Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 21 íþróttir íþróttir Bland í poka Suóur-Kórea varð í gær Aslumeist- ari i handknattleik. Suður-Kóreu- menn lögðu Kúveita að velli i úrslita- leiknum, 29-18, en staðan í leikhléi var 15-12. t leik um þriöja sætiö höfðu Japanir betur gegn íran, 28-23. Þýski knattspyrnumaóurinn Matt- hias Sammer á enn i meiðslum og ólikegt þykir að hann leiki með liði Dortmund i bráð. Sammer gekkst undir aðgerð á hné í október á síðasta ári og forráðamenn Dortmund óttast nú að ferill þessa 31 árs gamla varn- armanns sé á enda. Eric Gerets skrifaði i gær undir þriggja ára þjálfarasamning við hol- lenska A-deildar liðið PSV. Gerets hefur undanfarin ár þjálfað lið Club Brúgge og er með það í efsta sæti í belgísku A-deildinni sem stendur. Gerets, sem er fyrrum landsliðsmað- ur Belga, þekkir vel til hjá PSV en þar lék hann um árabil við góðan orð- stír. Þaö verða íran og Kúveit sem leika til úrslita um Asíumeistaratitilinn í knattspyrnu. íran hafði betur gegn Kína i undanúrslitunum í gær, 1-0, og á sama tíma lögðu Kúveitar lið Tælendinga, 3-0. í gœr var dregiö til 8-liða úrslitanna í bikarkeppni karla og kvenna í blaki. í karlaflokki mætast annars vegar bikarmeistarar Þróttar, R, og Stjörnunnar, en þessi lið léku til úr- slita í fyrra, og hins vegar ÍS og KA- b sem er utandeildar lið. Þróttur N og KA sitja hjá. Hjá konum mætast KA og Þróttur, N, annars vegar og hins vegar Víkingur og KA-b. Bikarmeist- arar ÍS og Þróttur, R, sitja hjá. Suöur-Afríka sigraöi Egyptaland, 2-1, í vináttulandsleik í knattspyrnu i gær. 30.000 áhorfendur sáu Hossam Hassan koma Egyptum yfir en Bene- dict McCarthy tryggði heimamönn- um sigm-inn með tveimur mörkum. Ron Noades, framkvæmdastjóri enska knattspyrnuliðsins Brentford, var æfur út í Hermann Hreiðarsson eftir að mistök hans urðu til þess að liðið fékk á sig dýrkeypt mark gegn Oldham í bikarkeppninni i fyrra- kvöld. „Hermann hélt að hann væri að spila í efstu deild, ætlaði að fara að taka boltann niður á eigin vítateig og gerði byrjendamistök," sagði Noades. -GH/VS Dregiö í Evrópumótunum í knattspyrnu: Juve líklegast - til að hampa Evrópumeistaratitlinum „Eg tel helmingslíkur á að við för- um áfram í keppninni. Þetta verður jöfn viðureign tveggja sterkra liða sem ætla sér bæði alla leið í keppn- inni. Við höfum átt góð samskipti við Inter í gegnum tíðina en aldrei mætt liðinu í alvöruleik svo það verður fróðlegt að fylgjast með þess- um leikjum," sagði Ken Merett, einn forráðamanna Manchester United, í viðtölum við fréttamenn eftir drátt- inn í Evrópukeppni meistaraliða í knattspymu í gær. Annað þessara fer í úrslitin „Ég er sammála því sem margir hafa sagt að þetta sé ein mest spenn- andi viðureignin í 8-liða úrslitun- um. Ég held þvl fram að annað þess- ara liða fari alla leið í úrslitin. Það er erfitt að spá fyrir um úrslitin í leikjunum nú i desember þvi það á mikið eftir að gerast áður en leik- irnir fara fram í mars,“ sagði Gi- annaria Visconte, varaforseti Inter. Evrópumeistarar Real Madrid mæta Dynamo Kiev frá Úkraínu á leið sinni til að verja titilinn. Ekki auðvelt „Ég er mjög ánægður með þenn- an drátt en þetta verður alls ekki auðvelt verkefni þvi liði Dynamo Kiev hefur sýnt og sannað að það er geysisterkt," sagði Lorenzo Sainz, forseti Real Madrid. Það er víst að Þjóðverjar eiga full- trúa í undanúrslitunum en Bayern