Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Page 15
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
15
Nær Sjálfstæðisflokkur-
inn hreinum meirihluta?
Á varðbergi
Framsóknarflokkurinn verður
þó ávallt aö vera á varðbergi í
stjómarsamstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn og halda í heiðri félags-
hyggjustefnu sinni í fárviðri frjáls-
hyggju og gróðasjónarmiða sem
ákveðin öfl í Sjálfstæðisflokknum
hafa gert að trúaratriði. Margar
fjölskyldur og einstaklingar
standa höllum fæti í þjóðfélaginu
þrátt fyrir svokallað góðæri.
Framsóknarflokkurinn boðaði það
fyrir síðustu kosningar að hann
vildi hafa fólk í fyrirrúmi og frá
því má ekki víkja.
Enda þótt Framsókn-
arflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur hafi setið
saman í ríkisstjóm á
þessu kjörtimabili og
samvinnan gengið með
ágætum er ekki hægt
að lita fram hjá því að
þessir tveir flokkar era
ólíkir og hafa löngum
verið höfuðandstæð-
ingar i íslenskum
stjórnmálum.
Dýrkeypt stjórnar-
samstarf
Stjómarsamstarf við
Sjálfstæðisflokkinn
hefur oftast reynst
samstarfsflokkum hans
dýrkeypt eins og dæm-
in sanna. Það stafar
væntanlega af því að almenningur
hættir að greina á milli samstarfs-
flokkanna og lítur svo á að vilji
stærri flokksins, Sjálfstæðisflokks-
ins, ráði i einu og öllu.
Þetta er þó á misskilningi byggt
hvað varðar núverandi stjórnar-
samstarf því að ráðherrar Fram-
sóknarflokksins hafa beitt sér fyrir
fjölmörgum framfaramálum sem
byggjast á stefnu og störfum Fram-
sóknarflokksins á liðnum ámm.
sölsa undir sig
veigamiklar þjón-
ustustofnanir al-
mennings í því
skyni að beita þeim
í þágu Sjálfstæðis-
flokksins.
Glöggt dæmi um
starfsaðferðir sjálf-
stæðismanna er að-
fór þeirra að lög-
reglustjóranum í
Reykjavík. Sem bet-
ur fer mistókst sú
aðför. En hvers
vegna leggja sjálf-
stæðismenn svo gíf-
urlega áherslu á að
stjóma lögreglunni?
Sömuleiðis stefna
sjálfstæðismenn
leynt og ljóst að því
að leggja Ríkisútvarpið undir sig
og eru með aðgerðarplan í gangi í
því skyni. Og enn má spyrja hvers
vegna leggja sjáifstæðismenn svo
Kjallarinn
Alfreð
Þorsteinsson
borgarfulltrúi
Hættuleg vinnubrögð
Framsóknarflokkurinn verður
líka að bregðast hart við þegar
samstarfsflokkurinn reynir að
„Framsóknarflokkurinn boðaði það fyrir síðustu kosninga, að hann vildi hafa fólk f fyrirrúmi og frá því má ekki
víkja,“ segir Alfreð m.a. i greininni.
gífurlega áherslu á að leggja Ríkis-
útvarpið undir sig?
Gætu náð meirihluta með
44% fylgi
Nýlegar skoðanakannanir sýna
að Sjálfstæðisflokkurinn er nálægt
því að ná hreinum meirihluta á
Alþingi. Hann hefur mælst með
46-48% í síðustu könnunum. Þótt
ótrúlegt megi virðast gæti Sjálf-
stæðisflokkurinn náð hreinum
meirihluta með aðeins 44% fylgis.
Það stafar af því að margir fram-
boðslistar verða í næstu kosning-
um og mörg atkvæði þeirra falla
dauð. Á því hagnast Sjálfstæðis-
flokkurinn og gæti náð meiri-
hluta, langt undir 50% markinu,
eins og gerðist iðulega í borgar-
stjórnarkosning-
um, áður en and-
stæðingar hans
sameinuðust í R-
listanum. Helsta
vonin til að
koma í veg fyrir
hreina meiri-
hlutastjóm Sjálf-
stæðisflokksins
er öflug sókn
framsóknar-
manna í Reykja-
vík því að ólíklegt er að Samfylk-
ingin nái að safna vopnum sínum
fyrir kosningar. Lýðræðinu er
bráð hætta búin nái Sjálfstæðis-
flokkurinn hreinum meirihluta.
Alfreð Þorsteinsson
„Helzta vonin til að koma í veg
fyrir hreina meirihlutastjórn
Sjálfstæðisflokksins er öflug
sókn framsóknarmanna í Reykja-
vík því að ólíklegt er að Samfylk-
ingin nái að safna vopnum sínum
fyrir kosningar. “
Eru sjómenn annar flokkur?
