Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Side 10
10
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
Spurningin
Hvaða bók ertu að lesa
þessa dagana?
Sigfús Steingrímsson, 14 ára:
Nýju bókina um Bert.
Hilmir Guðlaugsson nemi: Ósýni-
lega manninn.
Birta Sigurðardóttir nemi:
Hringadrottinssögu.
Valgard Jörgensen: Nýál eftir
Helga Pétursson.
Jónína Sigurðardóttir, 12 ára:
Áhyggjur Berts.
Lesendur
Ábyrgð manna
í ræðu og riti
Maður sem kemur fram til að segja fólki sannleikann umbúðalaust þarf ekki
á annarri tækni að halda en sannleikanum einum, segir m.a. íbréfi Konráðs.
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Maður sem tekur sér það fyrir
hendur að flytja öðrum mál sitt á
opinberum vettvangi er bundinn
ákveðnum, og ég vil meina ströng-
um, skilyrðum. Hann ber ábyrgð
gagnvart þeim sem heyra eða lesa
málflutning hans. Sérhver sá sem
hefur þessa köflun í hjarta sínu
skyldi því hafa þetta í huga og
hvergi kvika frá þeirri leið.
Málið er að hvenær sem menn
tala geta þeir haft áhrif á viðstadda
og jafhvel breytt algjörlega skoðun
þeirra á hinu eða þessu efninu.
Hann þarf fyrir þær sakir að vera
sannur í því sem hann segir og
segja það eitt sem hann veit réttast
og sannast. Vitaskuld getur mönn-
um skjátlast, en sé það óviljandi en
ekki af ráðnum hug er það fyrirgef-
anlegt.
En á þessum þætti er því miður
oft misbrestur. Menn fara kannski
ekki beint með lygi í ræðum sínum
en fara i máli sínu eins og köttur í
kringum heitan graut. Þeir komast
af þeirri ástæðu aldrei almennilega
að kjarna málsins sem er þó lykilat-
riðið í málinu öllu. Séu menn ekki
heflir í máfllutningi sínum er út-
koman undantekningarlitið sú að
áheyrendur taka ekki við sér og eru
litlu sem engu nær um innihald efn-
isins.
Stjórnmálamenn, einkum þeir
sem eru á atkvæðaveiðum, eru oft í
þessum hópi málflytjenda. Og sem
er þá i og með ástæðan fyrir því að
almenningur geldur oft varhug við
orðum þesscira manna. Það er um
leið slæmt til afspumar. Nú á tím-
um er þetta stundum flokkað undir
það sem menn kalla „ræðutækni".
Orð sem ég ber ekki skynbragð á og
eflaust margir fleiri. Hitt veit ég, að
maður sem kemur fram til að segja
fólki sannleikann umbúðalaust þarf
ekki á annarri tækni að halda en
sannleikanum einum. Sannleikur-
inn mun nefnilega fleyta honum
yfir sérhverja hindrun og gagnrýni.
Heilu bækurnar sem hafa verið
ritaðar hefðu betur verið óskrifað-
ar. Oft eru þær til þess eins að af-
vegaleiða manninn. Þar má nefna
ýmsar bækur um andleg efni, nýöld-
ina, spíritisma og jafnvel um fljúg-
andi furðuhluti eða annað álíka
ósannað. Þessum ritum má líkja við
hið talaða orð sem ég minntist á hér
að ofan. Gagnsleysið uppmálað, lítt
spennandi og boðar fráleitt að sann-
leikurinn sé þar á ferð.
Bygging tónlistarhúss
Ólafur H. Ólafsson skrifar:
Ríkisstjómin og Reykjavíkurborg
hafa nú tekið saman höndum við að
beita sér fyrir byggingu tónlistar-
húss og eins konar ráðstefnumið-
stöðvar í borginni. Að því er varðar
ráðstefnuhús og sali til fundahalda
hélt ég að nóg væri af slíku húsnæði
á hótelum borgarinnar og jafnvel
víðar. Ekki þyrfti sérstaklega að
sinna þeim málum af takmörkuðu
fé hins opinbera. - En að byggja tón-
listarhús er þó enn fjarstæðukennd-
ari hugmynd þegar almenningur er
að kikna undir skattlagningu af
ýmsu tagi sem auk þess fer síharðn-
andi.