Múnchen og Kaiserslautern drógust saman. „Þetta er að verða hefð. í fyrra mættum við Dortmund í 8-liða úrslitunum og nú fengum við Kaiserslautern. Ég hefði kosið að fá eitthvert annað lið,“ sagði Carl Hasper, fulltrúi Bayern Múnchen, við dráttinn. Ekki í lukkupottinn Juventus, sem veðbankar spá að hampi Evrópumeistaratitlinum, mætir gríska liðinu Olympiakos. „Margir halda að við höfum dott- ið í lukkupottinn en ég er þvi ekki sammála. Gríska liðið er mjög gott og það hafnaði í efsta sæti í sínum riðli. Þá eigum við fyrri leikinn heima sem ég tel vera verri kost- inn,“ sagði Roberto Bettega, vara- forseti Juventus. Enginn ótti „Við berum mikla virðingu fyrir liði Juventus og þekkjum sögu liðs- ins mjög vel. Við mættum hingað til Genf reiðbúnir að mæta öllum 7 lið- unum og bera virðingu fyrir þeim en við finnum ekki fyrir neinum ótta,“ sagði Peter Kokkalis, stjórn- arformaður gríska liðsins Olympi- akos. Juventus líklegast Strax eftir dráttinn í gær birti breski veðbankinn William Hill nið- urstöður um líklega Evrópumeist- ara. Samkvæmt honum eru mestar líkur á að Juventus hampi titlinum en líkurnar eru 5:2, Manchester United og Bayem Múnchen koma næst með 4:1, Inter Milan 5:1, Real Madrid 6:1, Dynamo Kiev 8:1, Kaiserslautern 20:1 og Olympi- akos 40:1. Daði bjarg- vættur Dormagen Daði Hafþórsson jafnaði fyrir Dormagen á síðustu stundu. Daði Hafþórsson tryggði Dormagen jafntefli á heimavelli, 24-24, gegn Willstatt í uppgjöri efstu liða suðurriðils þýsku B-deildarinnar í hand- knattleik í gærkvöld. Daði, sem lítið hefur fengið að spila með Dor- magen í vetur, jafnaði metin á lokasekúndum leiksins. Það var annað mark hans í leiknum. Héðinn Gilsson átti góðan leik með Dormagen og skoraöi 4 mörk og Róbert Sighvatsson gerði 2. Gústaf Bjarnason gat ekki leikið með Willstátt vegna meiðsla. Liðin eru jöfn og efst með 28 stig. Solingen er næst með 26 stig en hefur leikið einum leik meira. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Magdeburg, 2 þeirra úr vítaköstum þeg- ar liðið gerði jafntefli við Essen á útivelli, 22-22, í A-deildinni í gærkvöld. Páll Þórólfsson skoraði ekki fyrir Essen. Joel Abati jafnaöi fyrir Magdeburg undir lok leiksins. Alfreð Gíslason er kominn með lið sitt, Hameln, á topp noröurriðils B-deildar- innar eftir glæsilegan sigur á efsta liðinu, Nordhorn, 24-18, í gærkvöld. Hameln er þá með 31 stig, Nordhorn 30 og Duderstadt 22 stig. -VS Oleg Blokhin, þjálfari AEK í Grikklandi: Við höldum varla Arnari Chelsea til Noregs I gær var dregið í 8-liða úrslitin á Evrópumótunum þremur í knattspyrnu og fór drátturinn fram í höfuð- stöðvum Knattspyrnusam- bands Evrópu í Genf. Evrópukeppni meist- araliða í Evrópukeppni meistara- liða varð drátturinn þessi: Real Madrid-Dynamo Kiev Manch.Utd-Inter Milano Juventus-Olympiakos Bayem Múnch-Kaiserslaut. Leikirnir fara fram 3. og 17. mars. UEFA-keppnin I UEFA-keppninni drátturinn þannig út: Marseille-Celta Vigo Bordeaux-Parma Bologna-Lyon Atletico Madrid-Roma Leikið 2. og 16. mars, lítur O’Brien i Hollinni? - sýnir áhuga á ÍR-mótinu 24. janúar Svo getur farið að Banda- ríkjamaðurinn Dan O’Brien, heims- og ólympíumeistari í tugþraut, verði á meðal kepp- enda á stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fram fer í Laug- ardalshöllinni 24. janúar. Tvö siðustu árin hafa ÍR-ingar boðið O’Brien á mótið en hann svaraði ekki boðum