Hluti af kjörum
launþega er rétturinn
til launa/bóta þegar
slys eða veikindi ber
að höndum. Sá réttur
er tryggður með
tvennum hætti; með
ákveðnum fjölda
launadaga eftir að
launþegi verður
óvinnufær og ef
óvinnufærnin varir
lengur en veikinda-
dagarétturinn þá
taka við greiðslur úr
sjúkrasjóði viðkom-
andi félags sem taka
mið af fjölskyldu-
stærð. Sjúkrasjóðim-
ir greiða einnig bæt-
ur við fráfall félags-
manna; bætur sem
geta numið verulegum fjárhæðum
en þær taka líkt og sjúkrabæturn-
ar mið af fjölskyldustærð.
Skemmst er að minnast þess að
sjúkrasjóður Vélstjórafélags ís-
lands veitti um 700 þús. kr bætur
til ekkju með 5 böm sem missti
mann sinn í sjóslysi fyrir
skemmstu.
Réttindi taka mið af tekjum
sjóðanna
Sjóðfrnir styrkja einnig ýmsa
starfsemi sem lýtur að fyrirbyggj-
andi starfi svo sem líkamsræktar-
stöðvar svo nokkuð sé nefnt. Rétt-
indi sjóðfélaga taka mið af tekjum
sjóðanna sem em nokkuð breyti-
legar milli sjóða þar
sem þær fara eftir
samningsbundnum
greiðslum frá vinnu-
veitendum. Þær miða
langoftast við ákveðið
hlutfall af heildar-
launum viðkomandi
launþega. Af launþeg-
um í landi greiða
vinnuveitendur sem
nemur 1% af heildar-
launum í sjóðina.
Hærri greiðslur
tíðkast þó sbr. t.d. hjá
flugvirkjum þar sem
gjaldið nemur 3,5% af
heildarlaunum. Vél-
stjórafélag íslands
gerir kjarasamninga
að stofni til fyrir þrjá
hópa vélstjóra. Vél-
stjóra sem starfa á fiskiskipum,
kaupskipum og í landi.
Greiðslur af þessum hópum
inn í styrktarsjóðinn em
misjafnar. Þær em hæstar
hjá landmönnunum eða 1%
af heildarlaunum. Hjá kaup-
skipavélstjómnum era þær
0,5% af heildarlaunum, en
þess ber líka að geta í leið-
inni að veikindaréttur vél-
stjóra á kaupskipum er góð-
ur, einn sá besti sem félagið
hefur samið um. Útgerðir
fiskiskipa greiða minnst í sjóðinn,
eða aðeins 0,7% af kauptryggingu,
en kauptryggingin er nú frá um
106 til um 127 þús. kr. á mánuði.
Ef almenn skynsemi réði....
Ef við berum saman meðal-
greiðslur af þeim sem starfa á
fiskiskipum og þeim sem starfa í
landi kemur í ljós að gjaldið af
fiskiskipavélstjóranum er um 35%
af þeirri upphæð sem greidd er cif
vélstjóranum sem starfar í landi.
Ef réttindin í sjóðnum hjá okkur
væru hlutfallsleg m.v. inngreiðsl-
ur bæri landvélstjóranum þrefald-
ur bótaréttur fiskiskipavélstjór-
cms. Við hljótum að spyrja hvem-
ig það megi vera þegar litið er til
þess að slysatíðni er langmest um
borð í fiskiskipum að framlag
þeirra sem gera út fiskiskip skuli
vera svona miklu lélegra en þeirra
sem reka atvinnustarfsemi í landi.
Ef almenn skynsemi réði ættu
greiðslur útgerðarinnar í sjóðinn
að vera mun hærri en frá vinnu-
markaðinum í landi. En það er
alls ekki nóg að okkur finnist það
eðlilegt. Forysta LÍÚ þarf að hafa
sömu skoðun. Hún verður að telja
bæði eðlilegt og sjálfsagt að sjó-
mennimir, sem hún kallar hetjur
hafsins, a.m.k. á sjómannadaginn,
búi við bestu réttindi á þessu
sviði. Því miður er því ekki
þannig varið.
Engin rök, bara „Niet“
Við höfum í undangengnum
kjarasamningum margoft farið
fram á að greiðslur vegna sjó-
manna væru sambærilegar og af
þeim sem starfa í landi, en hingað
til farið bónleiðir til búðar. Verið
að vanda sakaðir um frekju og yf-
irgang; tekjur þessara manna
væm slíkar að þeir þyrftu sko
ekki á mefru að halda. Engin rök
bara „Niet“. Því verður að linna.
