Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Side 11
j|j"V FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
i&enning
Andríki og húmor
Fyrstu tónleikamir af fiórum á kammer-
tónlistarhátíð sem kennd er við Francis Pou-
lenc í tilefni aldarafmælis hans fóru fram i
Iðnó að kvöldi síðasta dags jóla. Þeir hófust
á fjórum ijóðum eftir Max Jacob frá 1921 fyr-
ir sópran, flautu, óbó, klarínett, fagott og
trompet. Ósköp hugguleg tónsmíð sem ber
tónskáldinu ágætt vitni þó ekki sé hún hans
skemmtilegasta. í heild var flutningurinn
góður þótt of oft bæri á því að rödd Þórunn-
ar drukknaði í hljómi sveitarinnar.
Á eftir kom verk sem gagnrýnandi minn-
og gáska en heldur stress-
aður og hefði þolað meiri
fínpússningu.
Les Chemins de l’amour
(Vegir ástarinnar) úr
Leócadia frá 1940 við texta _________________
eftir Jean Anouilh er eitt-
hvert yndislegasta sönglag
sem samið hefur verið á þessari öld og var
skemmtilegt að heyra það með hljóöfæraskip-
aninni klarinett, fagott, fiðla, kontrabassi og
píanó. Lagið var ágætlega flutt en örlítið meiri
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Hluti af hópnum sem stendur að Poulenc-hátíð í Iðnó. Tónleikarnir þrennir sem eftir eru verða næstu þrjú
þriðjudagskvöld. Forsprakkinn, Eydís Franzdóttir, er lengst til vinstri í neðri röð. DV-mynd E.ÓI.
ist ekki að hafa áður heyrt á tónleikum hér,
sónata fyrir klarínett og fagott sem þau Ár-
mann Helgason og Kristín Mjöll Jakobsdótt-
ir fluttu. Þessi skemmtilega samsetning
hljóðfæranna kemur einstaklega vel út 1
þessu verki, fyrsti þátturinn fullur af Pou-
lencskum húmor sem komst vel til skila í
leik Ármanns og Kristínar, rómansan ljúf og
fallega leikin og lokakaflinn iðandi af fjöri
léttleiki hefði ekki komið að sök og rödd Þór-
unnar hefði mátt standa betur upp úr en hún
gerði, helst hefði grúppan þurft að vera ofan í
gryfju eða meira til baka.
Rapsodie négre frá 1917 fyrir barítón,
flautu, klarínett, strengjakvartett og píanó
er verkið sem kom Poulenc á kortið enda
geislandi af andríki og húmor. Flutningur-
inn var með mestu ágætum, allt small sam-
an undir stjórn Guð-
mundar Óla Gunnars-
sonar, hinn hálf im-
pressíoníski fljótandi
fyrsti kafli, rythmísk-
___________________ur annar kaflinn og
óborganleg túlkun
Ólafs Kjartans á sinni
fígúru þannig að útkoman varð hin besta
skemmtun.
Efir hlé var aftur komið að Þórunni í Le
Bestiaire ou Cortége d’Orphée (Dýrasögur)
eftir Apollinaire fyrir sópran,
flautu, klarínett,
fagott, slagverk,
píanó, fiðlu og
selló. Þessi stutti
lagaflokkur um
úlfalda, engi-
sprettur, höfr-
unga og fleiri
dýr er stórkost-
legt dæmi um
það hversu lag-
inn Poulenc var
að fanga textann
í tóna og að
þessu sinni var
ekkert sem
skyggði á flutn-
inginn sem var hrein unun á að
hlýða. Tónleikunum lauk svo
með Le Bal masqué eða Grimu-
ballinu frá 1932 fyrir baríton.
óbó, klarínett, fagott, kornett,
fiðlu, selló, píanó og slagverk.
Þetta er mikið stuðverk og langt
því frá auðvelt í flutningi. Ólaf-
ur Kjartan fékk þama betra
tækifæri til að sýna hvað í hon-
um býr og með stórri og fagurri
rödd sinni og skemmtilegri
sviðsframkomu notfærði hann
sér það með miklum glæsibrag.