ÍR- inga. í vikunni kom svo fyrir- spum frá O’Brien um mótið frá umboðsskrifstofu hans þar sem hann spyr um ýmsa hluti og sýnir mótinu áhuga. Það er hins vegar spuming hvort mótið fellur að undir- búningi og hvort ÍR-ingar geta staðið undir kröfum hans í sambandi við fjárhagslega fyr- irgreiðslu. O’Brien hefur um árabil verið besti tugþrautarmaður heimsins. Hann á heimsmetið í greininni, 8891, og var fyrir nokkru valinn besti tugþraut- armaöur heims af tímaritinu Track and Field News. ÍR-ingar eiga í viöræðum við fleiri af hestu tugþrautar- mönnum heims vegna móts- ins en þeir vilja fá þá bestu til leiks til að etja kappi við Jón Amar Magnússon sem er 3. besti tugþrautarmaður heims samkvæmt Track and Field News. -GH SS ÞYSKALAND Duisburg-Kaiserslautern .... 3-1 0-1 Rösler (40.), 1-1 Beierle (48.), 2-1 Töfting (64.), 3-1 Anderson (90.) Gladbach-Bayem Múnchen . . 0-2 0-1 Effenberg (8.), 0-2 Effenberg (27.) Efstu og neöstu lið: Bayern 17 13 2 2 40-13 41 Leverkusen 17 10 5 2 39-17 35 Kaiserslaut. 17 10 3 4 28-27 33 1860 M. 17 9 4 4 31-23 31 Hertha 17 9 2 6 25-17 29 Wolfsburg 17 7 5 5 34-25 26 Frankfurt 17 Rostock 17 Núrnberg 17 Gladbach 17 21-29 25-33 20-31 20-43 Stefan Effenberg tryggði Bayem sex stiga forskot með tveimur mörkum gegn sínu gamla féiagi, Mönchenglad- bach, sem situr í erfiðri stööu á botninum. Kaiserslautern tapaði óvænt i Duisburg eftir sjö sigurleiki í röö. -VS EM kvenna í handbolta: Danmörk og Noregur áfram Danmörk og Noregur tryggðu sér í gær sæti í und- anúrslitum Evrópumóts kvennalandsliða i hand- knattleik sem stendur yfir í Hollandi. Danir unnu Pólverja og Norðmenn Spánverja, og þar með skiptir lokaumferðin í B-riðlinum ekki máli. Norðmenn urðu fyrir því óhappi í gær að þeirra skær- asta stjarna, Kjersti Grini, meiddist og óvíst er með áframhald hennar í keppn- inni. Hún verður örugglega ekki með gegn Dönum í úr- slitaleik riðilsins í kvöld. í A-riðlinum er hins vegar hörð keppni fjögurra þjóða, Ungverjalands, Austurríkis, Þýskalands og Úkraínu, um sætin tvö í undanúrslitun- um. Úrslitin í gær: A-riðill: Holland-Rúmenía .......30-24 Austurríki-Úkraína.....30-24 Ungverjaland-Þýskaland . 25-18 Ungverjaland er með 6 stig, Austurríki 6, Þýskaland 6, Úkra- ina 4, Holland 2 og Rúmenía 0. B-riðill: Noregur-Spánn .........27-21 Makedónía-Rússland .... 25-23 Danmörk-Póiland .......29-21 Danmörk er með 8 stig, Noregur 8, Pólland 4, Makedónía 4, Rúss- land 0 og Spánn 0. -VS Oleg Blokhin, þjálfari gríska knattspyrnufélagsins AEK, sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðv- um félagsins í gær að hann reikn- aði ekki með því að halda Amari Grétarssyni lengi hjá AEK. „Ég vona að Arnar verði áfram með okkur en það er stjórn félags- ins sem ræður ferðinni. Ef lið úr sterkari deild, eins og þeirri ensku, vill kaupa leikmann frá okkur er lítið sem við getum við því gert. Ef Arnar fer verð ég bara að vona að peningarnir verði notaðir til að kaupa góðan leikmann í staðinn,” sagði Blok- hin, sá frægi knattspyrnumaður Sovétríkjanna og Dynamo Kiev á sínum tima. Hann tók við liði AEK í sumar en hann hefur áður þjálfað mörg af sterkustu liðum Grikklands. Beðið er eftir niðurstöðum úr viðræðum AEK um Arnar við enska félagið Southampton, sem grískir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um síðustu daga. Eins og DV sagði frá í gær er einnig búist við nýju tilboði frá Paris