Við getum ekki lengur sætt okkur
við þaö að sjómennirnir búi við
lakari veikindarétt en aðrir. Við
eigum heldur ekki að sætta okkur
við það og það sem meira er, út-
gerðarmenn eiga heldur
ekki sætta sig við það
vegna þess að með því
em þeir að setja sína sjó-
menn skör lægra en aðra
launþega. Virða rétt fjöl-
skyldna þeirra á annan
veg en t.d. rétt fjölskyldna
þeirra sem sinna pappírs-
vinnunni á skrifstofunum
hjá þeim. Það er ekki í
anda sannra útgerðar-
manna að svo sé. Líklegra
er að þeir hafi ekki gert sér grein
fyrir stöðu málsins. Ég skora því á
þá að bæta hér um hið allra fyrsta.
Helgi Laxdal
Kjallarinn
Helgi Laxdal
formaður
Vélstjórafélags tslands
„Ef almenn skynsemi réði ættu
greiðslur útgerðarinnar i sjóðinn
að vera mun hærri en frá vinnu-
markaðinum í landi. En það er alls
ekki nóg að okkurfinnist það eðli-
legt. Forysta LÍÚ þarf að hafa
sómu skoðun. “
Með og
á móti
Er frammistaóa Kristins
Björnssonar skíðamanns ■
vetur ásættanleg?
Arnar Björnsson,
íþróttafróttamaöur
hjá íslenska út-
varpsfélaginu.
Verðum að hafa
þolinmæði
„Já, ég hef engar áhyggjur af
Kristni. Hann er búinn að sýna
mér í tvígang að hann er í hópi
bestu svigmanna heims. Árang-
urinn í Park
City og Vey-
sonnaz, þegar
hann hafnaði í
öðru sæti,
sannar það.
Vegna þess
hve keppnin er
hörð verða
menn að taka
áhættu, það
taka fáir eftir
þeim sem
verða í 11.-20.
sæti. Norðmaðurinn Ole Christi-
an Furuseth hefur ekki náð að
Ijúka keppni á fjórum síðustu
mótum og fyrir vikið á hann á
hættu að komast ekki í HM-lið
Norðmanna. Það vita þó allir hve
góður hann er, Furuseth, sem
m.a. vann silfúrverölaun á síð-
ustu Ólympíuleikum. Það liðu
fjögur ár frá fyrsta sigri besta
svigmanns heims, Thomas
Stangassingers frá Austurríki,
og þar til hann endurtók leikinn.
Meriri verða að hafa þoiin-
mæði og því miður finnst mér
margir dæma Kristin Björnsson
alltof hart. í mínum huga er
hann einn besti íþróttamaður
landsins, jafnvel þó hann hafi
ekki náð að ljúka keppni á fjór-
um síðustu heimsbikarmótum.
Áfram Kristinn, þinn tími mun
koma.“
Getur betur
„Að mínu
mati hefur
Kristni ekki
tekist í haust
að ná þeim
styrk sem við
öll vitum að
hann býr yffr.
Honum skaut
upp á stjörnu-
himininn í
fyrra með
ótrúlegum ár-
angri í tveim-
ur heimsbikarmótum. Þar með
var hann kominn í hóp þeirra
fremstu og auknar kröfur og
væntingar fylgdu í kjölfarið. Við
þessar nýju aðstæður þarf hann
að búa og í haust hafa ýmis út-
færsluatriði gert honum erfitt
fyrir. Þá er spuming um einbeit-
ingu og sálrænan undii'búning,
sem hann þarf hugsanlega að
leggja enn meiri rækt við.
Mér er kunnugt um aö Krist-
inn kom líkamlega mjög vel und-
irbúinn til leiks, sennilega í
betra formi en áður. Hann fór af
öryggi í fyrsta mótinu, náði 11.
sæti, en féll úr leik í næstu fjór-
um eftir að hafa lagt allt undir
eins og hann er þekktur fyrir,
síðast í Schladming í Austurriki
í gærkvöld.
Kristinn er um margt óvenju-
legur íþróttamaður. Hann tekur
einatt hámarksáhættu, nær góð-
um árangri eða fellur úr keppni.
Allt eða ekkert, enginn milliveg-
ur, engin málamiðlun. Þessi
taktík hefur fleytt honum á topp-
inn, en er honum einnig fjötur
um fót þegar pressan er eins
mikil og nú í haust." -VS
Ingólfur Hannos-
son, íþróttafrótta-
stjóri Ríkisútvarps-
ins.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið viö
greinum i blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
. diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is