Ég tel það beina árás á okkur
skattborgara að ætla að leggja út í
byggingu húss fyrir um 4 milljarða
króna við þær aðstæður sem nú
ríkja. Einkanlega átel ég borgar-
stjóm fyrir að ljá máls á þessum
framkvæmdum eins og nú háttar
málum.
Vita ekki borgarstjórnarliðar aö
þeir liggja undir ámæli fyrir ofur-
skattheimtu hjá íbúunum? Veit
ekki borgarstjóri að hann á undir
högg að sækja vegna stefnu sinnar
og svör undirsáta sinna í meiri-
hluta borgarstjómar sem reyna að
berja í brestina með útúrsnúning-
um séu þeir spurðir um ástæðu
aukinna skatta og hækkun þjón-
ustugjalda?
Leyfum áætluninni um byggingu
tónlistarhúss að liggja í skúffúm
draumóramanna enn um stund. Við
getum vel haldið tónleika hér á þétt-
býlissvæðinu í þeim húsakynnum
sem tiltæk eru.
Deiliskipulag Flugleiða
Til skamms tíma hafa farþegar á Ameríkuleið Flugleiða meira að segja notið
þeirra tfma frá dögum Loftleiða að vera boðið ókeypis vín með mat og kaffi,
umfram farþega á öðrum leiðum félagsins, segir m.a. í bréfinu.
Guðjón Guðmundsson skrifar:
Ég las bráðsmellinn pistil í Sand-
korni DV sl. mánudag af flugferð
hjóna frá Ameríku með Flugleiðum,
undir fyrirsögninni „Af allsnægt-
um...“. Hjónin urðu að deila dag-
blaði og kóka kóla milli sín vegna
skorts á hvoru tveggja um borð. Og
var þó skammt farið áleiðis frá
góssenlandinu Bandaríkjunum. Ég
hugsaði með mér; það er af sem
áður var á þessari flugleið milli ís-
lands og Bandaríkjanna þar sem
farþegar sátu að allsnægtum i góðu
yfirlæti hjá þjónustuliði og úðruðu í
sig af mat og drykkjarföngum.
Byggðist þjónustan mest á þessari
þjónustu, allt frá dögum Loftleiða
hf., sællar minningar.
Til skamms tíma hafa farþegar á
Ameríkuleið Flugleiða meira að
segja notið þessara tíma frá dögum
Loftleiða, að vera boðið borðvín
meö mat og koníak með kaffi ókeyp-
is, umfram farþega á öðrum leiöum
félagsins. Mér þykir því skorturinn
vera farinn að segja til sín ef flugfé-
lagið er búið að taka upp eins kon-
ar deiliskipulag í farþegarými flug-
vélanna á Ameríkuleiöinni.
En tímarnir breytast og nú er
hart i ári hjá flugfélögum þar sem
farþegar krefjast sífellt lægri far-
gjalda í samræmi við tíðarandann
og samkeppnina. - En þar sem hjón-
in umræddu í Sandkomspistli DV
höfðu greitt um 80 þúsund krónur
fyrir jólafarseðilinn hefði ég í
þeirra sporam labbað mig til höfuð-
stöðva Flugleiða við heimkomuna
og spurt hvort ekki mætti líka deila
jólafargjaldinu í tvennt og fá helm-
inginn endurgreiddan. Það hefði
verið í samæmi við það deiliskipu-
lag sem hjónin nutu á heimleiðinni
frá Ameríku.
