Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
Fréttir
i>v
I
I
!
!
Vínbúöarmálið í Mosfellsbæ:
11-11 hyggst stefna stjórn
ÁTVR og Ríkiskaupa
Kaupás hf., rekstrarfélag 11-11
búðanna mun stefna stjórnendum
ÁTVR og Ríkiskaupa fyrir dóm, tak-
ist ekki samningar áður. Fyrirtækið
telur að á sér hafi verið brotið gróf-
lega þegar tilboði þess í rekstur á
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
Borgartúni 3 • Reykjavík • Sími 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
íbúar Staða- og Víkurhverfa
Fyrir bggur tillaga um að vesturálma Korpúlfsstaða
verði tekin til tímabundinna nota fyrir grunnskóla.
Tillagan verður til sýnis í sal Borgarskipulags og
byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga
kl. 10.00-16.15 frá 8. til 22. janúar 1999.
Ofangreindar auglýsingar óskast birtar í dagblöðum
með venjulegum hætti föstudaginn 8. jan. nk.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
Borgartúni 3 • Reykjavík • Sími 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Borgartún 36, breytt deiliskipulag
I samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu
deibskipulagi lóðarinnar Borgartún 36. Fyrirhugaðri byggingu
er snúið á lóðinni, bílageymsla verður neðanjarðar og aðkoma
breytist.Tillagan verður til sýnis í sal Borgarskipulags og
byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
10.00—16.15, frá 8. janúar til 5. febrúar 1999. Abendingum og
athugasemdum vegna ofangreindrar kynningar skal skila
skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en
19. febrúar 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan
tilskihns frests teljast samþykkja tillögurnar.
Glœsilegi renaissance-bikarinn frá Augsburg.
Seldur hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn Jýrir 3.300.000 dkr.
Listmunauppboð Bruuns Rasmussens er stærsta uppboðsfyrirtæki
Norðurlanda - með veltu sem nemur 250.000.000 dkr.
Við óskum eftir gömlum og nýlegum listaverkum og fornmunum til
að selja á alþjóðlegu uppboði okkar í Danmörku.
Hægt er að hafa samband við matssérfræðing okkar, Sven Juhl
Jorgensen, 11.-12. janúar í Reykjavík.
Viðtal má panta í farsíma, +45 40 46 96 44, eða á aðalskrifstofu
okkar í Kaupmannahöfn í síma + 45 33 13 69 11.
BRUUN RASMUSSEN
KUN STAUKTIONER
Bredgade 33, 1260 Kobenhavn K, Danmark.
Telefon +45 33 13 69 11 • Telefax +45 33 32 49 20.
vínbúð í Mosfellsbæ var hafnað.
Kaupás segir að fyrirtækið hafi bor-
ið mikinn kostnað af öllu því þjarki
sem staðið hefur um málið um
margra mánaða skeið. Enn fremur
telur fyrirtækið að Ríkiskaupum
hafi tvímælalaust borið lagaleg
skylda til að taka tilboði sínu í
rekstur vínbúðarinnar, afgreiðsla
útboðsins hafi verið ólögmæt. Vera
má að krafan á hendur ríkinu verði
upp á tugi milljóna króna vegna
sölutaps þegar litið er til þeirra tíu
ára sem Kaupás telur sig hafa átt
rétt á að reka vínbúð bæjarbúa.
„Við vorum með hagstæðasta til-
boðið og uppfylltum öll skilyrði.
Síðar fóru Ríkiskaup að gera ýmsar
óeðlilegar athugasemdir, og meðal
þeirra var sú að tilboðið væri full-
lágt. En auðvitað buðum við sam-
kvæmt okkar forsendum fyrir
samnýtingu á rekstri," sagði Sigurð-
ur, framkvæmdastjóri Kaupáss hf., í
Sigurður Teitsson, framkvæmda-
stjóri 11-11 búðanna: Lög voru gróf-
lega brotin.
gær. Hann sagði að ÁTVR hefði síð-
an hringsnúist í afstöðu sinni til
vínbúðareksturs í sumar og ákveðið
að sveitarfélög með 3.500 manns eða
fleiri fengju Ríkis-verslun en ekki
verslun sem einkaaðili rekur.