SG í Frakklandi. Enskir fjölmiðlar fjölluöu í fyrsta skipti í gær um hugsanleg kaup Southampton á Arnari. Sú um- fjöllun var byggð á frétt DV af málinu i gær og greinilegt er að Englendingar fylgjast betur með íslenskum fréttum en grískum. -VS Evrópukeppni bikar- hafa í Evrópukeppni bikar- hafa drógust þessi lið sam- an: Chelsea-Válerenga Lok. Moskva-Macc.Haifa Varteks-Mallorca Lazio-Panionios Leikirnir fara fram 4. og 18. mars. -GH Bland í noka Islensk knattspyrna 1998, árbók knattspyrnunnar á ís- landi, er komin Út í 18. skipti. Bókin er 176 blaðsiö- ur og skreytt með um 240 mynd- um af ein- stak- ling- um og liðum, þar á meðal eru litmyndir af öllum meistara- liðum ársins í öllum flokk- um. Fjallað er itarlega um efstu deildir karla og kvenna, landsleiki, Evrópuleiki, at- vinnumenn erlendis, og flest annað sem tengist íslenskri knattspyrnu. Þá eru í bók- inni viðtöl við á annan tug leikmanna og við Guöjón Þóröarson landsliðsþjálfara. Höfundur er Víöir Sigurös- son og útgefandi Bókaútgáf- an Skjaldborg. „Frábær úrslit“ - sagöi Alex Ferguson eftir jafntefli gegn Chelsea, 1-1 Þýska tennisdrottningin Steffi Graf, lýsti því yfir í gær að hún ætlaði að leggja tennisspaöann á hilluna eftir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Graf hefur verið i allra fremstu röð tennis- kvenna til margra ára. Graf sagðist ekki stefna að efsta sætinu lengur á heimslistan- um heldur einungis að leika sem best á tennisvellinum. Motheruiell vannn Dundee, 2-1, í skosku A-deildinni i knattspyrnu í gærkvöld. Enrico Chiesa skoraði þrennu fyrir ítali í 6-2 sigri á heimsúrvali í 100 ára afmæl- isleik ítalska knattspyrnu- sambandsins. -SK Manchester United tókst ekki að ná efsta sætinu í enska boltan- um í gærkvöld er Chelsea lék á Old Trafford. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Lið Manchester United lék mjög illa í leiknum og Chelsea var lengstum betri aðilinn. Það var gegn gangi leiksins þegar Andy Cole náði forystunni fyrir United þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Það var svo ítalinn Gianfranco Zola sem tókst að jafna með góðu marki þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Það kom verulega á óvart að hvorki David Beckham né Ryan Giggs voru í byrjunarliði United þrátt fyrir að vera lausir við meiðsli. Lið United kom lamað til leiks og mjög frískir leikmenn Chelsea höfðu mun meiri áhuga á stigunum þremur sem í boði voru. Alex Ferguson, stjóri United, skipti þeim Beckham og Giggs inn á í síöari hálfleik en það var auðvitað of seint í rassinn gripið. Ljóst er að ef United á að eiga möguleika á enska meistaratitlinum þarf liðið að leika mun betur en í gærkvöld, svo ekki sé minnst á meistaradeild Evrópu sem öllu virðist stjórna í kolli Fergusons þessa dagana. Chelsea var betra liðið Ferguson var mjög ánægður með stigið. „Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur því Chelsea var betra liðið og lék mun betri knattspyrnu síðustu 20 mínútumar. Þeir verðskulduðu að jafna en leikur okkar olli vonbrigð- um,“ sagði Ferguson eftir leikinn. Gianluca Vialli, stjóri Chelsea, get- ur vel við úrslitin unað. Lið Chelsea er enn taplaust frá fyrstu umferð og líklegast í dag til að hampa meist- aratitlinum næsta vor enda liðið skipað mjög snjöllum knattspyrnu- mönnum sem gefa sig alla í verkefn- in hverju sinni. „Við spiluðum mjög vel og miðaö við seinni