DV
Þorsteinn fer þá
til London
E.L.K. skrifar:
Mikið óskaplega er það hvim-
leitt þegar menn í æðstu embætt-
um vilja ekki, aðspurðir, svara
fjölmiðlum og greina satt og rétt
frá um hin ýmsu efni sem varða
starf þeirra og stöðu eða framtíð-
arverkefni. Líkt og þegar Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegs- og
dómsmálaráðherra var spurður
skipti eftir skipti af fjölmiðlum
hvort hann vildi ekki svara þeim
orðrómi sem var i gangi að hann
myndi verða sendiherra í
London. Aldrei nein svör frá ráð-
herra sem fór undan i flæmingi.
Hér er þó ekki um annað að ræða
en opinbert starf sem ráðherra
hlýtur að hafa vitað að hann ætti
von á. Alla vega var orðrómurinn
ekki úr lausu lofti gripinn. Og
Þorsteinn fer þá tfl London eftir
allt. Svona á einfaldlega ekki að
standa að málum í stjórnsýsl-
unni.
Ekki „hafn-
vænt“ mannvirki
Jakob hringdi.
Mér þykir borgarstjórnin nú-
verandi bera sig borginmannlega
þegar hún gerir ráð fyrir að
byggja tónlistarhús við höfnina.
Var ekki KEA neitað um að
kaupa fiskvinnsluhús eitt mikið
sem nú stendur á hafnarbakkan-
um og sem átti að nota fyrir stór-
markað, vegna þess að starfsem-
in, þ.e. verslunarreksturinn, félli
ekki undir „hafnvæna" starfsemi?
En nú virðist sem tónlistarhús
falli undir þetta „hafnvæna". Gott
og vel. Ég er ekki að amast við
tónlist sem slíkri en ég tel borgar-
stjórn sýna mikinn tvískinnung í
málunum varöandi tónlistarhús-
byggingu. Bæði vegna staðarvals
við höfnina og svo auðvitað vegna
þess að fjármunir virðast nú í
hverju horni Ráðhússins. í sama
mund sem allt er lagt i sölurnar
fyrir að hækka þjónustugjöld í
borginni. Er ekki eitthvað að
skolast til í kolli borgarstjórnar?
Svarar
útvarpsstjóri
bréfunum?
Halldóra skrifar:
í fréttum hefur mátt lesa um
sjónvarpsleikritið Dómsdag,
byggt á atriöum úr lífi stórskálds-
ins Einai-s Benediktssonar og sem
margir vildu meina að væri á
mörkum velsæmisins. Líka las
maður um að tveir menn, þeir
Davíð Scheving Thorsteinsson og
Einar Benediktsson sendiherra,
hefðu skrifað útvarpsstjóra bréf
þar sem farið var fram á afsökun-
arbeiðni af hálfu útvarpsstjóra
fyrir hönd Sjónvarpsins. Enn las
ég í einhverju blaðinu ummæli
útvarpsstjóra, að hann myndi
svara bréfi Einars Benediktsson-
ar en ekki minnst á bréf Davíðs
Scheving, og var þar þó um alvar-
legra mál að ræða, að mínu mati.
Nú verður fróðlegt að sjá hvort
útvarpsstjóri svarar þessum
tveimur mönnum og þá á hvem
hátt. Þetta er jú opinber stofnun
og málið allt hið alvarlegasta fyr-
ir hið ríkisrekna sjónvarp.
Seinvirk
forræðismál
Steindór Einarsson skrifar:
Mig furöar á hvernig forræðis-
mál ganga fyrir sig, eins og t.d.
hjá sýslumannsembættum. Manni
er sagt við undirbúning málshöfð-
unar út af bömum sínum og for-
ræði yfir þeim að þetta taki að
minnsta kosti eitt ár eöa lengur.
Mér þykir þetta vera heldur lang-
ur tími. Skyldi vera um að ræða
skort á mannafla til að annast
þessi mál? Ef svo er þykir mér
rétt að bæta við nokkram lög-
lærðum við embættin. Svona
nokkuð getur nefnilega bitnað á
bömunum og foreldrum þeirra og
það er kannski verst af öllu.