sér athygli í geimvísindamyndinni Starship Troopers. Þekktust er hún þó sjálfsagt fyrir eldheitar og sjóð- bullandi ástarsenur með stallsystur sinni Neve Campbell í kvikmynd- inni Wild Things. Orðrómur hafði verið á kreiki um að kynbomban Sharon Stone mundi leika höfuðandstæðing Bonds í myndinni. Það verður að bíða betri tíma. Tökur myndarinnar, The World Is Not Enough, hefjast í janú- ar næstkomandi, í bæði Englandi og Tyrklandi. Myndin verður svo klár Denise Richards, næsta Bondpían, er þessi á sundskýlunni. Með henni á fyrir jólin 1999. myndinni er Neve Campbell. Stúlkurnar léku saman í Wild Things. Whitney og Bobby ætla að þrauka Sjaldan verður sagt um hjónaband þeirra Whitney Houston og Bobbys Browns að það hafi verið dans á rós- um. Þvert á móti. Þau ætla þó ekki að láta gamlar syndir, svo sem bar- smíðar og fleira, eyðileggja allt. Whitney og Bobby gefast ekki upp. í viðtali við blökkumannatímarit- ið Ebony segir söngvadísin að þau Bobby hafi skilið að borði og sæng í heilan mánuð einhvern tíma í fyrra. Þau voru þá ákveðin i að binda enda á stormasamt hjónabandið. Ekki voru skjötuhjúin þó lengi að- skilin. Þau söknuðu hvort annars svo mikið að þau rottuðu sig saman aftur. Whitney setti Bobby þó skilyrði. Hann varð að gera hosur sínar græn- ar fyrir henni einu sinni enn. Og hún beit á agnið. Aftur. Gíróseðlar Uggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von UEIÐLKST J - slm: BII 1011 - FAX: bll IIJS reidliit9reldlist.is "'tfi Ll£)iJ_rJJ jJ_rJ á ííájJíjj . ! '• ;___________________________________________________________________________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.