hálfleikinn áttum við að skora meira en eitt mark. Zola hefur bætt sinn leik mikið, hann vinnur mun betur en áður þegar við erum ekki með boltann og sú vinnsla færði honum og okkur jöfnunarmarkiö,” sagði Vialli. -SK Evrópubikar á skíðum: ^ Kristinn féll úr keppni á Italíu Erfiður riðill - ísland mætir Ítalíu, Þýskalandi og Úkraínu Kristinn Bjömsson féll úr keppni á Evrópubikarmóti á Ítalíu í gær. Kristinn var í tíunda sæti eftir fyrri umferðina. í síðari umferðinni voru aðstæður orðnar mjög erfíðar en snögglega hlýnaði mikið á svæðinu á milli umferða. Margir skíðamenn féllu þá úr keppni og var Kristinn í þeim hópi. Á sama móti fyrir ári lenti Krist- inn í þriðja sæti. Sigríður Þorláksdóttir sigraði sem kunnugt er á FlS-móti í Sví- þjóð í fyrradag og vann sér inn 33,89 punkta og bætti fyrir vikið verulega stöðu sína á heimslistanum í svigi. Björgvin Björgvinsson lenti i 13. sæti á móti í Svíþjóð í fyrradag og fékkd fyrir það 41,89 FlS-punkta. Hann átti fyrir 61,91 punkt á gild- andi heimslista. Þessa góða bæting kemur sér vel fyrir átökin í vetur. Strangar æfingar eru famar að skila sér. Þeir Arnór Gunnarsson, Sveinn Brynjólfsson, Jóhann F. Haralds- son, og Jóhann H. Hafstein kepptu allir á sama móti en náðu ekki að ljúka keppni. -JKS Islenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lenti í riðli með Ítalíu, Þýskalandi og Úkrainu í und- ankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í knatt- spyrnu en dregið var í riðlana í gær. Riðlakeppnin verður leikin á tímabilinu 1. ágúst 1999 til 1. ágúst 2000 en úrslitakeppni 8 liða fer fram um mánaðar- mótin júní-júlí árið 2001. Sigurvegarar riðlanna fara beint í úrslit en liðin í 2. og 3. sæti riðlanna leika aukaleiki um laus sæti í úrslitakeppninni. „Við eram ekki mjög hress með þessa niðurstöðu en það þýðir ekkert að svekkja sig á því. Ef við náum 2. eða 3. sætinu í riðlinum lentum við gegn liði úr 2. riðli og það er ágætis kostur. Það er ekki búið að ákveða leikdaga en því á að verða lokið fyr- ir 16. febrúar,” sagði Klara Bjartmarz, starfsmaður KSÍ, í samtali við DV í gær. íslenska kvennalandsliðið hefur 8 sinnum leikið gegn Þýskalandi og Otapað öllum leikjunum, þremur á heimavelli og átta á útivelli. ísland hefur tvívegis mætt Úkraínu en það var í síðustu undankeppni HM. ísland tapaði 1-0 í Kænugarði en sigraði á Laugardalsvefli, 3-1. Ítalía er nýr móterji en A- landslið kvenna hefur aldrei mætt ítölum í lands- leik. Riðlamir líta þannig út: 1. riðill: Svíþjóð, Frakkland, Holland og Spánn. 2. riðill: Noregur, England, Portúgal og Sviss. 3. riðill: ítalia, Þýskaland, ísland og Úkraína. 4. riðUl: Danmörk, Rússland, Finnland og Júgóslavía. Ekki hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari en sem kunnugt er þá er Vanda Sigurgeirsdóttir hætt þjálf- un landsliðsins og hefur tekið við liði KR. Hjá KSí fengust þær upplýsingar í gær að unnið væri í þvi að finna þjálfara fyrir kvennalandsliðið og stefnt væri að því að hann ýrði ráðinn upp úr áramótum. -GH íþróttama Nafn íþróttamanns 1- 2. 