„Við munum leita réttar okkar í
þessum efnum og höfðum mál ef for-
senda er fyrir því,“ sagði Sigurður.
Auk þess skrifaði Sigurður fjár-
málaráðherra bréf í fyrradag þar
sem öil sólarsagan í kringum tilboð-
in er rakin.
Sigurður segir að í forsendum út-
boðsins í Mosfellsbæ segi að ÁTVR
leiti að samstarfsaðila með atvinnu-
rekstur. ÁTVR telji að rekstur vín-
búðar í bænum sé of lítill til að
hann standi einn og sér og það sé
hagur beggja að samstarfsaðili sé
með rekstur við hlið áfengisverslun-
ar þar sem hann getur samnýtt
starfskrafta og tryggt fullnægjandi
þjónustu í vínbúð. -JBP
Þau hafa verið heldur kuldaleg hrossin að undanförnu eins og þessi á myndinni sem tekin var í Hálsasveit í Borg-
arfirði í vikunni. Tíðin hefur þó ekki verið slæm því víðast hvar sést í jörð, að minnsta kosti enn þá. DV-mynd GVA
Sjávarsaltpúðar:
Nýstárleg notkun
á íslensku salti
DV, Hverageröi;
Nýjasta einstaklings-
framtakið í heilsumálum í
Hveragerði er að hafin er
framleiðsla á heilsupúðum
sem innihalda íslenskt eð-
alsalt frá Reykjanesi. Lilja
Guðnadóttir, sem rekur
nudd- og snyrtistofu í
Hveragerði, er hugmynda-
smiður og framleiðandi
þessarar nýju vöru. Hún
segist hafa tröllatrú á púð-
unum sinum með eðalsalt-
inu.
Hér er um að ræða
margar gerðir og stærðir af
púðum úr mjúku frotté-
efhi sem í er ákveðið og ná-
kvæmlega mælt magn af salti. Þeir
eru notaðir við alls kyns verkjum,
eymslum, sárum, þreytu og bólgum.
Mælt er sérstaklega með þeim við
liðagigt og gigt yfírleitt. Púðarnir
eru hitaðir í bakaraofni og síðan
látnir liggja á þeim stöðum líkam-
ans sem veikir eru eða aumir þar til
mesti hitinn er farinn úr þeim. „Ég
hef gert tilraunir á nuddstofunni
með ýmsar gerðir af saltpúðum í
um tíu ár, m.a. baðsalti og grófu
matarsalti, en eftir að ég kynntist
eðalsaltinu frá Reykjanesi finn ég
Lilja Guðnadóttir með nokkra sjávarsaltpúða.
að hér er um mikinn mun að ræða,“
segir Lilja um framleiðslu sína.
Eðalsaltið hefur verið rannsakað
við Læknaháskólann í Rotterdam
og kemur m.a. fram í umsögn að í
því er um 60% minna natríum en í
venjulegu matarsalti. Lilja segir að
saltpúðamir hafi m.a. það umfram
aðra hitapúða að við hitann dragi
húðin til sín efni úr saltinu, kalsí-
um og magnesíum, sem séu nauð-
synleg líkamanum. Samvirkni þess-
ara efna sé sérstaklega mikilvæg
fólki sem komið er yfir albesta ald-
DV mynd eh
urinn, sérstaklega varðandi bein-
þynningu.
“Saltpúðana má einnig nota sem
bakstur við sár en saltið hreinsar
upp sárið og sótthreinsar,“ fullyrðir
Lilja. Hún segist hafa ætlað að
koma þessari heilsubót á framfæri
til almennings á nýliðnu ári, ári
hafsins. Henni hafi tekist að hefja
framleiðsluna, og sjávarsaltspúð-
amir verða til sölu í verslunum
landsins á þessu ári, auk þess sem
hún selur þá sjálf - og notar - á
nuddstofu sinni í Hveragerði. -eh