Sveitin var pottþétt undir stjórn Guð-
mundar Óla. Að öðrum ólöstuðum átti Helga
Bryndís Magnúsdóttir stórleik á píanóið
sem og Bryndís Pálsdóttir í bagatellunni.
Þetta var mikil flugeldasýning og maður var
vel sáttur við að kveðja jólin með þessum
hætti. Svo eru þrennir tónleikar hátíðarinn-
ar eftir til þess að láta sig hlakka til.
Ivan grimmi
Fyrsta kvikmyndasýning i MÍR-salnum, Vatns-
stig 10, á þessu ári verður á sunnudaginn kl. 15. Þá
verður sýndur fyrri hluti stórvirkis lettneska leik-
stjórans Sergeis Eisensteins um ívan grimma frá
árunum 1941-44. Síðari hlutinn verður sýndur
viku síðar á sama tíma. Enskur texti er með báð-
um hlutum.
Eisenstein var lengi að vinna þessa miklu kvik-
mynd, enda varð hann „að endurskoða allan per-
sónuleika ívans keisara og sögulegt hlutverk
hans“, eins og hann sagði sjálfur, i ljósi heimsvið-
burða á vinnslutima. Hefur ýmsum dottið í hug að
aðalpersónan dragi nokkum dám af valdamesta
manni Sovétríkjanna á þeim dögum.
Splveig gengur aftur
í kvöld hefjast á ný sýningar á leikriti Ragnars
Amalds, Solveig, sem frumsýnt var á Stóra sviði
Þjóðleikhússins í haust. Það fjallar
um ástir og örlög Miklabæjar-Sol-
veigar og séra Odds sem hafa verið
skáldum hugleikin allt frá því að þau
vom uppi. Ragnar skapar eftirminni-
legar persónur úr Solveigu, fátæku
stúlkunni sem átti ekkert annað til í
lifinu en ást sína, og Oddi, prestinum
og biskupssyninum sem ekki megn-
aði að ganga í berhögg við lögmál
samfélagsins þegar á reyndi. En þótt
ást þeirra sé réttlaus og forsmáð,
nær hún aö lokum út yfir gröf og
dauða. Þau era leikin af Vigdísi
Gunnarsdóttur og Þresti Leó Gunn-
arssyni en leikstjóri er Þórhallur Sig-
urðsson.
Útvarpsleikhúsið
Þema Útvarpsleikhússins í janúar er „þegar
menn grípa til vopna“ og á morgun kl. 14.30 verð-
ur flutt leikritið „Sálumessa fyrir látna hershöfð-
ingja“ eftir Makedóníumanninn Dragan Kotevski
undir stjóm Hailmars Sigurðssonar. Olga Guðrún
Ámadóttir þýddi.
Á sunnudaginn verður svo flutt leikritið „Frú
Carrar geymir byssur“ eftir Berthold Brecht. Bríet
Héðinsdóttir þýddi leikritið og lék sjálf aðalhlut-
verkið í eftirminnilegri uppfærslu í Þjóðleikhús-
kjallaranum á sínum tíma. Að þessu sinni er það
leikið af Önnu Kristínu Amgrímsdóttur en leik-
stjóri er Sigurður Skúlason.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
ki. i4.oo Frítt
Augnablik...
nú er ástæða
að fara á
Gleraugu með
HOYA plastgleri, glampa- og
rispuvörðu
Styrkl. +/ - 6 ásamt umgjörð
áður 17.500. Nú 12.500.
Þú sparar 5.000
Margskiptgler með breiðu
lessvæði.
Styrkl. + / - 6 ásamt umgjörð
áður 35.450. Nú 25.450.
Þú sparar 10.000.
Verðútreikningur með auglýstum umgiönðum.
Við hugsum vel um sjón þína
PROFlI^bpTIK
Viðurkenndur sjónfræðingur
Gunnar Guðmundsson
Gleraugnamiðstöðin
Laugavegi 24, sími 552 0800
r
v
Opið til kl. 17.00
í miðborginni eru um 300 verslanir
og ótrúlegur fjöldi veitinga- og kaffihúsa
ianoavi'ói 71,2 lia*ð
níiiií: .1.110770
Utsalan
er hafin