3- 4- 5.. Nafn:--------- Heimilisfang: Sendíð bl: íþróttamaðuf ársins DV - Þverholti 11 105 Reykjavík ENGLAND Enskum ffölmiölum leist ekki vel á andstæðinga Manchester United í meistaradeild Evrópu, Inter Milano. Sumir fjölmiðlanna töldu dráttinn hræðilegan fyrir United. Víst er að leikmenn United verða að leika mun betur en gegn Chelsea í gærkvöld ef þeir eiga ekki aö gera rækilega i bux- urnar gegn ítalska liðinu. Slakasti maöurinn á vellinum í gærkvöld þegar Man Utd og Chelsea áttust við var dómarinn, Graham Barber. Hann spjaldaði leikmenn Chelsea út og suður á meðan leik- menn United sluppu með skrekkinn hvað eftir annaö. í fyrri hálfleik fengu sex leikmenn Chelsea gula spjaldið. 1 síðari hálfleik slapp einn varnarmanna Chelsea við rauða spjaldið eftir að hafa klippt Andy Cole niður er hann var að komast einn inn fyrir vörn Chelsea. Dómararnir í ensku knattspyrnunni hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir frammistöðuna það sem af er leiktíð- inni. Ef marka má frammistöðu dóm- arans í gærkvöld á sú gagnrýni fullan rétt á sér. Chelsea hefur náð mjög athyglis- verðum árangri á Old Trafford. Með jafnteflinu í gærkvöld hefur liöið að- eins tapað tvisvar þar í síðustu 24 heimsóknum sinum í deildakeppn- inni. Dean Richards, leikmaður Úifanna í ensku B-deildinni, hefur verið settur á sölulista. Richards, sem er einn eft- irsóttasti varnarmaðurinn í enska boltanum i dag, neitaði að skrifa und- ir samning hjá Wolves og langar kappann i efstu deildina. Arsenal, Sheffield Wednesday, Liverpool, Newcastle og Manchester United vilja öll kaupa Richards en líklegast er að hann fari til Blackburn Rovers og leiki innan skamms undir stjórn Bri- ans Kidd. Coventry hefur styrkt lið sitt veru- lega með því aö kaupa sóknarmann- inn John Aloisi frá Portsmouth. Kaupverðiö var 800 þúsund pund. Lengi vel leit út fyrir að Aloisi færi til Charlton en samningar tókust ekki. Aloisi hefur leikið mjög vel fyr- ir Portsmouth það sem af er leiktíð- inni og sent knöttinn sautján sinnum i mark andstæðinganna. Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, er mjög óánægður með heimavöll Arsenal, Highbury. Wen- ger segir völlinn alltof litinn en hann tekur 38 þúsund áhorfendur. Til sam- anburðar má nefna að Old Trafford tekm- á næstu leiktíð 67 þúsund áhorfendur eftir stækkun. „Ef Arsenal ætlar sér að vera á með- al bestu liða Englands á næstu árum veður liöið að fá stærri og betri heimavöll," segir Wenger. Highbury er þannig í sveit settur aö enginn möguleiki er að stækka völlinn. Vandrœöagangurinn hjá enska knattspymusambandinu undanfarna daga og afsögn Grahams Kelly eru talin skaða mjög umsókn Englands um heimsmeistarakeppnina árið 2006. Kelly sagði í gær að afsögn hans myndi engin áhrif hafa á um- sókn Englands en vitanlega er hann ekki dómbær á það frekar en margt annað þessa dagana. Derby County hefur fengið Finnann Jonatan Johansson til sín til reynslu i þrjá daga frá skoska liðinu Glasgow Rangers. Johansson var á sinum tima keyptur til Rangers frá Flora Tallinn í Eistlandi. Ef hann stendur sig í stykkinu hjá Derby er talið að félagið muni kaupa hann á 1,5 miUjónir punda. David Howells verður enn lengi frá æfingum og keppni með liði sinu Southampton. Howeils hefur ekkert leikið með Southampton frá þvi i lok október og verður enn frá í tvo mán- uði. -SK Ikvöld Úrvalsdeildin i körfubolta: ÍA-Skallagrímur 20.00 Grindavik-KFÍ 20.00 Keflavík-Snæfell 20.00 Tindastóll-Þór, A 20.00 Haukar-Njarðvík 20.00 Valur-KR 20.00 Bikarkeppni karla í handbolta: ÍBV-HK.....................20.30 (frestað í gærkvöld) 1. deild kvenna í handbolta: KA-Grótta/KR...............20.00 (frestað í gærkvöld)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.